Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
ATVIHNUAUGtYS/NGAR
Næturvörður
Óskum eftir að ráða næturvörð til framtíðar-
starfa. Tungumálakunnátta nauðsynleg.
Krafist er reglusemi, stundvísi og snyrti-
mennsku. Umsækjendur þurfa að vera eldri
en 30 ára.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Skúli frá
kl. 14-16 næstu daga. Upplýsingar ekki veittar
í síma.
Forstöðumaður
lögfræðideildar
Hér með er auglýst til umsóknar starf for-
stöðumanns lögfræðideildar íslandsbanka.
Hlutverk deildarinnar er m.a. að vera stjórn-
endum bankans til ráðuneytis varðandi lög-
fræðileg málefni og hafa umsjón með inn-
heimtu vanskila við bankann.
Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 1990.
Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Hauks-
son, framkvæmdastjóri, Kringlunni 7,
Reykjavík.
Umsóknir sendist Guðmundi Firíkssyni,
starfsmannahaldi íslandsbanka, Ármúla 7,
Reykjavík.
Reykjavík, 26.júlí 1990.
íslandsbanki hf.,
bankastjórn.
Fjármálastjórnun
Bandalag ísl. skáta óskar að ráða starfmann
á skrifstofu bandalagsins í Reykjavík. Megin-
verkefni eru umsýsla með fjármál bandalags-
ins, bókhald og tekjuaflanir.
Vænst er að starfsmaður gefi hafið störf sem
fyrst. Laun eftir samkomulagi. Nánari upp-
lýsingar um starfið verða veittar í skrifstofu
Bandalags ísl. skáta.
Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um
fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra BÍS,
Helga Eiríkssyni, pósthólf 831, fyrir 8. ágúst
nk. Fullum trúnaði heitið.
Bandalag ísl. skáta.
Aðstoðarmann
við prentstörf
Aðstoðarmann vantar til prentstarfa. Vinnu-
tími eftir samkomulagi.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
10. ágúst nk. merktar: „P - 4143“.
Myndmenntakennari
óskast að Vopnafjarðarskóla næsta skólaár.
Flutningsstyrkur og húsnæðisfríðindi í boði
fyrir réttindakennara.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma
97-31218.
Skólanefnd.
Tollstjórinn í
Reykjavík auglýsir
Starfsfólk vantar á skrifstofu tollstjóra fyrir
15. ágúst nk. Um er að ræða tölvuskráningu
og önnur skrifstofustörf.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 1990. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík,
Tryggvagötu 19, sími 600300.
Tollstjórinn í Reykjavík,
15.júlí 1990.
DAGVIST BARNA
Fóstrur, þroska-
þjálfar eða annað
uppeldismenntað
starfsfólk!
Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs-
fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum.
Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir
hádegi.
Upplýsingarveita umsjónafóstrurá skrifstofu
Dagvistar barna í síma 27277:
VESTURBÆR
Valhöll, Suðurgötu 39.
Grandaborg við Boðagranda
m
Fóstrur
eða starfsfólk með aðra uppeldismenntun
óskast til starfa á eftirtöldum leikskólum og
skóladagheimilum hjá Kópavogsbæ:
1. Leikskólanum Marbakka, sími 641112.
2. Leikskólanum Grænatúni, sími 46580.
3. Leikskólanum Fögrubrekku, sími 42560.
4. Skóladagheimilinu Ástúni, sími 641566.
5. Leikskólanum Efstahjalla, sími 46150.
Hafið samband við forstöðumenn sem fyrst
og kynnið ykkur starfsemina og launakjör.
Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar í
síma 45700.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á félagsmála-
stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Safnaðarstarfsfólk
Fella- og Hólakirkja auglýsir eftir fólki:
1. Til að annast barna- og æskulýðsstarf
kirkjunnar. Skilyrði eru reynsla af æsku-
lýðsstarfi og þekking á undirstöðuatriðum
kristinnar trúar. Einnig er uppeldismennt-
un æskileg.
2. Til að annast öldrunarstarf kirkjunnar.
Skilyrði eru reynsla af öldrunarstarfi og
þekking á undirstöðuatriðum kristinnar
trúar. Einnig er menntun á félags- eða
heilbrigðissviðum æskileg.
Um er að ræða tvö hálf störf eða eitt heilt
starf.
Umsóknir sendist í Fella- og Hólakirkju, Hóla-
bergi 88, Reykjavík.
Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusókna.
Bankastörf
í Kópavogi
Búnaðarbankinn í Kópavogi óskar eftir fólki
til gjaldkerastarfa.
Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra,
Austurstræti 5 og í Búnaðarbankanum Kópa-
vogi, Hamraborg 9.
BÚN/VÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI
Sérkennarar
Sérkennara vantar til starfa við eftirtalda
skóla á Norðurlandi eystra:
★ Grunnskólana á Akureyri.
★ Strafsdeild í Löngumýri á Akureyri.
(framhaldsskólastig).
★ Grunnskólann á Húsavík.
Þá vantar sérkennara í 1/2 starf kennsluráð-
gjafa við Fræðsluskrifstofuna og skal hann
hafa aðsetur á Húsavík.
Upplýsingar fást á Fræðsluskrifstofunni í
síma 96-24655 eða hjá skólastjóra viðkom-
andi skóla.
Fræðslustjóri.
Hafnfirðingar
Heimilisþjónusta
Okkur vantar starfsfólk nú þegar til sumar-
afleysinga.
Heimilisþjónustan felst í aðstoð við aldraða
og sjúka í heimahúsum. Vinnutími eftir sam-
komulagi 4-10 tímar á viku.
Vinsamlegast hafið samband við forstöðu-
mann fyrir hádegi í síma 53444.
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar.
Framtíðarstarf
Eldverk hf. óskar að ráða laghentan starfs-
mann við slökkvitækjaþjónustu fyrirtækisins.
Um er að ræða fjölbreytt, ábyrgðarmikið og
jafnvel skemmtilegt starf.
Viðkomandi þarf að vera 25-30 ára, með
bílpróf, geta unnið sjálfstætt og geta hafið
störf sem fyrst.
Umsóknir með helstu upplýsingum sendist
Eldverki hf., Ármúla 36, 108 Reykjavík.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Eldverkhf.,
Ármúla 36.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Aðstoðarmaður
Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara óskast í
50-70% starf.
Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma
604391.