Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 48

Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 48
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 * VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Félagsdómur dæmir háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum 4,5% launahækkun frá 1. júlí: ASÍ og BSRB krefiast sömu hækkunar fyrir sína félaga ALÞÝÐUSAMBAND íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja munu gera kröfu um sömu hækkun eða 4,5% til handa sínum félags- mönnum og Félagsdómur dæmdi ríkið til að greiða háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum á grundvelli kjarasamnings aðila írá því í fyrra- vor. Félag islenskra náttúrufræðinga höfðaði mál á hendur íjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og gekk dómur í málinu í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir að Félagsdómur telji greini- lega að ekki sé til efnahagslegur veruleiki utan samningsins og dómur- inn hafi sett vítisvél óðaverðbólgu í gangá ný. Páll Halldórsson, formað- ggii'' BHMR, segir að það sé leitt til þess að vita að það þurfi Félagsdóm til að hjálpa Ijármálaráðherra að lesa sinn eigin samning. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSÍ, segir að orsök þess að málum sé svona komið sé sá samn- ingur sem ríkið hafi sjálft gert og að vinnuveitendum séu allar bjargir bannaðar meðan hann sé í gildi, því . samkvæmt honum fái BHMR sjálf- krafa sérstakar hækkanir til viðbót- ar því sem semdist um við alla aðra launþegahópa. Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, segist telja að ríkisstjórnin verði að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir víxlverkun launahækkana að dóminum gengnum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, segir að það sé augljóst að ríkis- stjórnin hafi haldið klaufalega á þessu máli og stærsti klaufaskapur- inn sé kannski sá að átta sig ekki á hvað skrifað var undir. Lokið við Jbundið slitlag í Hvalfírði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að samtökin muni aldr- ei geta skrifað undir aukinn launa- mun BSRB-félaga og háskóia- manna, en það feliSt í samningi BHMR og ríkisins. Davíð Oddsson, borgarstjóri, segir að Reykjavíkurborg muni strax hefja undirbúning að því greiða þeim starfsmönnum, sem samningurinn taki til, umrædda launahækkun. Kröfum stefnda um frávísun þar sem kröfugerð FÍN heyri undir úr- skurðarnefnd samkvæmt 9. grein samningsins var hafnað, þar sem úrskurðarvald nefndarinnar nái til fyrirkomulags launabreytinga sem byggist á niðurstöðum kjarasaman- burðar en ekki til þeirra ákvæða samningsins sem kveði á um greiðsl- ur eða viðurlög, liggi lokaálit kjara- samanburðarnefndar ekki fyrir inn- an tilskilins tíma. Um efni málsins segir að ákvæði í 1. grein samningsins um að breyt- ingar á kjörum BHMR-félaga sam- kvæmt samningnum skuli ekki valda röskun á hinu almenna launakerfi í landinu verði ekki skýrt öðruvísi en svo að telji annar hvor aðilanna slíka röskun vera yfirvofandi verði hann að leita samkomulags við hinn um hvernig skuli bregðast við. Ekki sé fallist á það með stefnda að ákvæð- ið hafi heimilað honum að ákveða einhliða frestun greiðslna enda hafi ekki verið leitt með óyggjandi hætti í ljós að afleiðingar samningsins verði aðrar en þær er sjá mátti fyr- ir við gerð hans. Sýknukröfu byggðri á því að kröfugerð stefnanda eigi ekki stoð í samningnum vísar Fé- lagsdómur á bug með því að segja á þá leið að 6. mgr. 5. gr samnings- ins verði ekki skilin á annan veg en þann að stefnda beri að greiða fé- lagsmönnum stefnanda upp í hækk- un sem þeir kynnu að eiga rétt á samkvæmt kjarasamanburðinum þar sem honum hafi ekki verið lokið innan tilskilins tíma. Sjá dóm Félagsdóms í heild á bls. 18-21 og viðtöl á bls. 4-5. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá uppkvaðningu dóms Félagsdóms í gær. Taldir frá vinstri Birgir Guðjónsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Gunnar Björns- son, lögfræðingur í Ijármálaráðuneytinu, Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR og Páll Halldórsson, formaður BHMR. Bandaríkin: Verð á íslenskum þorskflök- um hefiir aldrei verið hærra LOKIÐ var í síðustu viku við að leggja bundið slitlag á tveggja kílómetra kafla í Hval- firði og er þá bundið slitlag alla leið frá Reykjavík að Dalsmynni í Norðurárdal. Það var verktakafyrirtækið Borgai-verk hf., sem Iagði slitlagið á tveimur köflum sitt hvora megin fcölíustöðvarinnar í Hvalfirði. Hófst verkið í mars og lauk síðasta fimmtudag. Að sögn Sigvalda Arasonar, framkvæmdastjóra Borgarverks, er þó nauðsynlegt að keyra varlega á kaflanum og gæta þess að aka ekki í sömu hjól- förum meðan klæðningin er ný. „VIÐ höfum nýlega hækkað verð á þorskflökum í fímm punda pakkningum um 8,3%, úr 2,40 Bandarikjadölum í 2,60 dali fyrir pundið, en verðið hækkaði síðast í byrjun júní sl. Við hækkuðum einnig verð á öðrum þorskflakapakkningum um 15-20 sent fyrir pundið,“ sagði Magnús Gústafsson, for- stjóri Coldwater Seafood Corp., dótturfyrii-tækis Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í Banda- ríkjunum. Verð á íslenskum þorskflökum og þorskblokk í Bandaríkjunum hefur því komist upp fyrir fyrra metverð í dollurum talið, sem fékkst árið 1987, að sögn Magnús- ar. Verð á þorskflökum í fimm punda pakkningum var 2,30 Bandaríkjadalir um síðustu ára- mót, þannig að Coldwater Seafood hefur hækkað verðið um 13% á þessu ári. „Við höfum hækkað verð á beinlausum karfa lítilshátt- ar en seljum pundið af ýsu áfram á 2,90 dali,“ sagði Magnús Gú- stafsson. Hann sagði að vonast væri til að aftur kæmist góð hreyf- ing á söluna á ýsu vegna verð- hækkunar á þorski. Coldwater Seafood hækkaði nýlega verð á þorskblokk í 2,05- 2,10 Bandaríkjadali fyrir pundið, þannig að verðið á henni hefur hækkað um 27,3% í Bandaríkjun- um á þessu ári. Suðaustlæg átt fram að helgi GERT er ráð fyrir að áfram verði suðaustlæg átt á landinu næstu daga, en vindur verður hægari. Magnús Jónsson veðurfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt spám mætti búast við að veðrið héldist svona a.m.k. fram á föstudag. í dag verður líklega rigning á Suðurlandi ög síðan skúrir, en á Norðurlandi verð- ur þurrt, bjart og hlýtt. Salmonellusmit á Austurlandi SALMONELLA kom upp á sveitabæ á Austurlandi skömmu fyrir síðustu mánaðamót. Leikur grunur á að búpeningur hafí smitað fólkið á bænum. Ekki hefur orðið vart við salmoncllusmit á bæjun- um í kring og virðist sem um einangrað tilfelli sé að ræða. Það voru nokkrir nautgripir á bænum, sem talið er að hafi smit- að heimamenn. Ekki er vitað hvernig skepnurnar veiktust, en 4 að sögn Brynjólfs Sandholt yfir- dýralæknis verður salmonellusýk- ing í dýrum yfirleitt vegna fóð- urs, sem þau éta. Brynjólfur sagði að ekki væri vitað hvað skepnurn- ar hefðu látið ofan í sig, sem hefði valdið sýkingunni. Verið væri að rannsaka sýni, meðal annars úr fóðri og mjólk, en niðurstöður lægju ekki fyrir. Hvorki skepnur né menn munu hafa veikzt alvarlega af völdum salmonellunnar og telja heilbrigð- isyfirvöld á Austurlandi að um einangrað tilfelli sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.