Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
ERLEIMT
INNLENT
Félags-
dómur féll
BHMR í vil
FELAGSDÓMUR dæmdi á mánu-
dag að ríkinu bæri samkvæmt
kjarasamningi að greiða félögum
BMMR 1 'li launaflokks hækkun,
eða 4,5% launahækkun, frá og
með 1. júlí. Ríkisstjórnin sagði þá
samningnum við BHMR upp, og
tekur ugpsögnin gildi 1. nóvem-
ber. ASÍ og BSRB hafa krafíst
þess að félagar í þessum samtök-
um njóti sömu launaþróunar og
BHMR. BHMR getur síðan,
samkævmt samningi sínum, feng-
ið sömu launahækkana og aðrir
launþegar fá. Er mikill þrýstingur
á ríkisstjórnina að setja bráða-
birgðalög sem komi í veg fyrir
launahækkun BHMR, áður en
þessi víxlhækkun fer að stað.
Ríkistjómin óskaði á föstudag eft-
ir viðræðum við BHMR um endur-
skoðun samningsins, og gaf frest
til 31. júlí, en forsætisráðherra
segist óttast, að bráðabirgðalög
séu eina færa lausnin.
Misgóð veiði í laxveiðiám
Léleg veiði hefur verið í laxveið-
iám á Norðvesturlandi og hafa
aðeins komið um 150-250 laxar
úr mörgum nafnkunnustu lax-
veiðiám landsins, sem eru á þessu
svæði. Eru helsta ástæðan talin
að seiðagöngur í fyrra hafí misfa-
rist. Mun betri veiði hefur verið í
ám annarstaðar á landinu. Meðal
annars hafa komið yfír 500 laxar
úr Rangám í Rangárvallarsýslu
miðað við 110 í fyrra. Miklu magni
af seiðum hefur verið sleppt í
Rangárnar undanfarin ár.
Fiskvinnslan greiðir í
Ver ðj öfhunar sj óð
Stjóm Verðjöfnunarsjóðs
samþykkti á mánudag að greiða
skuli 1% af fob-verðmæti unninna
og óunninna botnfískafurða í sjóð-
inn. Er þetta í fyrsta skipti sem
greitt er í sjóðinn vegna útflutning
á óunnum fiski. Þá hefur ekki
verið greitt í sjóðinn af unnum
fiski síðan 1987. Arnar Sigur-
mundsson formaður Samtaka
fiskvinnslustöðva segir að físk-
vinnslan sé rekin með hagnaði
þrátt fýrir greiðsluna í sjóðinn.
Stöð 2 kaupir hlut í Sýn
Stöð 2 keypti á fímmtudag hlut
þriggja stærstu hluthafa Sýnar
hf. á og segist þar með eiga 55%
af 108 milljóna króna hlutafé.
Áður hafði stjóm Sýnar samþykkt
að auka hlutafé sitt í 184 milljón-
ir króna, en hluthafafundur sam-
þykkti, fyrir söluna á fímmtudag,
að lækka hlutaféð aftur þar sem
engir kaupendur hefðu fengist að
viðbótarhlutafénu. Jónas Krist-
jánsson stjórnarmaður í Fijálsri
íjölmiðlun, sem á hlut í Sýn, seg-
ir að þessi hluthafafundur sé ólög-
legur, hlutafjáraukningin standi
og Stöð 2 eigi því aðeins 30% í
Sýn.
Verð á þorskflökum aldrei
hærra í dollurum
Verð á íslenskum þorskflökum
í Bandaríkjunum hefur aldrei
verið hærra í dollurum en nú, en
vegna verðbólgu þar í landi er
verðgildið í íslenzkum krónum
ekki eins mikið og það hefur ver-
ið mest áður. Stafa verðhækkanir
af litlu framboði.
ERLENT
Olíumálaráðherrar íraks (t.v.)
og Kúvæts (t.h.) hittust á
OPEC-fúndinum í Genf.
Stríðs-
hætta við
Persaflóa
Sendinefndir íraks og Kúvæts
koma saman í Saudí-Arabíu nú
um helgina til að ræða deilu
ríkjanna um olíu og landamæri.
Stjómarerindrekar í arabaríkjun-
um skýrðu frá því að Kúvætar
hefðu boðist til að greiða írökum
milljarð dala (58 milljarða ÍSK)
fyrir olíu, sem írakar segja Kú-
væta hafa stolið úr umdeildum
olíulindum við landamæri
ríkjanna. írakar fluttu um 30.000
hermenn að landamærunum og
Kúvætar kölluðu 20.000 manna
her sinn heim úr leyfi þegar
spenna milli landanna magnaðist.
Bandarískum herskipum var siglt
í átt til Kúvæt og bandarísk
stjórnvöld sögðust mýndu styðja
bandamenn sína við flóann kæmi
til átaka.
Bretar boða niðurskurð á
fjárveitingu til varnamála
Stjóm Margaret Thatcher í
Bretlandi kynnti tillögur um mik-
inn niðurskurð næstu árin á sviði
hefðbundinna vopna vegna þróun-
ar í alþjóðamálum og endaloka
kalda stríðsins. Alls er stefnt að
því að fækka í fastaliði landhers-
ins um 40.000 manns, í 120.000,
auk þess sem flugher og floti
draga saman seglin.
Landamæri Kóreuríkjanna
opnuð
Roh Tae-woo, forseti Suður-
Kóeru, bauðst til að opna hin
rammgirtu landamæri kóresku
ríkjanna og leyfa fijálsar ferðir
fólks milli landanna. Skoraði hann
á stjórnvöld í Norður-Kóreu að
gera hið sama en þau sögðust
ekki taka boði Rohs nema að upp-
fylltum ströngum skilyrðum,
þ. á m. að samninganefnd yrði
sett á laggimar til að vinna að
lausn landamæradeilu landanna.
GATT-viðræður
Samningamenn 105 ríkja GATT-
viðræðnanna um alþjóðaviðskipti
og tollamál hittust á fundi í Genf
í vikunni og ræddu endurbætur á
milliríkjaviðskiptum með landbún-
aðarafurðir. í lok ágúst hefjast
viðræður um raunhæfar aðgerðir
og hefur þegar náðst samkomulag
um að undanskilja engar landbún-
aðarvörur. Fyrir 1. október er
hveiju þátttökuríki ætlað að skila
skýrslu um þær aðgerðir sem það
beitir til að veija eigin landbúnað-
arframleiðslu fyrir samkeppni.
Samkomulag náðist um
alþýskar kosningar
Á fundi þingnefnda beggja þýsku
ríkjanna var á fimmtudag ákveðið
að einar kosningar færu fram 2.
desember nk. eftir sömu reglum.
Um leið var hættu á stjórnar-
kreppu í Austur-Þýskalandi
líklega bægt hjá. Ákveðið var að
ríkisstjórnir beggja ríkja komist
að samkomulagi um kosning-
areglur fyrir ágústlok.
Verkfallsneftidir stoftiaðar á
samyrkjubúum Sovétríkjanna
Moskvu. Reuter.
ÓKYRRÐ meðal verkalýðs í Sovétrikjunum hefur nú breiðst út til
starfsmanna samyrkjubúa. Fyrsta verkfallsnefnd bænda hefúr verið
stofnuð, að sögn málgagns kommúnistaflokksins, Prövdu. Undir fyrir-
sögninni „Smábændauppreisn?" segir fi-á því á forsíðu á fimmtudag
að talsmenn samyrkjubúa í Kostroma-héraði, norðaustan við Moskvu,
hafi hótað að stöðva matvælasendingar til borgarbúa í von um að
standa sterkar að vígi í samningum við stjórnvöld.
*
IPrövdu segir að svipaðir atburðir
hafi orðið í Karaganda í Sovét-
lýðveldinu Kazakhstan og í vestur-
hlíðum Úralfjalla. Bændur krefjast
eldsneytis, véla og varahluta auk
eðlilegrar aukagreiðslu fyrir störfin
að komuppskerunni sem talin er
verða með mesta móti í Sovétríkjun-
um í ár. „Hvað eigum við eiginlega
að sætta okkur Iengi við ástandið?"
spurði einn af stjórnendum sam-
yrkjubúanna, Leoníd Shamkov. „Við
ætlum ekki að hefja verkföll en við
ráðum sjálfír yfír framleiðslunni. Það
færir okkur mikið vald og til þess
getum gripið sem neyðarúrræðis."
Sovéskur landbúnaður er allur
ríkisrekinn og hefur verið þjakaður
af ýmiss konar óstjóm, s.s. of mörg-
um starfsmönnum og of litlum fjár-
festingum. Skipulögð mótmæli
starfsmanna hafa verið nánast
óþekkt. í Mítsjúrín, skammt frá
Moskvu, var afstaða stjómenda sa-
myrkjubúanna einörð að sögn Pröv-
du: „Ef borgarbúar hjálpa ekki til
við grænmetisræktunina fá þeir ekki
agnarögn af mat.“ Metuppskera á
korni gagnast landsmönnum lítt því
þriðjungur þess kemst aldrei til neyt-
enda vegna lélegra birgðageymslna
og úr sér genginna flutningatækja.
Stjórnvöld segjast þurfa að flytja inn
milljónir tonna af korni í ár.
Norðmenn
mótmæla
Dounreay
Osló. Reuter.
NORÐMENN hafa hvatt Vestur-
Þjóðverja, Spánveija og Hollend-
inga til að banna flutning lqarn-
orkuúrgangs til fyrirhugaðrar
endurvinnslustöðvar í Dounreay í
Skotlandi, en þeir telja hana ógna
umhverfinu.
Kristin Hille Valla, umhverfis-
málaráðherra Noregs, skrifaði
ríkisstjórnum þessara landa, sem öll
flytja út mikið magn kjamorkuúr-
gangs, bréf á föstudag. „Hún biður
þær að íhuga hvað þær geti gert til
að koma í veg fyrir iðnað sem hefur
mikla hættu á geislavirkri mengun
í för með sér, bæði fyrir önnur lönd
og fyrir fiskveiðar," sagði talsmaður
ráðuneytisins.
Júlíus Sólnes umhverfísráðherra
heimsækir Dounreay á mánudag.
Saddam Hussein, forseti íraks:
Öbilgjarn, óútreiknanleg-
ur og óhemju valdafíkinn
SADDAM Hussein, forseti íraks,
stendur með pálmann í höndun-
um eftir rimmu íraka og Kú-
væta, sem hafa gengið að nær
öllum kröfúm hans. Allt virðist
hafa fallið I ljúfa löð með þeim
þótt um hríð hafi verið útlit fyr-
ir að stríð brytist út við Persa-
flóa. Hussein er hins vegar óút-
reiknanlegur og stríðshættan er
ekki liðin hjá. Hann hefúr sýnt
fádæma óbilgirni á valdatíma
sínum og fréttaskýrendur óttast
að langtímamarkmið hans sé að
drottna yfir nágrannaríkjunum
við Persaflóa.
Saddam Hussein fæddist 28.
apríl árið 1937 á landi Tikrit-
ættflokksins við bakka Tígrísfljóts.
Faðir hans lést níu mánuðum síðar
og frændi hans tók hann í fóstur.
Hann gekk ekki í skóla fyrr en
hann varð níu ára gamall en átján
ára var hann í háskóla og lét mik-
ið að sér kveða í stúdentapólitík-
inni. Hann
gerðist harð-
snúinn fylgis-
maður Baath-
flokksins, sem
aðhyllist sósíal-
isma og þjóð-
ernisstefnu, eftir að hafa tekið
þátt í uppreisn gegn stjóm kon-
ungssinna og bandamanna Breta
árið 1956. Ári síðar var hann val-
inn í sveit, sem fékk það verkefni
að myrða Abdel Karim Kassem,
þáverandi forsætisráðherra. Ráða-
bruggið var afhjúpað og Hussein
flúði til Egyptalands og síðan Sýr-
lands. Hann kom aftur til Bagdad
Saddam Hussein, forseti íraks.
um fjórum árum síðar eftir valda-
rán Baath-flokksins. Aðeins níu
mánuðum
seinna lagði
hann aftur á
flótta er stjórn
Baath-flokks-
ins var steypt
af stóli. Hann
náðist þó og var dæmdur í fang-
elsi en látinn laus árið 1966. Hann
átti þátt í að skipuleggja valdarán
Baath-flokksins 17. júlí 1968 og á
rúmum áratug varð hann forseti,
forsætisráðherra, æðsti yfirmaður
hersins, formaður byltingarráðsins,
sem er æðsta valdastofnun lands-
ins, og leiðtogi Baath-flokksins.
Fljótlega eftir að Hussein vai'ð
forseti kom í ljós að hann tæki
hart á hvers konar andófí. Eitt af
fyrstu verkum hans var að fyrir-
skipa aftöku 21 háttsetts embætt-
ismanns fyrir samsæri gegn stjórn-
inni. Listinn yfir mannréttindabrot
í landinu á valdatíma hans er orð-
inn æði skrautlegur og írak er al-
mennt talið eitt af mestu einræð-
isríkjum arabaheimsins.
Nokkrar tilraunir hafa verið
gerðar til valdaráns frá því
Baath-flokkurinn komst til valda.
Hálfbróðir Husseins, Barzan Tik-
riti, þá yfírmaður leyniþjónustu
landsins, stóð fyrir einni þeirra í
október 1983. Sama ár skýrði hann
frá því í bók að sjö tilraunir hefðu
verið gerðar til að ráða Hussein
af dögum á fímmtán ánim. Örygg-
isgæslan í kringum forsetann er
því gífurleg.
Hussein er herskár leiðtogi og
Vesturlöndum hefur staðið ógn af
vígbúnaði íraka frá því hann komst
til valda. Þeir hafa meðal annars
framleitt efnavopn og sætt harðri
gagnrýni fyrir að hafa beitt eitur-
gasi gegn Kúrdum í norðurhluta
landsins. Forsetinn hefur einnig
hreykt sér af því að írakar hafi
smíðað langdrægar eldflaugar, sem
draga alla leiðina ti) ísraels. Þá er
ljóst að hann stefnir að framleiðsiu
kjarnorkuvopna.
Ekki er hægt að útiloka að Hus-
sein beiti gífurlegum herafla sínum
þótt hann hafí látið það hjá líða í
þetta sinn. Sigurinn á Kúvætum
var auðveldur, styrkti stöðu hans
á rneðal leiðtoga arabaríkja og ólík-
legt er að hann láti þar við sitja.
SVIPMYND
eftirBoga ÞórArason