Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 Minning: Halldór Vigfússon, rafSrirkjameistari Fæddur 6. janúar 1910 Dáinn 15. júlí 1990 í dag, þriðjudaginn 24. júlí, verð- ur gerð frá Bústaðakirkju útför Halldórs Vigfússonar, rafvirkja- meistara. Halldór fæddist á Kvígsstöðum í Andakíl, þann 6. jan- úar 1910. Foreldrar hans voru hjón- in Margrét Jónsdóttir frá Sauðhaga á Völlum í Suður-Múlasýslu og Vig- fús Auðunsson frá Grund í Skorra- dal og var Halldór elsta barn þeirra af þremur, hin voru Vilborg og Auðunn, sem bæði eru látin. Halldór var kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur frá Eyrarbakka og áttu þau saman eina dóttur, Mar- gréti. Guðrún átti fyrir 3 börn, sem Halldór reyndist í alla staði vel. Þegar þeir kveðja, sem eru manni kærir, vakna upp minningar frá lið- inni tíð. Halldór var sú manngerð sem verður minnisstæð vegna þess hversu hógvær hann var um sína visku og mannkosti. Þeir sem næst- ir honum stóðu vissu jafnvel ekki fyrr en á reyndi að þeir gátu leitað til hans um næstum hvaða fróðleik sem þeir höfðu áhuga á. Hann var víðlesinn og hafði gaman af að grúska í ættfræðiritum, enda átti hann gott bókasafn valinna bóka. Hann var mjög vel að sér í sögu lands og þjóðar og stærðfræði var honum hugleikin. Ég minnist þess er ég eitt sinn þurfti að leysa flókið stærðfræði- dæmi. Ég var lengi búin að velta dæminu fyrir mér fram og aftur en ætíð varð útkoman j'öng. Halldór var ekki langt frá. Ég bað hann að líta á þetta með mér og það var eins og við manninn mælt, þrautin var leyst á augabragði. Þá áttaði ég mig á því að hann bjó yfir visku- brunni, sem ég hafði ekki vitað um. En um þessa visku sína var hann ekki raupsamur. Hann vissi að mennt er máttur en jafnframt að menntaður maður í orðsins fyllstu merkingu „hátt ei hreykir sér“ og reyndar má segja að hann hafi haft þessi orð Hávamála að leiðar- ljósi: „Að hyggjandi sinni skyli-t maður hræsinn vera, heldur gætinn að geði; þá er horskur og þögull kemur heimisgarða til, sjaldan verður víti vörum, því að óbrigðra vin fær maður aldregi en mannvit mikið.“ Borgarfjörðurinn var Halldóri einkar kær. Þar átti hann sín bernskuspor og þar voru rætur hans, þar lék hann sér sem barn og hóf sína skólagöngu. Er Halldór var ungur maður var Bændaskólinn á Hvanneyri menntasetur ungra bændasona og þar stundaði Halldór nám. Síðar meir fór hann í raf- virkjanám og lauk því með miklum ágætum. Eftir það vann hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í rúm 30 ár eða þar til hann hætti störfum sakir aldurs. Benedikt G. Óskars- son — Kveðjuorð Um morguninn 29. júní sl. sátum við Theódóra systir mín í eldhúsinu hjá mér og drukkum kaffi og spjöll- uðum saman, hún nýkomin úr súm- arfríi að austan, þegar síminn hringir og bróðursonur okkar er í símanum og tilkynnir mér lát elsku- legs bróður okkar, Benna. Þó að maður hefði um nokkurt skeið átt von á þessu þá kemur það alltaf á óvart, og manni verður hugsað til þess hvers vegna þær urðu ekki fleiri, heimsóknirnar til þeirra hjóna, eins og það var gott að koma til þeirra, en þannig verð- ur það nú oft að þó svo viljinn sé fyrir hendi að þá einhvern veginn verður aldrei úr því. Benedikt fæddist 7. nóvember 1930 í Reykjavík, sonur Óskars Guðbrandssonar og Bentínu Bene- diktsdóttur. Við vorum átta systkin- in og var Benni næstelstur. Elst er Karlotta Ósk, gift Hilmari Stein- þórssyni og eiga þau einn son. Síðan kom Bendikt. Þar á eftir Theódóra, gift Hauki Guðmundssyni og eiga þau 5 börn. Síðan sú sem þetta rit- ar, Jónína, gift Níels Joensen og eigum við 5 börn. Þá Andrés, giftur Sveinfríði Sigmarsdóttur, þau eiga 5 börn. Næstur í röðinni er Stefán, giftur Önnu Magnúsdóttur, þau eiga 3 börn. Næstyngstur var Aril- íus heitinn (lést í janúar 1970), gift- ur Erlu Sigurþórsdóttur, eiga þau 3 börn. Og yngstur er Gylfi, giftur Maríu Joensen og eiga þau 5 börn. Ég þakka Benna bróður fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman í bernsku á Eskifirði í stórum systkinahópi. Það voru oft erfiðir tímar og fátæktin mikil, en lundin var létt. Hann var alltaf kátur og hress, rnikið stríðinn en alltaf í gamni. Hann giftist 29. október 1955, Sigríði Ilauksdóttur, ættaðri frá Arnarstöðum í Helga- fellssveit og eignuðust þau 4 börn. Þau eru Haukur Pétur, giftur Hrefnu B. Karlsdóttur, Benedikt, giftur Jónínu Þ. Gunnarsdóttur, Hólmfríður Kristjana, gift Þóri Erni Ólafssyni, og Egill Valberg, unn- usta hans er Inga Þ. Traustadóttir. Barnabörnin eru níu. Það var mjög gott að koma í heimsókn til Benna og Siggu, þar var maður alltaf velkominn. Eg gisti Halldór var fremur dulur maður um sig og sína hagi. Fátt lét hann t.d. uppi um líðan sína í sínum erf- iðu veikindum, slíkt æðruleysi er fáum gefið, en þakklátur var hann fyrir heimsóknir og aðstoð eigin- konu sinnar og vina sem vöktu yfir velferð hans dag og nótt, þann tíma sem hann dvaldist í Borgarspítalan- um, og gleðiglampinn í augum hans leyndi sér ekki er dóttir hans birtist hvern einasta dag svo mánuðum skipti með sínar líknarhendur hon- um til hjálpar er kraftar voru þrotn- ir til alls. Að lokum vil ég þakka Halldóri fyrir allt sem hann var mér og mínum nánustu með þessum orðum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigrún Alda Michaels oft hjá þeim hér á árum áður og alltaf var tekið vel á móti mér, ég þakka fyrir það. Þau áttu mjög myndarlegt heimili og Sigga átti mikinn þátt í því, því hún er mikil húsmóðir og börnin öll myndarleg. Við vottum þér, Sigga mín, og börnum og fjölskyldum þeirra, inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur öll í sorg ykkar. Ég vil að lokum þakka Benna fyrir allt gott og óska honum góðr- ar heimkomu. Guð geymi hann. Jónína S. Óskarsdóttir og fjölskylda. HYGEA, Austurstræti 16, Reykjavik • REGNHLÍFABÚÐIN, Laugavegi 11, Reykjavík • HYGEA, Laugavegi 35, Reykjavík • SOFFIA, Hlemmtorgi, Reykjavik • SNYRTILÍNAN, Fjarðarkaup- um, Hafnarfirði • LÍSEtTA, Samkaupum, Keflavik • RANG- ÁRAPÓTEK, Hellu og Hvolsvelli • STJÖRNUAPÓTEK, Akureyri. Vinningstölur laugardaginn ^ • jÚIÍ 1990 iéj>3 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 4.905.621 o "jSiaSSIp Z. 4af5Yjf^ 3 284.849 3. 4af 5 326 4.521 4. 3af 5 9.683 355 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 15.577.100 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Níðsterkir og litekta sólstólar 1195 kr HUSASMIOJAN Skútuvogi 16 ■ Sími 687700 w M RYMINGARSALA A ISLENSKUM FATNAÐI Jakkaföt frá kr. 14.900 Stakir jakkar frá kr. 8.900 Þetta tækifæri gefst aðeins einu sinni. Komið og gerið góð kaup. ft SNORRABRAUT 56 SIMI 13505

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.