Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
15
Aden í suðri. Þegar Ottóman-veldið
hrundi eftir fyrri heimsstytjöldina
tók Yahya imam yfir stjórnina. Hon-
um lenti fljótlega saman við Breta
og síðar Sauda og gerði hann þá
samkomulag við Breta um að viður-
kenna landamærin frá 1905 og hafa
þau verið í gildi fram á þennan dag.
Á næstu árum var ólík framvinda í
Jemenlöndunum. Undir harðræðis-
og afturhaldsstjórn imamsins var
norðurhlutinn lokaður umheimi og
engu líkara en allt félli þar í Þyrni-
rósarsvefn. Imaminn óttaðist mjög
að utanaðkomandi áhrif myndu
kippa stoðum undan völdum hans
og leiða þjóðina á villigötur í öllum
skilningi.
Aftur á móti blómstraði suðrið og
þar urðu miklar framfarir. Á árunum
frá 1921 til 1955 hækkuðu meðal-
tekjur íbúa í Aden og nágrenni um
meira en 600 prósent. BP-olíufélagið
byggði á þessum árum olíuhreinsun-
arstöð sem kostaði gríðarlegar upp-
hæðir sem varð atvinnulífi lyftistöng.
Á þessum árum virtist allt ganga
Suður-Jemen í haginn meðan staðn-
að miðaldamyrkur grúfði yfir norður-
hlutanum.
En andófsöfl voru í báðum ríkjun-
um. í norðrinu fór andstaðan við
imaminn vaxandi og hvað eftir annað
var reynt að ráða hann af dögum.
Hann var drepinn 1948 en sonarsyni
hans tókst að ná völdum og hélt
þeim til 26. september 1962 er hóp-
ur ungra herforingja gerði byltingu
flóaríkin snerust gegn Aden-stjórn-
inni. Almennt hefur Suður-Jemen
dregist aftur úr þó að það búi að
einhveiju leyti að uppgangstímanum
frá 1920-1947. Á síðasta ári fór
stjórnin í Aden að reyna að losa um
þau tengsl sem hafa verið við stjórn-
ir kommúnistaríkja. Það gekk brö-
suglega, einkum vegna hagsmuna-
ágreinings fremur en hugmynda-
fræðilegs, að sögn þein-a sem til
þekkja. Nú virðist sem rétt stund sé
runnin upp og í mánaðarritinu The
Middle East er fullyrt að söguleg
nauðsyn sé fyrir sameiningunni. I
grein blaðsins segir að héðan af
verði ekki aftur snúið og bjartsýni
og fögnuður sé hjá íbúum beggja
landanna. Þekktur jemenskur rithöf-
undur sagði í grein sem birtist í þar-
lendu dagblaði, að „með þessu er
ekki aðeins verið að ryðja brautina
til að unnt verði að byggja upp
sterkt og þróað Jemen, heldur er
þetta eina rétta leiðin til öryggis og
stöðugleika. Sameining Jemens mun
verða til gleggri skilnings í araba-
heimi og verða þeim leiðarljós sem
leita í einlægni eftir friði og ein-
drægni. Fólk treystir því að ekki
verði aftur snúið. Styrkjum og eflum
þá von í raun og sannleika með
hjálp guðs okkar.“
Það hefur ekki farið mikið fyrir
Jemen á alþjóðavettvangi en það
gæti farið að breytast nú. Jemen var
á sínum tíma vagga siðmenningar
Arabíuskagans og blómstraði um
Morgvnblaðið/JK
Börn í Marib,
þar var forð-
um daga kon-
ungdæmi
drottningar-
innar afSaba.
Morgunblaðið/JK
Jemenar eru glaðlyndir og forvitnir.
og tók öll völd. í suðrinu brutust út
mikil átök og verkfallsaðgerðir 1947
gegn Bretum, ekki síst vegna stefnu
þeirra og athafna í Palestínu. Næstu
20 ár voru stöðugar erjur þar og
vinstri öflum óx fiskur um hrygg.
Þann 2.nóvember 1967 fóru Bretar
frá Aden og nokkrum vikum síðar
var Alþýðulýðveldinu Jemen komið
á fót og varð fljótt ljóst að það
hneigðist að marxískri hugmynda-
fræði, gerðist mjög handgengið
Sovétmönnum og fylgiríkjum þeirra.
Eftir því sem árin hafa liðið hefur
Suður-Jemen einangrast meira og
meira, árabaríkin hafa forðast sam-
skipti við það og fyrirlitið guðleysi
valdhafa.' Stjórnin studdi um árabil
skæruliða í Dhofar við landamæri
Ómans sem vildu steypa Quaboos
soldáni og varð það til þess að öll
aldir. Sterk þjóðarvitund er aðal Jem-
ena nú, þeir eru taldir listfengir með
'afbrigðum og eru stoltir af arfleifð
•sinni. Mörgum útlendingum þykja
þeir fálátir og sumir kalla þá drambs-
ama. Það stóð þeim nokkuð fyrir
þrifum að fáir tala erlend tungumál.
Þeir eru dálítið viðkvæmir fyrir því
að litið sé niður á þá og hlédrægni
og ónógt sjálfsöryggi gæti birst sem
hroki. Þeir eru einlægir í viðmóti,
forvitnir, gestrisnir og velviljaðir.
Ahkmed jemenski, kunningi minn,
nefndi fyrstur, þeirra sem ég hitti,
við mig þann draum allra Jemena
að ríkin sameinuðust. Og þar sem
ég hef því miður ekki farið til Jemen
síðan mætti taka undir orð Akhm-
eds. Inshallah fer ég aftur. Til sam-
einaðs Jemens.
Júlíhefti „The Middle Easl“ o.fl.
JR*¥0tuitöfifeÍfe
AÐALSÍMI
6M1 00
/ÝBEINT INNVAL:
AUGLÝSINGADEILD
06911 11
^ BLAÐAAFGREIÐSLA
\ 69 11 22
PRENTMYNDAGERÐ
1,69 11 33
V ^ jl *-***». y