Morgunblaðið - 04.08.1990, Page 11

Morgunblaðið - 04.08.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 11 UMSOGN UM GREIÐSLUGETU TILGREINIR HÁMARKS- KAUPVERÐ Umsögn ráögjafastööv- ar Húsnæðisstofnunar um greiöslugetu tilvonandi íbúðarkaup- anda í húsbréfakerfinu, tilgreinir m.a. hámarkskaupverö íbúðar. Kauptilboð verður að vera í samræmi við það. Að öðrum kosti getur húsbréfadeild ekki samþykkt kaup á fasteignaveðbréfi. HÚSNÆÐISSTOFNUN Q RÍKISINS SUÐURUNDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI91-696900 TIL SÖLU FIORIEA Golfferð haustsins Brottför: 25. september. Heimkoma: 10. október eða 17. október. Sérstakur golffararstjóri verður með. Gisting á Poinciana Golf & Raquet Resort, sem staðsett er í Kissimmee, örstutt frá Walt Disney World. Völlurinn er 18 holu (par 72), sérstakur æfingavöllur og púttvöllur. Staðgreiðsluverð pr. mann 15 dagar 22 dagar Ibúð með 2 svefnherbergjum: 6 í íbúð 70.300,- 80.100,- 5 í íbúð 74.500,- 86.300,- 4 í íbúð 80.800,- 95.500,- íbúð með 1 svefnherbergi: 4 í íbúð 3 í íbúð 2 í íbúð Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli í Orlando, gisting í íbúðum án fæðis og vallargjöld á Poinciana vellinum. íslenskur fararstjóri. Aukalega bjódum við bílaleigubíia Frá AVÍS ef óskað er. Pr. gengi01.08.’90. 71.100,- 81.200,- 78.400,- 91.900,- 92.800,- 113.100,- Börn 0- 1 árs greiða kr. 5.000,- Börn 2-11 ára fá kr. 20.000,- í afslátt FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S. 624040 HÝTT SÍMANUNAER prentmyndagerðar-. (bAYNDANAÓTj verslunar - og skrif stof uhúsnæði í Búðardal. Til sölu er verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Vesturbraut 8-10 í Búðardal. Eignin er 2 hæða steinhús, verslunarhæð (jarðhæð). 650 fermetrar og efri hæð-121 fermetrar samtais 847 fermetrar. Allar nánari upplýsingar veitir skipulagsstjóri Samvinnubankans Bankastræti 7. Reykjavík, simi 91 20700. ^ SAMVINNUBANKIÍSLANDS GLÆSILEG OG VÖNDUÐ SUMARHÚS Dönsk hönnun og gæði eins og best gerist. Húsin eru viðurkennd af Rannsóknarstofnun Byggingar- iðnaðarins. Stuttur byggingartími og hagstætt verð. Við byggjum með þér eða skilum húsinu tilbúnu. Hringið eða skrifið eftir kynningar- bæklingi. FritkJshuse A/SA^. Rensevej 6, 4200 Slagelse, DANMARK Sími: 9045 53 52 6000 »ro. vio Dyggjum yy skilum I Fritidshuse A/'SA^. og í stað blómanna ber það nú hárauð og girnileg ber, sem þó ekki eru raunveruleg ber heldur steinaldin. En oft er lagð undir fögru skinni og vissara er að fjarlægja berin áður en þau roðna, að minnsta kosti þar sem böm eru á ferli, því að þessir girnilegu ávext- ir eru eitraðir og hafa valdið slys- um á börnum erlendis. Jafnvel er talið að 10-12 ber geti verið ban- vænn skammtur fyrir ung börn. Hinsvegar tína þrestirnir oft berin jafnóðum og þau þroskast og sýn- ist ekki verða meint af. Má það merkilegt heita því sagt er að í Noregi hafi börkur og ber töfra- trésins verið almennt notað til þess að eitra fyrir úlf og ref því börkur trésins er einnig eitraður en bæði hann og berin hafa mikið verið notuð til alls konar lækninga á liðnum möldum og hafa jafnvel komist inn' á lyfjaskrár margra landa. Smyrsl og te af berkinum var notað við margvíslegustu kvillum svo sem hálsbólgu, tannpínu, tíðarverkjum og syfilis. Einnig sem uppsölulyf og í ýmiss konar smyrsl og plástra. Sagt er líka að sums staðar í Evrópu hafi „fölnandi jómfrúr“ núið berkinum á kinnar sér svo þeim roðnuðu að nýju rósir á vöngum, en börk- urinn ertir og brennir húðina. Þá var plantan og notuð í allskonar töfrabrall og galdraseyði svo sem íslenska nafnið bendir til sem hér yrði og langt upp að telja. Á norsku er hún nefnt TYBAST og á sænsku TIVED sem hvort tveggja er dregið af guðanafninu Týr og tívar (guðir). En í norr- ænni goðafræði átti hinn ógurlegi Fenrisúlfur að vera fjötraður með basttrefjum (tybast) þessa litla trés. Margur er knár þótt hann sé smár. Töfratréð hefur nokkuð verið ræktað hér á landi, einkum í stein- hæðum og beðum með lágvöxnum runnum og reynst all harðgert. Kalkríkur og frekar rakur jarð- vegur er talinn henta því best. Töfratrénu er oftast fjöjgað með sáningu, þó kann að vera að plönt- ur af því hafi verið fáanlegar í gróðrarstöðvum. Beijunum má sá úti eða í reit en oft tekur það þau 2-3 ár að spíra. Þess má að lokum geta að töfratréð hefur komist inn á fræalista GÍ m.a. í ár. ÓBG Töfratré í blóma mjög snemma vors. TÖFRATRÉ Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 176 Allir þekkja VORGULLIÐ (For- sythia), afskomar greinar sem við kaupum í blómaverslunum síðla vetrar og hafa þann skrýtna sið að bera blóm áður en nokkur blöð koma til sögunnar. En vorgullið er of viðkvæmt fýrir okkar um- hleypingasömu veðráttu. Hinsvegar er til annar runni eða lítið tré sem hefur þennan sama sið og sem við getum hæg- lega ræktað í garðinum okkar. Það er TÖFRATRÉ, Daphne mez- ereum, sem eldsnemma á vorin þekur greinar sínar með rósrauð- um eða hvítum ilmandi blómum og vekur alltaf óskipta athygli og aðdáun, ekki síst þegar það rís hnakkakert úr hafi blómstrandi krókusa og annarra jarðbundnari vorgesta. Eftir blómgun klæðist svo tréð blágrænu fíngerðu laufi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.