Morgunblaðið - 28.07.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 28.07.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 Hraðfrystihús Ólaisfjarðar: Talin þörf á meiri kvóta Nýr framkvæmda- stjóri ráðinn NYR framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn að Hraðfrystihúsi Olafsfjarðar, Jóhann Guðmunds- son. Hann tekur við rekstri þess í lok ágúst. Hraðfrystihúsið verð- ur lokað fram yfir verslunar- mannahelgi, en Ólafur Bekkur er kominn á veiðar eftir viðgerð. Að sögn Gunnars Þórs Magnússonar stjórnarformanns er fyrirséð að rekstur fyrirtækisins verði erfið- leikum háður ef ekki fæst aukning á veiðiheimildum þess. Til um- ræðu hefur komið að sameina Sædísi hf., sem gerir út togarann Sigurfara og Hraðfrystihúsið en ekki hefur náðst samstaða um þá lausn. Jóhann Guðmundsson er 36 ára gamall Flateyringur og menntaður í vélaverkfræði. Hann starfaði um skeið sem vélstjóri um borð í togar- 'anum Gylli, en hélt svo til náms í sjávarútvegsfræðum í Danmörku. Jóhann er kvæntur og á eitt barn. Kvóti Ólafs Bekks verður skorinn umtalsvert niður á næsta ári. Skipið hefur verið á sóknarmarki og veitt um 3.000 tonn á ári. Á næsta ári verður sóknarmarkið lagt niður og bendir allt til þess að aflamark skips- ins verði innan við 2.000 tonn. Að sögn Gunnars þyrfti skipið að veiða hátt á fjórða þúsund lesta á ári ef vel ætti að vera, en frystihús- ið þarf að vinna úr um 3.000 lestum af hráefni. Sædís hf. er dótturfyrirtæki fisk- vinnslunnar Stíganda. I landi vinna um 14 manns, en allt að 15 manns eru í áhöfn skipsins. Sigurfari, tog- ari fyrirtækisins, hefur um 1.000 þorskígilda kvóta á þessu ári. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sólin hefur baðað gesti og gangandi á Akureyri undanfarna daga og þeir sækja í sundlaugina til þess að kæla sig eða skola burt vegrykið. Annir í Sund- laug Akureyrar STARFSFÓLK Sundlaugar Ak- ureyrar fer ekki varhluta af þeim ferðamannastraumi sem verið hefur til bæjarins undan- farnar vikur. Lætur nærri að í sundlauginni baði sig hátt í 1.500 manns á dag þegar aðsóknin er mest. Það jafngildir fimmfaldri íbúatölu Grenivíkur. Að sögn Helgu Alfreðsdóttur starfsstúlku vinna fjórir við af- greiðslu og sundvörslu að jafnaði. Á sumrin er stór hluti viðskiptavin- anna gestir af tjaldstæðunum við Þórunnarstræti, en þar eru engar sturtur. Þá koma daglega rútur úr langferðum með tugi farþega sem allir hyggjast nýta sér baðaðstöð- una. Aðspurð segir Helga að það sé visst óhagræði fyrir ferðamenn að ekki sé boðið upp á betri aðstöðu á tjaldstæðunum, einkanlega þar sem sundlaugin er lokuð eftir klukkan 19 á virkum dögum, 18 á iaugardögum og 16 á sunnudögum. Álafoss: Brúður, hunang, haglabyss- ur og píanó fyrir lopapeysur Kemur gnll fyrir ull? VÖRUSKIPTI Álafoss við Sov- étríkin gerast æ fjölbreyttari. Álafoss mun á þessu ári skipta við Sovétmenn á lopapeysum og olíuvörum, eplaþykkni, hunangi, stígvélum, haglabyssum, slag- hörpum og trébrúðum að sögn Glæsile^ sumarlftiis ftil sölu Verðlækkun Margar gerðir Sýnd á Seltjarnarnesi v/Bygggarða. Sýningarhús okkar til sölu og afhendingar ílok júlí Fullbúið hús á mjög góðu verði. Allar upplýs- ingar í símum 91-612400 og 96-26449. Söluaðilar: Lundi hf., BYNOR, Bygggörðum 7,.Seltj. Sími 612400. Akureyri. Sími 96-26449. Opið sunnudaginn 29. júlí frá kl. i4.00-17.00 Kolbeins Sigurbjörnssonar markaðsfulltrúa. Til greina kem- ur einnig að greitt verði fyrir sendingu af lopapeysum til Síberíu með gulli. I byrjun mán- aðarins kom til landsins fyrsta sending af handmáluðum tré- brúðum sem seldar verða ferða- mönnum á Islandi sem minjagrip- ir. Gripirnir eru eftirlíkingar af rússneskum „matrjoshkum", tré- brúðum sem eru holar að innan og geyma aðrar brúður. Munur- inn er sá að íslensku brúðurnar eru málaðar í mynd víkinga í stað digurra kvenna. Fyrirtækið hefur nú tekið við fyrsta farmi af nefras, sem er hrá- efni unnið úr olíu. Salnningur Ála- foss við Rosvneshtorg hljóðar upp á peysur fyrir 60 milljónir króna gegn 10.000 lestum af nefras, sem selt verður til iðnaðar í Svíþjóð. Álafoss hefur um nokkurt skeið átt vöruskipti við Sovétmenn á ull- arvörum og öðrum varningi. Við- skipti fyrirtækisins við aðila eystra eru að hluta gegn greiðslu í dollur- um, en Sovétmenn eru tilbúnir að taka við meiri ullarvöru gegn greiðslu í fríðu. Nú er svo komið að tveir þriðju hlutar af viðskiptum Álafoss við Sovétmenn eru hrein vöruskipti. Á þessu ári verður heildarverðmæti ullarvöru sem Álafoss selur til Sov- étríkjanna um 450 milljónir króna, Morgunblaðið/Rúnar Þór Kolbeinn Sigurbjörnsson með víkingabrúðurnar sem Álafoss hefur látið mála í Sovétríkjunum og greiðir með lopapeysum. Hann sagði að nafn væri ekki fundið á trékarlana og væru allar uppástungur vel þegnar. en skipt verður á vörum fyrir 300 milljónir króna. Vöruskipti eru elsti háttur við- skipta og síður en svo á undan- haldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagfræðistofnun Oxford-háskóla er um þriðjungur viðskipta í heimin- um í þessu líki. Á síðasta ári nam verðmæti vöruskipta í heiminum um 42.000 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtæki sem vinnur að gull- greftri norðan við Kamtsjatka- skaga, í grennd við Beringssund hefur lýst áhuga á því að skipta á lopapeysum og gulli. Að sögn Kol- beins verður nánar rætt um þennan Meira en 200 skráðir án atvinnu í júlí MEIRA atvinnuleysi var í júlímánuði en í sama mánuði fyrir ári samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofú Akureyrar. I lok síðustu viku voru 195 skráðir atvinnulausir, 81 kona og 114 karlar. Skráðir í mánuðinum voru 209. Atvinnuleysi meðai kvenna er einna mest á sjötugsaldri, en fimmtugsaldri meðal karla. Að undanförnu hafa unglingar sem störfuðu hjá Utgerðarfélagi Akur- eyringa verið að bætast á atvinnu- leysisskrána, en vinna liggur niðri hjá fyrirtækinu næstu Vikur. At- vinnuleysi meðal sjómanna er einnig áberandi. Fyrir réttu ári voru 186 á at- vinnuleysisskrá, 116 konur og 70 kariar. Atvinnuleysi meðal karla hefur aukist þeim mun meira ef tekið er tillit til þess að hátt í 30 konur sem starfa við ræstingu í skólum bæjarins eru alltaf skráðar atvinnulausar á sumrin. samning í haust^ en líkur virðast góðar á því að Álafoss hljóti guil fyrir uil áður en árið er úti. í byrjun júlí fékk Álafoss fyrstu sendinguna af víkingabrúðunum. Þær eru handmáiaðar af verkafólki í Zagorsk, sem er forn höfuðstaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. í fyrstu lotu komu 600 brúður, sem dreift var í minjagripaverslanir um allt land. Megnið af brúðunum mun vera selt að sögn Konráðs. Álafoss hefur tiyggt sér einka- leyfi á brúðunum á Norðurlöndum. Þær hafa þegar vakið áhuga í Skandinavíu og býðst danskt fyrir- tæki til að kaupa 400 brúður til reynslu. Á næstunni tekur Álafoss við um 17 tonnum af eplaþykkni frá Sov- étríkjunum, sem sélt verður þriðja aðila í Danmörku. Fyrir aðra send- ingu af peysum austur verður vænt- anlega greitt með 500 lestum af hunangi, sem dreift verður í Skand- inavíu. I haust er svo von á 5.000 pörum af stígvélum, framleiddum í Litháen og nokkru magni af hagla- byssum. Byssurnar eru framleiddar í verksmiðju sem Pétur mikli keis- ari kom á fót og steypti áður kirkju- klukkur í byssuhólka. Þá veitir Áiafoss senn viðtöku fyrstu tíu slaghörpunum frá Sov- étríkjunum sem greitt er fyrir með lopa. Loks nefnir Kolbeinn viðskipti með sovéskt naglaefni, sem Vírnet í Borgarfirði hyggst nota í sína framleiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.