Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JULI 1990 7 Forsala aðgöngumiða Heitavatnsrör í sundur: Hótel Selfoss: Húsið andaði gufu - segir leirlistakonan Kogga Sýning Hans Christiansen „AÐKOMAN var lygileg, húsið bókstaflega andaði gufústrókum eins og í hryllingsmynd," segir Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga, leirlistakona en verkstæði hennar í Gijótaþorpi gjöreyðilagðist þegar heitavatnsrör fór í sundur í húsinu sem verkstæðið er í. Spýttist 90 gráðu heitt vatn inn í verkstæðið heila nótt og það sem ekki fór á flot, eyðilagðist af gufú og hita. Vígsla Blönduvirkjunar: Ekki gefiiar upplýsingar um kostnað Fyrirspurn birtist fyrir skömmu í Velvakanda um kostn- að vegna vígslu Blönduvirkjunar á dögunum. Morgunblaðið leitaði upplýsinga um kostnað hjá Landsvirkjun. Hvorki Halldór Jónatansson, for- stjóri, né Orn Marinósson, skrif- stofustjóri Landsvirkjunar, vildu gefa upplýsingar um hvað veislan eða flutningur veislugesta norður kostaði. HANS Christiansen, myndlist- arinaður, opnar myndlistarsýn- ingu á Hótel Selfossi í dag klukkan 14. Tjónið hefur ekki verið metið til fulls en nemur nokkrum milljón- um. Fór rörið í sundur fyrir slysni starfsmanna Hitaveitu Reykjavík- ur og mun tryggingafélag Hitavei- tunnar bæta tjónið að fullu. Atvikið varð að kvöldlagi 3. júlí. Starfsmenn Hitaveitunnar voru að vinna í Gijótaþorpinu og grófu upp rör sem lá inn í húsið sem stendur við Vesturgötu 5. Við það fór rör inni í húsinu í sundur en þar sem húsið var læst komust þeir ekki inn til að athuga hvort eitthvað hefði farið úrskeiðis. Spýttist svo 90 gráðu heitt vatn inn í verkstaéð- ið alla nóttina. Að sögn Koggu eyðilagðist allt sem inni var, utan einstaka tilbúnir munir. 011 vara sem beið brennslu, verkfæri, bæk- ur, hráefni, milliveggir og vélar eyðilögðust. „Þegar við komum að verkstæðinu um morguninn stóð gufa út um gluggana og vatn lak niður veggi. Allt timbur var svo þrútið að það var ekki hægt að opna og þegar tókst að taka úr glugga, varð að fá „gufukaf- ara“ til að fara inn á verkstæðið sem var bókstaflega soðið. Einnig hafði gufan náð inn á efri hæðir hússins og eyðilagðist m.a. telex- tæki.“ Kogga segir alla hafa verið boðna og búna til að aðstoða sig en vissulega hafi eyðilagst tölu- Þetta er 22. sýning listamanns- ins og gefur þar að líta um það bil 25 vatnslita- og pastelmyndir, gerðar á þessu og sl. ári. Sýningunni lýkur að kvöldi sunnudags 5. ágúst. A myndinni er Hans Christians- en á vinnustofu sinni. vert af óbætanlegum persónuleg- um munum. Þá hefur hún ekki enn getað hafið störf þar sem öll verk- færi og hráefni þarf að panta frá útlöndum. „Tjónið hefur ekki verið að fullu metið en Hitaveitan mun bæta mér það, bæði eignatjón og vinnutap.“ ÞÚ? höfuðstaðar þungarokkaranna á Monsters Of Rock hátíðina 1990? Kauptu strax miðann þinn á Whitesnake og Quireboys og freistaðu gæfunnar. Hún gæti verið með þér! DAVID COVERDALE - Whitesnake Málið gegn Halli í saka- dóm að nýju RÍKISSAKSÓKNARI hefúr sent mál ákæruvaldsins gegn Halli Magnússyni í sakadóm Reykjavíkur til dómsmeðferðar og -álagn- ingar að nýju samkvæmt fyrirliggjandi ákæru. Málinu, sem höfðað var vegna meintra ærumeiðinga í blaðagrein sem Hallur skrif- aði í Tímann gagnvart opin- berum starfsmanni, séra Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey og þáverandi dóm- kirkjupresti, var vísað frá sakadómi með dómi Hæsta- réttar þar sem ákæruvaldið hefði ekki sótt þing í saka- dómi. Að sögn Braga Stein- arssonar, vararíkissaksókn- ara, er eldri ákæra óbreytt að kalla og í samræmi við dóm Hæstarétar verður þing nú sótt í sakadómi af hálfu ákæruvaldsins. Aðalvinningur: Ferð fyrir tvo á DONNINGTON rokkhátíðina í Englandi 18. ágúst. Whitesnake verða þar aðalnúmerið. Quireboys leika þar einnig svo og Poison og Aerosmith. Fjöldi aukavinninga 10O aukaverðlaun verða veitt í risarokkleiknum. Hljómplötur og geisladiskar með Whitesnake og Quireboys og bolir frá báðum hljómsveitunum. FERD ÞU TIL DONNINGTON Ert þu að hugsa um að fara á Whitesnake og Quireboys tónleikana 7. sept.? Því ekki að kaupa miða á 2950, “ í staðinn fyrir 3500,-? Það getur þú með því að kaupa miða fyrir 1. ágúst. Þá ferð þú líka í hattinn okkar þegar dregið verður um ferð fyrir tvo á Monsters of Rock hátíðina 1990 '.00s í Donnington, Englandi og 100 aukaverðlaun. MUNIÐ: Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónleikunum. Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Steinar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akur- eyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Einnig er hægt að panta aðgöngumiða í síma 91 - 667556.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.