Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990
ALLT
fyrirGLUGGANN
úrval, gæöi, þjónusta
Rimlagluggatjöld í yfir 20
litum. Sérsniöin fyrir
hvern glugga eftir máli.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
Einkaumboð á íslandi
Sími: 31870 - 688770.
Tjarnargötu 12 - Keflavík -
Sími: 92-12061.
ELFA
IVQRTICEl
viftur í úrvali
Loftviftur- baðherbergisviftur
- eldhúsviftur - borðviftur -
röraviftur - iðnaðarviftur
Hagstætt verð.
________________i®ÉL_
Einar Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28. Sími 622901.
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Hvar eru allir kennaramir?
eftirBjörgu
Baldursdóttur
Ár hvert útskrifast úr Kennarahá-
skóla Islands fríður hópur ungs
fólks. Flest þetta unga fólk hefur
að öllum líkindum farið í Kennarahá-
skólann með það fyrir augum að
gerast kennarar a^ námi loknu, enda
fá störf jafn gefandi og margbreyti-
leg og kennarastarfið.
En viti menn! Aðeins lítill hiuti
hinna nýútskrifuðu kennara skilar
sér í það starf sem þeir hafa mennt-
að sig til. Hveiju er um að kenna?
Treysta nýbakaðir kennarar sér ekki
til að takast á við þá ábyrgð sem
kennarastarfinu fylgir? Eru launin
of lág? Er það kannski minni áhætta
að setjast við tölvuskjá í banka eða
á skrifstofu og ráða í rúnirnar á
honum? SjálfsagJ. eru að verki marg-
ir samverkandi þættir. En það verð-
ur að teljast verulega dapurlegt og
mikið áhyggjuefni að raunin sé sú
að stór hópur þessa ágæta og vel
menntaða fólks skuli ekki skila sér
til starfa í sínu fagi.
Beðið eftir kraftaverki
Á hveiju vori bíðum við skólastjór-
ar víðs vegar um landið þess að
kraftaverkin fari senn að gerast og
til okkar streymi umsóknir um kenn-
arastöður _frá fólki sem til þess er
menntað. í júnílok huggum við okk-
ur við að fólk sé bara svona lengi
að ákveða hvert það eigi að fara.
Þegar júlí er liðinn og enn er óráðið
í margar stöður, þá er farin önnur
eða þriðja umferðin í að þjarma að
þeim sem voru óákveðnir fyrr um
sumarið, oftast með litlum árangri.
Um mánaðamót ágúst-september er
svo farið að leita að fólki í bænum
sem hugsanlega gæti tekið að sér
kennslu í þessari eða hinni grein-
inni. Stundum ber það árangur,
stundum ekki og þá verður að fella
niður kennslu í seinni eða fleiri grein-
um. Þegar upp er staðið er svo
meirihluti kennara í mörgum skólum
á landsbyggðinni réttindalaust fólk.
Nú er það ekki ætlun mín að kasta
rýrð á leiðbeinendur. Almennt vinna
þeir störf sín með stakri prýði og
margir með sérstökum ágætum enda
oft og tíðum prýðilega menntað fólk.
eftir Þórodd F.
Þóroddsson
í Morgunblaðinu 19. júlí siðastlið-
inn, er grein eftir Ólaf Sigurgeirsson
lögfræðing þar sem hann ræðir um
jarðabætur við skála Ferðafélagsins
við Hagavatn og á Hveravöllum.
í greininni er því haldið fram að
Náttúruverndarráð hafi bannað
jarðabætur á Hveravöllum og að
ráðið vinni gegn jarðabótum.
Eins og segir í grein Ólafs er það
eitt af hlutverkum Náttúruverndar-
ráðs að koma í veg fyrir að landi
sé spillt. Á þessu ári hefur ráðið
unnið ötullega að þessu málefni,
meðal annars með samráði við Land-
græðslu ríkisins og Landssamband
hestamanna, samvinnu við sjálf-
boðaliðasamtök um náttúruvernd og
með vinnuframlagi ísienskra og bre-
skra sjálfboðaliða í þjóðgörðunum í
Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum.
Ástand gróðurs á tjaldsvæðunum á
hálendinu verður einnig sérstaklega
kannað. Þá stóð ráðið fyrir útgáfu
bæklings um akstur utan vega sem
félagsskapur Ólafs, Landssamband
íslenskra vélsleðamanna er aðili að,
ásamt fleirum. Stytt útgáfa þessa
bæklings er einnig gefín út á ensku
og þýsku og afhent erlendum öku-
mönnum er koma með Norrænu til
landsins og á bílaleigum.
Náttúruverndarráð telur fræðslu
um bætta1 umgengni ferðamanna
bestu Ieiðina til verndar landinu
hvort sem það er á fjölsóttum ferða-
En eins og í flestum starfsgreinum
er þess krafist að þeir sem við
kennslu starfa hafi tilskilin réttindi
enda ekki nema sjálfsagt og eðlilegt
í jafn vandasömu og ábyrgðarmiklu
starfi.
Hver er svo raunin?
Eins og áður sagði er raunin sú,
að stór hluti þeirra er fást við
kennslu á landsbyggðinni, hefur ekki
þau starfsréttindi sem krafist er. Það
virðist vaxa mörgum menntuðum
kennurum mjög í augum að sækja
um kennslu annars staðar en á höf-
uðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir hin
ýmsu gylliboð sveitarfélaganna, sem
mörg hver bjóða upp á frítt eða
ódýrt húsnæði, flutningsstyrk,
barnagæslu og annað þess háttar
virðist ekkert duga. Mörg sveitarfé-
lög eru komin í algjörar ógöngur,
eiga fátt eftir annað en að bjóða
frítt fræði, rafmagn og síma.
En hvað er það sem fælir fólk frá
því að flytja út á land? Er það ótti
við félagslega einangrun, innilokun,
hræðsla við að búa í litlu samfélagi,
menningarauðn, slæmt tíðarfar, eða
jafnvel allt þetta? Égþori að fullyrða
að andstaða fólks gegn því að flytja
út á land er fyrst og fremst sprottin
af fordómum og þekkingarleysi.
Menn einblína á gallana sem eru þó
örfáir miðað við þá kosti sem búseta
á landsbyggðinni býður upp á, sem
margir gera sér því miður ekki grein
fyrir og hirða ekki um að kynna sér.
Ég vil skora á þá, sem telja að
ekki sé búandi annars staðar en á
suðvesturhorninu, að kanna þá kosti
sem búseta úti á landi hefur. Ég
hætti mér ekki út í að fara að telja
þá upp enda var ekki meiningin að
þetta greinarkorn yrði framhalds-
saga!
Hvar liggur hundurinn
grafinn?
En er það e.t.v. eitthvað fleira en
hinn suðvestlægi landsbyggðarótti
sem veldur því að kennarar eru treg-
ir til að sækja út á land? Á Kennara-
háskólinn þarna einhveija sök? Það
verður að teljast undarlegt, í landi
þar sem helmingur grunnskóla er
fámennir skólar með samkennslu,
að sú stofnun sem menntar kennara
skuli að mjög litlu eða engu leyti
mannastöðum eða á fáförnum leið-
uih. Nokkrir fjölsóttir staðir á há-
lendi eru undir of miklu álagi og
hefur Náttúruverndarráð bent á að
nauðsynlegt sé að draga úr því. Það
má gera m.a. með því að byggja upp
aðstöðu til gistingar í jaðri hálendis-
ins, þar sem gróður er sterkari og
öll uppbygging auðveldari.
Á Hveravöllum vat' lítið svæði
friðlýst sem náttúruvætti árið 1975.
í reglum sem um svæðið gilda segir
meðal annars:
„Mannvirkjagerð öll og jarðrask
á svæðinu er háð leyfi Náttúruvernd-
arráðs. Ferðafélagi íslands skal þó
heimilt að hafa áfram skála en sam-
ráð skal haft um staðsetningu, stærð
og gerð mannvirkja:“
Ferðafélag íslands hefur haft gott
samráð við náttúruverndarráð um
mannvirkjagerð á Hveravöllum og
er nýjasta dæmið þar flutningur á
nýja skálanum og bygging vatnssal-
ernis. Hins vegar láðist að hafa sam-
ráð um þá hugmynd að flytja tún-
þökur upp á Hveravelli í sumar og
taldi ráðið eðlilegt að fá að skoða
málið áður en af stað væri farið.
Ferðafélaginu var á sínum tíma
heimilað að sá í melinn og bera á
við nýja skálann þar sem hann stóð
áður. Einnig hefur verið borið lítil-
lega á tjaldsvæðið. Ekki getur þetta
kallast að standa gegn jarðabótum.
Vinnuhópur er var á Hveravöllum
í sumar setti kamar upp á 'U m háa
malarhrúgu við hlið nýja skálans svo
auðveldara væri að komast á hann
að vetri. Staðsetning kamarsins
Björg Baldursdóttir
„Á hverju vori bíðum
við skólastjórar víðs
vegar um landið þess
að kraftaverkin fari
senn að gerast og til
okkar streymi umsókn-
ir um kennarastöður
frá fólki sem til þess er
menntað.“
sinna þeim þætti, þar sem sam-
kennsla margra aldurshópa er oft
mun vandasamari en þar sem aðeins
einn aldurshópur er í bekk. En þó
samkennsla geti verið vandasöm
býður hún líka upp á marga
skemmtilega möguleika, sé hún vel
skipulögð. Það er því bráðnauðsyn-
legt að KHÍ leggi aukna áherslu á
þennan þátt, enda gæti það orðið til
þess að kennarar gerðu sér betur
grein fyrir þeim kostum og mögu-
leikum sem fyrir hendi eru í fámenn-
um skólum og þættu þeir fýsilegur
vinnustaður.
Umsóknir til Kennaraháskólans
eru jafnan mun fleiri ár hvert en
hægt er að taka inn í skólann. Ekki
er mér kunnugt um hvernig valið
þarna er hins vegar til mikilla lýta
og dæmi um að skoða þurfi hlutina
frá ýmsum sjónarhornum áður en
framkvæmt er. Við staðsetningu
mannvirkja þar, auk þess að taka
tillit til þess hvernig þau nýtast, að
huga að hvernig þau fara í landinu
og finna bestu lausn fyrir alla sem
hagsmuna eiga að gæta. Kamar
þennan verður að mínu mati að
færa þó svo að það kosti meiri
snjmokstur fyrir þá sem ferðast að
vetrinum.
Á hálendinu hagar svo til að
nokkrar perlur þess, sem eru frið-
lýstar, eru einnig fjölsóttir ferða-
mannastaðir. Þegar land er friðlýst
er það gert í þeim tilgangi að reyna
að hafa stjórn á því' sem þar fer
frarfi. Bætt aðstaða fyrir ferðamenn
hefur óhjákvæmilega í för með sér
að hún dregur að sér ferðamenn.
Þvi þarf að vega og meta í hveiju
tilviki hvað á að gera.
Á Hveravöllum eru tvö megin-
verkefni sem takast þarf á við. í
fysta lagi umferð um hverasvæðið
og í öðru Iagi álag á gróður á tjald-
svæðinu. Á hverasvæðinu verður
trúlega að gera göngustíga, til dæm-
is úr hraunhellum, en spuming er
hvort ekki er einnig æskilegt að
losna við umferð sauðfjár. Gróður á
tjaldsvæðinu hefur einnig ekki verra
af því að losna undna beitarálagi
og er hér varpað fram þeirri hug-
mynd að samkomulag verði gert við
landeigendur um að girða af frið-
lýsta svæðið. Það tel ég verðugri
jarðarbætur en að setja niður tún-
er úr hópi umsækjenda en ég tel að
þeir sem eru búsettir á svæðum þar
sem kennaraskortur er viðvarandi
ættu að hafa algeran forgang. Það
verða að teljast þó nokkrar líkur á
að þeir skili sér aftur til sinnar
heimabyggðar, þó ekki sé það gull-
tryggt fremur en annað í heimi hér.
Hver býður best?
Að lokum langar mig að víkja
fáeinum orðum að kapphlaupi sveit-
arfélaganna í kennararáðningum.
Líkjast kennaraauglýsingarnar oft
uppboði þar sem sá hlýtur hnossið
sem best býður. Það er í sjálfu sér
ekkert undarlegt þó fólk sæki þang-
að sem því eru boðin ýmis fríðindi.
Það er aftur á móti mjög óeðlilegt
að sveitarfélögin þurfi að punga út
milljónum króna í kennaralaun því
það er jú RÍKIÐ sem á að borga
laun kennara. Að auki veldur það
skiljanlega óánægju meðal heima-
fólks sem starfar við kennslu að
aðkomumenn skuli njóta ýmissa
hlunninda fram yfir það.
Eins og staðan er í dag, verður
ríkisvaldið að horfast í augu við það
að víða er ekki hægt að manna
skólana úti á landi með eðlilegum
hætti. Fræðslustjóri okkar Vestfirð-
inga, Pétur Bjarnason, hefur bent á
ýmsar leiðir sem færar væru til að
laða að kennara. Má þar nefna lækk-
un námslána, skattaafslátt og annað
í þeim dúr til handa þeim er réðu
sig til kennslu í þeim fræðsluum-
dæmum þar sem hlutfall réttinda-
kennara og leiðbeinenda er óhag-
stæðast. Það er hlutverk og skylda
ríkisins að sjá til þess að öll lands-
ins börn hljóti þá menntun sem lög-
boðin er. Það hlýtur því að vera
skylda ríkisins að gera þær ráðstaf-
anir sem þarf til að svo megi verða.
Ráðamenn mennta- og fjármála í
landinu verða að gera sér ljóst að
núverandi ástand er algerlega óvið-
unandi. Það, hvort kennarar fást til
starfa, má ekki vera undir velvilja
sveitarstjórnarmanna eða fjárhags-
legu bolmagni sveitarfélaga komið.
Slíkt skapar aðstöðumun, sem er
forkastanlegur þar sem ailir eiga að
hafa jafnan rétt.
Höfundur er skólastjóri
Grunnskólans á ísafírði.
Þóroddur F. Þóroddsson
„Náttúruverndarráð
telur fræðslu um bætta
umgengni ferðamanna
bestu leiðina til verndar
landinu hvort sem það
er á fjölsóttum ferða-
mannastöðum eða á fá-
förnum Ieiðum.“
þökur við skálann til augnayndis.
Þá tel ég að ferðamenn sem vilja
tjalda á Hveravöllum eigi að hafa
þau forréttindi að fá að sofa á því
undirlagi sem öræfin bjóða upp á,
en við verðum að sjálfsögðu að fylgj-
ast með þvi að landið bíði ekki varan-
legan skaða af því.
Höfundur er framkvæmdnstjóri
Náttúruverndarráðs.
Jarðabætur á ferða-
mannastöðum á hálendi