Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 Mbl/Sigurgeir Jónasson Tjaldað í Herjólfsdal Vestmaimaeyjum. ÞJÓÐHÁTIÐ Vestmannaeyja hófst í gær. Eyjabúar flytja búslóðir sínar í Heijólfsdal þar sem þeir búa að mestu í þrjá daga. A fimmtudagsmorgun var leyft að tjalda í Dalnum og þustu Eyjabúar þá af stað með tjaldsúl- ur sínar og komu þeim fyrir. Reyndar höfðu margir þjófstartað og byijað að tjalda seint á mið- vikudagskvöldið en þrátt fyrir það var nóg pláss fyrir alla. Sigurgeir smellti myndinni af þegar verið var að tjalda. Grímur Andstaða við hugmynd- ir um sölu á veiðiley fum ÁLYKTUN aðalfundar Kjördæmisráðs ungra sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum um að taka beri upp sölu veiðileyfa frá ríkissjóði er umdeild í hópi flokksmanna í kjördæminu. Matthías Bjarnason, alþingismaður og Einar K. Guðfinnsson, varaþingmaður, lýsa sig andvíga þessum hugmyndum, þar sem um auðlindaskatt sé að ræða, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, segist andvígur kvótakerfi, hvort sem kvótasala eigi sér stað eða ekki, og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisfiokksins, telur að ályktunin gangi gegn samþykkt landsfundar flokksins á síðasta hausti. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á liðnu haust var samþykkt ályktun um sjávarútvegsmál, þar sem sagði, að stjómun fiskveiða ætti að vera með þeim hætti, að sérhvert fiski- skip skyldi fá úthlutað ákveðinni hlutdeild í heildarafla landsmanna til lengri tíma, en með árlegri endumýj- unarskyldu. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi ekki gert aðrar sam- þykktir um þetta efni og sjálfstæðis- . menn á þingi hafi snúist gegn núver- andi kvótalögum á Alþingi í vor, þar sem þeir hafi talið, að frumvarpið, í VEÐUR íDAG kl. 12.00 Heimild: Veðurstofa istands VEÐURHORFUR I DAG, 4. AGUST YFIRLIT í GÆR: Yfir landinu er iægðardrag sem þokast austur en yfir vestanverðu Grænlandi er hæðarhryggur sem einnig hreyfist austur. SPÁ: Norðvestiæg átt á iandinu, vfðast gola. Skýjað og dálítil súid eða skúrir norðanlands einkum við ströndina, þurrt að kaila vestan- lands en léttskýjað ó Suður- og Austurtandi. Hiti 9-17 stig, hlýjast suðaustan-lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Norð- og norðvestan átt é landinu. Skýjað og skúrir norðanlands og einnig sums staðar skúrir suður með vestur- strondinni en annars bjart veður um alit sunnenvert landið. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg vestan og norðvestan átt á landinu. Víða dólitil 8úld ve8taniands og við norðurströndina en bjart veður á Suður- og Austuriandi og eínrjig í innsveitum norðanlands. Hiti 7 til 11 stig í súldinni en 11 tii 16 annars staðar. Heiðskírt TÁKN: -D -á Léttskýjað D Hátfskýjað m Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: r Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1Q" Hitastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * V 0 = Þoka = Þokumóða ’ , » Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEiM ki 12:00 Akureyrí Reykiavik ísl. tím$ hlti veftur 16 skýjað 12 úrkomaigrennd Bergen Heisinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Ósló Stokkhóimur Þórshöfn 20 25 2s; 8 4ii 26 26 13 tóttskýjað léttskýjað skúr Algarve Amsterdam Barcelona Berlfn Chlcago Feneyjar Frankfurt lasPalmas London LósAngetes Lúxemborg Madrid Mallorca Montreal NewYork Orlando Parfs Róm Vin Washington Wlnnipeg 33 hálfskýjað 32 heiðskfrt 33 místur 27 léttskýjað 28 skýjað 29 heiðakírt 31 helðskírt 19 rlgntng 28 léttskýjað 26 hálfskýjað 34 léttskýjað 18 alskýjað 31 helðskírt 30 hálfskýjað 30 tóttskýjað 34 hálfskýjað 21 léttskýjað 24 heiðskírt 26 skýjað 36 helðskírt 31 tóttskýjað 26 léttekýjað vantar 18 léttskýjað sinni endanlegu mynd, gengi gegn þessari samþykkt landsfundarins. Matthías Bjamason, alþingismað- ur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, segist alltaf hafa verið andvígur kvótasölu. „Ég undrast glámskyggni þessara ungu manna. Það væri að fara úr öskunni í eldinn að taka upp auðlindaskatt. Það, sem er verið að biðja um með þessari ályktun, er skattur á fólk í Vestfjarðakjördæmi, sem lifir á sjávarútvegi. Ég hef aldr- ei verið hlynntur því að fiskurinn í sjónum væri seldur. Það hefur í för með sér að þeir einir geta keypt veiði- réttinn, sem eiga peninga, en áður vegnaði þeim best, sem sýndu dugn- að og áræði,“ segir Matthías. Einar K. Guðfinnsson, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins og fram- kvæmdastjóri í Bolungarvík, segist andvígur öllum hugmyndum um auð- lindaskatt og innheimtu veiðileyfa- gjalds. „í raun hefur sjávarútvegur- inn borgað auðlindaskatt á undanf- örnum árum í gegnum ranga skrán- ingu gengisins. Þannig hafa miklir fjármunir verið færðir til annarra þátta í efnahagslífinu." Einar segist telja, að áhyggjur manna í öðrum atvinnugreinum af meintri óhagkvæmni í sjáyarútvegn- um séu ástæðulausar. „í því^ sam- bandi vísa ég til athugana dr. Ágústs Einarssonar, prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskólans, en þær sýna, að afköst og árangur í sjávar- útvegi á íslandi eru langt umfram það, sem þekkist annars staðar,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, segist hafa verið á móti kvótakerfinu, frá því að því var fyrst komið á 1983. „Ég hef alltaf sagt, að þetta væri lakasta kerfí, sem völ væri á við stjórnun fískveiða, og að ekki væri hægt að bæta það. Ég er því andvígur kvótakerfinu, hvort sem veiðileyfí verða seld eða ekki.“ Hann segist alltaf hafa lagt á það áherslu, að fullyrðingar um góðan árangur af kvótakerfínu væru rang- ar. „Tilgangurinn með stjórn fisk- veiða er að vemda fískistofnana og ná fram hámarksafrakstri með minnkun fískiskipaflotans. Árangur- inn af kvótakerfinu er sá, að veiði umfram heimildir hefur aukist átt- falt og skipastóllinn hefur stækkað tvöfalt," segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Kvikmyndin um Papp- írs-Pésa frumsýnd KVIKMYNDIN Pappírs-Pési eftir Ara Kristinsson verður frumsýnd þann 11. ágúst næstkomandi. Myndin er barna- og fjölskyldumynd sem byggfir á hugmynd Herdísar Egilsdóttur um Pappírs-Pésa. Önnur islensk mynd, Ryð, eftir Lárus Ými Óskarsson, byggð á leikritinu Bílaverkstæði Badda, er einnig í vinnslu, en á næstunni hefjast tökur á myndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Vilhjálmur Ragnarsson, framleið- aðstöðu til að hljóðsetja myndina. andi Pappírs-Pésa, sagði í samtali við Morgunblaðið að myndin væri fyrsta íslenska barnamyndin í 10 ár. Vilhjálmur framleiðir einnig myndina Börn náttúrunnar, en hand- rit er eftir Friðrik Þór Friðriksson og Einar Má Guðmundsson. Sagði hann að tökur ættu að heíjast 14. ágúst og ljúka um mánaðamótin september-október. Gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir vorið 1991. Böm náttúrunnar fjallar um gamlan mann sem bregður búi og flytur á mölina til dóttur sinnar. Sambúðin gengur illa og hann er sendur á elliheimili þar sem hann hittir æskuvinkonil sína. Þau taka upp á því að stijúka og fara alla leið vestur í Aðalvík. í aðalhlutverkunum eru Gísli Hall- dórsson og Sigríður Hagalín. Gamla brúðan heitir stutt sjón- varpsmynd sem Hrif hf. hyggst gera í desember eftir sögu Herdísar Egils- dóttur. Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri sagði að nú ætti eftir að vinna í um vikutíma við klippingar á myndinni Ryð. Samningar standa yfir við þýskt fyrirtæki um fjármagn og Lárus sagðist búast við að gengið yrði frá þeim á næstu dögum. Fyrir- hugað var að frumsýna myndina í haust en vegna tafa verður ekki af því fyrr en í ársbyijun 1991. Að sögn Þorsteins Jónssonar for- stöðumanns Kvikmyndasjóðs eru einnig nokkrar heimildarmyndir í vinnslu. Má þar nefna myndirnar Á sjó eftir Sigurð Sverri Pálsson, Handfærasinfónían eftir Pál Steingrímsson og Árna Tryggvason, mynd um Jón Leifs sem Nýja bíó gerir, Ásýnd þjóðar eftir Ólaf Rögn- valdsson, Haföminn eftir Magnús Magnússon og Kröfluelda eftir Vil- hjálm Knudsen. ítalskt her- skip í heimsókn ítaiska herskipið San Giorgio er væntanlegt til Reykjavíkur á mánu- daginn. Um 400 sjóliðar eru um borð í skipinu. Það verður hér til 10. ágúst og verður almenningi til sýnis. Skipið mun liggja við Ægis- garð. Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.