Morgunblaðið - 28.07.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 28.07.1990, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 félk í fréttum Farrah Fawcett segist ánægð í einkalífinu. Díane Downs slapp úr gæslu- varðhaldi skömmu eftir að dæmt hafði verið í máli hennar. Þremur árum seinna, 17. júlí 1987, komst hún aftur í hendur laganna varða. FARRAH FAWCETT Tekur að sér hlut- verk glæpakvendis Bandaríska leikkonan Farrah Fawcett vinnur nú að því hörð um höndum að afla sér vin- sælda sem alvarleg leikkona en því hefur verið fleygt að athygli kvikmyndahúsgesta hafi hingað til fremur beinst að lögulegum vexti leikkonunnar en leikrænum tilburðum hennar. í samræmi við takmark Förruh hefur hún tekið að sér að fara með hlutverk í mynd sem breska sjónvai'psstöðin BBC ætlar að gera um Díönu Downs-málið svokallaða. Farrah fer með hlutverk Díönu en sú ’ kona er fræg fyrir að hafa banað börnum sínum þremur, átta, sjö og þriggja ára árið 1983, í þeim tilgangi að öðlast meiri hylli elsk- huga síns sem ekki vildi verða faðir. Farrah hefur þegar sökkt sér ofan í undirbúningsvinnu fyrir hlutverkið. Hún segist vera í óða önn að að kanna skýrslur um málið, hlusta á vitnaleiðslur af bandi og lesa dagbækur Díönu. „Hún er ótrúleg," segir Farrah um Díönu, „svo flókin, svo marg- ar konur.“ Farrah, sem búið hefur með leikaranum Ryan O’Neal í tíu ár, segist vera mjög ánægð í einkalíf- inu. „Samband okkar Ryans hefur aldrei verið betra,“ segir Farrah. „An efa er það að einhveiju leyti að þakka syni okkar, Redmond, sem er fjögurra ára. Áður áttum við það til að rífast. Stundum með þeim afleiðingum að Ryan æddi út og gisti í strandhúsinu. Nú er eins og ekkert geti komið á milli okkar,“ segir Farrah. „Ryan hefur líka alltaf kunnað að meta sjálf- stæði mitt og stutt mig í því sem ég hef verið að gera. Hann keyrir mig í upptökur þegar ég þarf að vinna og á kvöldin förum við sam- an yfir textann minn,“ bætir hún við, „og hann ætlast ekki til að ég sé heima öll kvöld og eldi fyr- ir hann. Þrátt fyrir skyldur hjóna- bandsins finnst mér ég vera fijáls og ég nýt frelsisins," segir Farrah að lokum. Morgunblaðið/pþ Þarna voru stelpurnar að æfa sig í að fara í limbó, og þar með að sækjást eftir því að verða limbómeistari í flokknum. TJASKIPTI Islendingnr í alþjóða- sljórn ITC-samtakanna Dagana 14.-18. júlí sl. var al- þjóðlegt þing ITC-samtak- anna í Auckland á Nýja Sjálandi. Á þinginu var kosið í embætti fyrir næsta starfsár alþjóðasamtak- anna. í framboði til varaforseta fimmta svæðis var fulltrúi frá ís- landi, Kristjana Milla Thorsteins- son, er hlaut kosningu. Kristjana Milla hefur starfað ötullega í ITC- samtökunum frá árinu 1979. ITC-samtökin eru starfandi víða um heim, en í Bandaríkjunum er félagafjöldinn hvað mestur þar sem þau eru starfandi í einum fimmtíu ríkjum. Fyrir utan Bandaríkin eru samtökin starfandi í 22 þjóðlöndum. ITC-samtökin eru þjálfunarsamtök er gera félaga sína hæfari til tjá- skipta og gera þá færari til að þjóna samfélaginu. Starfsemi ITC-samtakanna er svæðisskipt eftir lengdarbaug jarð- ar. Tilheyra landssamtök ITC á ís- landi fimmta svæði ásamt lands- samtökum ITC í Bretlandi og Landssamtökum í Suður-Afríku. Deildir án landssamtaka eru einnig í Hollandi, Austurríki, Luxembourg og Grikklandi. Varaforsetinn hefur yfirumsjón með starfi samtakanna í þessum löndum. Varaforsetinn á jafnframt sæti í alþjóðastjórn ÍTC- samtakanna, en höfuðstöðvar sam- takanna eru í Anaheim í Kaliforníu. VINDASHLIÐ í Heimsmetabókina vegna óþekktar * Isumarbúðum KFUK í Vindáshlíð eru 9 stúlknaflokkar á aldrinum 9-12 ára og einn unglingaflokkur 13-16 ára. Hefur allt verið fullt í sumar og langir biðlistar. Dagskrá er nokkuð hefðbundin, m.a. farið í brennó á hveijum degi og að lokum verður eitt herbergi brennómeist- ari. íþróttahúsið er mikið notað, sérstaklega ef eitthvað er að veðri. Nokkrar hressar stelpur voru teknar tali og þær spurðar, hvað það væri helzt sem þeim þætti skemmtilegt við dvölina í sumar- búðunum. „Gott að mega sulla í Laxánni, fara í aparóluna og apabrúna. íþróttakeppnin og ratleikurinn eru líka skemmtileg. Maturinn er rosa- lega góður. Gijónagrautur með rúsínum sérstaklega. Allt í lagi að borða mikið af honum, því við Kristjana Milla Thorsteinsson. Kristjana Milla tekur við emb- ætti sínu 1. ágúst nk. og heldur því til 31. júlí 1991. hlaupum svo mikið og ærslumst, að við verðum ekki fitubollur af því að fá okkur nokkra diska af hon- um.“ Rétt hjá Vindáshlíð er rétt og stundum er réttarleikur. Þá gerast foringjarnir bændur en stelpurnar rollur. Draga foringjarnir síðan stelpurnar í dilka í réttinni eftir herbergjum eða háralit og þá eru stundum mikil ærsl — líkt og í venjulegum réttum. Hvað lærið þið helzt hér í sumar- búðunum? „Við lærum margt um Jesú, sem er frelsari mannanna og ljós heims- ins. Hér lærum'við að vera tillits- samar hver við aðra.“ Eruð þið þá alltaf voðalega góð- ar? „Nei, ekki neitt sérstaklega. Eitt kvöldið, þá kom bænakonan 22 inn til okkar til þess að sussa á okkur, af því við vorum með svo mikil ólæti. Við komumst örugglega í Heimsmetabókina vegna óþekkt- ar.“ Ætlið þið að koma aftur næsta sumar ? „Jahá,“ svöruðu þær allar. Og ein bætti við: „Veiztu hvað ég ætla að gera strax og ég kem heim? Þá ætla ég að fara að grenja og ekki að hætta að grenja fyrr en ég fæ að fara aftur í sumarbúðir — helzt strax aftur nú í sumar. Svo vel líkar mér að vera hér í Vindáshlíð.“ - pþ Fí 1 690,- 1> GðMSÆT 0G GIRNiLEG Kjarcibótaveisla Veitingahallarinnar heldur áfram meó enn fjölbreyttari og girnilegri matseóli alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Fjölskyldan fær úrvalsmat á frábæru verói. ,kr. 1.290 kr. 1.090 FISKRFITIR KJÖTRFUIR Fiskgralín hússins...............kr. 790 Gratíneraðar lambalundir Djúpsteikt ysuflök Orly m/bakaðri kortöflu...........kr. 1.29 m/tortoreósu..................kr 690 Kálfasnitzel m/papriku, Ponnusteikt silungsflök louk °9 svePPum...............k' 11 09 mrtínbeijumoganonM ..........k>. 840 |wnu||||1 BI3;;œ.:.euraso"T. oso «*» < Smjbiilaikt heilogliski m/smjoisoðiom mqis...........ki. 1.24 m/rækjusósa.....................kr. 860 Rjómusöðinn siembífur m/kryddgrjónunt..................kr. 810 fjölbreyttir barnaréttir ó vægu verði. Súpa, brauð og kaffi innifalið i öltum réttum. KVtiLDVERBARRETTUR Grillað lambalæri m/smjörsoðnum maís ,.kr. 1.290 KafFihlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. KafFihlaðborð sem seint gleymist. Veitingahallarveisla fyrir alla iölskýlduna er Ijúf og Húsi verslunarinnor - simar: 33272-30400 VlutcincL Heílsuvörur nútímafólks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.