Morgunblaðið - 28.07.1990, Page 10

Morgunblaðið - 28.07.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 Frá Snorrasteftiu: Völvur, gyðjur o g j ötname yj ar Samtal um kvenmyndir í Eddukvæðunum Á Snorrastefnu Stoíiiunar Sigurðar Nordals, sem lauk í gær, voru haldnir áhugaverðir fyrirlestrar um völvur og gyðjur og jötunmeyjar. Af því tilefni bað ég Gro Steinsland, Else Mundal, Britt-Mari Nasström og Lotte Motz að tala við mig um konur í eddukvæðunum og Snorra- Eddu. Völvur Else: Það er athyglisvert að völv- ur gegna stóru og miðlægu hlut- verki í mörgum eddukvæðum en í Snorra-Eddu eru þær vai'la nefndar. Völvan eru líka dularfullt fyrirbæri. Það er eiginlega um tvenns konar völvur að ræða, jarðneskar og goð- sögulegar. Á sama hátt og gyðjurn- ar eru tvenns konar, jarðneskar eins og hofgyðjan og goðsögulegar eins og ásynjumar. Það er freistandi að skoða þetta sem sem hliðstæður. Spurningin er bara hvernig sam- bandinu á milli völvanna er háttað. Hvort goðsögulega völvan talar gegnum hina jarðnesku völvu eða er eins konar fyrirmynd hennar. Britt-Mari: Það eru raunar til samsvarandi mynstur í fomöld, þar sem nafn guðdómsins færist yfir á æðsta þjón hans . . . Else: Og þá gætum við spurt hvort völvan hafi kannski verið dýrkuð? Það vitum við lítið um. Við höfum hins vegar heim- ildir um að fólk bar óttablandna virð- ingu fyrir jarðnesku völvunum. Dagný: Er það sem þú kallar „goðsögulega völvu“ ein völva, sú elsta, máttugasta og ægilegasta — eða vom goðsögulegu völvurnar margar? Elsa: Þær vom nokkrar. Og þær höfðu ólík hlutverk. Gro: Já, við höfum til dæmis bæði völvuna og Heiði í Völuspá. Það er ekki víst að þær séu sama völvan eða gegni sama hlutverki. Britt-Mari: Enn önnur meginvölva er í Baldurs draumum. Óðinn stork- ar henni og segir að hún sé engin völva heldur þriggja þursa móðir eða jötunn. Else: Það eru mörg völvunöfn í Eddunni sem hafa ólíkar vísanir svo sem völvunafnið Gróa, Heiður - og Hyndla. Lotte: Hyndla? En hún var jötun- mey. Gro: Já. Goðsögulegu völvurnar voru jötnakyns. Lotte: Það er senni- lega rétt. Hyndla var fædd með jötn- um. En undarlegt er að engar goð- sögulegar völvur skuli vera í íslend- ingasögunum! Ég hef að minnsta kosti engar fundið. Og þó koma þar fyrir flestar af þeim hugmyndum sem eru í Eddunni. Gro: Islendingasögurnar eru um samfélag manna, eddukvæðin um samfélag guða og hetja. Lotte: Það breytir því ekki að ís- lendingasögurnar rúma margar ákaflega fornlegar hugmyndir og ég held að maður geti fengið í þeim nokkuð góða hugmynd um það á hvað fólk trúði. Eg held að eddu- kvæðin séu meiri tilbúningur, séu sett saman með ákveðin markmið í huga, trúarleg eða pólitísk. Eddu- kvæðin eru áróðurskvæði. Gro: Gætirðu ekki sagt nákvæm- lega það sama um íslendingasögurn- ar. Þær eru líka tilbúningur. Lotte: Ekki á sama hátt. Goðsagn- irnar eru búnar til af prestum, stjórnmálamönnum og spámönnum til að fá fólk til að hugsa á einhvern ákveðinn hátt. Gyðjur Dagný: í fyrirlestri þínum, Britt- Mari, varstu á þeirri skoðun að allar þær gyðjur sem Snorri telur upp séu í raun og veru ein og sama gyðjan. Afar jjölhæf gyðja, sem getur tekið á sig margar og ólíkar myndir. Britt-Mari: Ekki allar gyðjurnar, heldur þær sem Snorri telur upp í 35. kafla í Snorra-Eddu. í næsta kafla telur hann upp aðrar og öðru vísi gyðjur. Allar gyðjurnar í 35. kafla hafa hins vegar eiginleika sem tilheyra sömu sviðum og ég held að upphaflega hafi verið ein, mikil gyðja sem var heitið á til marg- víslegrar hjálpar. Þegar trúin brejút- ist síðan í goðafræði hafa menn haldið að hér væri um margar gyðj- ur að ræða. Kannski hefur það bara vakað fyrir Snorra að hafa einhveija .reiðu á öllum þessum gyðjum sem koma fyrir í kenningunum? Ég var alla vega að reyna að skilja og skýra þessa gyðjuþulu hans og vegna þess að gyðjurnar í þulunni hafa sömu eða svipaða eiginleika skildi ég þær sem ólíkar birtingarmyndir hinnar miklu gyðju, Friggjar eða Freyju eða hvað sem menn kjósa að kalla hana. Svo koma aðrar gyðjur sem standa utan við þetta mynstur svo sem Skaði og Gerður. Ástæðuna fyrir því að þær eru ekki með hinum gyðjun- um skildi ég þegar ég las grein eft- ir Elsu um feðraveldið á miðöldum, þar sem hún bendir á að giftu gyðj- urnar eru oft taldar með mönnum sínum þó að það rugli flokkunina á þeim; Frigg er talin með Óðni, Gerð- ur með Frey o.s.frv. Else: En bara það að Snorri telur upp þessi átján gyðjunöfn bendir til að gyðja sú sem þú gerir ráð fyrir hafi verið tilbeðin mikið og dýrkunin á henni hafi verið óhemju lífseig. Britt: Já, óhemju lífseig. Og þess- ari miklu, máttugu gyðju sem hafði svo marga eiginleika, gengdi svo mörgum hlutverkum, hefur lítið ver- ið sinnt í fræðunum. Hún hlýtur að hafa verið tilbeðin bæði af körlum og konum. Gyðjurnar hafa hins veg- ar allar verið stimplaðar með ein- hvers konar fijósemisstimpli, búið og basta - voða ómerkilegt. Else: Þú telur þá að hinn kvenlegi guðdómur hafi ekki verið eins sund- urgreindur eða sérhæfður upphaf- lega og karlaguðirnir? Britt: Nei, og þetta kemur mjög 120 fm íbúðirtil sölu sem henta vel fyrir eldra fólk Á góðum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar íbúðir til sölu. Góðar suðursv., stórar stofur og þvhús á hæð- inni. Bílsk. fylgir. íbúðirnar seljast tilb. eða styttra komnar. íbúðirnar verða til sýnis á næstu dögum. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. 911 KA 91 97A LARUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I JU’LlO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sölu eru að koma m.a. eigna: í þríbýlishúsi á Teigunum Neðri hæð 4ra herb. 102,6 fm við Hofteig. Sérinng. Sólsv. Danfoss kerfi. Bílsk. 36 fm. Trjágarður. Skuldlaus. Laus 1. okt. Suðuríbúð með góðum bílskúr 2ja herb. 59,2 fm við Stelkshóla. Rúmg. sólsv. Ágæt sameign. Bílskúr. 21,7 fm. Laus strax. Úrvalsíbúð í nýja miðbænum 4ra herb. við Ofanleiti 104 fm auk sameignar. Sérþvottah. JP-innr. Tvennar svalir. Góður bílsk. Húsnæðisl. kr. 1,3 millj. Endaíb. með útsýni. Séríbúð í þríbýlishúsi 2ja herb. við Dígranesveg Kóp. jarðh. ekki niðurgr. 63,5 fm nettó. Sérinng. Sérhiti. Mikið endurn. (gler, póstar, parket, sólskáli). Stór ræktuð lóð. Verð aðeins kr. 4,5 milij. Skammt frá Háskólanum - útsýni 3ja herb. ib. á 4. hæð í suöurenda við Birkimel. Sólsvalir. Nýtt eidh. Ris- herb. fylgir með snyrtingu. Skuldlaus eign. Laus fljótl. Sanngjarnt verð. Skammt frá Sundlaugunum Stór og góð 3ja herb. kjíb. lítið niðurgr. Hiti og inng. eru sér. Nýtt gler o.fl. Góð íbúð á góðu verði Rúmg. suðuríb. í þriggja hæða blokk við Blikahóla. 87 fm nettó. Sam- eign var endurn. á sl. ári. Mikið útsýni. Húsnæðislán kr. 1,8 millj. Verð aðeins kr. 5,5 millj. Á útsýnisstað við Norðurbrún Parhús méð 6 herb. rúmg. íb. á efri hæð. Sólverönd. Neðri hæð: 2 góð herb. með sérsnyrtingu, þvottah., geymslu, innb. bílsk. og rúmg. föndurherb. Fjársterkir kaupendur óska eftir: 3ja-4ra herb. íb. í Vesturbæ Kóp. eða í Hliðahv. Helst með bílsk. 2ja-3ja herb. góðri íb. í Árbæjarhv., Selási eða Ártúnsholti. Raðhúsi í Mosfellsbæ með 2ja-4ra herb. íb. 3ja-4ra herb. íb. í neðra Breiðholti. Skipti mögul. á 2ja herb. ib. í lyftuh. í frábæru útsýni. • • • Opiðídag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. ____________________________ var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASALAN _________________________ífcíMM DuDál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 548. þáttur Haraldur Sigurgeirsson á Akureyri kom að máli við mig og sagðist hafa heyrt í fréttum að einhverjir góðir menn hefðu „tekið hús á forseta íslands". Honum brá að vonum nokkuð við þessa frétt, en brátt kom í ljós að þetta átti að merkja að forsetinn hefði fengið vinsam- lega heimsókn. Þótti Haraldi að vonum skjóta hér skökku við um orðalagið. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að taka hús á einhveijum = „ráðast óvænt á e-n heima hjá honum“. Lítum aðeins í Blöndal líka. Þar er orðasambandið þýtt á dönsku: 1) overfalde en i ens Hjem; 2) bryde ind i ens Hus el. Lejlighed uden Ejerens el. Beboerens Tilladelse“. Þurfum við frekari vitnanna við? Hvað finnst ykkur? ★ Sigurjón Halldórsson á Akur- eyri (sbr. 545. þátt) vill sætta sig við tökuorðin prestur og biskup. Umsjónarmanni finnst hvort eð er nokkuð seint að amast við þeim. Þó segir Sigur- jón að goði væri skemmtilegt nafn á presti og prófastur gæti þá heitið stórgoði og biskup eða páfi toppgoði. Umsjónarmaður: Litið er ungs manns gaman. Sigurjóni þykja aftur heitin lektor og dósent óhæf í íslensku, en umsjónármaður tel- ur þau hafa hlotið hefðarrétt í málinu og vísar til fyrri skrifa. Sigurjón spyr hvort kven- kynsorðum, sem enda á -i, hætti til að breytast í hvorugkyn og nefnir sérstaklega orðið heil- brigði. Umsjónarmaður er þeirrar skoðunar að þessi „hætta“ sé til staðar, sbr. það sem Siguijón segir um orðið teiti = gleði. Það var vissulega kvenkyns að fornu, en nú hafa ýmsir tekið það upp í staðinn fyrir partý, og er gott eitt um það að segja. Ávinningurinn er svo mikill, að ég sætti mig við að orðið sé þá haft í hvorug- kyni, enda mun sú kynbreyting ekki ný af nálinni. Mörg orð hafa skipt um kyn eða eru til í fleiri en einu kyni, svo sem skúr, fól og mör. Siguijón skrifar langt mál um orðið ræma (myndræma) = kvikmynd, en um það efni fjall- aði ég rækilega í 484. þætti og vísa til þess. Þá hefur hann rekist á vond dæmi um ranga stafsetningu sagnarinnar að þíða í sambandi við örbylgjuofna og slík tæki. Einhverjir hafa glæpst til að skrifa „þýða“ í því sambandi. Umsjónarmaður minnir þá enn á að við „afþíðum" ekki ísskáp- inn, heldur þíðum hann eða af- frystum (e. defrost). Enn segir Sigutjón Halldórs- son eins og fleiri óþökk sína á- enskuslettunni „A-Z“ = frá upp- hafi til enda. Ómaklegt er af íslendingum að halaklippa staf- róf sitt með þeim hætti. ★ Úr bréfi frá Baldri Ingólfssyni í Reykjavík: „Nýlega var mér kennd vísa eftir Egil Jónasson: Enga fékk ég undirtekt. Á því mína skoðun byggði, að arkitekt með eftirtekt er afarsjaldgæft fyrirbrigði. Er þessi vísa ekki sígilt dæmi um næma tilfinningu fyrir möguleikum rímsins? En svo er það orðið arkitekt sem mér hefur alltaf þótt vandræðalegt. Væri arkitektur ekki skárra úr því að ekki hefur enn fundist hentugt íslenskt orð? Það hefði sömu beygingu og prestur sem er líka grískt að uppruna." Ég þakka Baldri skemmtileg bréf fyrr og síðar og vísa málinu til ykkar sem þáttinn lesið. ★ Víkverji þessa blaðs gerði mjög heiðarlega tilraun fyrir síðustu þjóðhátíð til þess að koma í veg fyrir á-ið framan við 17. júní. Þetta bar því miður lítinn árangur. Hver um annan þveran sagði „á 17. júní“, þar sem forsetningin á er gjörsam- lega óþörf og setur jafnvel blæ af óvirðuleika á tal manna um þjóðhátíðina. Þetta er rétt eins og við segjum „á þrettándan- um“. Ég býst við að framhaldið verði „á sautjándanum", ef ekki eru rammar skorður við reistar. Hver veit þá nema hugsunarlitl- um mönnum misheyrist og þeir fari að segja „á sitjandanum“’ ekki síst ef þeir skyldu ekki vita hvað sitjandi er. Við erum svo heppin að eiga tímaþolfall sem þarf ekki for- setningu með sér: Hann sat hér daginn út og daginn inn. Ekki er bót að því að setja forsetning- una á inn í þetta. Hún var hér vikutíma. Ékki batnar þetta með í-i á undan vikutímanum. Við skulum reyna að halda tímaþolfallinu sautjánda júní, fyrsta desember og fyrsta maí forsetningariausu. Það er sígilt, gott og sómasamlegt mál. ★ Unglingur utan kvað: Sá hugsterki Hammad af Pjalli gekk hornrétt af 12 metra paili; hans ágæti gangur varð ekki mjög langur og endaði í lóðréttu falli. ★ „Mikil aukning í komu ferða- manna milli ára.“ Þannig var fyrirsögn í blaði ekki fyrir löngu. Hún er gott (eða öllu heldur vont) dæmi um nafnyrðafíkn manna nú á dögum, og leyna sér ekki ensk áhrif að því leyti og _ ofnotkun forsetningarinnar í. Á venjulegu íslensku manna- máli gæti þetta verið: Ferða- mönnum hefur fjölgað mikið síðan í fyrra. v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.