Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 25
Bandaríkin MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 Vilja verðlækkun á inillilandasamtölum International Herald Tribune. BANDARÍSK yfirvöld hafa ákveðið að stuðla að auknum símhringing- um frá útlöndum til Bandaríkjanna og í því sambandi hafa þau m.a. hafið baráttu fyrir því að ríkiseinokunarfyrirtæki lækki gjaldskrá sína. Þar sem það er hlutfallslega ódýrt fyrir Bandaríkjamenn að hringja til útlanda og þar sem þeir nota símann mikið rennur dijúgur hluti af tekjum bandarískra símafé- laga til erlendra símafyrirtækja í formi þjónustugjalda. Mun dýrara er að hringja til Bandaríkjanna en frá þeim og eru símtöl þangað því færri. Tekjur bandarískra símafélaga af milli- landasamtölum em því mun lægri en hinna erlendu. Bandaríska fjarskiptaráðið (FCC) hefur nú ákveðið að knýja fram lækkun á gjaldskrám fyrir millilandasamtöl með því að setja þak á upphæðina sem bandarísk símafyrirtæki mega greiða erlend- um ef þau síðarnefndu lækka ekki gjaldskrá sína í samræmi við lækk- un tilkostnaðar. Samkvæmt upplýsingum FCC hefur kostnaður vegna símaþjón- ustu stórlækkað á undanförnum árum en það hefur þó ekki komið neytendum til góða. Þannig verður kostnaður við að setja upp línu yfir Atlantshafið kominn niður í aðeins 4.500 dollara (270 þúsund ÍSK) árið 1992 en var 557.600 dollarar (36 milljónir ÍSK) árið 1956, að sögn FCC. Að sögn Gregory Staple, ráðgjafa i símafjarskiptum í Washington, er raunverulegur kostnaður símafyrir- tækja af samtali milli Banda- ríkjanna og Evrópu tvö til þtjú sent, eða innan við tvær krónur, á mínútu. Hins vegar er gjald pósts og síma í Þýskalandi (Deutsche Bundespost) 1,92 dollarar, 115 ÍSK, fyrir einnar mínútu samtal til Bandaríkjanna og síðan bætist við það 18 króna skattur. Fyrir samtal til Vestur- Þýskalands taka bandarísk símafé- lög hins vegar allt niður í 62 sent, eða 36 krónur á mínútu. Þau verða hins vegar að greiða pósti og síma í Þýskalandi 78 sent á mínútu í þjónustugjald vegna slíks samtals. Er það gjald byggt á úreltri viðmið- un fyrir samtöl sem fara fram með aðstoð talsímavarða. Að sama skapi borgar þýska símafélagið þeim bandarísku sömu upphæð fyrir samtöl vestur um haf. En þar sem samtöl vestur um eru mun færri en austur yfir Atlantshafið tapa bandarísku fyrirtækin á þessari þjónustu. Greiddu þau t.d. 153 millj- ónum dollara meira til Deutsche Bundespost í þjónustugjöld en þau fengu til baka vegna samtala vestur yfir hafið. Að Sögn Staple lætur nærri að á heimsvísu hafi halli af þessu tagi numið 2,5 milljörðum dollara. Evrópsk símafélög hafa ekki tek- ið afstöðu til tillagna FCC um lækk- un símgjalda. Þær eru nú til umfjöll- unar hjá framkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins og verða notaðar sem vopn í baráttu hennar fyrir því að afnema einokun í símaíjarskipt- um. Að sögn Gregory Staple eru óeðlilega há gjöld á samtölum milli EB-ríkja þegar haft væri í huga að raunverulegur kostnaður við þau sé svo til hinn sami og af innan- landssamtölum. Eðlilegt hljóti að vera að gjald fyrir símtöl séu í sam- ræmi við tilkostnað. Þýði það að símafélög verði að koma sér upp tækjabúnaði er mæli annars vegar kostnað við innanlandssamtöl og hins vegar við millilandasamtöl. I Japan hafi fyrirkomulag af því tagi verið tekið upp að fullu og leitt til 50% lækkunar á millilandasam- tölum á síðustu 18 mánuðum. Ítalía: Fréttir um meintan þátt CIA í hryðju- verkum gagnrýndar Róm. Reuter. FRANCESCO Cossiga, forseti Ítalíu, hefur gagnrýnt ítalska ríkissjón- varpið fyrir fréttir þess af ásökunum um að bandaríska leyniþjónust- an CIA hafi stutt hryðjuverkamenn á Italíu og átt aðild að morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. Málið hefur valdið miklum deilum á Ítalíu um hlutverk ljölmiðla. Ásakanirnar komu fram í frétta- þáttum sjónvarpsins 28. júní til 2. júlí. Þar hélt kaupsýslumaður frá Oregon í Bandaríkjunum, Dick Írak/Kúvæt: Vongóðir um að lausn finnist Kaíró. dpa. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, og Hussein Jórdaníukon- ungur sögðust í gær vongóðir um að olíudeila íraka og Kúvæta leystist. Leiðtogarnir höfðu hitt Tariq Aziz, utanríkisráðherra íraks, að máli í Alexandríu. Hussein sagði að fundurinn hefði stuðlað að sátt- um arabaþjóðanna og Mubarak kvað fjölmiðla hafa gert alitof mik- ið úr deilunni, sem kom upp er Irak- ar sökuðu Kúvæta um að hafa stol- ið olíu fyrir 2,4 milljarða dala úr olíulindum sínum á undanförnum tíu árum. Brenneke, sem sagðist vera fyrrum njósnari CIA, því fram að leyniþjón- ustan hefði átt þátt í hryðjuverkum á Ítalíu á áttunda áratugnum og morðinu á Palme árið 1986. Endur- teknar voru ásakanir, er komu fram í bók í fyrra, um að fyrrum foringi ítölsku frímúrarareglunnar P-2, sem er bönnuð, hefði sent skeyti til aðstoðarmanns George Bush, þá varaforseta Bandaríkjanna, þremur dögum fyrir morðið á Palme og sagt: „Sænska tréð fellur“. Cossiga skrifaði Giulio Andre- otti, forsætisráðherra landsins, bréf þar sem hann hvatti til þess að rannsókn hæfist á fréttaflutningi sjónvarpsins. Sjónvarpið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að birta slíkar ásakanir án þess að kanna hvort einhver fótur sé fyrir þeim. Yfir- maður fréttastofu sjónvarpsins ver hins vegar fréttaflutningin og segir að það sé skylda fréttamanna að leita sannleikans þótt í því kunni að felast ákveðnar hættur. Talsmaður CIA sagði í gær að ásakanirnar væru „algjör þvætting- ur“ og Brenneke hefði aldrei starfað fyrir leyniþjónustuna. 25 > „Anægðir með árangurmn mið- að við hvað mótið var sterkt“ - segja íslensku keppendurnir HEIMSMEISTARAMÓTI barna í skák í Fond du Lac í Wiscons- infylki í Bandaríkjunum er nú lokið. Fjórir íslendingar tóku þátt í mótinu; Helgi Áss Grétarsson, Arnar Gunnarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Hrund Þórhallsdóttir. Úrslit mótsins urðu á þá leið, að í opnum flokki 14 ára og yngri sigraði Judit Polgar frá Ungveijalandi, en Helgi Áss Grétarsson varð ásamt fleirum í 5. sæti. Alls voru keppendur 42. í opnum flokki 12 ára og yngri sigraði Avrukh frá Sovétríkjun- um, Arnar Gunnarsson varð ásamt fleirum í 23. sæti, en alls voru keppendur 35. í opnum flokki 10 ára og yngri var Nur frá Bandaríkjunum í fyrsta sæti, Jón Viktor Gunnarsson og fleiri lentu í 6. sæti, en alls voru kepp- endur 28. í stúlknaflokki 14 ára og yngri varð Darchia frá Sov- étríkjunum í fyrsta sæti, Hrund Þórhallsdóttir varð ásamt fleir- um í 20. sæti, en alls voru kepp- endur 29. Jón Viktor Gunnarsson sigraði í óformlegu hraðskák- móti sem haldið var á meðan heimsmeistaramótinu stóð. Andri Áss Grétarsson, farar- Slasaður á auga eftir grófa árás RÁÐIST var á átján ára pilt í Aðalstræti skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt sunnudags og hann barinn og slasaður svo að hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna sprungins augn- botns. Pilturinn var á gangi ásamt fé- laga sínum þegar þeir mættu fjór- um piltum um þritugt. Einn þeirra veittist að piltinum, sparkaði und- an honum fótunum og gekk í skrokk honum. Félagi hans reyndi að koma til hjálpar en félagar árás- armannsins fældu hann þá frá með höggum og spörkum. Hann hljóp þá og sótti lögreglu. Þegar hún kom á vettvang voru árásarmenn- irnir á bak og burt en sá sem ráð- ist hafði verið á var með talsverða áverka og stokkbólgið auga. Hann fór á slysadeild þar sem í ljós kom að líklega þyrfti hann skurðað- gerðar við. Lögregla leitaði árásarmann- anna árangurslaust um miðborg- ina, þar sem nokkur fjöldi fólks var samankominn. stjóri íslensku keppendanna, segir að mótið hafi verið mjög stíft. Keppnisdagar hafi verið 7 og fjóra daga í röð hafi tvær umferðir farið fram daglega. Það hafi líka komið á daginn, að í síðustu umferðunum hafi kepp- endur verið farnir að þreytast nokkuð. Andri segir að aðbúnað- ur á mótinu hafi verið þokkaleg- ur, en skipulag og stjórnun þess hefði mátt vera betri. íslensku keppendurnir komu heim í gærmorgun nema Hrund Þórhallsdóttir, sem enn er í Bandaríkjunum. Þeir segjast nokkuð ánægðir með árangurinn á mótinu miðað við hvað það hafi verið sterkt. Nefndu þeir að Nur frá Bandaríkjunum og Judit Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: Á kvikmyndasíðu Morgun- blaðsins sunnudaginn 22. júlí sl. birtist dálkur þar sem rætt er um bíómyndina Total Recall og ímynduð afskipti Kvikmyndaeftir- lits ríkisins af henni. Þar sem flest í greinarstúf þessum eru staðlaus- ir stafir verður ekki hjá því kom- ist að gera athugasemd. Það er algjörlega úr lausu lofti gripið, að skoðunarmenn Kvik- myndaeftirlitsins hafi „klippt“ umrædda mynd eða einstök atriði hennar. Klippingar eru einfald- lega ALDREI framkvæmdar af eftirlitinu, enda enginn stafur um slíkt í lögum. Þar sem glögg augu kvik- myndarýnisins sjá þannig klipp- ingu í ákveðnu atriði myndarinnar er sennilega um hreina ímyndun hans að ræða, eða snyrtingu, sem undirrituð veit engin deili á. Þess má þó geta, sem allir kvikmynda- fróðir menn vita, að framleiðendur senda oft á markað fleiri en eina gerð hverrar myndar, einkum þegar um mikið ofbeldi er að ræða. Einstök atriði eru þá mýkt eða stytt og kaupendur geta síðan valið úr tveimur til þremur gerð- um myndarinnar. Kvikmyndaeftirlit ríkisins star- far samkvæmt lögum um vemd Polgar hafi verið hvað sterkustu skákmennirnir þar. Drengirnir segja skákina vera aðaláhugamál sitt. Þeir hafi lært manngánginn 5 eða 6 ára gaml- ir og farið að æfa reglulega þeg- ar þeir urðu 6 eða 7 ára. Þeir kepptu allir á Norðurlandamót- inu í skólaskák í vor, með ágæt- um árangri. Þeir segjast hafa farið að und- irbúa sig fyrir Heimsmeistara- mótið í júní. Helgi Áss segist aðallega hafa skoðað ýmsar byrj- anir, en Jón Viktor og Arnar að þeir hafi teflt mikið. Þeir segjast einnig lesa mikið af skákbókum og fara yfir skákir góðra skák- manna, jafnframt því sem þeir skoði eigin skákir eftir á og at- hugi hvort þeir hefðu getað fund- ið betri leiki. Fjölmörg fyrirtæki styrku skákmennina til fararinnar en helstu styrktaraðilar voru Ágúst Ármann hf, Sjóklæðagerðin hf og Sláturfélag Suðurlands hf. barna og ungmenna og lögum um bann við ofbeldismyndum. Svo sem glöggt má sjá af ákvæðum þessara lagabálka er hlutverk skoðunarmanna eftirlitsins fyrst og fremst að meta einstakar myndir með tilliti til þess, hvort börn innan ákveðinna aldurs- marka fá aðgang að þeim. Þá þurfa skoðunarmenn stöku sinn- um að meta hvort myndir bijóti hugsanlega í bága við ákvæði laga um bann við ofbeldismyndum. Myndin Total Recall er sannar- lega í hópi hrottalegustu mynda og var skoðuð og metin sem slík. Robocop, mynd eftir sama höf- und, var á sínum tíma bönnuð alfarið, en styttri útgáfa hennar síðar leyfð. Báðar myndirnar voru bannaðar börnum og unglingum yngri en 16 ára. Ekki er ástæða til að elta ólar við aðrar rangfærslur í greininni, en það skal tekið fram að skoðun- armenn kvikmynda meta hveija einstaka kvikmynd faglega og án allra fordóma og mætti höfundur greinarstúfsins líka temja sér slík vinnubrögð. Auðvelt er að fá réttar upplýs- ingar um starfsemi eftirlitsins, og eru þær fúslega veittar, hvenær sem eftir er leitað. Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaeftirlits rikisins. Athugasemd frá Kvik- myndaeftirliti ríkisins Heimsmeistaramót barna í skák: Þrír íslensku keppendanna á Heimsmeistaramóti barna í skák i Bandaríkjunum eltir komuna heim. Frá vinstri: Jón Viktor Gunnarsson, Helgi Áss Grétarsson og Arnar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.