Morgunblaðið - 04.08.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
7
Morgunblaðið/BAR
Unglingunum var boðið upp á pylsur og kók fyrir utan Laugardalshöllina,
Lokahátíð Vinnuskóla
Reykjavíkur í Laugardal
VINNUSKÓLI Reykjavíkur efndi
til hátíðar í Laugardalnum í gær
vegna vinnuloka hjá skólanum.
Var nemendum skólans gefínn
kostur á að nýta sér aðstöðuna,
sem fyrir hendi er í dalnum, auk
þess sem efnt var til mikillar
grillveislu.
Að sögn Arnfinns Jónssonar,
skólastjóra Vinnuskólans, fengu
nemendur skólans tækifæri til að
nýta sér þá aðstöðu, sem boðið er
upp á í Laugardalnum, til dæmis
að fara í sund í sundlaugunum,
nota gervigrasvöllinn, auk þess sem
þeim var gefinn kostur á að skoða
Grasagarðinn og Húsdýragarðinn.
Keppt hafi verið í knattspyrnu og
fijálsum íþróttum, farið í leiki og
að því loknu hafi verið efnt til grill-
veislu fyrjr utan Laugardalshöllina.
Hátíðin hafi svo endað á því að
Vinnuskólanum hafi verið slitið í
höllinni.
Arnfinnur segir að um 1.650
unglingar hafi að jafnaði unnið hjá
Limbódanskeppni var einn liður í Lokahátið Vinnuskólans.
Vinnuskólanum í sumar. Þeir hafi
starfað í um 80 vinnuhópum víðs
vegar um borgina og sinnt umhirðu
umhverfis skóla og íþróttasvæði,
hjálpað ellilífeyrisþegum við snyrt-
ingu í görðum þeirra og unnið að
gróðursetningu í Heiðmörk og að
Nesjavöllum.
Þjóðræknisfélag íslendinga:
Stefan J. Stefanson heiðraður
STEFAN J. Stefanson, fyrrver-
andi formaður Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi, og Olla
kona hans hafa verið heiðruð
sérstaklega af stjórn Þjóðræknis-
félags íslendinga í Reykjavík.
Á hátíðarfundi stjórnar Þjóð-
ræknisfélagsins, sem haldinn var í
Reykjavík á þriðjudag, var Stefani
afhent heiðursskjal ásamt minnis-
peningi, sem sleginn hefur verið í
tilefni af tvöföldu afmæli Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta íslands, og
félagið Þroskahjálp hefur nú fengið
til dreifingar og sölu til ágóða fyrir
starfsemi sína.
Stefan og Olla hafa tekið virkan
þátt í starfsemi Þjóðræknisfélagsins
vestan hafs um áratuga skeið. Þau
hafa komið til íslands um tuttugu
sinnum og ávallt lagt mikla rækt
við uppruna sinn, eiga hér marga
ættingja og vini víða um land. Á
undanförnum árum hafa þau átt
mikinn þátt í að byggja upp íslenskt
minjasafn á Gimli.
Olla hefur verið í hlutverki Fjail-
konunnar á íslendingadeginum á
Gimli, dóttir þeirra hefur verið for-
maður íslendingadagsnefndarinn-
ar, einnig sonur þeirra og tengda-
sonur.
Þau tala íslensku mjög vel og
stutt er síðan barnabarn þeirra kom
til íslands til þess að kynnast landi
og þjóð og fór héðan talandi, skrif-
andi og lesandi á íslenska tungu.
Þau hjón hafa um árabil tekið á
móti hópum íslendinga sem lagt
hafa leið sína til íslendingabyggða
í Kanada og greitt götu einstaklinga
á margvíslegan hátt. Stefan hefur
tekið þátt í að skipuleggja heim-
sóknir þjóðhöfðingja Islendinga,
hann hafði umsjón með öryggis-
gæslu þegar Kristján Eldjárn þáver-
andi forseti kom í heimsókn til
Manitoba fyrir röskum áratug og
eins þegar Vigdís Finnbogadóttir
forseti var þar á ferð á síðasta ári.
Þau halda nú vestur um haf til
þess m.a. að taka á móti um tvö
hundruð manna hópi héðan.
(Fréttatilkynning■)
Guð læknar
Heilun með hjálp
Guðs anda án lyfja
eða lækningajurta.
Bókaverð 7,80 DM.
Upplýsingar:
Universal Life,
Postfach 5643,
D-8700 Wiirzburg,
W-Germany.
Olla og Stefan J. Stefanson ásamt formanni Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Reykjavík, Jóni Ásgeirssyni.
FRÁBÆRT FERÐATILBOÐ
21.-25.SEPT.
I Sviss finnurðu allt: náttúrufegurð,
rómantík, stórborgir, matarveislur og
menningu.
Kjörin ferð fyrir hópa- smáa sem stóra.
Beint leiguflug.
v\l/ f )
■ 't\s L ) </|\
STÓRFÍNAR FERÐIR TIL
11. -18. SEPT.
-VIKUFERÐ-
BEINT LEIGUFLUG
18. SEPT.
TVÆR VIKUR Á MALLORKA
OG HEIM UM LONDON
23. - 30. OKT.
-VIKUFERÐ-
BEINT LEIGUFLUG
Sumarauki af bestu gerð, veisla í
veitingum og verslun. Heimsþekktar
vetrarvörur á góðu verði.
Frábær ferð fyrir hópa aföllum
gerðum.
FERÐASKRIFSTOFAN
<rrc<wn«<
HALLVEICARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580