Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 1
40 SIÐUR B 169. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbería: Uppreisnarmenn segj- ast hafa náð völdum London. Reuter. CHARLES Taylor, leiðtogi uppreisnarmanna í Líberíu, tilkynnti í gær að hann hefði tekið völd í landinu og að ríkisstjórn Samuels Doe forseta hefði verið sett af. Uppreisnarmenn hafa sótt látlaust fram undanfarnar vikur; þeir hafa umkringt höfuðborgina Monroviu og falli forsetans hefur margoft verið spáð. OPEC-ríkin hækka lág- marksverð í 21 dollara Genf. Reuter. OLÍURÁÐHERRAR samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC) náðu í gær samkomulagi um að hækka lágmarks viðmiðunarverð á oliufati úr 18 dollurum (1.050 ÍSK) í 21 (1.226 ÍSK) og draga úr framleiðslu sem nemur einni milljón fata á dag. Er þetta í fyrsta sinn frá því á OPEC- fúndi í Balí í Indónesíu 1980 að ráðherrarnir ná samkomulagi um verðhækkun en þá var fatið hækkað í 34 dollara. I millitíðinni hefur verðið fallið vegna offramleiðslu og ósamkomulags um framleiðslu- kvóta. Það var útvarpsstöð uppreisnar- manna í Vestur-Afríku-ríkinu Líberíu, Radio Elwa, sem flutti tíðindin um valdatöku þeirra. Taylor flutti þar ávarp og sagði að stjórn- arskrá landsins hefði verið felld úr gildi. Hann sagði að útgöngubann væri frá kvöldi til morguns en bað íbúa landsins að halda ró sinni. Flugvöllum og höfnum landsins Jeltsín hitt- ir forseta Eystrasalts- ríkjanna Moskvu. Reuter. FORSETAR Eystrasalts- ríkjanna þriggja og Bor- is Jeltsín, for- seti Rússlands, hafa komið sér saman um að hefja þegar í stað viðræður um samning er myndaði ramma um tengsl lýð- veldanna fjögurra. Þetta var tilkynnt í bænum Jurmala í Lettlandi í gær. Þar hitt- ust Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, Arnold Ruutel, forseti Eistlands, og Anatolijs Gorbunovs, forseti Lettlands. Jeltsín kom óvænt til fundarins og átti viðræð- ur við starfsbræður sína. Að fund- inum loknum var tilkynnt að Eystrasaltslöndin og Rússland myndu auka samstarf sitt. hefði verið lokað og bönkum og ríkisstofnunum sömuleiðis. Taylor sagði að hin nýja stjórn ætlaði að halda kosningar innan sex mánaða. Sjónarvottar sögðu að flótti hefði brostið í liði forsetans, sumir hefðu kastað frá sér vopnum en aðrir ráð- ist inn á heimili óbreytta borgara. Rúmlega 8.000 manns hafa leitað hælis í sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Monrovíu. Ekki er vitað um afdrif forsetans sjáifs sem ekki hefur yfirgefið höll sína um nokkra hríð. Doe sem komst til valda fyrir tíu árum er sagður eiga við drykkjuvandamál að stríða og að sögn hefur hann glatað raun- veruleikaskyni sínu. Undanfarið hefur hann verið hálfgerður fangi hermanna sinna sem óttuðust að þeir yrðu teknir af lífi ef Doe flýði land án þeirra. Sjá „Doe forseta spáð ..“ á bls. 16. Samkomulagið í gær náðist fyrir tilstilli Saudi-Araba en írakar höfðu krafist þess að verðið yrði hækkað í 25 dollara. Auk þess að hækka lágmarksverð skuldbundu ráðherr- amir sig til að halda sig við nýjan framleiðslukvóta sem hljóðar upp á 22,5 milljónir fata á dag. Gangi það eftir mun samanlögð olíufram- leiðsla OPEC-ríkjanna minnka um eina milljón fata á dag frá því sem verið hefur. Að kröfu íraka eru ríkin skyldug til að halda kvótann og verður sérstöku eftirliti komið á í því skyni. Með þessu er ætlunin að draga úr offramleiðslu, minnka birgðir og koma skyndimarkaðs- verðinu upp. Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa lengi virt alla kvóta að vettugi en í gær hétu ráðherrar þeirra að halda hinn nýja kvóta sem þeim var skammtað- ur. Hisham Nazer, olíuráðherra Saudi-Arabíu, sagðist í gær eiga von á að markmiðum ráðherrafund- arins yrði náð í desember næstkom- andi, en þá birgja Vesturlönd sig upp af olíu fyrir veturinn. Sérfræð: ingar Merrill Lynch-fjármálafyrir- tækisins spáðu því að með stefnu- breytingu OPEC-ríkjanna í olíu- verðlagningu mætti búast við að ríki á Vesturlöndum svöruðu verð- hækkunum þeirra með sköttum og öðrum aðgerðum til að draga úr olíunotkun. íranir eru sagðir hafa átt tals- verðan þátt í að málamiðlun náðist á OPEC-fundinum í Genf. Hvatti Ali Akbar Hashemi Rafsanjani for- seti írans í gær til þess að helstu olíuframleiðsluríki heims að Sov- étríkjunum meðtöldum ynnu saman að því að koma olíufatinu í 30 doll- ara í framtíðinni. Markaðsverð á olíu hefur hækkað um fjóra dollara undanfarnar vikur þar sem búist hafði verið við að samkomulag um nýtt lágmarksverð næðist á OPEC-fundinum. Hækkaði verðið því aðeins um 25 sent i gær og kostaði fatið af viðmiðunarolíu úr Norðursjónum 19,51 dollara en Dubai-olía 17 dollara. Bjargað eft- ir 11 daga í rústunum Manila. Reuter. KARLl og konu var í gær bjarg- að lífs úr rústum liótels í Baguio á Filippseyjum 11 dögum eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir landið. Bæði unnu á hótelinu. Arnel Calavia, 27, ára gamall, sagðist hafa leitað skjols undir borði þegar skjálftinn varð. „Fyrstu fjóra dagana fann ég hvorki til hungurs né þorsta en síðustu dagana dró ég fram lífið á regnvatni,“ sagði hann við fréttamenn í gær. Luisa Malorca, 23 ára gömul, var verr á sig komin. Að sögn lækna hélt hún í sér lífi með því að drekka þvag sitt. Kastró á degi byltingarinnar: Skorar á Kúbumenn að herða sultarólina Havana. Reuter. í RÆÐU í tileíhi af byltingarafmæli á Kúbu sagði Fídel Kastró forseti landsins að öllum sem það vildu væri heimilt að llytja úr landi og skoraði hann á Bandaríkin og ríki Vestur-Evrópu að taka við fólkinu. Hann hélt ótrauður fram kjörorði sínu „sósíal- isma eða dauðann" og sagði að Kúbverjar yrðu nú að herða sultarólina því erfiðir tímar væru framundan. Ræðuna sem var þriggja tíma löng flutti Kastró á fimmtudags- kvöld. Hann gerði vaxandi ein- angrun landsins að umtalsefni og sagði að vegna breytinganna í Austur-Evrópu hefðu viðskipti við nokkur lönd þar svo að segja lagst af. í gær tilkynntu þróunarraála- ráðuneyti þýsku ríkjanna beggja að Kúba fengi enga þróunarað- stoð framar fyrr en vart yrði pólit- ískra umbóta. Austur-Þýskaland hefur fram til þessa veitt Kúbu mikla fjárhagsaðstoð. Kastró hefur áður boðið Kúbu- mönnum að flytjast úr landi. Árið 1980 fluttu 125.000 Kúbveijartil Bandaríkjanna en grunur lék á Reuter Fídel Kastró að Kastró hefði tæmt fangelsi landsins í leiðinni. Kastró sagði í ræðu sinni í gær að tilboðið næði þó-ekki til þeirra 22 manna sem leitað hafa hælis í erlendum sendi- ráðum í Havana. Deilan um af- drif þessa hóps hefur spillt sam- bandi Kastrós við stjórnvöld á Spáni sem löngum hafa verið dyggustu stuðningsmenn hans á Vesturlöndum. Boris Jeltsín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.