Morgunblaðið - 04.08.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.08.1990, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 Vísindi augnabliksins Myndlist Bragi Ásgeirsson Það má víst slá því föstu, að list sé vísindi og vísindi list, því að eiginlega er náttúran mesti vísindamaðurinn og um leið strangasti byggingarmeistarinn. Þessu hafa margir heimskunnir vísindamenn gert sér ljósa grein fyrir, enda verið einlægir aðdá- endur og njótendur skapandi lista. En þó er náttúrulega mögulegt að sérhæfa þessa hluti og draga fram sérgildi þeirra, hinn stranga og bundna ramma vísindanna og hið ósjálfráða og óbundna í náttú- runni. Hér deildu eitt sinn tveir málar- ar um þessi atriði, annar þeirra hélt því fram, að list væri vísindi, en hinn kvað það bull og vitleysu, því að list væri í eðli sínu náttúr- an og sköpunarverkið. Auðvitað höfðu þeir báðir rétt fyrir sér, en á þeim tímum var hugsunarhátturinn annar og því voru þessar deilur eðlilegar og réttlætanlegar. Menn hafa löngu komist að því, að óhlutbundin form eiga uppruna sinn í náttú- runni ekki síður en hlutlæg, en eru háð öðrum lögmálum, eru annars konar vísindi. Þannig sagði sjálfur höfuðpaur „inform- el“-stefnunnar, Jean Fautrier: „Engin iistgrein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Hann var þá að mótmæla kenn- ingu sporgöngumanna sinna, sem héldu því fram, að óraunveruleiki hins „informela" tjái alls ekkert. Þetta er annars gott dæmi um fallvaltleika kenninganna, en þeir sem smíða þær eru ekki alltaf í beinu sambandi við upprunalega hugsunarháttinn og því verður úr ýmiskonar ruglingur og misskiln- ingur. Varnaglinn skal því alltaf vera nálægur, er kenningar eru lesnar og krufnar. Mér kemur þetta allt í hug er ég fer að fjalla um sýningu lífeðl- isfræðingsins og listamannsins Alcopley í listhúsinu Nýhöfa við Hafnarstræti. Menn hafa oft undrast það í þessu tilfelli, að vísindamaðurinn skuli einnig geta verið myndlistar- maður, en það er ekki svo skrítið, vegna þess að maðurinn er blóð- meinafræðingur og hefur löngum stundum setið yfir smásjá og hvað er lífrænna en það, sem þá birtist sjónum hans? Listamaðurinn Alcopley gengur líka hreint til verks í athöfnum sínum, ekki síður en vísindamað- urinn, og þannig er list hans und- ir sterkum áhrifum frá austur- lenzkri skrift, kalligrafíunni, sem er mjúk, lífræn og skreytikennd í andstöðu við vestræna skrift, sem er einföld, hörð og vitsmuna- leg. En á bak við hina mjúku og lífrænu kalligrafíu eru mjög ströng lögmál, og það tekur á annan tug ára að verða meistari í henni. Þannig eru meiri og flókn- ari vísindi á bak við hina mjúku og lifandi kalligrafíu en hina ein- földu og hörðu blokkbókstafi. Og eru það ekki jafnan vísindi Morgunblaöiö/Einar Falur Alcopley listamaður náttúrunnar, að það eru flóknari lögmál á bak við hið einfalda en hið margbrotna? Því að uppruna hins margbrotna er að finna í ein- faldleikanum sbr. hin fáu frum- form, sem allt lifandi og dautt sem rúmtak byggist á. Alcopley er „informel" lista- maður, að því leyti að hann vinn- ur hratt og skynrænt, en formræn tilfinning kemur ekki síður fram hjá „informelistum" en andstæðu þeirra, strangflatalistamönnum, og iðulega mjög öflug, en hins vegar er hún lífrænni og meira tilfínningalegs eðlis. Hér skal enn einu sinni tekið skýrt fram, að þegar rætt er um „informel" listamann þá er verið að vísa til ákveðinna vinnubragða og tjáningarháttar en ekki til neinnar afmarkaðrar listastefnu. Þetta skilgreinist sem eins konar sérgild regla í frjálsri mótun. Alcopley er góður og gildur fulltrúi þeirra viðhorfa er hann heldur fram í list sinni og myndir hans eru í senn líf- sem formræn- ar, en ávallt með hnitmiðaðan ein- faldleikann að leiðarljósi. Sýningin í listhúsinu Nýhöfn gefur piýðilega hugmynd um list hins nafnkennda vísinda- og lista- manns, því að hann hefur einnig tekið sitthvað með frá fyrri árum til að varpa skýrara Ijósi á mynd- ræna hugsun sína' og þróun listar sinnar. Stuðlaberg - Hafn. - einbýli Fokhelt einbýlishús við Stuðlaberg 4, Hafnarfirði, til sölu. Arkitekt Vífill Magnússon. Góð áhv. langtímalán ca 4,5 millj. Skipti á íbúð í Hafnarfirði æskileg. Upplýsingar gefur Sigurður í síma 627088. HÚSBRÉF ERU JAFNGILDI PENINGA Ætlir þú að selja íbúð þína í húsbréfakerfinu, er hagkvæmt að nota húsbréf við áframhald- andi íbúðarkaup. Það sparar þér ýmis útgjöld og er tryggur greiðslumáti. [S] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS L-J SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI91-696900 ÓKEYPIS RÁÐGJAFAR- ÞJÓNUSTA Þér stendur til boöa ókeypis ráðgjafarþjónusta sérfræðinga ef þú hugsar þér að festa kaup á húsnæði. Komdu til okkar og fáðu góð ráð, áður en þú gerir nokkuð annað. JL HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI • 696900 jMnsDal ouáíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Allt er afstætt í þessum heimi, fer eftir því, við hvað er miðað. Jón Pétursson á Akureyri lagði fyrir mig nokkur úrlausnarefni: 1) Hveijir eru sigurvegarar kosninga? Ég geri ráð fyrir að hann spyiji vegna þess, að stundum eru þeir kallaðir sigur- vegarar sem mestu fylgi bæta við sig frá fyrri kosningum, enda þótt þeir fái ekki flest atkvæði eða nái kjöri. Þetta má segja að sé hæpin notkun órðsins sigur- vegari. Tökum dæmi: Pétur og Jón buðu sig fram árið X. Pétur fékk eitt atkvæði, Jón hundrað og náði kjöri. Engum blandast hugur um að Jón er hér sigur- vegari. Nú bjóða þeir sig aftur fram árið Y. Pétur fær nú tvö atkvæði, en Jón fimmtíu. Enda þótt Pétur auki fylgi sitt um helming, en fylgi Jóns rýrni um helming, tel ég að Jón sé eftir sem áður sigurvegari kosning- anna. Fylgi hans var meira en keppinautarins og hann hlaut kosningu. Skilgreining Orðabókar Menningarsjóðs á orðinu sigur- vegari er: „sá sem ber sigur úr býtumj er yfirsterkari.“ 2) A að segja taka í taum- ana eða grípa í taumana? Umsjónarmanni finnst hið fyrra betra, kannski vegna stuðlasetn- ingarinnar. 3) Er rétt að segja: Það er einkum tvennt, í fyrsta lagi o.s.frv.? Svar: Nei. Þarna ætti að segja í fyrra lagi o.s.frv. 4) Hvort er betra: Hann verð- ur nú ekki í vandræðum með þetta hann X. Eða: X verður ekki í vandræðum með þetta? Hið síðara er styttra og lagbetra og laust við endurtekningu pers- ónufornafnsins. Kannski er þarna dæmi um muninn á hvers- dagslegu máli, sem menn vanda sig ekki svo mjög við, og hinu. 5) Er rétt að tala um „eitt- hvað“ barn eða „eitthvað lamb“? Svar: Nei. Þarna á að vera eitt- hvert í bæði skiptin. Sú orð- mynd er hliðstæð. Rétt er hins vegar: Farðu og gerðu eitthvað. Sú orðmynd er sérstæð. 6) Við Jón Pétursson kunnum ekki við það kaupstaðar- eða barnamál, þegar þrenning sauðkindarinnar er nefnd lamb- ið, hrúturinn og kindin. Þarna finnst okkur að síðasta orðið ætti að vera ærin. ★ Hálsinn skola mér er mál, mín því hol er kverkin. Eg mun þola þessa skál, það eru svolamerkin. (Gísli Gíslason í Skörðum (1797-1859).). ★ Áskell er fornt, norrænt nafn og var áður Asketill. í manna- nöfnum táknar ketill líklega hjálm eða hjálmbúinn höfðingja. Hjálmar voru ekki ^almennings eign forðum daga. Askell er þá „höfðingi, helgaður ásum“. í Landnámu eru sex menn með þessu heiti, í Sturlungu tveir Islendingar og einn Norð- maður. En svo gekk ver. Enginn íslendingur ber Askels-nafn 1703 og ekki heldur 1801, og það eru svo Strandamenn sem vekja nafnið til nýs lífs. í mann- talinu 1845 er ársgamall sveinn, Áskell Pálsson á Kaldbak í Kald- rananessókn. Engan nafna átti hann og ekki heldur tíu árum seinna. Jafnvel 1910 eru enn aðeins 12, þar af átta fæddir í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um. Árin 1921-50 fékk 21 sveinn nafnið Áskell. í þjóðskrá 1982 eru 29 sem svo heita aðalnafni eða einu nafni. Nafnið er fátítt í síðustu árgöngum. ★ „Hafa sig (halda e-m) í skefjum. Hér kann að vera um tvö orðtök að ræða, sem þá virð- ist vera ruglað saman, þótt merking sé raunar gjörólík: 1) Hafa sig í skefjum, eiga í illdeilum, vera í áflogum. Það orðtak er talið myndað af skeíj- ur (kvk. ft.), sem virðist merkja ofbeldi eða deilur. 2) Halda e-m í skefjum, hafa hemil á e-m. Það er mynd- að af skefjar (kvk. ft.), sem merkir: vondar síægjur, svo sem óræktar-þýfi í túnjaðri. Skeíjar 549. þáttur er myndað af sögninni skafa, enda var það kallað að skafa þúfurnar, þegar þýft tún var slegið með orfi og ljá. Til eru einnig orðin útskefjar og kring- umskefjar. Þegar kúm var beitt á tún voru krakkar stundum látnir gæta þess, að þær rásuðu ekki um bestu slægjurnar, held- ur létu sér nægja skefjarnar í túnfætinum; þeim var sem sé haldið í skefjum í bókstaflegri merkingu. Þannig kemur upp orðtakið halda í skefjum í merkingunni að hemja, hafa taumhald á. Orðasambandið að þola skeQur kemur fyrir í rituðu máli allsnemma á öldum; en ekki er vitað um aldur orðtaks- ins halda e-m í skefjum. Ekki virðist óhugsandi, að það sé gamalt, jafnvel að orðið skefjur sé af því sprottið fyrir næsta eðlilegt merkingabrengl, þegar halda í skefjum var farið að þýða veita aðhald, jafnvel beita hörðu. Þá væri hugsanlegt, að lýsingarorðið skeíjalaus (s.s. taumlaus, gegndarlaus) sé sprottið af misskilningi." (Helgi Hálfdanarson í Tímariti Máls og menningar 1975.) ★ Úr félagsfréttum frá Þjóðreki þaðan: Það sem stjórn okkar ákvað að stefna að, við stöndum ekki i því að nefna það við nokkum mann lengur, það er lygi eins og gengur; við ætluðum aldrei að efna það. ★ Sr. Snoi'ri Björnsson (1710- 1803) kvað „um reykjarmóðu- harðindin 1784“: Skelfur bær bjálfa, brenna gijótrennur, hrína hádunum höklar blájökla geispar uppespuð Oðins formóðir, nöldra náöldur, því Níðhöggur stríðir. Umsjónarmaður heldur að bær bjálka sé hér kenning fyrir klett eða fjall, en Óðins formóð- ir sé jörðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.