Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 31 ATVINNUHÚSNÆÐI i Skrifstofuhúsnæði í hjarta borgarinnar Til leigu 70 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Kirkjuhvoli gegnt Alþingi og Dómkirkjunni. Upplýsingar veitir Karl J. Steingrímsson í síma 39373. Við Guliinbrú Til leigu ca 80 fm verslunarpláss á Stórhöfða 17 (við Gullinbrú). Lóð og bílastæði að fullu frágengin. Húsnæðið er nú þegar tilbúið til afhendingar. Upplýsingar í símum 53582, 652666 (Þorvald- ur)- og 51065, 651499 (Viðar). HÚSNÆÐI í BOÐI Miðsvæðis í Reykjavík Stór íbúð (4 herbergi) ásamt bílskúr til leigu. Tilboð sendist til auglýsingaadeildar Mbl merkt: G-13364" fyrir 1. ágúst nk. Til leigu með húsgögnum 3ja herbergja íbúð nálægt Landakotstúni m/húsgögnum. Laus í ágúst, september og október. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Landakotstún - 9183“. Til leigu falleg 4ra herbergja íbúð í Fellahverfi. Tilboð með nafni og síma sendist auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Ibúð - 777“ fyrir 3. ágúst. Öllum tilboðum svarað. Til leigu í Kringlunni Til leigu er 55-60 fm húsnæði á besta stað á 3ju hæð í Kringlunni. Húsnæðið hentar m.a. fyrir sérverslanir, fjöl- ritunarstofu, prentstofu, skósmið eða fast- eignasölu. Upplýsingar gefnar í síma 10293 á skrifstofu- tíma. sheii Tankbíll til sölu Til sölu er Scania LBS 110 árgerð 1974. Bifreiðin er með 15.000 lítra tank. Til sýnis í olíustöð félagsins við Skerjafjörð. Frekari upplýsingar í síma 603911. Skeljungur hf. TIL SÖLU Skúta 41 fet Láttu nú drauminn rætast Til sölu 1/6 í skútu sem er stödd við Miðjarð- arhaf. Hún er með öllum fullkomnustu sigl- ingartækjum, svefnplássi fyrir 8, hreinlætis- og eldunaraðstaðu, sem sagt allt nema tann- burstinn. Þeir, sem hafa áhuga, sendi nafn og síma- númer í pósthólf 4368, 124 Reykjavík. Til leigu eða sölu verslunarpláss í verslunarmiðstöð í Miðvangi 41, Hafnarfirði. Tilvalið fyrir garnbúð, vefnað- arvöruverslun, skóbúð, barnafataverslun o.fl. Upplýsingar í símum 73869 (Valur) og 53808 (Helga). Til sölu fiskverkunarhús Stakkholts hf. í Ólafsvík. Nánari upplýsingar gefur: Gunnarl. Hafsteinsson, hdl., Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími 23340. Seglskúta til sölu 30 fet. Staðsett á Grenada, Vestur-lndíum. Skráð í Reykjavík. Fullbúin til siglingar. Upplýsingar hjá Gunnari Hilmarssyni, Ljósheimum 16, sími 91-36152. Bókaverslun til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu bókaversl- un í verslunarmiðstöð í úthverfi Reykjavíkur. Verslunin selur bækur, blöð, ritföng, leikföng og gjafavörur, og fæst á góðu verði. Húsnæði getur fylgt sölunni eða leigusamn- ingur til lengri tíma. Framundan eru söluhæstu mánuðir ársins. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Bókabúð - 9177“. j FUNDIR - MANNFA GNAÐUR [slenska útvarpsfélagið og íslenska sjónvarpsfélagið boða til hluthafafundar þriðjudaginn 31. júlí nk. kl. 16.00 vegna sameiningar félaganna. Dagskrá fundarins er tillaga um breyttar samþykktir, kjör tveggja viðbótarmanna í stjórn, kosning endurskoðenda og önnur mál. Fundarstaður er Holiday Inn. Stjórn íslenska útvarpsfélagsins hf. ÓSKASTKEYPT j Hlutabréf eða fyrirtæki óskast Fjársterkur og traustur aðila óskar eftir að kaupa hlutabréf í góðu fyrirtæki. Til greina kemur að kaupa fyrirtæki á traustum grunni. Algerum trúnaði heitið. Lysthafendur sendi nafn og símanúmer á aug- lýsingadeild Mbl. merkt: „Trúnaður - 9185“. Gömul, fslensk og erlend málverk óskast keypt A. Þórarinn B. Þorláksson, Kjarval, Jón Stef- ánsson, Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðna, Kristín Jónsdóttir, Þorvaldur Skúlason, Júlíana Sveinsdóttir, Ásgrímur Jónsson, Finnur Jónsson og aðrir lista- menn koma til greina. B. Einnig erlend málverk. C. Listaverk, skúlptúr o.fl., eingöngu eldri listaverk og munir með sögulegt gildi koma til greina. Lysthafar sendi nafn og símanúmer til aug- lýsingadeildar Mbl. merkt: „Listaverk - 9184“. Jörð óskast Oska eftir að kaupa jörð sem liggur að sjó. Þarf ekki að vera í ábúð. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Jörð-8374“. ÝMISLEGT Málverkauppboð Óskum eftir verkum inn á næsta málverka- uppboð okkar. Leitum sérstaklega að mynd- um gömlu meistaranna. Mikil sala í góðum myndum. Hafið samband við Gallerí Borg við Austurvöll. Ættarmót Niðjar Guðmundar Einarssonar og Mar- grétar Benediktsdóttur frá Saurum í Skaga- hreppi, A-Hún. Ættarmót verður haldið í Bændaskólanum á Hvanneyri helgina 18. og 19. ágúst 1990. Dagskráin hefst kl. 14 þann 18. Þeir, sem áhuga hafa á að gista inni, panti herbergi sem allra fyrst. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 4. ágúst í síma 95-35710 (Jóna), eða hjá Margréti (91-30347), Imbu (92-27350) eða Öddu (98-22031). Fjölmennum! Málverk Nýkomin í sölu málverk eftir Snorra Arin- bjarnar „Frá höfninni" og Svavar Guðnason „Komposition“ máluð 1942. Tvímælalaust myndir í hópi bestu verka þessara lista- manna. Til sölu í Gallerí Borg, við Austur- völl ásamt fjölda annarra mynda gömlu meistaranna. Má þar nefna: „Fiskikonur" eftir J.S. Kjarval, máluð 1917, vatnslitamynd frá Siglufirði síðan 1939 eftir Gunnlaug Blöndal, olíumynd af Akrafjalli og Skarðs- heiði eftir Ásgrím Jónsson, máluð 1920, og einnig blómamynd eftir Kristínu Jónsdóttur. HÚSNÆÐIÓSKAST Fjögura manna fjölskylda frá Akureyri óskar eftir 4ra herb. íbúð í Reykjavík til leigu. Tryggum greiðslum og reglusemi heitið. Upplýsingar í símum 96-27841, Dómhildur, og 96-21347, Olgeir. íbúð óskast í Reykjavík Vil kaupa 2ja-3ja herbergja íbúð sem næst Skólavörðuholtinu. Æskilegt væri að mega greiða hluta kaupverðs með gullfallegri bif- reið að verðmæti 1,5 milljónir. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Íbúð-bíll - 500" fyrir 1. ágúst nk. Húsnæði - húshjálp Tvítug, reglusöm stúlka óskar eftir lítilli ein- staklingsíbúð eða rúmgóðu herb.í Reykjavík í vetur. Vill taka að sér húshjálp uppí hluta leigunnar. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Hjálp - 90“. BORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.