Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 21
,0
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
21
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Rítstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Skrípaleikur
með olíu
Fyrir nokkrum dögum var
skýrt frá því, að benzínið,
sem við kaupum af Sovétmönn-
um samkvæmt viðskiptasamn-
ingum okkar við þá, komi ekki
lengur frá Sovétríkjunum. Til
þess að spara flutningskostnað,
kaupa Sovétmenn benzín á Rott-
erdammarkaði til þess að senda
okkur, við borgum þeim en þeir
borga viðskiptavinum sínum i
Rotterdam. Þar með eru þessi
olíuviðskipti orðin að einhvers
konar skrípaleik, sem ástæðu-
laust er að halda áfram öllu leng-
ur.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í fyrradag, að það væri
vel athugandi að gefa olíuvið-
skipti fijáls, „en meðan íslenzkir
útflytjendur telja svo mikilvægt,
sem raun ber vitni að jafnvægi
haldist þarf að fara að með gát,“
sagði ráðherrann. Þessi sami við-
skiptaráðherra hrósaði sér sér-
staklega af því í grein í Alþýðu-
blaðinu fyrir skömmu, að hann
hefði aukið frelsi í útflutningi á
frystum fiski til Bandaríkjanna,
þrátt fyrir andmæli og aðvaranir
útflutningssamtaka. Hvers
vegna tekur hann meira mark á
rökum þeirra varðandi viðskipti
við Sovétríkin en Bandaríkin?
Innflutningur á olíu og benzíni
til íslands byggist á löngu úrelt-
um sjónarmiðum. Það eru ár og
dagar síðan hægt var að færa
efnisleg rök fyrir því, að nauð-
synlegt væri að kaupa olíu af
Sovétmönnum til þess að geta
selt þangað físk. En hvað sem
því líður er alveg ljóst, að breyt-
ingarnar, sem eru að verða í
Sovétríkjunum, kalla á gjör-
breytt vinnubrögð af okkar hálfu
í sölu sjávarafurða til Sovét-
manna. Þeir eru sjálfir að hætta
beinum og óbeinum vöruskiptum
og vilja taka upp eðlileg við-
skipti eins og þau ganga fyrir
sig í hinum vestræna heimi. Þær
grundvallarbreytingar, sem eru
að verða á vettvangi alþjóða
stjórnmála, valda því, að okkur
verður ekki sýnd í framtíðinni
sú sérstaka tillitssemi í viðskipt-
um, sem við kunnum að hafa
notið um langt árabil vestan hafs
og austan. Eru þeir menn, sem
stjórna þessum viðskiptum af
okkar hálfu, svo heillum horfnir,
að þeir ætli að láta Sovétmenn
knýja okkur til að taka upp vest-
ræna viðskiptahætti í samskipt-
um við þá?!
Nú á að gefa olíuinnflutning
frjálsan. Það á að knýja olíufé-
lögin þijú til þess að heija inn-
flutning á olíu og benzíni þaðan,
sem þau geta hvert um sig feng-
ið bezt verð. Það á að knýja þau
til að taka upp fijálsa samkeppni
á þessu sviði viðskipta sem öðr-
um, neytendum til hagsbóta. Þá
kemur í ljós, hvert þeirra nær
hagstæðustum samningum. Og
þá kemur í ljós, hvort nýir aðilar
hafa áhuga á að hefja innflutning
á olíu og benzíni.
Hér hafa ríkt Austur-Evrópu-
siðir í viðskiptum með olíu í nær
fjóra áratugi. Það voru ákveðin
rök fyrir þessum viðskiptum í
upphafi, sem ekki eru lengur til
staðar og hafa ekki verið í ára-
tugi. Nú þegar Sovétmenn eru
hættir að flytja hingað benzín
og telja betra að kaupa það á
Vesturlöndum og senda okkur,
er tími til kominn, að við hættum
að nota þá sem milliliði um þessi
viðskipti. Við þurfum ekki á
slíkum millilið að halda. Við get-
um flutt þessar vörur inn sjálfir
án milligöngu Sovétmanna.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði í samtalinu við
Morgunblaðið í fyrradag: „Raun-
ar eru harla lítil höft lögð á olíu-
félögin hér, þeim er frjálst að
kaupa þar sem verð er hagstæð-
ast.“ Olíufélögin eiga að taka
ráðherrann á orðinu. Hvert
þeirra verður fyrst til?
BORGARALEGUM
öflum hefur vaxið
fiskur um hrygg eftir
hrun komúnismans.
Austur-Evrópuþjóð-
irnar hafa í fijálsum
kosningum sótt til
þeirra og það sýnir að fjöldinn get-
ur haft rétt fyrir sér; eða hitt á
óskastundina. Þau setja eintakling-
inn í öndvegi, boða eign handa öll-
um í stað fátæktar marxismans,
hafna ríkisafskiptum og vilja fé-
lagslegt markaðskerfi, einsog þeir
flokkar boðuðu sem mest fylgi
fengu í kosningunum í Ungveija-
landi, Tékkóslóvakíu og Austur-
Þýskalandi. Annars hefur pólitíska
litrófið upplitazt í umrótinu þar
eystra. Þannig sagði tékkneskur
háskólakennari þegar hann var
spurður hvort breytingarnar þar í
landi hefðu í för með sér kapítalismi
yrði tekinn upp: „Nei, það held ég
ekki, það verður einhvers konar
sósíalismi, en spurningin er kannski
hvað sósíalismi er. Það eina sem
eftir stendur er að réttlæti ríki fyr-
ir alla. En það er kannski það sem
kapítalistar segja líka? Ætlunin er
að hafa fijálsan markað, sinna lög-
málum framboðs og eftirspurnar,
leyfa einkarekstur en halda þó fé-
lagslegri þjónustu. Atvinnuupp-
bygging þarf að haldast í hendur
við umhverfisvemd og það mun
kosta talsvert."
Einsog bent var á í forystugrein
í Morgunblaðinu um þetta ieyti eru
þessi ummæli háskólakennarans í
Prag eftirtektarverð fyrir þá sök
að meginlínumar í óskaþjóðfélaginu
byggjast á sömu gmndvallarsjónar-
miðum og stefna Sjálfstæðisflokks-
ins: „Sá flokkur,“ segir í forystu-
greininni, „hefur annars vegar lagt
áherzlu á einkarekstur og fijálsa
markaðsstarfsemi en hins vegar
félagslega þjónustu og hefur fylgt
þeirri stefnu eftir með miklum
myndarbrag, t.d. í
Reykj avíkurborg. “
Þorsteinn Pálsson
segir í Morgunblaðs-
grein hugmyndakerfi
sósíalsimans hafi end-
anlega fallið með
Berlínarmúmum. Urt) þetta má
deila, einkum þegar haft er í huga
hvernig rúmenskir fantar komu ár
sinni fyrir borð eftir byltingu og
þá ekki síður eftir kosningasigur
búlgaskra kommúnista, sem mark-
ar raunar söguleg tímamót. Það er
löng leið fyrir höndum úr helli
Ilíeskjús þarsem nályktin er einsog
í bæli tröllanna hjá Tolkíen.
Austur-Þjóðveijar hafa í kosn-
ingum sýnt þeir vilja laga efnahag
landsins að markaðsbúskap. Sama
þróun virðist hvarvetna allsráðandi
í nýfijálsum ríkjum Austur-Evrópu,
því kommúnistar daðra jafnvel við
ungfrú Fijálshyggju.
Eitt er víst, það sem Garrý Kasp-
arov, heimsmeistari í skák, hefur
sagt í samtali við Berlingatíðindi,
Einvígi kommúnismans og vest-
ræns lýðræðis er lokið. Sigur lýð-
ræðisins er ótvíræður. Komúnism-
inn er dauður, bæði í pólitískum,
siðferðilegum og hugmyndafræði-
legum skilningi.
Og heimsmeistarinn bætti því við
sovétkerfið ætti stutt eftir, en það
muni taka Gorbatsjov með sér í
fallinu, enda sé hann ekki lýðræðis-
sinni í vestrænum skilningi heldur
kommúnisti og tímabundinn um-
bótasinni í dauðadæmdu miðstýr-
ingarkerfi marxismans. Kasparov
trúir því ekki til sé nein sú smur-
olía á ryðgaða vélasamstæðu heims-
kommúnismans sem dugi til hún
gangi nokkurn veginn áfallalaust.
í REYKJAVÍKUR-
• bréfi Morgunblaðsins hefur
fyrir allnokkru verið að því vikið
hvað lýðræði Svisslendinga er vel
virkt, nú þegar konur hafa almennt
hlotið kosningarétt og sitja við sama
borð og karlar, þótt benda megi á
fáránlegar undantekningar sem
vekja athygli fjölmiðla einsog aðrar
dellur. Sá sem gengur með regnhlíf
í sólskini vekur athygli, en hinir sem
nota þær einungis í rigningu eiga
það á hættu „að komast ekki í blöð-
in“. Mér skilst einhveijir skrítnir
karlar í smákjördæmum í Sviss séu
enn að bauka við að meina konum
að kjósa til að komast í heimspress-
una. Betra að vera frægur að
endemum, en ekki; það virðist nú
kjörorð margra. Svo var mynd af
þessum asnalegu steingervingum í
Morgunblaðinu nýlega, ef ég man
rétt. En semsagt þeir komust í blöð-
in!
Svisslendingar leggja deilumál
fyrir kjósendur ef áskoranir um
þjóðaratkvæðisgreiðslu njóta fylgis
nógu margra. í Sviss hefur borgara-
stéttin eflt sérstætt pijállaust og
áhrifamikið lýðræði án tildurs og
yfírborðslegrar arfleifðar frá
kóngafólki fyrri tíðar, án niðurdrep-
andi forsjárhyggju og án vinstri-
mennsku sem drepur helzt allar
framkvæmdir í dróma einsog við
höfum orðið vitni að víða um lönd
— og ekki sízt hér heima; svoað
ekki sé nú talað um sóun og spill-
ingu og aðra fylgikvilla Iýðræðis.
Sviss er samfélag þegnanna. Þar
skiptir þegnrétturinn miklu máli og
þar er eignarrétturinn virtur án
fyrirvara; þar hefði engum dottið í
hug fiskveiðistjórnun með brask-
kvóta einsog hér eða atvinnueinok-
un tryggði einhver eignarréttindi,
svo siðlaust sem það er, Þar eru
fjármunir ekkert feimnismál og þar
heyrir velmegun og þróuð tækni og
iðnaður og önnur framleiðsla til
menningar. Landbúnaður er t.a.m.
ekki til vandræða, heldur marg-
frægur af ágæti sínu og afurðum.
M.
(meira næsta sunnudag.)
HELGI
spjall
IVIKUNNI VAR HARALDUR
Hannesson, formaður Starfs-
mannafélags Reykjavíkur, bor-
inn til grafar. Með honum er
genginn sérstæður forystumað-
ur launþega, sem ávann sér með
manndómi og heiðarleika traust
langt út fyrir þann hóg fólks, er kaus
hann til trúnaðarstarfa. í grein sem Har-
aldur skrifaði í tilefni af borgarstjórnar-
kosningunum og birtist hér í blaðinu á
kjördag, 26. maí síðastliðinn, sagði meðal
annars:
„Við borgarstarfsmenn horfum lengra
en til næsta dags og þrátt fyrir hin lágu
laun okkar, eins og fleiri, tókum við þátt
í þeim þjóðarsáttum, sem gerðar hafa ver-
ið í tvennum síðustu kjarasamningum.
Hafi einhveijir haldið að síðasta þjóðar-
sátt í febrúar sl. hafí verið gerð til þess
að festa láglaunastefnuna í sessi með
sjóðamyndunum til þessa eða hins, þá er
það misskilningur, sem fljótlega verður
leiðréttur, jafnvel þó allt sé nú ríkisrekið
nema heimilin í landinu.
Af þessum ástæðum höfum við ekki
gert raunverulegan kjarasamning við
Reykjavíkurborg sl. tvö ár.
Á sl. vetri voru kjaramál okkar þó ýtar-
lega rædd við borgarstjóra og síðar í
Starfskjaranefnd. Niðurstaðan af þessum
fundum varð sú, að raunhæfur samanburð-
ur yrði gerður á starfsheitum hjá
Reykjavíkurborg og öðrum opinberum aðil-
um, og þeim launum, sem greidd eru fyrir
þessi störf. Þessari endurskoðun á að vera
lokið 1. apríl nk. og er vinna þegar hafin
af hlutlausum aðilum.
Borgarstjóri er þekktur fyrir að standa
við orð sín og geta borgarstarfsmenn sann-
arlega staðfest það.“
Hér er drengilega að orði kveðið af for-
ystumanni í verkalýðsfélagi um viðsemj-
anda þann dag, sem hann leitaði endurnýj-
aðs umboðs í almennum kosningum.
Því miður geta ekki allir viðsemjendur
opinberra aðila borið þeim þann vitnis-
burð, að þeir séu þekktir fyrir að standa
við orð sín. Við höfum verið rækilega minnt
á það undanfarna daga í umræðum um
niðurstöðu Félagsdóms og kjarasamning
ríkisins og félaga í Bandalagi háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna (BHMR). Þar
hefur komið í ljós, að vegna þess hve illa
ríkisstjómin stóð að málum, hefur þjóðar-
sáttinn frá því í febrúar, sem Haraldur
Hannesson nefnir í grein sinni, rofnað.
Orð Haralds endurspegla þá ábyrgð sem
þeir hafa sýnt, er hafa tekið sér á herðar
að mæla með þessari þjóðarsátt og fá
hana samþykkta við mismikla hrifningu,
svo að ekki sé meira sagt, meðal félaga
sinna og umbjóðenda. Vegna „mistaka“
hjá ríkisstjóminni, svo að notað sé sama
orð og Halldór Ásgrímsson, starfandi for-
sætisráðherra, um framgöngu ríkisvalds-
ins í samningum við BHMR, kann þessi
barátta fyrir þjóðarsáttinni að vera orðin
að engu. Ríkisstjómin er veiki hlekkur
sáttarinnar, þar em menn hins vegar treg-
ir til að láta orð standa eða horfast í augu
við eigin gerðir og axla ábyrgð í samræmi
við það.
^^mmmmmmm þegar samið
RíkUstiórn- hafði verið milli að"
j\iKi»»Ljuin j|a vjnnumarkaðar-
in bregst ins 2. febrúar
síðastliðinn hófst
mikil almenn barátta fyrir því að ná megin-
markmiði þess samnings, það er að ná
verðbólgunni niður. Hvorki samningsaðilar
né ríkisstjómin hafa getað kvartað undan
því, að stjómarandstaðan hafi snúist gegn
þessum samningum og reynt að gera þá
tortiyggilega. Strax hinn 3. febrúar birtist
hér í Morgunblaðinu grein eftir Þorstein
Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins,
sem hófst með þessum orðum:
„Þeir kjarasamningar sem forystumenn
atvinnurekenda og launþega hafa nú und-
irritað em ein markverðasta tilraun til
þess að draga úr verðbólgu sem hér hefur
verið gerð. Þeir sýna einnig að aðilar
vinnumarkaðarins hafa tekið fram fyrir
hendurnar á ríkisstjórninni í þeim tilgangi
að reyna að koma í veg fyrir verstu afleið-
ingar stjórnarstefnunnar.
Með nýjum kjarasamningum hefur verið
lagður efnahagslegur grundvöllur að því
að verðbólga verði litlu meiri en 6% á þessu
ári. Það er mun minni verðbólga en gert
var ráð fyrir í efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar eins og hún kom fram í fjárlögum
og þjóðhagsáætlun. Aðilum vinnumarkað-
arins er því að takast að breyta forsendum
stjórnarstefnunnar í veigamiklum atriðum.
Það er fagnaðarefni en lýsir um leið hversu
varhugavert það er að núverandi ríkis-
stjórn sitji til langframa.“
Þannig skrifaði leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í þann mund sem hinir sögulegu
samningar voru gerðir í febrúar. Síðan
hefur enginn aðili á opinberum vettvangi
ráðist á þá samninga eða leitast við að
gera þá tortryggilega. Er það jafn ótrúlegt
og að samningar skyldu hafa náðst um
einskonar rothögg á verðbólguna. Ríkis-
stjórninni hefur þannig gefist einstakt
tækifæri til að vinna að alhliða stefnumót-
un í efnahagsmálum og ryðja úr vegi öllum
hindrunum fyrir því að umsamið markmið
febrúarsamninganna næðist.
Líkja má ýmsum þessara hindrana við
blindsker. Við' þekkjum það úr efnahags-
sögu þjóðarinnar, að breytingar eru örar
og almennt er viðurkennt að oft sé erfitt
að bregðast við þeim með skömmum fyrir-
vara. A þeim mánuðum sem liðnir eru síðan
þjóðarsáttin tókst í febrúar hafa ytri skil-
yrði batnað jafnt og þétt. Afkoma fyrir-
tækja í sjávarútvegi hefur tekið stakka-
skiptum. Hvarvetna er verð á fiski gott
og er keppst um þann litla afla, sem dreg-
inn er á land við Norður-Atlantshaf. Við
samningsgerðina í febrúar átti engum að
vera það ljósara en ríkisvaldinu, að hættu-
legasti kletturinn á leið þjóðarskútunnar
út úr verðbólgufaldinum var samningurinn
sem ríkið gerði við BHMR í maí 1989.
Höfðu aðilar vinnumarkaðarins oft varað
við ákvæðum þessa samnings og kallað
hann tímasprengju vegna fyrirheita um
launahækkanir 1. júll 1990.
Ríkisstjórnin treysti sér ekki til að að-
hafast neitt í málinu. Ráðherrarnir þorðu
ekki einu sinni að ræða það opinberlega
fyrir sveitarstjórnakosningarnar 26. maí,
þótt embættismenn hefðu bent þeim á
hættuna og fjallað væri um málið á bak
við tjöldin. Það var ekki fyrr en 12. júní
sl. sem ríkisstjórnin tilkynnti BHMR að
hún ætlaði ekki að virða eigin kjarasamn-
ing. Þá var Halldór Ásgrímsson starfandi
forsætisráðherra vegna utanferðar
Steingríms Hermannssonar. Þegar
Steingrímur kom heim stofnaði hann til
ágreinings við Halldór vegna samskipt-
anna við BHMR. Sú pólitíska leikflétta
framsóknarmanna breytti engu um fram-
vindu mála. Það þýðir ekki fyrir þá frekar
en aðra að deila við dómara Félagsdóms,
sem gerðu ekki annað en túlka samning
er fjármálaráðherra undirritaði í maí 1989
og gerðir voru með vilja og vitund allrar
ríkisstjórnarinnar. Heimatilbúinn vandi
stjórnarinnar stefnir þjóðarsáttinni þannig
í voða.
SJALDAN HEFUR
íslenskri ríkisstjórn
gefist annað eins
verðir tækifæri til þess að
ná tökum á stjórn
efnahagsmála og þeirri sem nú situr. Al-
menningur hefur verið reiðubúinn til þess
að taka á sig miklar byrðar í von um að
nú tækist að bijótast út úr vítahringi verð-
bólgunnar. Öll skilyrði hafa verið til þess.
Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra gengur lengst á þeirri braut stjórn-
málamanna um þessar mundir að skella
skuldinni á aðra. Hann notar fjölmiðla
miskunnarlaust í þessu skyni. Hann kallar
fréttamenn saman til að flytja yfir þeim
áróðursræður um afrek sín og til þess að
svara einstaklingum, sem telja sig eiga
undir högg að sækja vegna embættis-
færslu ráðherrans. Vilji fréttamenn ljós-
vakamiðla ekki fá á sig orð fyrir að verða
Ekki trausts
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 28. júlí
einskonar blaðafulltrúar ráðherrans þurfa
þeir að gæta sín.
Ávirðingar fjármálaráðherra eru marg-
ar á þeim tæpu tveimur árum, sem hann
hefur gegnt embætti. Sérstaklega má
minnast digurbarkalegra yfirlýsinga hans
haustið 1988 um að á árinu 1989 yrði
afgangur af rekstri ríkissjóðs. Sjaldan
hafa ráðherrar flutt jafn marklausan boð-
skap. Um þessar mundir stendur fjármála-
ráðherra frammi fyrir því að vera sakaður
um að hafa brugðist í þremur málum. í
fyrsta lagi hafi hann gengið á bak orða
sinna um lækkun á jöfnunargjaldi á iðnað-
arvörur, sem rennur í ríkissjóð. í öðru lagi
sakar fráfarandi formaður Arnarflugs hf.
ráðherrann um valdníðslu. I þriðja lagi
blasir við, að fjármálaráðherra hefur hald-
ið einstaklega illa samskiptum við BHMR.
Engir hafa kveðið fastar að orði í seinni
tíð um hætturnar af því að samningur
ríkisins við BHMR næði fram að ganga
en ráðherrar. Fjármálaráðherra átti að
hafa um það forystu innan ríkisstjórnar-
innar að við þessari hættu yrði brugðist í
tæka tíð. Hann brást þeirri skyldu sinni
og segir eftir á, að framkvæmd samnings-
ins setji „vítisvél óðaverðbólgunnar" af
stað. Þegar BHMR og ríkið sömdu í maí
1989 hreykti fjármálaráðherra sér af þess-
um sama samningi og raunar ríkisstjómin
öll. Þá eins og þegar forsætisráðherra
greip fram fyrir hendurnar á starfandi
forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni,
naut Steingrímur Hermannsson þess að
ræða beint við fulltrúa BHMR, er höfðu
fengið nóg af Ólafi Ragnari, og hafði
Steingrímur síðan bein afskipti af lausn
kjaradeilunnar með ráðherranefnd. Er
samningsgerðinni lýst nákvæmlega í for-
sendum Félagsdóms, sem var birtur hér í
blaðinu á þriðjudag.
Ríkisstjórnin er nú að átta sig á því til
hvaða ráða hún eigi að grípa, eftir að hún
klúðraði þjóðarsáttinni á þennan eftir-
minnilega hátt. Hið skynsamlegasta sem
hún gerði væri einfaldlega að boða til
kosninga. Þá hlýtur að hvarfla að einhveij-
um sem situr I stjórninni, aS staða hennar
kynni að styrkjast, ef Ólafur Ragnar
Grímsson hyrfi úr henni.
Ólafur Ragnar hefur hvað eftir annað
viljað leggja erlendan mælikvarða á at-
hafnir og viðbrögð íslenskra ráðherra,
einkum enskan, en þar stundaði hann há-
skólanám í stjórnmálafræðum. Honum
ætti að vera það betur ljóst en þeim, sem
verr eru að sér í breskri stjórnmálasögu,
að varla þætti ráðherra sætt, eftir að hafa
lent í svipuðum raunum og hann hefur
gert vegna samninganna við BHMR, svo
að aðeins eitt nærtækt dæmi sé tekið.
Verklítil
ríkisstjórn
EITT HELSTA
einkenni þessarar
ríkisstjórnar
Steingríms Her-
mannssonar er, hve
hún hefur lítið frumkvæði sjálf. Engu er
líkara en það þurfi að rétta allt upp í hend-
urnar á henni. Skýrasta dæmið um þetta
er þjóðarsátt aðila vinnumarkaðarins í
febrúar. Annað dæmi er undirbúningur
að nýju álveri. Það mál var komið á rek-
spöl, áður en ríkisstjórnin var mynduð.
Samstöðuleysi stjórnarflokkanna veldur
jafnvel meiri óvissu um framvindu málsins
nú en afstaða hinna erlendu viðsemjenda.
Til marks um það nægir að nefna, hvern-
ig ákvörðuninni um heimild fyrir Lands-
virkjun til að hefja nauðsynlegar undirbún-
ingsframkvæmdir hefur verið kastað á
milli ráðherra og þingflokka ríkisstjórnar-
innar.
Aðgerðaleysi rikisstjórnarinnar vegna
BHMR-samningsins hefur þegar leitt til
mikilla vandræða. Ráðherrarnir forðuðust
að ræða þetta vandamál sitt á meðan þeir
gátu enn unnið að skynsamlegri lausn
þess. Þannig er mörgum öðrum málum
háttað. Þau leysast hins vegar ekki á far
sælan hátt nema unnið sé að þeim.
Það er ákaflega hættulegt til langframa
að búa við jafn verklitla ríkisstjórn og
þessa. Við slíkar aðstæður verður stöðnun.
Frá Skálholtshátíð síðastliðinn sunnudag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ein af ástæðunum fyrir stöðnuninni hjá
ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar er,
að ráðherrarnir vinna ekki nægilega vel
með þingflokkum sínum. Það er hvað eft-
ir annað að koma í Ijós, að bullandi ágrein-
ingur er milli ráðherra annars vegar og
þingmanna í þeirra eigin flokkum hins
vegar. Að þessu leyti hafa ráðherrarnir
einnig tekið upp þann hátt að bregðast
frekar við áreitni þingmanna í stað þess
að ganga fram fyrir þá með ákveðnar til-
lögur og segjast standa með þeim og falla.
Þegar þingmenn fara að búa sig undir
þingstörf nú í haust verður þeim efst í
huga, að þetta er kosningaþing og þeir
eiga eftir að ganga fram fyrir kjósendur
sína í atkvæðaleit. Þess er að vænta að
vandi hinnar verklitlu ríkisstjórnar vaxi
frekar en minnki eftir því sem nær dregur
kosningum, þess vegna er best að þær
verði sem fyrst.
Á Skálholts-
hátíð
SÉRA JÓNAS
Gíslason, vígslu-
biskup í Skálholts-
stifti, flutti erindi á
Skálholtshátíð
síðasta sunnudag. Þar sagði hann á
skemmtilegan hátt frá þeim Gizuri Einars-
syni og Oddi Gottskálkssyni, ungum mönn-
um í Skálholti, í tilefni af því, að í áru eru
liðin 450 ár frá því að lokið var prentun
þýðingar Odds á Nýja testamentinu auk
þess sem liðin eru 175 ár frá stofnun Hins
íslenska biblíufélags. Erindi sínu lauk
vígsubiskup með heitstrenginu um að
áfram skyldi unnið að endurreisn í Skál-
holt.L Hann sagði:
„Á 175 ára afmæli Hins íslenska biblíu-
félags minnumst við frumheijanna, sem
hófu starf félagsins, og heiðrum minningu
þeirra, um leið og við þökkum Guði líf
þeirra og starf. Sérstök ástæða er til þess
að nefna Ebenezer Henderson, þann mæta
mann, er átti frumkvæði að stofnun Hins
íslenska biblíufélags.
Nú er að okkur komið að halda merki
Biblíufélagsins hátt á loft og halda áfram
starfi frumheijanna. Starfinu að þýðingu
Heilagrar ritningar lýkur aldrei. Texti
hennar verður jafnan að fylgja eðlilegum
breytingum tungunnar á hveijum tíma og
vera á auðskildu máli fyrir hinn almenna
biblíulesanda.
Nú er hafin ný þýðing Gamla testament-
isins og stefnt að útgáfu hennar á 1000
ára afmæli kristnitökunnar á íslandi. Not-
um næsta áratug til þess að vinna að efl-
ingu Hins íslenska biblíufélags, svo að það
verði betur hæft til þess að sinna háleitu
hlutverki sínu.
Við erum stödd hér á helgum stað. Hér
hefur mikil saga gjörst, sem við aldrei
megum gleyma.
En lausn á vanda samtímans felst þó
aldrei í því einu að horfa um öxl. Við
þurfum einnig að horfa fram á veginn.
Sögu Skálholts er langt frá lokið. Það
á enn mikilvægu — og nú vaxandi hlut-
verki — að gegna fyrir þjóð og kirkju.
Það var þeim mönnum ljóst, er fyrir
hartnær hálfri öld hófust handa um endur-
reisn Skálholts. Giftusamlegt starf þeirra
hefur borið ríkulegri og skjótari ávöxt, en
flestir þorðu að vona. Við þökkum þeim
ötult starf í þágu Skálholts. Mun á engan
hallað, þótt aðeins eitt nafn sé nefnt í því
sambandi — nafn dr. Sigurbjörns biskups
Einarssonar.
Nú bjarmar fyrir þáttaskilum í sögu
Skálholts. Biskupsstóll er endurreistur á
ný, þótt í smáu sé í fyrstu.
Fyrsta skrefið er þó alltént stigið.
Enn er komið að okkur að halda áfram
endurreisnarstarfinu.
Megi fordæmi þeirra manna, sem hér
hefur verið minnst sérstaklega, verða okk-
ur lýsandi fordæmi í framtíðinni.
Guð gefi, að viðbrögð okkar við óleyst-
um verkefnum dagsins hér í Skálholti verði
hin sömu og ungu mannanna forðum, —
að við segjum sem þeir: Vér vinnum vei'k-
ið! — Ekki í eigin krafti, — heldur í þeim
krafti, sem Guð gefur.“
„Yið samnings-
gerðina í febrúar
átti engum að
vera það ljósara
en ríkisvaldinu,
að hættulegasti
kletturinn á leið
þjóðarskútunnar
út úr verðbólgu-
faldinum var
samningurinn
sem ríkið gerði
við BHMRímaí
1989. Höfðuaðil-
ar vinnumarkað-
arins oft varað við
ákvæðum þessa
samnings og kall-
að hann tíma-
sprengju vegna
fyrirheita um
launahækkanir 1.
júlí 1990.“
t