Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990
Húsvíkingar stofin-
uðu útgerðarfélag
Húsavík. ^ ° .
Útgerðarfélag Húsavíkur hf. — nýtt félag — var stoínað fimmtu-
daginn 26. júlí á fúndi, sem boðað var til í framhaldi af borgara-
íúndi hinn 13. maí síðastliðinn, um atvinnumál á Húsavík. Onnur
grein stofiisamnings hljóðar svo: „Tilgangur félagsins er að reka
útgerð og annan skyldan atvinnurekstur og leigja eða kaupa skip,
báta, aflaheimildir og fasteignir því tilheyrandi, svo og lánastarf-
semi.“ Minnst skal hlutafé vera
það upp í 50 milljónir króna.
Á fundinum skrifuðu 78 stofn-
aðilar sig fyrir 21 milljón króna
og var nýkjörinni stjórn falið að
hefja söfnun frekara hlutafjár.
Húsvíkingar hafa haft áhyggjur
af því, að segja má að stöðnun
hafi verið í atvinnulífi staðarins
nokkur undanfarin ár. Samdráttur
hefur orðið í þeim greinum, sem
afla og vinna úr sjávarafla og land-
búnaðarafurðum, en fjölgun hefur
orðið í þjónustustörfum, sem þó
hefur vart nægt til að halda í horf-
inu og atvinnuöryggi ekki verið
eins mikið og Húsvíkingar hafa
. átt við að búa undanfarinn áratug.
Samdráttur hefur orðið í öflun
þorskafla en landsettur þorskur
1981 samtals 11 þúsund tonn en
20 milljónir en heimdt að auka
á síðasta ári um 7 þúsund tonn
og ræður þar mestu kvótaskerð-
ingin. Rækjuveiði hefur að nokkru
mætt nefndri skerðingu en þó ekki
fullkomlega.
Á fundinum var rætt um að í
fyrsta áfanga yrði um kvótakaup
að ræða, því fýrst og fremst vant-
ar hráefni til bæjarins og heimild-
ir til að afla þeirra, fremur en
tæki til þess, þau eru fyrir á staðn-
um.
Stjóm félagsins var kosin. Skipa
hana þessir: Einar Njálsson, Þrá-
inn Gunnarsson, Hermann Larsen,
Haukur Hauksson og Óli Aust-
fjörð.
- Fréttaritari
' . ■ ... i > —, .— * : ffi kCÍ'IÍ *]■ J /T f 'T&am-.
P M ■ ■ ffj 1
Morgunblaðið/BAR
Dansað ígóða veðrinu
íbúar að Vesturgötu 7 brugðu á leik í góða veðrinu í gær. Húsið var skreytt og íbúarnir stigu dans und-
ir dunandi harmonikkutónlist. Þegar hvíla þurfti lúin bein var sest niður í sólinni með kaffibollann.
VEÐUR
Icelandic Freezing Plants og Brekkes í Bretlandi:
VEÐURHORFUR í DAG, 28. JÚLÍ
YFIRLIT í G/ER: Austur við Noreg er 1023ja mb hæð en hægfara
1002ja mb lægð um 600 km suövestur af Reykjanesi og 1003ja
mb lægð um 500 km suður af ingólfshöföa þokast vestnorðvestur.
SPÁ:
Austan- og suöaustanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi og skýjað.
Súid eða rigning við suður- og austurströndina en annars úrkomu-
lítið og hlýtt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg átt og hlýtt í veðri. Skýjað og
dálítii súld á Suðaustur- og Austuriandi en þurrt og viða léttskýjað
um vestanvert iandið.
HORFUR Á MÁNUDAG: Austan- og norðaustanátt og heldur kóln-
andi. Skýjað og víða þokuioft og súld við norður- og austurströnd-
ina en þurrt og viða léttskýjað á Suður- og Vesturlandi.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■|Q° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóðs
’ , ’ Súld
OO Mistur
—J* Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl, 12:00 í gær að fsl. tíma
htti veSur
Akureyri 19 rigning
16 rigning
Bergen 22 téttskýjað
Holsinki 22 hálfskýjað
Kaupmannahöfn 24 léttskýjað
Narssarssuaq 11 skýjað
Nuuk 6 rignmg
Óstó 27 léttskýjaft
Stokkhólmur 24 léttskýjaft
Þórshöfn 12 alskýjaft
Algarve 26 heiðskfrt
Amsterdam 27 skýjað
Barcetona 27 mistur
Berlfn 24 téttskýjaö
Chicago 22 skýjaft
Feneyjar 28 heiðakírt
Frankfurt 28 léttskýjafi
Glasgow 19 mistur
Hamborg 22 iéttskýjað
taaPalmas vanter
London 26 rigntng
LosAngeles 19 léttskýjað
Lúxemborg 27 hálfskýjað
Madrid 29 mistur
Malaga 33 heiftskírt
Mallorca 30 léttskýjað
Montreal 22 heiftskirt
NewYork 23 alskýjeð
Orlando 25 skýjað
Parts vantar
Róm 28 iéttskýjað
Vin 26 léttskýjað
Washington 24 þokumófta
Winnipeg 20 alskýjað
Selt fyrir 31,3% hærra
heildarverð en í fyrra
ICELANDIC Freezing Plants,
dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Grimsby í
Bretlandi, og Brekkes, dótturfyr-
irtæki IFPL í Grimsby, seldu fyrir
samtals 23,3 milljónir Sterlings-
punda fyrstu sex mánuðina i ár,
sem er um 2,5 milljarðar króna á
núvirði, eða 31,3% hærra heildar-
verð í pundum en á sama tíma í
fyrra. Sterlingspundið hefiir
hækkað um 8% gagnvart íslensku
krónunni síðastliðið ár en verð-
bólga í Bretlandi hefúr verið um
10% á sama tíma.
„Við höfum selt mun meira í sum-
ar en búist var við og þessi mánuður
lítur mjög vel út,“ sagði Agnar Frið-
riksson forstjóri IFPL.
IFPL seldi verksmiðjuvöru fyrir
8,6 milljónir Sterlingspunda fyrstu
sex mánuðina í ár, eða 46,6% hærra
verð í pundum en á sama tíma í
fyrra, svo og aðra frysta vöru, það
er að segja flök, síld, rækju og fleira,
fyrir 7,8 milljónir punda, eða 15,5%
hærra verð en fyrstu sex mánuðina
á síðastliðnu ári. Brekkes, dótturfyr-
irtæki IFPL, seldi fyrir 6,85 milljónir
punda fyn-i helming þessa árs, eða
34,5% hærra verð en á sama tíma í
fyrra.
Agnar Friðriksson sagði að IFPL
hefði hækkað verð á bæði land- og
sjófrystum þorsk- og ýsuflökum í
maí og júní síðastliðnum. „Það er
fiskskortur í Evrópu en eftirspum
eftir fiski er minni yfir sumarmánuð-
ina en á öðrum árstfmum, þannig
að erfitt er að meta hvort verðið
heldur áfram að hækka fyrr en í
haust þegar eftirspumin eykst á ný.
Það er töluvert mikið af þorski hér
á markaðinum frá Portúgal, Spáni
og Kanada. Einnig var hér töluvert
framboð af þorskblokk og þorskflök-
um frá Danmörku fyrri hluta síðast-
liðins mánaðar.“
Samtök breskra matvælaframleið-
enda, British Frozen Food Federati-
on, veittu IFPL nýlega fyrstu verð-
laun fyrir tilbúinn fiskrétt. Rétturinn
heitir Cod En Croute og er framleidd-
ur undir vörumerkinu Marico. í rétt-
inum er þorskur og rækjur í ostasósu.
Borginni boðið
að kaupa Aust-
urstræti lOa
EIGENDUR . húseignarinnar
Austurstræti lOa hafa ritað borg-
arráði bréf, þar sem Reykjavík-
urborg er boðið húsið til kaups.
Verslunarhæðir þess em nú auð-
ar, en áður var verslun Pennans í
húsinu, og enn fyrr verslunin Torg-
ið. Húsið er fimm hæðir.
Kjartan Blöndal, einn eigenda
hússins, staðfesti þetta í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagði að
enn hefði ekki borist svar við erind-
inu.
Bankakort með mynd
eru ekki á döfínni
BANKARNIR hafa ekki í hyggju að taka upp bankakort með mynd
af korthafa að sögn Stefáns Pálssonar, bankastjóra Búnaðarbankans
og fráfarandi formanns Félags viðskiptabanka.
í frétt í Morgunblaðinu á fimmtu-
dag var greint frá því að maður réðst
á afgreiðslustúlku sem fór fram á
að hann sýndi persónuskilríki er hann
hugðist greiða með ávísun. Haft er
eftir stúlkunni að erfitt reynist að
fá fólk til að framvísa bankakortum.
Lýsir hún hneykslun sinni á að bank-
amir láti ekki alla þá sem fá ávísana-
hefti hafa bankakort með mynd.
Stefán sagðist halda að það hlyti
að vera undantekning að fólk brygð-
ist illa við þegar það væri beðið um
bankakort og taldi að fólk notaði
bankakort almennt. Hann sagði að
rætt hefði verið um að hafa mynd
af korthöfum á bankakortum, en
ekkert hefði verið gert í því máli.
Búnaðarbankinn hefur um nokk-
urt skeið boðið fólki upp á að prenta
mynd af því á ávísanaeyðublöðin.
Stefán sagði að þetta væri töluvert
notað og hefði reynst ákaflega vel.
Samkvæmt upplýsingum af-
greiðslustúlku í kaupfélagi úti á landi
er algengt að viðskiptavinir þess taki
það óstinnt upp þegar þeir eru beðn-
ir um að sýna bankakort.