Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990
Austur-Þýskaland:
Jafiiaðarmenn verða
áfrani í ríkisstjóminni
Austur-Berlín. Reuter, dpa.
Jafhaðarmenn í Austur-Þýskalandi féllust í gær á að vera áfram
í stjórn Lothars de Maizieres, forsætisráðherra landsins, eftir að ■
samkomulag hafði náðst við vestur-þýsk sljórnvöld um einar kosning-
ar í þýsku ríkjunum í desember.
Þingflokkur jafnaðarmanna tók
þessa ákvörðun á fundi, sem boðað
var til í skyndi, og virðist því stjórn-
arkreppu hafa verið afstýrt, en hún
hafði vofað yfir í tíu daga.
Jafnaðarmenn unnu mikinn sigur
á fundi þingnefnda beggja þýsku
ríkjanna í Bonn í fyrradag, þar sem
Síðasti Citroenbragg-
inn framleiddur
Lissabon. Reuter.
CITROÉN-verksmiðjurnar framleiddu í gær síðasta 2CV-bílinn sem
fengið hefur viðurnelhið bragginn hér á landi. Hefur þessi tegund
Citroen-bifreiða verið framleidd í rúmlega hálfa öld og þótt bíllinn
sé almennt talinn til ljótustu farartækja hefur hann notið fádæma
vinsælda.
Það voru Citroen-verksmiðjurnar
í Mangualde í Portúgal sem nutu
þess heiðurs að framleiða síðasta
braggann. Verður hann sendur á
Citroen-safnið í Frakklandi og varð-
veittur þar.
Framleiðsla braggans hófst árið
1935 og var hann í upphafi hugsað-
ur til að leysa hestakerrur kartöflu-
bænda af hólmi. Þess vegna fékk
hann tegundarheitið „Deux Chev-
aux“ eða Tveir hestar. Við hönnun
bifreiðarinnar var við það miðað að
hún gæti flutt fjóra menn og 50
kílóa kartöflusekk á 50 km hraða.
Einnig varð að vera hægt að aka
henni yfir plægðan akur án þess
að eitt einasta egg í körfu í aftur-
sætinu brotnaði. Loks varð bifreiðin
að vera ódýr og þurfa lítið viðhald.
Hlé varð á framleiðslu bifreiðar-
innar á stríðsárunum en hún hófst
að nýju 1948 og hafa sex milljónir
bragga verið smíðaðar á þeim tíma.
Varð eftirspumin fljótt það mikil
og pöntunarlistar það langir að allt
að sex ára afgreiðslufrestur var á
þeim. Framleiðslu braggans var
hætt í Frakklandi í hitteðfyrra en
var haldið áfram í Portúgal þar til
í gær.
hafnað var tillögum flokks de Maizi-
eres, Kristilega demókrataflokks-
ins, um aðskildar kosningar í Aust-
ur- og Vestur-Þýskalandi. Þeir
höfðu hótað að ganga úr austur-
þýsku samsteypustjórninni eins og
Fijálslyndi flokkurinn gerði á
þriðjudag vegna deilunnar um tíma-
setningu sameiningar ríkjanna og
kosningareglur. Forystumenn
Frjálslynda flokksins gáfu til kynna
í gær að til greina kæmi að flokkur-
inn gengi í stjórnina að nýju en
þeir sögðu ekki hvenær eða með
hvaða skilyrðum það gæti orðið.
Komið hefur í ljós að efnahags-
samruni þýsku ríkjanna kostar
Vestur-Þjóðveija mun meira en
gert hafði verið ráð fyrir. Vestur-
þýska stjórnin hafði ráðgert að
veija 115 milljörðum marka (rúm-
lega 4.000 milljörðum ÍSK) í sér-
stakan sjóð fyrir sameininguna en
ljóst er að það dugar skammt þar
sem efnahagur Austur-Þýskalands
er mun verri en áætlað var. Til að
mynda verða útgjöld austur-þýska
ríkisins á seinni helmingi ársins 64
milljarðar marka en tekjurnar að-
eins 29,4 milljarðar.
Stríðið í Líberíu:
Risakúlur
Reuter
Ungur kínverskur piltur kannar risastórar trefjaglerskúlur í Beihai-
garðinum í Peking, höfuðborg Kína. Kúlurnar verða notaðar við hát-
íðarhöld sem heijast senn í borginni í tiíefni þess að Asíuleikarnir í
íþróttum verða haldnir þar í september nk.
Doe forseta spáð falli
innan örfárra daga
Tekjur Norsk
Hydrominnka
Oslo. Reuter.
TALSMENN Norsk Hydro,
stærsta iðnfyrirtækis í Nor-
egi, segja að hagnaður fyrir-
tækisins hafi minnkað fyrri
helming ársins 1990 vegna
lágs verðs á framleiðslu þess,
allt frá olíu til áls.
Tekjur fyrirtækisins af land-
búnaðar- og málmframleiðslu
minnkuðu. Hins vegar hafa
tekjur af olíu- og gasfram-
leiðslu og efnum unnum úr olíu
og gasi lítið breyst frá því sem
var fyrri hluta síðasta árs.
Talsmenn fyrirtækisins, sem
er að 51 hundraðshluta í eigu
norska ríkisins, segja að tekj-
utapið sé aðallega vegna lágs
söluverðs á framleiðslu þess.
Hagnaður fyrirtækisins eftir
skatta fyrri hluta þessa árs féll
í 1,27 milljarða norskra króna
(tæplega 12 milljarða ÍSK) úr
1,7 milljörðum norskra króna
(tæplega 16 milljörðum ÍSK) á
sama tíma á síðasta ári. Hagn-
aður síðari hluta síðasta árs
jókst í 459 milljón NKR (tæp-
Iega 4,3 milljarða ÍSK) úr 451
milljón NKR (tæplega 4,2 mill-
jörðum ISK) á sama tíma ársins
1988.
Aukin framleiðsla á olíu og
gasi í Norðursjó bætti upp verð-
fall á olíu sem var að meðal-
tali 928 ÍSK tunnan annan árs-
fjórðung þessa árs á móti 1.102
ISK á sama tíma á síðasta ári.
Lægra verð en gert var ráð
fyrir á vörum eins og áli og
plastefnum hefur einnig veikt
grundvöll fyrirtækisins.
Hundruð þúsunda manna flýja til nágrannar í kj anna
Abidjan á Fílabeinsströndinni. Reuter.
Uppreisnarmenn í Líberíu nálgast óðfluga forsetahöll Samuels
Does í höfuðborg landsins, Monrovíu, og hafa náð á sitt vald helstu
varðstöðinni við landamærin að Sierra Leone, að því er stjórnarerind-
rekar á Fílabeinsströndinni sögðu í gær. Þeir telja að hersveitir
forsetans gefist upp innan örfárra daga en óttast að til bardaga
komi síðan á milli stríðandi fylkinga uppreisnarmanna. Á meðan
Doe og menn hans heyja úrslitaorrustuna flýja dag hvern um 1.000
manns af ættbálki hans, Krahn, yfir landamærin til Fílabeinsstrandar-
innar.
Stjórnarerindrekar í Abidjan,
höfuðborg Fflabeinsstrandarinnar,
sögðu að uppreisnarmennirnir
hefðu ráðist inn í Monrovíu frá
þremur stöðum í úthverfum borgar-
ipnar á miðviku- og fimmtudag.
Óstaðfestar fregnir hermdu einnig
að uppreisnarmennirnir hefðu náð
á sitt vald flugvelli skamrnt frá
miðborginni og þar með einangrað
stjórnarherinn algjörlega frá um-
heiminum. Áður höfðu þeir náð al-
þjóðaflugvellinum um 50 km suð-
vestur af höfuðborginni. Stjórnar-
herinn er agalaus og hefur aðeins
nokkurra ferkílómetra svæði í mið-
borg Monrovíu á valdi sínu. Þá
sögðu stjórnarerindrekamir að
helsta varðstöðin við landamærin
að Sierra Leone væri nú á valdi
uppreisnarmanna. Líberíumönnum
væri leyft að fara úr landi en engum
væri hleypt inn í landið.
Stjórnarhermennirnir eru einkum
af Krahn-ættbálkinum og lífláta af
handahófi fólk af Gio- og Mano-
ættbálkunum, sem styðja uppreisn-
armennina. Erlendir fréttamenn í
Monrovíu skýrðu frá því að her-
menn Does hefðu flutt hátt í þijátíu
Sovétríkin:
Armenar neita
að afhenda vopn
Moskvu. Reuter.
ÆÐSTI foringi helstu hersveitar armenskra þjóðernissinna sagðist
í gær ætla að virða að vettugi tilskipun Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét-
forseta frá því á þriðjudag um að hersveitin léti öll vopn sín af hendi
innan fimmtán daga. Hann varaði við blóðbaði ef sovéski herinn
reyndi að framfylgja tilskipuninni.
„Það er betra að deyja en að
svíkja þjóð sína,“ sagði Razík
Vasíljan, æðsti foringi Armenska
þjóðarhersins (ANA). „Ef þeir
senda hermenn gegn okkur verða
ægileg átök. Öll þjóðin rís upp.
Blóðbað væri óhjákvæmilegt og
kæmi hvorki okkur né stjórnvöldum
í Moskvu til góða,“ bætti hann við
í símasamtali frá Jerevan, höfuð-
borg Armeníu. Hann sagði að her-
inn væri nauðsynlegur til að vernda
Armena vegna hatrammrar deilu
þeirra við Azera um héraðið Nag-
orno-Karabakh, sem er í Sovétlýð-
veldinu Azerbajdzhan en byggt
Armenum.
Fréttastofan TASS greindi frá
því að hermenn sovéska innanríkis-
ráðuneytisins væru að undirbúa
aðgerðir gegn armenskum hersveit-
um ef þær neituðu að láta öll vopn
sín af hendi. Stjórnvöld í Moskvu
útilokuðu ekki að sett yrðu neyðar-
lög í lýðveldinu, sem heimiluðu her-
mönnunum að grípa til aðgerða
gegn vilja armenskra yfirvalda.
manns með valdi frá heimilum
sínum og sjúkrahúsum og skotið
þá eða höggvið til bana með sveðj-
um. Stjórnarerindrekar ríkja Evr-
ópubandalagsins fordæmdu þessi
dráp harðlega í sameiginlegri yfir-
lýsingu. Um 8.000 manns hafa leit-
að hælis í bandaríska sendiráðinu
í höfuðborginni.
Doe einangraður
Doe var hálflæs liðþjálfi áður en
hann komst til valda fyrir tíu árum
eftir mannskætt valdarán. Hann er
nú innikróaður í höll sinni ásamt
nokkrum hundruðum hermanna,
sem hyggjast heyja þar úrslitaorr-
ustuna. Forsetinn er sagður hafa
drukkið ókjör af áfengi undanfarn-
ar vikur og misst öll tengsl við veru-
leikann. Einnig er talið að hann sé
í raun fangi hermannanna, sem
óttast að þeim verði refsað grimmi-
lega flýi forsetinn land án þeirra.
Uppreisnarmennirnir eru í tveim-
ur heijum. Sá stærri er undir stjórn
Charles Taylors, 42 ára hagfræð-
ings sem nam í Bandaríkjunum, en
fyrrum höfuðsmaður, Prince John-
son, stjórnar þeim minni. Stjórnar-
erindrekar óttast að bardagar kunni
að bijótast út á milli þeirra þegar
Doe fellur.
Um 375.000 Líberíumenn hafa
flúið til nágrannaríkjanna frá því
borgarastyijöldin braust út í desem-
ber sl. 240.000 þeirra eru í Guineu,
108.000 á Fílabeinsströndinni og
15.000 í Sierra Leone. Fyrstu
flóttamennirnir á Fílabeinsströnd-
inni voru af Mano og Gio-ættbálk-
unum og flúðu ofsóknir stjórnarher-
manna. Nú hefur hins vegar fólk
af Krahn-ættbáikinum tekið að
streyma til landsins vegna ótta við
uppreisnarmennina, sem hafa ein-
angrað heimkynni þeirra. Fimm af
hundraði Líberíumanna, sem eru
2,3 milljónir, eru af Krahn-ættbálk-
inum.