Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJAA/EÐUR SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
9
Brauð lífisins
eftir SR. HJALMAR
JÓNSSON
Guðspjall: Mark. 8:1-9
Mettunarfrásagnir guðspjall-
anna koma nú aftur fyrir á fáein-
um mánuðum. Þær eru lýsingar
á einstæðum kraftaverkum Krists
og segja frá því, að allir sem
fylgdu Jesú urðu mettir. Hann
sýnir hvernig kærleikurinn bregst
við skorti í neyð.
Þegar saga þessi gerðist voru
menn áhugasamir um tákn og
undur. Fólk vildi að Jesús sannaði
sig og heimtaði fleiri og fleiri
tákn. Hann vann hins vegar ekki
kraftaverk til þess að sýnast. For-
senda máttarverkanna var velferð
fólksins, sem hann mætti eða átti
skipti við. Hann
gerði það, sem
hann var knúinn
til af kærleikans
hálfu. Sumir dáð-
ust að, lofuðu Guð,
trúðu á Jesú Krist
sem Messías. Aðrir
undruðust
skamma hríð og
fóru síðan að
skoða eitthvað
annað, sem mátti
undrast og dást að.
Enn aðrir fylltust
öfund og gremju
vegna þess að
góðu verkin öfluðu
Kristi vinsælda.
Sjálfsagt muna
margir eftir Uri
Geller, sem talinn
var búa yfir undra-
verðum hæfileik-
um. Hann fékkst
við að beygja
hnífapör án þess
að snerta þau.
Þegar fjöldinn
hafði um langa
hríð undrast og
dást að stórkost-
legum kraftaverk-
um hans kom á daginn að brögð
voru í tafli. Hann var þá orðinn
frægur, frægur fyrir að eyðileggja
hnífa, gaffla og skeiðar þannig
að ekki var hægt að borða með
þeim. Ekki minnist ég þess að
raddir heyrðust um það að nota
mætti þessa hæfileika í hagnýtum
tilgangi, til þess að bæta líðan og
auka lífshamingju manna. Aðeins
var undrast og töframaðurinn
naut athyglinnar meðan hún
varði.
Jesús Kristur saddi hungur
fjöldans. Ekki til þess að öðlast
frægð heldur vegna þess að kær-
leikurinn er ekki aðgerðarlaus ef
einhver líður nauð. Kristur lét sig
varða bæði líkamlega og andlega
líðan. Þar verður ekki svo auð-
veldlega greint á milli. Maðurinn
lifir ekki á brauðinu einu saman,
en án þess lifir heldur enginn.
í guðspjallinu spurði hann læri-
sveinana hversu mörg brauð þeir
hefðu. Sjö, svöruðu þeir. Þeim
fannst sjálfsagt varla taka því að
nefna svo fátæklegar matarbirgð-
ir. Hann sýndi, að lítill skerfur,
fátæklegt framlag, getur marg-
faldast við blessun hans. Það á
við um andlegu hliðina einnig.
Stutt bænarstund að morgni er
mikilvæg, hefur gildi fyrir daginn
og lífið. Stund foreldris með barni
sinu, t.d. fyrir svefn að kvöldi
hefur meira gildi en eðlilegt er
að miða við rúm og tíma. Bænir,
biblíusögur, vers og söngvar geta
þannig blessað þúsundfalt. Heim-
sókn eða upphringing til þess, sem
líður, syrgir eða þjáist af einhverj-
um ástæðum er svo sem ekkert
kraftaverk. Slíkt er ekki mikill
skerfur í okkar augum. En með
Guðs hjálp og blessun getur lítið
viðvik orðið mikils virði.
Kona ein, sem vinnur við heim-
ilishjálp hjá öldruðum og sjúkum
hefur sagt mér að hún eigi marga
vini meðal þess fólks. Ekki sé
hægt að koma inn á
heimilið, þrífa, laga
til og fara síðan.
Hún vill sjálf setjast
niður, blanda geði,
ræða málin. Hún
segir að margt beri
á góma, ósjaldan
trúmál. Mer er
kunnugt um, að
þessi kona vinnur
mjög gott starf,
vinnur það af heilum
huga og með velferð
þeirra í huga, sem
hún starfar fyrir.
það er mikilvægur
hluti af lífi hennar
einnig. Hún er ein
af fjöldanum, sem
þannig vinnur. Fólk,
sem er með sama
hugarfari og Kristur
Jesús var. Það lifir
og starfar í einlægni
og af góðfýsi og
velvild til náungans.
Allir geta það og
Drottinn væntir
þess að einn og sér-
hver leggi sitt af
mörkum.
VEÐURHORFUR I DAG, 29. JULI
YFIRLIT kl. 12:00 í GÆR: Um 400 km suður af Vestmannaeyjum
er 997 mb lægð sem þokast vestur, en norðaustur af landinu er
heldur minnkandi háþrýstisvæði.
HORFUR á SUNNUDAG: Austlæg átt, víðast gola eða kaldi. Létt-
skýjað sums staðar vestanlands, en annars skýjað. Súld eða dálítil
rigning við austurströndina og vestur með suður- og norðurströnd-
inni. Hiti á bilinu 12 til 18 stig, hlýjast vestanlands.
HORFUR á MÁNUDAG: Norðanátt. Skýjað og rigning eða súld
með köflum á Norður- og Norðausturlandi, en þurrt í öðrum lands-
hlutum. Líklega léttskýjað á Suður- og Vesturlandi.
VEÐUR VIÐA UM HEIM kl.
Staður Akureyri Reykjavík hiti 11 13 veður léttskýjað mistur
Bergen 15 skýjað
Helsinki 16 skýjað
Kaupmannah. 18 léttskýjað
Narssarssuaq 8 skýjað
Nuuk 4 alskýjað
Ósló 17 léttskýjað
Stokkhólmur 20 léttskýjað
Þórshöfn 10 rigning og súld
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 18 þokumóða
Barcelona 24 þokumóða
Chicago 24 mistur
Feneyjar 19 þokumóða
Frankfurt 19 skýjað
6:00 í gær að ísl . tíma
Staður hiti veður
Glasgow 19 mistur
Hamborg 15 léttskýjað
London 16 skýjað
LosAngeles 18 léttskýjað
Lúxemborg 21 léttskýjað
Madrid 17 rigning
Malaga 23 skúr
Mallorca 22 þoka
Montreal 20 heiðskírt
NewYork 22 skýjað
Orlando 25 léttskýjað
París 20 skýjað
Róm 22 þokumóða
Vín 17 heiðskírt
Washington 23 hálfskýjað
Iqaluit 3 skýjað
Q Heiðskirt / / r / / / / / / / Rlgnlng V Skúrir r Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaörirnar
4 Léttskýjað / * / * Slydda # Slydduól I vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig.
V
Hálfskýjað / * / 10 Hrtastig:
m Skýjað * # # # * * # # # # Snjókoma V Él 10 gráður á Celsíus Þoka
iltl Alskýjað 9 5 5 Súld CX) Mistur = Þokumóða
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í
Reykjavík dagana 27. júlí til 2. ágúst að báðum dögum
meðtöldum er í Garðs Apóteki. Auk þess er Lyfjabúðin
Iðunn opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnu-
dag.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17
til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga
daga 10-16, s. 620064.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600).
Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl.
um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara
fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl.
16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini.
Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími framveg-
is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkrunar-
fræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka
'78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar
eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum.
Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra,
s. 22400.
Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka
daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og
fimmtud. 11-12 s. 621414.
Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varöandi ónæmis-
tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við
lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við-
talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari
tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam-
taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S.
91-28539 — símsvari á öðrum tímum.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi
Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöö, s. 612070: Virka daga
8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó-
tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög-
um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga —
fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 iaugardögum
10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14.
Uppl. vaktþjónustu í s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12.
Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka
daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14.
Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl-
ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis-
aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón-
ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa
Ármúla 5 lokuð til ágústloka. Sími 82833. Símsvara verð-
ur sinnt
Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður-
götu 10.
G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks.
Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í
Keflavík 92-15826.
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s.
622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar.
Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12.
Fimmtud. 9-10.
Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal-
ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir
aðstandendur þriðjudaga 9—10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í
heimahúsum eða orðiö fyrir nauðgun.
MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi .13, s.
688620.
Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum.
S. 15111 eða 15111/22723.
Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22.
Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem
orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 626868/626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu-
múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn-
arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.—
föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12,
s. 19282.
AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða,
þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega.
Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á
stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands
Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15770, 13830
og 11418 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 15770, 13855, 11418
og 3295 kHz.
Hlustendum á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér send-
ingar á 17440 kHz kl. 14.10 og 13855 kHz kl. 19.35 og
kl. 23.00.
Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35-
20.10 og 2300-23.35 á 17440, 15770 og 13855 kHz.
Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft
nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55.
Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu-
dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku.
ísl. tími, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild.
Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður
kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn-
artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl.
20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð-
deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19.
Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl.
16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu-
daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla
daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól
hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens-
ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð-
in: Kl. 14 til kl. 19. Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. —
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-
16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og
kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30
til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítaii: Heimsóknartími
daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali
Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkr-
unarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eft-
ir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhring-
inn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík -
sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—
19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00 og
19.00-19.30. Akureyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími
alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild
og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysa-
varðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita-
veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud.
— föstudags kl. 9-19. Handritasalur kl. 9-17 og útlánssal-
ur (vegna heimlána) kl. 13-17.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú
veittar í aðalsafni, s. 694326.
Árnagarður: Handritasýning Stofnunar Árna Magnús-
sonar, er opin alla virka daga kl. 14-16 frá 16. júní til
1. september. Lokað á sunnudögum.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti
29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima-
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru
opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud.
kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Lokað á laugard. frá 1.5.-
31.8. Aðalsafn — Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud.
— laugard. kl. 13-19. Lokað júní-ágúst. Grandasafn,
Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.
— föstud. kl. 15-19. Sumartími auglýstur sérstaklega.
Bókabflar, s. 36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borg-
ina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Geröubergi fimmtud. kl. 14-15. Bú-
staðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud.
kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16.
Árbæjarsafn: Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18.
Þrjár nýjar sýningar: “Og svo kom blessað stríðið" sem
er um mannlíf í Rvík. á stríðsárunum. Krambúð og sýning
á vogum og vigtum. Prentminjasýning og verkstæði bóka-
gerðarmanns frá aldamótum. Um helgar er leikiö á harm-
onikku í Dillonshúsi en þar eru veittar veitingar.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19.
Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl.
13-15.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn-
ingarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18. íslensk verk í eigu safnsins sýnd í
tveim sölum.
Safn Ásgríms Jónssonar: Opið til ágústloka alla daga
nema mánudaga kl. 13.30—16.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er
opið alla daga kl. 10-16.
Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku-
daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga nema mánu-
daga kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn daglega kl.
11-17.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið
mánud. — fimmtud. kl. 20-22. Um helgar kl. 14-18. Sýn-
ing á úrvali andlitsmynda eftir hann 1927-1980.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið
sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir
sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og
laugardögum kl. 13.30-16.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl.
10-21. Lesstofan kl. 13-19.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið alla daga nema mánu-
daga, kl. 14-18. Sími 54700.
Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opið alla daga nema
mánudaga kl. 14-18. Sími 52502.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri s. 96-21840. Siglufjörður s.96-71777.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud.
kl. 7.00-20.30. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-
15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-
17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-
17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-
17.30.
Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30.
Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga —föstudaga:
7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-
17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga:
7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu-
daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar-
daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16.
Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga
7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl.
7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga
kl. 9-16. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl.
20-21. Síminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl.
7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260.
Sundlaug Sehjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl.
7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.