Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ ATVIN Nlf AUGL YSINGAR Fóstrur - þroskaþjálfar Leikskólann Víðivelli við Miðvang vantar starfskraft nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi: Fóstrur á deild barna 6 mánaða - 2ja ára Fóstrur á deild barna 2-4ra ára. Fóstur á deild barna 4ra-6 ára. Deildarþroskaþjálfa á sérdeild fyrir fötluð börn. Þroskaþjálfa - fóstrur eða fólk með sambæri- lega uppeldismenntun í stuðning og blöndun á almennum deildum. Einnig starfsfólk með áhuga/þekkingu á íþróttum og tónlist. Við bjóðum upp á þroskandi og skemmtilegt starf og góðan starfsanda. Nánari upplýsingar gefa Svava Guðmunds- dóttir, forstöðumaður, sími 52004 og Kristín Indriðadóttir, deildarþroskaþjálfi, sími 54835. Félagsmálastjórinn íHafnarfirði. Sjúkraþjálfari óskast Ef þú hefur áhuga á að vinna á líflegum vinnu- stað, þar sem áhersla er lögð á virka með- ferð, áttu samleið með okkur. Hlutastarf kemur til greina. Hafið samband við undirritaðan. Hilmir Á gústsson, Álftamýri 9, sími 689009. Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóri óskast að Heilsugæslu- stöðinni á Dalvík. Til Dalvíkurlæknishéraðs heyra Hrísey, Svarfaðardalshreppur og Ár- skógsströnd. íbúar eru 2.400 (1.430 á Dalvík). Æskilegt er að umsækjandi hafi sérnám í stjórnun eða heilsuvernd. Upplýsingar veita Lína Gunnarsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, í síma 96-61500 eða 96-61365, og Guðríður Ólafsdóttir, formaður stjórnar, í síma 96-61415. Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar. Fóstrur eða starfsmenn með starfsreynslu óskast á lítið og notalegt dagheimili sem stað- sett er við Kleppsveginn. Um er að ræða 100% starf og 50% starf. Stöðurnar eru lausar frá 1. september eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 688816. Fóstrur óskast í 50 og 100% stöður við leikskólann Kirkju- ból. Góð vinnuaðstaða og góður starfsandi. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 656322 eða 656436. Félagsmálaráð Garðabæjar. LANDSPITALINN Aðstoðardeildarstjóri- hjúkrunarfræðingar Staða aðstoðardeildarstjóra á deild 14-G er laus til umsóknar. Um er að ræða 22ja rúma lyflækningadeild. Aðalsjúkdómaflokk- arnir eru gigtar- og nýrnasjúkdómar. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Einnig eru tvær stöður hjúkrunarfræðinga lausar á deildinni. Aðeins er unnið þrjðju hverja helgi vegna 12 klst. helgarvakta. Upplýsingar gefur Anna Lilja Gunnarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601290 og 601000. Umsóknir sendist til skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis (súperkandítat) við taugalækningadeild er laus til umsóknar. Staðan veitist til eins árs frá 1. september 1990. Upplýsingar gefur próf. Gunnar Guð- mundsson, yfirlæknir, í síma 601660. Umsóknir sendist til yfirlæknis. Reykjavík, 29.júlí 1990. Eins manns auglýsingastofa með góð sambönd Fjölhæfur og reynslumikill auglýsingagerðar- maður óskar eftir að ráða sig í vinnu hjá fyrir- tæki, sem rekur, eða ætlar að setja á stofn, eigin „auglýsingastofu“. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki, sem vill lækka auglýsjngaútgjöld sín og fá meira og markvissara auglýsingastarf. Áhugasamir sendi inn svarbréf merkt: „Gagnkvæmur trúnaður - 9251“ til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 10. ágúst 1990. SœvarKarl Olason Bankastræti 9 — Sími 13470 vill ráða í eftirtalin störf: 1. Verslunarstjóra, sem sér um daglegan rekstur, áætlanagerð, starfsmannahald og sölustörf. Verslunar- eða viðskiptafræðimenntun eða mjög góð reynsla er nauðsynleg. Aldur 25 til 30 ára. 2. Verslunarmann til að selja karlmanna- fatnað. Frjálsmannleg og alúðleg fram- koma, ásamt þjónustulund og ánægju af að umgangast fólk daglega er nauðsyn- leg, ásamt stúdentsprófi eða góðri al- mennri menntun. Aldur 20 til 30 ára. 3. Verslunarmann til að selja kvenfatnað. Áhugi á tísku, vönduðum fatnaði og góðri þjónustu nauðsynlegur. Hálfsdags- eða heilsdagsvinna. Aldur 25 til 40 ára. 4. Verslunarmenn í kven- og karlmanna- fatnaði. Um hlutastörf er að ræða seinni- part viku, föstudaga og laugardaga. Störf sem vel gætu hentað skólafólki. Ekki verða ráðnir reykingamenn. Þeir, sem áhuga hafa á þessum störfum, sendi umsóknir til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. ágúst merktar: „X-400“. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og verður öllum svarað. Sævar Karl Ólason hefur verið leiðandi í innflutningi á vönduöunn gæðafatnaði frá ftalíu og Þýskalandi undanfarin 15 ár. Fyrirtæki eins Jil Sander, Giorgir Armani, Etienne Aigner og Hugo Boss selja framleiðslu sína eingöngu til glæsiverslana um allan heim. Allir okkar starfsmenn fá þjálfun hjá færustu mönnum á sínu sviöi til að gera þjónustu okkar sem allra besta. Húsgögn Húsgagna- og innanhússarkitekt með versl- unarpróf óskar eftir atvinnu. Starfsreynsla: 1. Skipulagning vinnustaða í stofnunum og einkageranum, á heimilum og í sumarbú- stöðum. 2. Sérteikningn á húsgögnum og flóknum vinnustöðum. 3. Sölumennska á húsgögnum og innréttingum. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „A-13361" sem fyrst. Afgreiðslustörf Viljum ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa í ávaxta^ og grænmetisdeild í verslun HAGKAUPS, Skeifunni 15. Um getur verið að ræða bæði heilsdags- og hlutastörf. Eingöngu er um að ræða fram- tíðarstörf, ekki sumarafleysingar. Nánari upplýsingar um störfin veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP SUÐUREYRARHREPPUR Kennarar Kennara vantar til starfa við Grunnskóla Suðureyrar. Ódýr húsaleiga og flutnings- styrkur. Upplýsingar gefa skólastjóri í sfma 94-6119 og formaður skólanefndar í síma 94-6250. Ljósmyndari Ljósmyndasstofa á Reykjavíkursvæðinu vill ráða Ijósmyndara í hlutastarf (eftir hádegi). Starfið er laust í ágúst. Laun samningsatriði. Umsóknir sendist skrifstofu okkar fyrir 6. ágúst nk. CrlIÐNT ÍÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐNI NGARMÓN USTA TjARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Dönskukennarar Dönskukennara vantar að Garðaskóla næsta vetur í hálft til heilt starf. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra eða yfirkennara. Heimasímar 657694 og 74056. Skólafulltrúi Garðabæjar. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast frá 1. september eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41499. Sjúkrahúsið í Húsavík sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.