Morgunblaðið - 28.07.1990, Page 34

Morgunblaðið - 28.07.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 ■ FÝLDIR áhorfendur í Seattle bauluðu á Carl Lewis þegar hann lét ekki sjá sig við verðlaunaaf- hendingu í langstökki, þar sem hann vann gull. Lewis hafði þurft að bregða sér bæjarleið vegna kynningar á sjálfsævisögu sinni. ■ KVENNABLAKLIÐ Sov- étríkjanna sigraði stelpurnar frá Kína 3:1 í úrslitaleiknum í fyrri- nótt. Með sigrinum (15-8, 13-15, 15-4, 15-10) endurtóku þær so- vésku árangur sinn frá Friðarleik- unum í Moskvu. Brasilísku stúlk- urnar urðu í þriðja sæti, með 3:2 sigrqyfir Perú. ■ ÍGOR Astapkovitsj, frá Sov- étríkjunum, kastaði sleggjunni lengst allra, 84,12 metra, sem er næstbesti árangur sem náðst hefur á árinu. ■ KVENNARÁÐ komu Kenny Harrison að góðum notum í þrístökkskeppninni. Hann átti næstbesta stökkið þar til kom að síðustu umferðinni. Þá ræddi hann málin við kærustuna -sína, Sheilu Hudson, sem er bandarískur meist- ari í þrístökki kvenna. Ekki að sök- um að spyrja, Harrison stökk 17,72 metra í síðasta stökki sínu og vann þar með gullverðlaunin. ■ SOVESKA stelpnasveitin sigr- aði í 4x400 metra boðhlaupi á 3 mínútum, 23,70 sekúndum. Banda- rísku strákarnir báru sigurorð af keppinautum sínum í karlaflokki greinarinnar, hlupu á 2 mínútum og 59,54 sekúndum. ■ WANDA Panfíl, frá Pólandi, sigraði í 10 þúsund metra hlaupi á- 32 mínútum, 01,17 sekúndum. Cat- hy O’Brien (óljóst með skyldleika við Dan O’Brien), varð í öðru sæti á 32.05,40. ■ MEIRA um kvennahlaup. Þær bandarísku sigruðu í 4x100 metra boðhlaupi á 42,46 sekúndum. Og í 400 metra grindahlaupi sigraði hin bandaríska Sandra Farmer Patrick á 55,16 sekúndum. ■ JÚGÓSLA VAR sigruðu Bandaríkjamenn í undanúrslitum handknattleikskeppninnar, með 21 marki gegn 18. Sovétmenn sigruðu Spánverja í hinum sömu undanúr- slitum með 29 mörkum gegn 20. ■ ANDR ÚMSLOFTIÐ milli skipuleggjenda Friðarleikanna og starfsmanna þeirra kólnaði um svipað leyti og veðrið. Ástæðan: peningar. Um það bil fimmtíu starfsmenn mótsins hafa hætt störfum vegna óánægju með launa- mál. BREIOABLIK - SJÁLFBODALIDAR Um helgina og á kvöldin í næstu viku vantar sjálf- boðaliða á félagssvæði Breiðabliks. Vinsamlegast mætið á Kópavogsvöll eða aflið nánari upplýs- inga í síma 40394 (Jón Ingi) og 41270 (Logi). FJÖLMEHHUM OG TÖKUM í! BREIDABLIK HANDKNATTLEIKUR / FRIÐARLEIKARNIR I SEATTLE Mikil barátta tryggði fimmta sætið Óskar Ármannsson sýndi sinn besta leik á mótinu í gærkvöldi. ÍSLAND lenti í 5. sæti á Friðar- leikunum, sigraði Tékkósló- vakíu 24:23 í gær í f immta og síðasta leik sínum á mótinu. Þetta var fráleitt besti leikur íslands en með mikilli baráttu tryggðu strákarnir sem sigur. Fyrri hálfleikur var slakur af Islands hálfu. Liðið komst aldr- ei í gang, strákunum tókst ekki að ná tökum á því sem þeir voru að gera. Vörnin, sem hefur verið besti hluti liðsins, náði sér ekki á strik. Miðjan opnaðist oft illilega, menn virkuðu þungir og kraftlaus- ir. Allt of mörg mistök voru einnig gerð í sókninni. Sérstaklega voru Júlíusi mislagðar hendur, en hann náði að rífa sig upp eftir hlé og fiskaði þa ' m.a. þijár vítaspyrnur. „Tékkarnir drógu úr hraðanum í leiknum, sem var alls ekki það sem við vildum — það var erfitt að keyra upp hraðann á ný og hrista þá af sér,“ sagði Þorbergur landsliðs- þjálfari í leikslok. Jakob fyrirliði Sigurðsson var að vonum heldur ekki ánægður með fyrri hálfleikinn en sagði: „Við náð- um upp baráttunni í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með hann. Við lögðum dæmið upp þannig að ef við næðum að vinna þennan leik værum við mjög ánægðir með frammistöðuna á mótinu, sem við erum. En það er svekkjandi nú að horfa til baka, á tvö eins marks töp, og sjá hve stutt er í raun í að við gætum verið að spila um verð- launasæti — þó enginn hafi reiknað með því fyrirfram," sagði Jakob. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins eftir hlé. Vörnin styrktist, hraðinn í leiknum jókst, viljinn var greinilega mikill til að gera vel en andstæðingarnir voru erfiðir. Það var ekki fyrr en á síðustu fimm mínútunum sem íslendingar náðu að hrista þá af sér; komust tvívegis þremur mörkum yfir en Tékkar gerðu svo tvö síðustu mörkin en sigurinn var ekki í hættu úr því sem komið var. Tékkar virkuðu frekar þungir og brutu oft mjög klaufalega af sér, enda voru þeir reknir út af 10 sinnum — í alls 20 mínútur af 60! Oskar Ármannsson var öflugur í leiknum. Tók oft af skarið og var öruggur í vítaköstunum. „Ég er ánægður með þetta. Við vorum ákveðnir i að sigra og með mikilli baráttu í seinni hálfleik tókst það,“ sagði hann. „Ég er mjög ánægður með mótið. Strákarnir hafa bætt sig með hveij- um leik, vörnin hefur verið mjög góð — þeir hafa leikið agað, og sjálfstraust þeirra hefur vaxið gífurlega," sagði Þorbergur Aðal- steinsson. Guðmundur Hrafnkels- son stóð sig frábærlega á mótinu og vill Þorbergur þakka Einari Þor- varðarsyni, aðstoðarþjálfara sínum, það að miklu leyti. „Einar hefur breytt stílnum hjá Guðmundi, lætur hann standa aftar. Og Einar gefur mér líka frábær ráð — samstarf okkar er eins og það gerist best. Ég hlakka mikið til að vinna með Einari í framtíðinni," sagði þjálfar- inn. Og íslenskir handboltaunnendur ættu líka að geta hlakkað til. Það er alveg ljóst að þeir Einar eru að gera mjög góða hluti með liðið. ísland - Tékkóslóvakía 24:23 Landsleikur í handknattleik, Friðarleikarnir í Seattle. Leikur um 5. sætið föstu- daginn 27. júlí 1990. Gangur Ieiksins 0:1, 1:1, 2:1, 2:3, 3:4, 6:4, 6:6, 8:8, 8:10, 9:11, 10:11, 10:12, 12:12, 14:13, 15:14, 16:16, 17:18, 19:18, 20:20, 23:20, 24:21, 24:23. ísland: Óskar Ármannsson 9/5, Bjarki Sigurðsson 5, Héðinn Gilsson 3, Birg- ir Sigurðsson 3, Jakob Sigurðsson 2, Guðjón Árnason 1, Júlíus Jónasson 1/1. Geir Sveinsson, Konráð Olavson, Magnús Sigurðsson, Valdimar Grímsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10 (þar af 4 er knötturinn fór aftur til mótheija). Hrafn Margeirsson, Páll Guðnason. Utan vallar: 6 mínútur. Tékkóslóvakía: Libor Sovadina 6, Csaba Szucs 5, Jan Sedlacek 4, Martin Setlik 3, Martin Liptak 3/2, Roman Becvar 1, Zdenek Vanek 1. Varin skot: Rudolf Osicka 6/1 (þar af 1 er knötturinn fór aftur til mót- heija), Lubomir Svajlen 1. Utan vallar: 20 mínútur! Áhorfendur: Um 1.000. Dómarar: Rúmenskir og stóðu sig nokkuð vel. Skapti Hallgrímssori skrífarfrá Seattie REYKJAVIKURMARAÞON Fartleikur getur verið skemmtileg tilbreytni Ísíðustu viku verða tiltölulega litlar breytingar frá þriðju viku. í áætluninni er gefinn kostur á að lengja aðeins lengstu æfinguna og settur inn fartleikur fyrir þá sem vilja hálfmaraþon. Eg hef ekki trú á að fólk með lítinn grunn hafi nokkurt gagn af því að hlaupa 20 km og lengra á æfing- um. Hins vegar má auka áiag með því að auka hraðann og legg ég því til að lengsta vegalengdin í vikunni verði hlaupin aðeins hraðar en í síðustu viku. 4. vika Skemmtiskokk 1. d. 8-10kmjafnt 2. d, Hvfld 3. d. 4 km rólega 4. d. Hvíld 5. d. 5kmjafnt Hálfmaraþon 15-18 kmjafnt 6 km rólega Hvfld 10 km rólega 8 km jafnt/fartleikur 6. d. Hvíld Hvíld 7. d. 4 km rólega 8 km rólega Fartleikur Fartleikur er sambland af lang- hlaupi og sprettæfingum. Lengd spretta, sem eiga aldrei að vera á fullum hraða, á að vera breyti- leg. Sama gildir um lengd hvíldar. Þetta fýrirkomuiag er kjörið fyrir hópa og getur verið mjög skemmtilegt. Hægt er að útfæra fartleik á marga vegu. Venjan er sú að byrja á því að hlaupa rólega í 5-10 mín. sem upphitun, síðan stendur hinn eiginlegi fartleikur yfir í 20-40 mín. allt eftir því hvað menn treysta sér til og að lokum er skokkað niður í 5-10 mín. Ákveða má fyrirfram að sprettirnir skuli t.d. vera á bilinu ‘/2-3 mín. og síðan skiptist menn á að leiða og segja til um lengd. Sumir hópar hafa enn meira fijálsræði og þá ijúka menn allt í einu af stað og veit þá enginn hversu lengi spretturinn varir. Þeir sem æfa einir hafa fartleikinn gjarnan kerfisbundinn, s.s. hlaupa sömu ieiðina þar sem fyrirfram er ákveðið hvar sprettirnir eiga að vera. Gaman væri að heyra frá fólki hvernig því hefur gengið í undir- búningnum og hvaða vandamál hafa helst komið upp. (S.P.S. pósthólf 198, 602 Akureyri). Ég gæti þá tekið fyrir nokkur atriði, sem komið hafa upp, í næstu þátt- um. Með kveðju, Sigurður P. Sigmundsson Wilt Chamberiain hrífst af handbolta Wilt Chamberlain, einn fræg- asti körfuboltamaður allra tíma í Bandaríkjunum, hefur komið þrisvar og fylgst með handbolta- leikjum hér á Friðar- Skapti leikunum og segist Hallgrímsson hrífast af íþróttinni. skrífarfrá „Hefði ég séð hand- bolta fyrir 20 árum hefði þetta orðið mín íþrótt!" sagði hann eftir að hann kom í fyrsta skipti. „Mér finnst þetta skemmti- legri íþrótt en körfubolti, hraðinn er meiri og leiktíminn ekki stoppað- ur, þó brotið sé á mönnum.“ Hann er að nálgast sextugt og um tveir áratugir síðan hann hætti í körfu- boltanum. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum síðan — hann fór að spila blak á ströndinni í Los Angeles, þar sem hann býr, og það var hann sem kom af stað alvöru strandkeppni í blaki, en atvinnu- mennska er nú orðin að veruleika í þeirri grein. Chamberlain kom aftur á fimmtudaginn og fylgdist með leikj- um Islands og Japans annars vegar og Suður-Kóreu og Tékkóslóvakíu hins vegar. Eftir seinni leikinn, sem var hreint ótrúlegur, tvíframlengd- ur, fór Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, til Chamberlains, fékk hann til að koma út á gólfið og sýndi honum hvernig ætti að skjóta. Hrafn Margeirsson var drif- inn í markið og Wilt skaut frá vítalínunni. Hrafn varði, og aftur í næstu tilraun, en körfuboltahetjan gamla skoraði síðan í þriðju tilraun og fékk dynjandi lófatak að launum frá hallargestum sem fylgdust með þessari þjóðsagnapersónu spreyta sig í íþrótt, sem þykir nýstárleg hér um slóðir. FRJALSAR Bikarkeppnin: Gert ráð ffyrir spennandi keppni BIKARKEPPNI FRÍferfram dagana 28.-29. júlí. Flestir bestu íþróttamenn landsins verða meðal þátttakenda. Þar verða einnig gamlir afreks- menn, eins og t.d. Erlendur Valdimarsson, Jón Diðriksson og Óskar Jakobsson, sem allir keppa með liði ÍR. Keppnin hefur undanfarin ár _ einkum staðið á milli FH, HSK og ÍR. Lið HSK virðist mjög sterkt og sigraði það til að mynda í fijáls- íþróttakeppninni á landsmóti UMFÍ fyrir skömmu. Lið FH hefur mörg- um landsliðmönnum á að skipa og hefur komist í fremstu röð á síðustu árum. Lið ÍR er einnig til alls líklegt. Margt spennandi greina verður í keppni 1. deildar sem fer fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ og hefst kl. 14 báða dagana. Má þar nefna 100 m hlaup karla, kringlukast þar sem Vésteinn Hafsteinsson og Eggert Bogason munu etja kappi, og 400 m hlaup karla. Keppni' í 2. deild fer fram í Aðal- dal í S-Þingeyjarsýslu og keppni í 3. deild í Borgarnesi og má búast við jafnri og spennandi keppni í öllum deildum. Við mótssetningu að Varmárvelli verða Brusselfararnir árið 1950 sérstaklega heiðraðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.