Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 17 Hvad er til ráda? HÉR Á eftir fara nokkur einföld ráð um hvað hægt er að gera til þess að gera sér lífið bærilegra í vinnunni Aflestum vinnustöðum eru sérhannaðir skrif- stofustólar, sem unnt er að stilla að vild. Stilltu þinn stól þannig að þú sért með bakið beint og að framhandleggirnir liggi lárétt fram að lyklaborðinu og úlnliðirnir séu beinir. Skiptu reglu- lega um vinnustellingar — að sumum störfum er til dæmis hægt að ganga standandi og ein ferð að Ijós- ritunarvélinni gerir meira gagn en margur hyggur. Þá má minna á að konur eru oft styttri í annan endann og lítið skammel undir fæturna getur gert setuna mun þægilegri. Lýsing skiptir miklu máii. Á flestum skrifstofum eru flúrlampar í loftinu, sem gefa mikla birtu. Stund- um er birtan of mikil og fyrir vikið glampar af skján- um. Hafír þú skrifborðslampa skaltu nota hann til þess að stilla birtuna við þitt hæfi. Vinnirþú við glugga er best að sitja hvorki beint á móti honum eða snúa baki í hann þar sem birtumunurinn á skján- um og umhverfínu getur verið óþægilegur. í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að fá sér svonefndar skjás- íur, en þær draga verulega úr skjáglampa. Hins vegar safna þær ryki í sig, svo það er nauðsynlegt að hreinsa þær reglulega og ekki síður skjáinn undir þeim. Vinna við tölvuskjái kann að valda nærsýni, svo þú skalt hvíla augun reglulega og einblína á hluti í meiri fjarlægð en skjáinn. Það er hægt með því einu að horfa út um gluggann öðru hveiju, fara í stutta gönguferð innanhúss eða hringja í kunningja. Slæm seta er nógu slæm, en verra er að sitja sífellt í sömu stellingunni. Menn þurfa að teygja úr sér öðru hvetju, beygja og kreppa handleggina og annað þess háttar til þess að örva blóðrásina. Lang- ar setur og innsláttur valda því að vöðvarnir krepp- ast og blóðrás minnkar, en það er vísasti vegurinn tii þess að fá vöðvabólgu, jafnvel gigt. Hafðu hugfast að oftast eru einfaidar lausnir á vanda af þessu tagi og yfirleitt er auðveldara að aðlaga vinnuna verkamanninum en öfugt. Vmnustellingar og uppröðun Vilji menn fyrirbyggja hug: heilsuspillandi ánrif af völdum tölvuskjáa er hægt að gera ráðstafanir til þess að minnka hættuna, sem af beim kunna að stafa. 110 cm fjarlægð frá tölyuskjám af nokkrum algengum tegundum mælist allt frá 5 til 23 milligaussa rafsegulgeislun. 170 cm tjarlægð er geislunin hins vegar innan við 1 miiligauss. Því má segja að hægt sé að beita þeirri frá skjánum að næsta starfsmanni fyrir aftan eða til hliðar, samanber B. Hafið jafnframt hugfast að rafsegulgeislun fer i negn um allt sem fyrir verour, veggi, skilrúm, blýplötur og fólk. Við tölvuvinnslu er i Fyrst og fremst þarf að sitja rétt. flest'ir finna sér þægilega vinnustellingu hjálparlausl, en nafa þarf í huga að við langar setur þreytist líkaminn tljátt. 1 Bakið á að vera sem beinast og háls sömuleiðis. 2 Hafðu skjáinn í um armlengd frá þér og hafðu skjásiu á honum. 3 Hafðu lyklaborðið á sjálfstæðu, stillanlegu borði. Handleggirnir eiga að liggja láréttir að borðinu. 4 Fótastellingin er mikilvæg og fyrir stuttvaxna getur stuðningur undir fæturna skipt sköpum um vellíðan. 5 Stóilinn þarf að vera stillanlegur, svo hann aðlaaist þér en ekki öfugt. Breyttu um stillingu öoru nverju til þess oo vera ekki alltaf i sömu stellingu. vera í einni armlengd (með útrétta fingur) frá manni, eins og sést við skrifborð A. Þetta er þó ekki hið eina, sem að þarf að huga, því rafsegulgeislunin frá skjánum er ekki jöfn i allar áttir. Hún er minnst beint fyrir froman skjáinn, en mest til hliðanna. Hún er einnig talsverð fyrir ofan og neðan skjáinn og eins aftur af honum. Þess vegno er ráðlegt eð hafa a.m.k. 120 cm —» sé um réttar vinnustellingar og þar sem fólk hafi þó verið upplýst um slíkt, sé mikill misbrestur á að fólk notfæri sér þá kunnáttu. „Hafi fólk vanið sig á eitthvað reynist því óhægt að breyta til betri vegar. Það er í fullu gildi að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja!" Grimur bendir á að í flestum til- vikum sé um marga samverkandi þætti að ræða og erfitt að benda á eitthvað eitt, sem öðru fremur megi benda á sem skaðvaldinn. „Fólk kvartar til dæmis talsvert undan streitu í vissum starfsgreinum og þó að fáir leggist beinlínis í rúmið vegna streitu leikur enginn vafi á því að hún minnkar viðnámsþrótt líkamans, fólki líður almennt verr og það kemur óneitanlega niður á starfinu. Það er hins vegar varla á færi lækna að koma í veg fyrir slíkt eða að lækna streitu; sum störf valda einfaldlega meiri streitu en önnur. Hins vegar geta atvinnurek- endur oft bætt ástandið með tiltölu- lega einföldum aðgerðum eins og endurskoðun vaktakerfa o.s.frv." Hann segir séu það þó fyrst og fremst umhverfisþættir, sem valdi fólki vanlíðan. „Stundum finnst mér að kvartanir af þessu tagi séu engu sjaldgæfari í nýju húsnæði en gömlu. Það er sorglegt en það virð- ist sem að við hönnun nýrra húsa eða húsgagna sé aðallega pælt í útliti en notkunin er sett skör neð- ar. Og alltof oft er það eins og að arkitektarnir kynni sér ekki nógu vel hvernig vinnubrögð tíðkast á þeim virtnustöðum, sem þeir eru að hanna. Ég held að það þekki þetta margir; frá sjónarhóli tæknimann- anna er allt í himnalagi en samt eru allir að drepast." Undir þetta tekur Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir Vinnueftirlits- ins. „Það er mest kvartað undan innanhúsloftslagi, en oft er ekki nákvæmlega vitað hvað veldur, því einkennin eru yfirleitt óljós, til dæm- is erting í slímhimnu, mæði, almenn þreyta og höfuðverkir. Og það eru sérstaklega nýleg hús með vélrænni loftræstingu, sem kvartað er und- an.“ Vilhjálmur segir oft ályktað sem svo að loftið sé of þurrt, en raunin sé einattönnur. „Það er jafn- vel meira kvartað þar sem er raka- gjöf í loftræstingunni." Mikilvægi hreins lofts vanmetið Aðalvandi loftræstikerfa er sá, að viðhaldi er iðulega ábótavant og virðist sem menn telji nóg að setja upp kerfin og láta þau síðan eiga sig. Skiptingar á loft- og rakasíum eru trassaðar, jafnvel svo árum skiptir, og þyrfti því engan að undra þó loft sé orðið æði þungt. Sérstak- lega eru rakakerfin viðkvæm, því þar getur sýklagróður dafnað. Sýk- ingar af þessum völdum hafa enn ekki komið upp hérlendis, en gæti vel gerst eins og ástandið er víða. Erlendis hafa menn hins vegar dæmi eins og Hermannaveikina. En menn gleyma oft elstu og bestu loftræstingunni, sem er ein- faldlega að opna gluggann. „Ég hef ekki ennþá fengið kvartanir vegna náttúrulegrar loftræstingar," segir Grímur. Með náttúrulegri loftræst- ingu er átt við dragsúg, hvort sem hann er um glugga eða smugur. íslensk hús eru yfirleitt vel einangr- uð og næðir því lítið um þau nema gluggar séu opnaðir. Loftræsting getur aldrei komið í stað hreins lofts að utan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að við loftræstingu er loftið endurnýtt. Loft er tekið inn um ventla, það hitað er kælt eftir aðstæðum og blás- ið um húsið. Til þess að spara varma- orku er hluti loftsins ávallt endur- nýttur, en það „hreinsað" í síum áður. Hér á landi er allt að 80% lofts endurnýtt á þennan hátt að vetrarlagi. Gallinn við kerfið er sá, að sama hversu góðar síurnar í loft- ræstikerfinu eru, þá sía þær aldrei allt. Ryk- og reykingavandi enn og aftur Eitt algengasta vandamálið er tóbaksreykur. Þrátt fyrir að víðast hvar sé nú bannað að reykja í al- menningi á vinnustöðum, þá er enn reykt á einkaskrifstofum. Það út af fyrir sig er vitanlega í lagi, ef frá er talin sú áhætta sem reykingamað- urinn tekur, en það er verra þegar reykmettað loft í einni skrifstofu er sogað inn í loftræstikerfið, þrýst í gegn um síu og svo blásið inn í næstu skrifstofu. Agnir í tóbaksreyk eru svo smáar að engin sía megnar að hreinsa loftið. Algengustu kvartanir, sem rekja má til loftræstingar eru að loftið sé þungt, að það sé þurrt, fólk finnur fyrir augnþreytu og nefþurrki. Hins vegar eru óvissuþættir margir og loftræstingin er ekki alltaf sökudólg- urinn. Til dæmis má minna á að í nýju húsnæði getur lengi gufað úr milliveggjaplötum, lím frá korkplöt- um tekur langan tíma að þorna o.s. frv. Auk þess eru ýmis konar efni notuð í málningu, sem sumir telja að séu óheilnæm jafnvel eftir að málningin hefur þornað að fullu, t.d. blý og zink. Slíkt hefur þó ekki ver- ið sannað með óyggjandi hætti og Vilhjálmur telur að fólki eigi ekki að vera hætta búin af henni, tolli hún á veggnum. „Það er verra ef hún fer að flagna og það er ástæða fyrir málara til þess að vera á varð- bergi.“ Þá er oft kvartað undan veggklæðningu eins og striga, sem safnar í sig ryki, sem getur valdið töluverðum óþægindum — ekki síst ef þar vinnur fólk með astma eða ofnæmi. í flestum tilvikum eru föst efni eða fljótandi ekki hættuleg, svo framarlega, sem ekki berast frá þeim ryk eða gufur, sem komast inn í líkamann um öndunarfæri eða með öðrum hætti. Einangrunarefnin geta jafnframt verið stórhættuleg eins og kom í ljós með asbest fyrir nokkrum árum. Asbestnotkun hérlendis vár aldrei mikil og ekki ástæða til þess að ætla að hætta af hennar völdum sé fyrir hendi. Hins vegar hefur notkun annarar einangrunar valdið vanda- málum. Til dæmis má nefna staði þar sem steinull eða glerull var not- uð til lofteinangrunar en loftplötur undir henni ekki nógu þéttar. Áfleið- ingarnar eru þær að trefjar hrynja sífellt úr steinullinni ofan á fólkið, sem undir er. Hér ætti að vera um einfalt en mikilvægt frágangsmál að ræða, en oft vill vera misbrestur á þessu. Vilhjálmur nefndi einnig enn einn mengunarvald skrifstofa, en það er pappír. Pappír er ekki varanlegt efni og getur valdið ertingu, sérstaklega gamall pappír. Krabbamein og tölvuskjáir Allt frá því að vinna við tölvu- skjái fór að verða algeng hafa heyrst raddir um að frá tölvuskjám berist hættuleg geislun. Heyrst hafa sögur um tíðari fósturlát kvenna, sem vinna við tölvuskjái og svo fram- vegis. Hingað til hafa menn þó yfir- leitt gefið slíkt frá sér þar sem eng- ar sannanir hafa fengist fyrir slíku. En er það nokkur ástæða til þess að varpa öndinni léttar? Ef til vill rétt að minna á að engar sannanir eru fyrir því að tóbaksreykingar séu hættulegar: Hins vegar eru fyrir því tölfræðileg líkindi. I tölvuskjáum eru röntgengeislar, en þeir geta reynst hættulegir. Utan skjánna hefut' hins vegar ekki mælst röntgengeislun svo neinu nemi og því talið að þeir séu ekki hættulegir skjávinnufólki. En það er annars konar geislun, sem skjáir gefa einn- ig frá sér og hún mælist utan þeirra. Þetta er segulsvið og rafstöð- usvið. Þessi svið myndast reyndar við öll rafmagnstæki — hárþurrkur, ristavélar og útvarpstæki. Munurinn liggur hins vegar í því að fæstir sitja daglangt baðaðir í segulsviði hárþurrkna og ristavéla. Grunsemdir um geislun frá tölv- uskjám vöknuðu fyrst árið 1977 þegar Vinnueftirlit Bandaríkjanna (National Institute for Occupational Safety and Health) mældi geislun frá tölvuskjám dagblaðsins New York Times, þar sem tveir starfs- menn höfðu fengið vagl á auga eftir að hafa unnið í minna en ár við tölvuskjái. Niðurstöður eftirlits- ins voru þær að segulsviðs- og raf- stöðusviðsgeislun skjánna á VLF- tíðnisviðinu (VLF stendur fyrir „very-low-frequency“ eða mjög lága tíðni) væri minni en svo að þær mældust í 6 cm fjarlægð frá skján- um. Seinna kom reyndar í ljós að þeir höfðu reynt að mæla geislunina sem millivött á fermetra, þrátt fyrir að ekki sé unnt að mæla VLF-geislun og ELF-geislun („extremely-low- frequency" eða afar lág tíðni) með neinni nákvæmni á þennan hátt. Snemma árs 1980 mældist nærri 9 milligauss (gauss er styrkleikamæli- eining fyrir segulsvið) segulsviðs- geislun á VHL-tíðninni frá tölvuskj- ám fjölda fyrirtækja í San Francisco og Oakland í Kaliforníu. Vinnueftir- litið sagði þó að ekki væri ástæða til þess að hafa áhyggjur, þar sem engir staðlar væru til um geislun af þessu tagi og ekki hefði enn ver- ið sýnt fram á bein tengsl_ slíkrar geislunar og lífræns skaða. Á næstu árum var ítrekað af hálfu framleið- enda og ýmissa stofnana, sem fjalla um vinnueftirlit, að engin hætta væri til staðar hvað VLF-geislun áhrærði. Hins vegar sagði enginn orð um 60 riða geislun, sem einnig berst frá tölvuskjám, eða ELF-geislun, þrátt fyrir að læknar hefðu fjallað tals- vert um hana Slíkar rannsóknir höfðu beinst að fólki, sem býr undir eða við háspennuvíra, og höfðu leitt í ljós að bömum á slíkum heimilum var tvöfalt hættara við að deyja af völdum krabbameins en öðrum börn- um. í rannsóknarskýrslu læknanna Nancy Wertheimer og Ed Leeper, sem birtist í læknaritinu American Journal of Epidemiology í mars 1979, kom meðal annars fram að segulsvið á heimilum undir eða við háspennuvírum mældist allt að 2 milligauss „svo klukkustundum, jafnvel dögum skipti“. Síðar voru niðurstöður læknanna staðfestar í umfangsmikilli rannsókn heilbrigðisráðuneytis New York-rík- is og af sænskum læknum, sem könnuðu krabbamein barna. í öllum rannsóknunum þremur var að krabbameinstilfellin, sem þær náðu til, voru tengd ELF-geislun, sem þó var ekki sterkari en 3 milligauss þegar meát var, en eins og fyrr sagði höfðu mælst nær 9 milligauss við tölvuskjái. Auk þess benda rann- sóknir til þess að púlssegulsvið eins og skjáir gefa frá sér sé hættulegra mönnum en riðsegulsvið (AC), sem er í hápennuvírum. í júlí 1982 var greint frá rann- sóknum læknisins Samuel Milhams í New England Journal of Medicine, sem er eitt virtasta fræðirit lækna í Bandaríkjunum. Hann kannaði 438.000 dauðsföll í Washington-ríki á árunum 1950-1979 og kom fram að dauði af völdum hvítblæðis var mun algengari í 10 starfsgreinum af þeim 11, þar sem ménn urðu fyr- ir rafsegulgeislun, en meðal þeirra, sem ekki urðu fyrir rafsegulgeislun að staðaldri. Þessar niðurstöður hrintu úr vör um 20 öðrum rann- sóknum víða um heim og kom þar fram að mun líklegra var fólk í starfsgreinum þar sem það verður óhjákvæmilega fyrir segulgeislun — rafvirkjar, rafmagnsverkfræðingar, starfsmenn síma og rafveitu — létist úr hvítblæði eða heilakrabbameini en fólk í öðrum greinum. Með tilraunum Bernhard Tribuka- it við geislalíffræðideild Karólínsku stofnunarinnar í Stokkhólmi og Ha- kon Frölen við Búvísindaháskólann í Uppsölum á árunum 1985-1987 var sýnt fram á að fósturskaði og fósturlát var algengara hjá músum, sem urðu fyrir geislun, en meðaí annara músa og þótti jafnframt sýnt að það væri rafsegulgeislunin en ekki einhver óþekktur þáttur, sem fósturskaðanum ylli. Hvenær koma áhrifín fram? Vandinn við rannsóknir á þessu sviði er sá að vísindamenn geta vita- skuld ekki gert tilraunir á mönnum og þess eru dæmi að lífrænar breyt- ingar í tilraunadýrum eigi sér ekki stað í mönnum. Þá bætist við að geislaáhrifin eru langtímaáhrif en það er ekki liðinn nema áratugur frá því að tölvuvinna varð útbreidd í flestum starfsgreinum. Miðað við rannsóknir er þess hins vegar langt að bíða að áhrifin komi fram, verði þau þá veruleg. Vilhjálmur telur að tölvutæknin hafi ekki fært okkur nýjar hættur, sem ekki voru fyrir. Hins vegar tel- ur hann fulla ástæðu til þess að vara við gömlum skjám með mikinn titring, þar sem þeir reyni mikið á augun og valdi fólki höfuðverkjum. Hér hefur verið tæpt á fjölda at- riða, sem ölla hafa eða geta hugsan- leg haft heilsuspillandi áhrif. Hins vegar má minna á að lífið er lífshætt- ulegt og það er erfitt að komast í gegn um það án þess að taka nokkra áhættu eða leggja eitthvað á sig. En hversu mikla áhættu á að taka? Enn sem komið er verður hver að svara fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.