Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Orð skulu standa Lög um tímabundið 3% [síðar 5%] jöfnunargjald á iðnaðarvörur voru samþykkt árið 1978. Gjaldið var lagt á innfluttar iðnaðarvörur af sömu tegundum og framleidd- ar voru í landinu. Yfirlýstur tilgangur var að vega á móti hérlendum söluskatti, sem var hluti innlends framleiðslu- kostnaðar. Gjaldið átti síðan að nýta til að efla innlenda iðnjjróun. I greinargerð með frumvarpi að lögum um jöfnunargjaldið var því slegið föstu að það væri tímabundin ráðstöfun. Þar sagði skýrt og skorinyrt að „við upptöku virðisauka- skatts félli gjaldið niður, vegna þess að uppsöfnunaráhrifum væri þar með eytt“. í bréfi forsætisráðherra dag- settu 30. apríl 1989 til aðila vinnumarkaðarins, sem skrifað var í tengslum við þjóðarsátt og kjarasamninga, sagði orð- rétt: „Jöfnunargjald af innflutt- um vörum verður hækkað tímabundið úr 3% í 5% og fell- ur niður þegar virðisaukaskatt- ur kemur til framkvæmda." Við afgreiðslu fjárlaga 1990 kom í ljós að ríkisstjórnin ætl- aði sér ekki að standa við þetta endurtekna fyrirheit. Friðrik Sophusson alþingismaður segir í grein hér í blaðinu: „í fjárlögunum er gert ráð fyrir að gjaldið verði innheimt til 1. júlí óbreytt. Þannig sveik ríkisstjómin loforð, sem hún gaf fyrir rúmu ári, þegar kjara- samningar voru undirritaðir. Til viðbótar þessu hafði virðis- aukaskattshlutfallið verið ákveðið með tilliti til tekjumiss- is ríkissjóðs vegna niðurfelling- ar jöfnunargjaldsins, sem ekki varð af vegna þess að ríkis- stjórnin stóð ekki við orð sín.“ Ásmundur Stefánsson for- seti Alþýðusambands íslands segir í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag: „Með þeim ákvörðunum, sem nú hafa verið teknar, eru tekjur ríkissjóðs af jöfnunar- gjaldi á innfluttar iðnaðarvörur auknar um 500 m. kr. [umfram fjárlagaáætlun]. Fjármála- ráðuneytið metur kostnað vegna aðgerðanna [verðlag- þróun/ rauð strik] á 350 m.kr. Samkvæmt þeim útreikningum hagnast ríkissjóður þannig um 150 m.kr. þegar allt er talið.“ Forseti ASI hnýtir því og við, að áætlaður kostnaður ríkis- sjóðs af endurgreiðslu virðis- aukaskatts af viðhaldi íbúðar- húsnæðis sé ofmetinn, þann veg, að nettóhagnaður ríkis- sjóðs vegna meintrar „niður- greiðslu“ á verðlagi nemi trú- lega nær 250 m.kr. í gildandi fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að ríkið greiði uppsafnaðan söluskatt vegna framleiðslu 1989. Hins vegar var 390 m.kr. fjárveiting í auk- afjárlögum. Þar af gengu 100 m.kr. til iðnaðarins. Iðnaðar- ráðherra sagði þar um á árs- þingi Félags íslenzkra iðnrek- enda 15. marz sl.: „Því er hins vegar ekki að neita að sú fjárhæð, sem ákveðin var með fjáraukalög- um á síðasta ári til að endur- greiða uppsafnaðan söluskatt í iðnaði vegna framleiðslu á árinu 1989, hrekkur ekki til. Samkvæmt áætlun gæti fjár- vöntun numið allt að 170 m.kr.... Það er í fullu samræmi við lögin um jöfnunargjaldið, sem enn eru í gildi, að ákveða að hluta af tekjum af því skuli varið í þágu iðnaðarins. Ég hefi undirbúið um þetta tillögu sem ég mun leggja fram í ríkis- stjórn á morgun .. .“ Friðrik Sophusson auglýsir eftir þessari „á morgun" tillögu iðnaðarráðherra í grein hér í blaðinu, fjórum mánuðum síðar. Þingmaðurinn birtir og töflu frá hagdeild fjármála- ráðuneytisins, sem sýnir, að á árinu 1988 voru 225,2 m.kr. af 513,4 m.kr. innheimtu á jöfnunargjaldi endurgreitt til iðnaðarins og 337,2 m.kr. af 833.5 m.kr. innheimtu 1989. Ríkissjóður hélt eftir bróður- partinum af jöfnunargjaldinu. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við fyrirheit sem hún gaf, m.a. við gerð kjarasamn- inga, um niðurfellingu jöfnun- argjalds þegar virðisauka- skattur leysti söluskatt af hólmi. Fyrirheit um að nýta gjaldið til að efla iðnþróun í landinu hafa og hvergi nærri verið fullefnd. Forseti ASÍ læt- ur að því liggja að „fórnir“ ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn verðhækkunum feli í sér allt að 250 m.kr. tekjuauka ríkissjóðs í verðþyngjandi jöfn- unargjaldi, umfram útgjöld hans vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Sú megin- regla að orð skuli standa í sam- skiptum manna hefur greini- lega sínar undantekningar í herbúðum ríkisstjórnarinnar. Reuter Björgunarstarfá Filippseyjum Björgunarstarf stendurenn áFilippseyjumeftirjarð- i hafi misst heimili sín. Hér sést þegar kaþólskar skjálftann 16. júlí síðastliðinn sem varð rúmlega nunnur bíða þess að verða fluttar á brott frá Bagu- 1.000 manns að bana. Talið er að 88.000 manns | io til höfuðborgarinnar Manila. GATT-viðræðurnar hafiiar; Vilja aukið frelsi í viðskipt- um með landbúnaðarvörur Genf. Reuter, Daily Telegraph. SAMNINGAMENN 105 ríkja GATT-viðræðnanna um alþjóðavið- skipti og tollamál lýstu í gær vilja til þess á fyrsta fimdi sínum í Genf að samið yrði um endurbætur á milliríkjaviðskiptum með landbúnað- arfiirðir. í lok ágúst heíjast viðræður um raunhæfar aðgerðir og hefúr þegar náðst samkomulag um að undanskilja engar landbúnað- arvörur. Fyrir 1. október er hverju þátttökuríki ætlað að skila skýrslu um allar aðgerðir sem það beitir til að verja eigin landbúnað- arframleiðslu fyrir samkeppni. Island er aðili að GATT-viðræðunum. Árangur í landbúnaðarmálunum er talinn skilyrði þess að Uruguay- viðræðunum um alþjóðaviðskipti, sem hófust fyrir fjórum árum á vegum GATT, verði lokið með sam- komuiagi í Brussel í desember eins IRÍIPE AN Reuter Tveir af samningamönnum Evrópubandalagsins stinga saman nefjum áður en ftindur GATT í Genf hófst í gær. Suður-Kórea: Stj órnarandstöðu- þingmenn segja af sér Seoul. Reuter. ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu hafa allir sagt af sér, 80 að tölu. Þeir kreQast þess að efht verði til kosninga. Talsmenn ríkisstjórnar landsins, sem er niðursokkin í samningavið- ræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu, segja að mótmælin verði höfð að engu. Afsagnir þingmannanna voru ákveðnar eftir að stjórnarflokkur Rohs Tae-woos forseta þvingaði umdeild lagafrumvörp í gegnum þingið þrátt fyrir hávær mótmæli fyrr í mánuðinum og voru há- punktur margra vikna ringulreiðar sem ríkt hefur á þinginu og sem braust út í handalögmálum þing- manna í eitt skipti. Talsmaður stjórnarflokksins, fijálslyndra demókrata, sagði að afsagnimar yrðu ekki teknar til greina og virtist ríkisstjórnin hafa mun meiri áhyggjur af þróun mála við landamærin að Norður- Kóreu en afsögnunum, en óvíða ríkir meiri spenna á landamærum en þar. ogfyrirhugað er. Talsmenn 14 ríkja sem eiga mikið undir útflutningi landbúnaðarvara, CAIRNS-hóps- ins, ásamt fulltrúum Evrópubanda- lagsins (EB) og Bandaríkjanna, samþykktu að hefja raunhæfar við- ræður um alþjóðleg landbúnaðar- viðskipti á fundi landbúnaðarnefnd- ar Uruguay-viðræðnanna dagana 27. - 29. ágúst nk. Þótt talsmenn GATT telji að þeg- ar hafi mikið áunnist á Genfarfund- inum er ljóst að enn ber mikið í milli. Einn af fulltrúum Bandaríkja- manna, Julius Katz, lagði áherslu á nauðsyn þess að fella niður út- flutningsbætur; þær ættu mestan þátt í að brengla eðlileg milliríkja- viðskipti með landbúnaðarvörur. Talmenn EB svara því til að banda- lagið muni ekki sætta sig við að ein af mörgum verndaraðferðum, útflutningsbætur, hljóti fremur meðhöndlun en aðrar s.s. styrkir, niðurgreiðslur og sérstakir tollar. Bandaríkjamenn styrkja Iandbúnað sinn með háum framleiðslugreiðsl- um til bænda. Japanar koma með ýmsum aðferðum í veg fyrir inn- flutning á landbúnaðarfurðum, banna t.d. allan innflutning hrísgrjóna. EB notar allar tegundir vemdaraðgerða en hefur tekist að minnka offramleiðslubirgðir á borð við smjörfjöll með því að varpa þeim niðurgreiddum á heimsmarkað, oft til gífurlegrar óþurftar fyrir inn- lenda matvælaframleiðslu í löndum þriðja heimsins. Ekkert stórveld- anna getur hreykt sér af því að framfylgja fijálsri markaðsstefnu í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Vemdaraðgerðir taka oft á sig kynlegar myndir og reglugerðir EB eru oft misnotaðar. A síðasta ári voru eftirlitsmenn bandalagsins á ferð í höfninni í Hamborg. Þar horfðu þeir furðu lostnir á er korn- farmi úr frönsku skipi var dælt úr afturlest í korngeymi á hafnargarð- inum en þaðan var því síðan dælt rakleiðis í framlest skipsins. Með þessu varð kornið útflutningvara og þess vegna gat heildsalinn í Frakklandi fengið hærri bætur frá bandalaginu en ella þegar hann tók aftur við franska korninu sínu. Staðfest var á skýrslum að það var innflutt, kom frá V-Þýskalandi. Samkvæmt skýrslum framleiða 20% bænda í bandalaginu um 80% allra afurða sem neytt er í því og eru því ýmsar bætur grundvöllur starfans hjá flestum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.