Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 25 STEFÁN FRIÐBJARNARSON ÞINGBREF Ördeyða eftir vinstri slgórnir Senn líður að kosningum til Alþingis, sem fram fara í síðasta lagi að vori en gætu orðið „á „undan áætlun“, eins og allt er í pottinn búið á stjórnarheimilinu. Þa fellir fólkið í landinu almenn- ingsdóm yfir ríkisstjórninni, stjórnmálaflokkum og stjórnmála- mönnum. Þá leggur þjóðin drög að því stjórnarfari, sem hún síðan býr við næstu (jögur árin. Fylgi fjögurra stjórnmálaflokka í kosningum 1959,1974,1978 - og í skoðanakönnun í marz 1990 Sjálfstæðisflokkur 45,5% 42,5% 42.7% Framsóknarflokkur Alþýðuflokkur 22,0% Alþýðubandalag 27,2% 22,9% 24,9% Si .1959 '74 1959 74 78 '90 Súluritið sýnir samanburð á fylgi A-flokka þegar það var mest (1978) og í kosningum eftir vinstri stjórnir (1959 og 1974) og skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar i marz 1990, sem unnin var fyrir Morgtinblaðið. I Það er jafn erfitt að spá í íslenzk stjómmál og íslenzkt verð- urfar. Atkvæðauppskeran á kosn- ingaökrunum hefur verið jafn sveiflukennd og sjávaraflinn. Þetta á ekki hvað sízt við um A-fiokkana svokölluðu. Og stað- reyndir, sem taldar hafa verið upp úr kjörkössum gegn um tiðina, sýna, að þeir eiga aldrei erfiðara uppdráttar en eftir vinstri stjóm- ir. Þá er uppskeran áberandi rýr- ari en í annan tíma. Áður en lengra er haldið skul- um við, samanburðarins vegna, staldra við einn stærsta kosninga- sigur A-flokkanna. Hann vannst í kosningum til Alþingis sunnu- daginn 25, júní 1978. Þá fékk Alþýðubandalagið hvorki meina né minna en 22,9% greiddra at- kvæða. Alþýðuflokkurinn kom næstum jafnhlaðinn að landi með 22% greiddra atkvæða. Samtals lönduðu A-flokkarnir tæplega 45% af kjósendafylginu. Margt hefur breytzt á þeim 12 árum sem liðin eru síðan þessar kosningatölur vóm vemleiki dags- ins. II Tvö dæmi um „vinstri-stjómar- uppskeru" A-flokka skulu rakin til fróðleiks og samanburðar. Annað frá því rétt fyrir viðreisn, síðla á sjötta áratugnum. Hitt hálfum öðrum áratug síðar, frá árin 1974. Arin 1956 -1958 sat að völdum ríkisstjóm Hermanns Jónassonar, samstjórn Framsóknarflokks og A-flokka. í lok þess stjómarsam- starfs, í kosningum 1959, hlaut Alþýðuflokkurinn aðeins 12,5% kjörfylgi og Alþýðubandalagið herzlumun meira eða 15,3%. Sam- tals 27,8% A-flokkafylgi. Arin 1971 - 1974 var við völd ríkisstjóm Olafs Jóhannessonar, samstjóm Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. í lok þess stjómarsamstarfs, í kosning- um 1974, fékk Alþýðubandalagið 18,3% atkvæða og Alþýðuflokkur 9.1% - samtals 27.4%. Samtök fijálslyndra og vinstri manna fengu 8,9% atkvæða 1971, 4,6% 1974 , 3,3% 1978 og komu ekki við þingsögu eftir það. III Skoðanakannanir hafa ekki verið A-flokkum í vil í tíð núver- andi ríkisstjómar. Kannanir eru að vísu aðeins vísbending, en hafa á stundum verið nokkuð réttvís- andi. A mörkum fyrsta og annars ársfjórðungs 1990 stóð Félagsv- ísindastofnun Háskólans að könn- um á fylgi flokkanna fyrir Morg- unblaðið. Sú könnun sýndi. Al- þýðubandalagið með 11.9% kjör- fylgi og Alþýðuflokkinn með 8.1%. Samtals 20% fylgi A-flokka - eða tæpleg helft kjörfylgis 1978. Þessi samanburður er ekki fylli- lega sanngjarn. Nú er nýr flokk- ur, Samtök um kvennalista, inn í myndinni. Skoðanakönnun sú, sem vitnað er til, sýndi Kvennalis- tann með 14,5% fylgi, sem trúlega dreifðist á alla aðra flokka, ef hann kæmi ekki við sögu. En jafn- vel þó við færum fylgi Kvennalist- ans allt inn í A-flokka-geirann verður samanburðartalan 34,5% 1990 á móti 44,9% 1978. Stuðn- ingur við Borgaraflokkinn mæld- ist vart. IV Kommúnistaflokkur Islánds fékk 8,5% kjörfylgi fyrir hálfri öld og þrem ámm betur [1937]. Sam- einingarflokkur alþýðu, Sósíali- staflokkurinn, fékk 18,5% at- kvæða 1942 og 19,5% atkvæða 1946. Alþýðubandalagið fékk 17,3% kjörfylgi 1983, 13,5% 1987 og 11,9% stuðning í skoðanakönn- un 1990, verandi í vinstri stjóm. Það hefur ekki ávaxtað sitt pund vel, ef horft er til fyrri tíðar fylg- is eða fylgis forvera, janfvel þótt hliðsjón sé höfð af tilurð Kvenna- listans. Fyrirtæpum sextíu ámm 1931, fékk Alþýðuflokkurinn 16,1% at- kvæða og 19,2% 1933. Fylgi flokksins sveiflast mikið til í tímans rás, var t.d. aðeins 9.1% 1974 en 22% fjómm ámm síðar 1978. Skoðanakönnur Félagsv- ísindastofnunar sýndi 8.1% stuðn- ing við fiokkinn snemma vors 1990, en þá var flokkurinn og er enn á rauðu ljósi í vinstri stjórn. Karlinn í kratabrúnni hefur trú- lega ekki áður horft uppá þvílíka ördeyðu. Andrea P. Jóns- dóttír — Minning Fædd 17. janúar 1902 Dáin 18. júlí 1990 Andrea Jónsdóttir er látin í hárri elli. Þrátt fyrir að um 50 ár séu liðin frá því ég kynntist henni vek- ur hún upp í minni mínu myndir af merkri konu sem stóð fyrir stóm heimili af reisn og myndarskap. Hún var hugljúf og góð og vildi að allir fengju sitt út úr lífinu. Gerði gott úr öllu og brosti þegar vanda bar að höndum. Ég dvaldi oft í Leirhöfn en var annars mikið á ferð um héraðið. í Leirhöfn var eitt stærsta bú sýsl- unnar og þar var líka rekinn iðnað- ur, húfugerð. Þeir bræður Helgi maður Andreu og Sigurður vom athafnamenn miklir og ráku búið saman. Þeir trúðu á landið og eigin mátt til athafna og framfara þjóð sinni tfl farsældar og meiri velmeg- unar. Ég minnist orða Helga er við gengum um móana út frá túninu en hann sagði: „í þessu landi býr gull framtíðarinnar. Helgi var mik- ill ræktunarmaður og mikill bóka- safnari. Bókasafn hans varð stórt og þar kominn saman mikill fróð- leikur. Bækumar batt Helgi flestar inn sjálfur. Þennan mikla menning- ararf gaf Helgi sýslunni eftir sinn dag. Með Sigurði lá ég eitt sinn á greni. Þar kynntist ég honum betur en áður. Auk þess að vera besta skytta sem ég hefi kynnst var hann skáld gott. Eg fékk að heyra að þessa fallegu vornótt, þegar kyrrðin og þögnin var eins og rekkjvboð yfir öllu, mörg gullfalleg ljóð um land og þjóð. En ég held að því miður hafi skáldskap Sigurðar ekki verið haldið til haga. Þegar Sigurð- ur hafði skotið læðuna og refurinn ekki gert vart við sig fór hann að gera tilraun til þess að ná yrðling- unum úr greninu. Hann kallaði á máli móðurinnar en fékk aðeins svar yrðlinganna í veiku ýlfri. Það benti til þess að þeir væru mjög ungir. Sigurður tók þá læðuna og lagði hana á hliðina inn í grenis- munnann og byrgði yfir. Eftir nokkra stund opnuðum við munn- ann og þá voru 6 litlir yrðlingar á spenum lífvana móður sinnar. Þetta fannst mér átakanleg sjón sem ekki gleymist. Þegar Sigurður tók hvolp- ana af spenunum sem þeir héldu dauðahaldi í sá ég að hann viknaði við. En hvað verður ekki að gera við væntanlegan skaðvald sem kemst á legg. Enda þótt Sigurður virtist stundum vera hijúfur var hann hlýr og sterkur persónuleiki sem virðing var borin fyrir. Leirhöfn er á Melrakkasléttu vestanverðri. Vegurinn frá Kópa- skeri til Raufarhafnar liggur með- fram túninu á Leirhöfn. Á milli þessara staða gengu áætlunarbílar. Þeir stoppuðu oft í Leirhöfn og þáðu farþegar þar oft góðgerðir í mat og drykk. Einu sinni taldi ég 30 manns raða sér í kringum hlað- ið matarborð sem var tilbúið á stuttri stund hjá Andreu. Þetta var eins og á hóteli, nema hér var ekki tekinn eyrir fyrir greiðann. Meiri gestrisni hefi ég aldrei kynnst. Milli þess fólks sem ég hefi nefnt hér að framan ríkti einhugur og skilningur sem gerði lífið og starfið lífið og starfið léttara og betra. Það var hollt fyrir ungan mann að kynn- ast því. Nú eru þau öll horfin yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning þeirra. Guðlaugur Guðmundsson Það er kunnara en frá þarf að segja, að hvar æskusporin liggja með fallegri og hrífandi minningu um fyrstu árin, hlýja og óeigin- gjama framkomu þeirra sem eldri eru í garð barnsins, þar vill maður eiga hlutdeild, ekki aðeins í fólkinu heldur einnig í landinu og telja það sitt. Þannig varð mér innanbijósts hinn 18. júlí sl. er mér ásamt félög- um mínum á leið úr gæsluflugi á flugvél Landhelgisgæzlunnar gafst kærkomið tækifæri að fljúga með strönd Melrakkasléttu í ólýsanlega fallegu veðri. Hún tók mér fagn- andi, Sléttan, og fylltist ég stolti að eiga hana. Þama var Raufar- höfn, Ásmundarstaðir, Leirhöfn og önnur ónefnd höfuðbýli Sléttunnar, ávallt þar, óbifanleg. Mér var hugs- að til þess að á áætlunarstað, Húsavík, dveldi á sjúkrahúsinu kona hverrar minning mér var svo kær, jafnframt fylltist ég trega að eiga þess ekki kost að heilsa upp á hana. Á Húsavík vom mér færð þau tíðindi úr Leirhöfn á Melrakkasléttu að amma mín, Andrea Pálína, væri öll þá fyrr um nóttina. Svona er Sléttan, hugsaði ég, hún tekur í mót frændum sínum falleg og björt, hún kveður jafnframt þá sem hún ól og undu hag sínum hvergi betur, skartandi sínu feg- ursta. Hvar em mörk þess að muna Andreu fyrst? Hún var alltaf í Leir- höfn og hjá ungu bami og unglingi stendur tíminn í stað. Andrea Pálína fæddist á Ás- mundarstöðum á Melrakkasléttu og var á áttugasta og níunda aldursári er Lausnarinn nam hana til sín eft- ir langvarandi heilsubrest. Hún giftist afa mínum, Helga Kristjáns- syni bónda í Leirhöfn (d. 17. sept- - ember 1982), 8. september 1923. Þau bjuggu allan sinn búskap í Leirhöfn, samrýnd, greind og tillits- söm hjón svo sómi var að. Amma Drea eins og hún ávallt var nefnd var fjölfróð og menntuð kona. Hún lauk Verzlunarskólaprófí í Reykjavík og kenndi að námi loknu við farskóla á Melrakkasléttu börn- um þeirra tíma sem ég núna tel mér eldri menn. Ég sótti alls kyns fróðleik í nægt- arbrunn þekkingar hennar, hún var einnig fyrsti læknirinn sem veitti mér aðhlynningu. Svo bar við að um slátt hafði ég troðið mér í hlöð- una í Leirhöfn til að ólmast í heyinu sem heyblásari spjó, líkt og drek- amir eldi í ævintýrunum, í hólf og gólf. Skemmtilegast var að láta drekann kaffæra sig og grafast undir en ég þurfti, af forvitni bams- ins, endilega að horfa á heyið koma og að sjálfsögðu fékk ég allt túnið í andlitið og augun. Önnur nærstödd böm komu mér til hjálpar og þang- að flúðu þau með sjúklinginn sem öryggið og hlýjan var mest, beint til ömmu Dreu. Hún tók við méi og að rannsókn lokinni slengdi hún mér á hnén á sér og sleikti augun. Kornin og sársaukinn hurfu eins og hendi væri veifað. Ég man ég hugsaði: Mikið ofsalega er hún amma nú klár, ef hún hefði ekki bjargað þessu hefði ég þurft að fara með túnið í bæinn. Þær em margar, fallegar og hrífandi minningamar um ömmu Dreu og ég spyr: Því geymir maður alltaf þakklætið uns þeir er þess em verðir' em komnir undir græna torfu? Því talar maður aldrei tii þeirra á meðan þeir enn geta heyrt hvað maður vildi segja? Þess óska ég eins, um leið og ég þakka ömmu minni samveruna, ^ að heimkoman á Sléttuna grænu sé jafnyndisleg og kvaddi Sléttan hennar. Þórður Arvakur á Eskifírði: Aukið launamisrétti verður aldrei samþykkt Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fúndi í Verkamannafelaginu Árvakri á Eskifirði I gærmorgun: Fundur aðal- og varamanna í stjóm og trúnaðarmannaráði Vmf. Árvakurs, Eskifirði, krefst þess að komið verði í veg fyrir að yfir laun- þega í landinu hvolfist verðbólguhol- skefla í kjölfar úrskurðar félagsdóms um launahækkanir til félaga innan BHMR. Fundurinn telur að ekki komi til álita að samþykkja aukið launamis- rétti í þjóðfélaginu og telur sérstaka launahækkun til BHMR til þess eins fallna að eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á undanförnum mánuðum. Verkafólk féllst á síðustu kjara- samninga í trausti þess að um væri að ræða átak sem þjóðin stæði sam- eiginlega að, árangur þeirra samn- inga hefur skilað sér til allra laun- þega hvar sem þeir skipa sér í stétt- arsamtök. Niðurstaða félagsdóms kippir gmndvellinum undan samningun- um, af þeirri ástæðu er það krafa okkar að ríkisstjórnin leiti eftir sam- komulagi við BHMR um að launa- hækkun þeirri sem félagsdómui dæmdi BHMR verði frestað og kom; til framkvæmda þannig að 1. desem- ber 1990 hækki laun BHMR um 2% og 1. mars 1991 2,5% jafnframt verði ákvæði kjarasamnings BHME um sjálfvirka tenginu við kjarasamn- , inga annarra stéttarsamtaka „af- numin“. Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Vmf. Árvakurs gerir þá kröfu til ríkisstjómarinnar að húri ** tryggj þær forsendur samninga ASÍ, VSI og VMS að launaþróun annarra verði hin sama og þar er samið um. Bregðist ríkisstjómin ekki við þeirri atlögu sem nú er gerð að „þjóðarsáttinni" svokölluðu krefst fundurinn þess að miðstjórn ASÍ hefjist þegar handa við undirbúning"v" þess að ná þessari launahækkun til sinna félaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.