Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKlPn/AlVlNNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 29 v Efnahagsmál Gertráð fyrir 0,5% hagvexti Samkvæmt spá breska ráðgjafafyrirtækisins Corporate Treasury Consultants BRESKA ráðgjafarfyrirtækið Corporate Treasury Consult- ants hefur birt spá um þróun efhahagsmála í flestum vestæn- um ríkjum, þar á meðal íslandi, á næstu mánuðum. I spánni er gert ráð fyrir að gengi íslensku krónunnar verði því sem næst óbreytt út þetta ár en talið að gengisfellingar geti verið að vænta á næsta ári. Gert er ráð fyrir um 0,5% hagvexti á þessu ári. í spánni kemur fram að hækkun fiskverðs, talsverð lækkun gengis undanfarin misseri og minnkandi verðbólga geri það ólíklegt að grípa verði til gengisfellingar fyrr en á næsta ári. Spáð er því að verðbólga verði um 10% í lok þessa árs en að þá sé hætta á að hún fari aftur vaxandi. Gert er ráð fyrir að nafnvextir lækki lítillega í kjölfar minnkandi verðbólgu en að raunvextir fari lítið eitt hækkandi vegna aukinna fjárfestinga í kjöjfar batnandi efnahagsástands. Áætlað er að fjárlagahalii verði um fjórir og hálfur milljarður króna. í skýrslunni kemur fram að þess er að vænta að vaxtagreiðslur af erlendum lánum fari hækkandi og það veiki þjónustujöfnuð. Engu að síður er gert ráð fyrir að halli á viðskiptajöfnuði minnki og verði um 4 milljarðar á árinu. Lítillega er minnsta á umræðu um mögulega inngöngu Islands í EB og þess sagt að vænta að sú umræða verði háværari en að ekki megi búast við því að Islendingar sæki um inngöngu næstu árin. ■M.I.I.M.H.IIIJ .— Framleiðsla á líirænu eldsneytí í landbúnaði Dregið úr loftmengun með því að blanda hreinum vínanda við bensín VÍÐA á Vesturlöndum er mikill áhugi meðal stjórnvalda og bænda að laga hefðbundinn landbúnað að lífrænuin orkubúskap. Vonir eru bundnar við að lífræn orkuframleiðsla komi til með að draga stór- lega úr loftmengun, minnka innflutning á eldsneyti og efla innlendan landbúnað. Hugmyndin hefur þó mætt andstöðu margra, aðallega á þeirri forsendu að innlent hráeftii sé of dýrt til þess að framleiðsla lífrænnar orku geti borgað sig. NÝ STÆRÐ — Á vegum Sprota hf. er nýlega hafin í Borgarnesi fram- leiðsla á Icy-vodka í nýrri flöskustærð. Þetta er 1,75 lítra glerflaska, sem er eins og kristalsklumpur. Tveir 40 feta gámar hafa verið sendir til Bandaríkjanna með Eimskip og mun markaðisetning nýju flösk- unnar hefjast þar í ágúst- mánuði. Sproti framleiðir nú Icy-vodka í fjórum flöskustærðum, smáflösk- um, þriggja pela, eins lítra og nú í nýju 1,75 lítra flösk- unum. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS MORGUNVERÐARFUNDUR EVRÓPUBANDALAGIÐ Fundir Frans Andr- iessen á morg- unverðarfúndi hjá VÍ FRANS Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar EB verður ræðumaður á morgunverðar- fundi hjá Verslunarráðinu föstu- daginn 27. júlí og mun hann fjalla um fi’amtíðarverkeftii Evr- ópubandalagsins, s.s. uppbygg- ingu sameiginlegs markaðar 1992, breytingar í Austur-Evr- ópu, sem gera miklar kröfur til bandlagsins og samningaviðræð- unum við EFTA. Andriessen verður hér á landi í opinberri heimsókn í boði utanríkisráð- herra. í frétt frá Skrifstofu viðskipt- alífsins segir, að Andriessen sé einn helsti áhrifamaður í Evrópu um þessar mundir og sé eftirsóttur sem fyrirlesari og ræðumaður, þar sem fjallað sé um pólitíska, viðskipta- lega eða efnahagslega framtíð Evr- ópu. Frans Andiessen er Hollend- ingur og varð doktor í lögum 1951. Hann hefur gegnt ýmsum áhrifa- miklum stöðum síðan, s.s. fjármála- ráðherra Hollands, verið varafor- seti framkvæmdastjórnar EB með ábyrgð á landbúnaðar- og fiskveiði- málum og síðar skógrækt. Frá ár- inu 1989 hefur hann haft með höndum utanríkismál EB, við- skiptamál þess og tengsl við önnur EB-ríki. Frans Andriessen Svíar hafa um árabil rannsakað möguleikana á að nota vínanda með hefðbundnu eldsneyti. Það hefur komið í ljós að bensín sem hefur verið blandað saman við vínanda að fimm hundraðshlutum gefur 15 til 20% minni kolsýru frá sér við bruna, en kolsýra er eitruð loftteg- und. Ennfremur dregur úr kol- tvísýringsmengun, en hún getur orsakað gróðurhúsaáhrif. I frétta- tilkynningu frá upplýsingaþjónustu landbúnaðarins kemur fram að samkeppnisstaða vínandans gagn- vart innfluttu eldsneyti hefur stór- batnað á síðustu árum í Svíþjóð og sænsk stjórnvöld íhugi nú að veita fé í nýja verksmiðju sem framleiðir vínanda úr innlendu hráefni, til dæmis hveiti. Þá ráðgerir Mats Hellström, landbúnaðarráðherra Svíþjóðar, að veita fimm milljörðum íslenskra króna til þess að styrkja landbúnaðinn í að laga sig að lífrænni orkuframleiðslu. Það er lið- ur í fimm ára umfangsmikilli áætl- un Svía um að markaðsvæða þar- lendan landbúnað og ætla sænsk stjórnvöld að veija til þess tæplega 140 milljörðum íslenskra króna. í fréttatilkynningunni segir að ekki sé þörf á að breyta venjulegum bílvélum fyrir bensín sem er hóflega blandað vínanda, en hins vegar getur of lítill skammtur af vínand- anum lækkað oktanstyrk bensínsins niður fyrir æskileg mörk. Tilraunir hafa leitt í ljós að bensín með 5% af vínanda heldur nægilegum okt- anstyrk án þess að það þurfi að breyta venjulegum bílvélum. Sumir ganga þó enn lengra og í Banda- ríkjunum eru menn víða farnir að nota bensínblöndu með 10% vínanda til þess að draga enn frek- ar úr mengun. Öllu meira mál er að fá díselvélar til þess að ganga fyrir vínanda, en til þess þarf að breyta þeim verulega. Sú mikla mengun sem díselvélar valda hefur þó gert það að verkum að víða á Vesturlöndum er verið að þróa slíkar vélar sem ganga að hluta til fyrir vínanda. Á 10. ÁRATUGNUM HVAÐ ER FRAMUNDAN? Verslunarráð íslands heldur morgunverðarfund föstu- daginn 27. júlí kl. 8:15 í Átthagasal Hótels Sögu. Ræðumaður: FRANS ANDRIESSEN, varaforseti framkvæmdanefndar EB. Andriessen mun fjalla um framtíðarverkefni Evrópu- bandalagsins og svara fyrirspurnum fundarmanna. Þátttaka tilkynnist í símum 83088 og 678910. Þátttökugjald kr. 500.- Morgunverður innifalinn. Laugavegi' 97 S. 621655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.