Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 17 32. heimsþing drengjaskáta: Tékkar og Ung- verjar fá aðild Á 32. heimsþingi drengjaskáta sem lauk í gær í París var sam- þykkt að veita skátahreyfíngum í Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi aðild. Að sögn Gunnars Eyjólfssonar, skátahöfðingja á Islandi, var einnig lesið skeyti á þinginu frá Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna, þar sem hann bauð skátahreyfinguna velkomna til starfa í Sovétríkjunum en hún hefur verið bönnuð þar frá árinu 1917. „Ungveijar og Tékkar eru nú komnir á ný í samtökin eftir fjöru- tíu ára fjarvist,“ sagði Gunnar Eyjólfsson í samtali við Morgun- blaðið. „Það var ákaflega áhrifam- ikið þegar þau vora tekin inn. Fulltrúarnir frá þessum löndum eru núna gamalt fólk en þau komu í gömlu skátabúningunum sínum. Einn þeirra hafði setið í fangelsi í þrettán ár fyrir að vera skáti. Það barst sérstakt skeyti frá Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, þar sem hann fagnaði því að Tékkar skyldu aftur eiga aðild að samtök- unum en sjálfur var hann skáti þegar hann var lítill." Gunnar sagði að Pólveijar hefðu einnig átt full- trúa á þinginu en í Póllandi störf- uðu skátar á vegum ríkisins og uppfylltu því ekki inntökuskilyrði heimsstakanna. Af öðrum störfum þingsins nefndi Gunnar mikla at- höfn sem haldin var af því tilefni að skátar í Evrópu hafa boðið 1.200 sovéskum bömum sem urðu fyrir geislun í Tsjernobyl-slysinu í sumarbúðir. Samtals eru 17 milljónir manna félagar í þeim samtökum sem að- ild eiga að heimssambandi drengjaskáta. Um níu milljónir eiga aðild að sambandi kvenskáta. Kvenskátar héldu sitt heimsþing í Singapore í júnimánuði og þar fengu Tékkar fulla aðild en Ung- veijar aukaaðild. Um 800 fulltrúar sátu þingið í París. Fyrir íslands hönd var þar auk Gunnars Eyjólfssonar Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, alþjóða- ritari íslensku skátahreyfingarinn- ar. V estur-Þýskaland: Reuter Bilreið Hans Neusels skemmdist mjög í sprengjutilræðinu en hann ók henni samt áfram þann spöl sem hann átti ófarinn til vinnu. Á innfelldu myndinni talar Neusel við blaðamenn. Ráðuneytisstj óra sýnt banatilræði Arabi handtekinn vegna sprengingar í diskóteki Bonn. Reuter. HANS Neusel, ráðuneytisstjóri Bonn-sljórnarinnar í baráttunni vestur-þýska innanríkisráðu- gegn hryðjuverkamönnum, var neytinu og helsti sérfræðingur Sovétlýðveldið Hvíta- Rússland lýst fullvalda Moskvu. Reuter. ÞING Hvíta-Rússlands sam- þykkti að lýsa yfir fúllveldi lýð- veldisins í gær. Talsmaður fréttastofunnar Belta í Hvíta-Rússlandi sagði að atkvæða- greiðsian. hefði verið samhljóða en aðeins 230 af 350 þingmönnum hefðu verið viðstaddir. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Úkraína og Rússland lýst yfir fuli- veldi og Moldavía og Úzbekistan hafa lýst því yfir að lög lýðveldanna séu sovéskúm lögum rétthærri þar sem þau skarast. íbúar Hvíta-Rússlands eru 10 milljónir en Sovétríkjanna allra um 280 milljónir. sýnt banatilræði í gærmorgun. Slapp hann með lítils háttar skrámur en talið er að félagar Rauðu herdeildarinnar (RAF) hafi verið að verki. Neusel var á leið til vinnu sinnar er fjarstýrð sprengja sprakk í veg- arkanti stutt frá vinnustað hans. Skammt þar frá fannst bréf þar sem „víkingasveit Jose Manuel Sevillano“ lýsti ábyrgð á sprengj- utilræðinu. Á bréfið var stimplað stjörnumerki sem er auðkennandi fyrir RAF. Sevillano var félagi í spænsku hryðjuverkasamtökunum Grapo en dó nýlega eftir hungur- verkfall í spænsku fangelsi. I gær var 32 ára arabi með vestur-þýskt ríkisfang handtekinn og gefið að sök að hafa skipulagt og undirbúið sprengjutilræði í La Belle-diskótekinu í Berlín í apríl 1986. Gefnar hafa verið út hand- tökutilskipanir á hendur fimm öðr- um aröbum og er þeirra nú ákaft leitað. Bandarískir hermenn vora tíðir gestir á diskótekinu og í sprengingunni beið einn þeirra bana ásamt tyrkneskri stúlku. Bandarísk yfii-völd fengu fljótlega óyggjandi upplýsingar um að til- ræðið hefði verið undirbúið í líbýska sendiráðinu í Austur- Berlín og í framhaldi af því fyrir- skipaði Ronald Reagan, þáverandi forseti, loftárás á Líbýu í hefndar- skyni. Guð læknar Heilun með hjálp Guðs anda án lyfja eða lækningajurta. Bókaverð 7,80 DM. Upplýsingar: Universal Life, Postfach 5643, D-8700 Wiirzburg, W-Germany. CAMP-LET '90 TJALDVAGNARNIR RENNA ÚT! Það er næsta fullvíst að Camp-let hefur fallið íslendingum best allra tjald- vagna, enda er frágangur þeirra rómaður og telja eigendur þeirra þá best fallna fyrir íslenskar aðstæður. Og til marks um það má nefna að óhöpp vegna óveðurs eru næsta óþekkt hjá Camp-let eigendum. í ár er boðið upp á góð greiðslukjör: kr. 100.000,- útborgun og afgangur lánaður til allt að 30 mánaða. Camp-let er einnig tii sýnis hjá BSA bílasölunni á Akureyri og hjá Bílakringlunni í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.