Morgunblaðið - 04.08.1990, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.08.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 15 Sendir vörur um allt land Þóroddur Kristjánsson afgreiðir viðskiptavin í Sportbæ á Selfossi. Selfoss: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Selfossi. „ÞAÐ er engin spurning um það að fólk verslar meira hér heima en áður var og svo hefur það farið vaxandi hjá okkur að við sendum vörur út um land í póst- kröfu,“ segir Þóroddur Krist- jánsson, kaupmaður í versluninni Sportbæ við Austurveg á Sei- fossi. óroddur rekur Sportbæ ásamt Skóbúð Selfoss og er eigandi þeirra ásamt konu sinni, Elínu Tómasdóttur, syni þeirra, Tómasi Þóroddssyni, og hjónunum Þórdísi Kristjánsdóttur og Ingvari Jónssyni. Alls vinna sex manns í þessum verslunum. „Mér líkar mjög vel að versla með sportvörur. Við höfum jafnt og þétt aukið við sportvörurnar og minnkað umfang leikfanganna sem við höfum verið með. Verslun með þessar vörur hefur gengið vel. Fólk kaupir þessar vörur í vaxandi mæli hér heima. Svo eru dæmi um póst- sendingar út um land, til dæmis í Dalasýsluna og til Reykjavíkur. Ennfremur er mikið um að aðkomu- fólk komi inn til okkar,“ sagði Þór- oddur. Nauðsynlegt að vinna með skólanum I Blómahöllinni vinnur Þórhildur Þöll Pétursdóttir. Hún segist vinna frá klukkan eitt til sjö virka daga og eitt til tíu um helgar. „Það er auðvitað dálítið langur tími, en maður lætur sig hafa það. Kaupið er heldur ekki svo slæmt, að minnsta kosti ef ég miða við það sem aðrir skólakrakkar fá. Ég hef áður unnið í banka, glerverk- smiðju og bakaríi og fengið miklu lægra kaup,“ segir Þórhildur en bætir við að hún hafi einungis um sjálfa sig að hugsa og launin dygðu áreiðanlega ekki jafn vel ef hún hefði fyrir öðrum að sjá. g hef unnið þijú sumur hér og þijá vetur með skólanum aðra hveija helgi en líka um jól og páska. Mér fannst nauðsyn- legt að vinna með skólanum til að hafa einhveija peninga milli hand- anna þannig að ég sé fjárhagslega sjálfstæð. Eg býst við að svo sé farið um marga, að minnsta kosti kom það í ljós í könnun, sem gerð var í Verslunarskólanum í fyrravet- ur, að 42% krakkanna vann með skólanum,“ segir Þórhildur og bæt- ir við að henni finnist ágætt að afgreiða í búðinni. „Maður þekkir líka orðið marga viðskiptavini sem koma aftur og aftur,“ bætir hún við. Þórhildur er þeirrar skoðunar að frídagur verslunarmanna eigi hik- laust rétt á sér. „Auðvitað verða alltaf einhveijir að vinna, til dæmis þeir sem vinna í sjoppu, en þeir fá náttúrulega betra kaup þennan dag,“ segir hún og í ljós kemur að hún verður að vinna bæði laugardag og sunnudag. „Ætli ég noti ekki bara frídaginn til að slappa af,“ segir hún. Morgunblaðið/Börkur Þórhildur Þöll Pétursdóttir Sportbær fékk nýlega umboð fyrir Rucanor-vörur, sem er íþrótta- fatnaður. Þessum vörum er dreift um allt land frá Selfossi. „Það er ekkert mál að framkvæma þetta héðan frá Selfossi," sagði Þórodd- ur. Hann kvaðst hafa fengið jákvæð viðbrögð aðila úti á landsbyggðinni' þegar Rucanor-vörurnar væru boðnar. „Það er eins og þeim finn- ist þeir eiga eitthvað í manni af því við erum ekki í Reykjavík," sagði Þóroddur ennfremur. - Sig. Jóns SMIÐJUVEGI 5, 20OKÓPAVOGUR. SÍMI 43211 20% VERÐLÆKKIIN í NOKKRA DAGA! MARGVERÐLAUNAÐUR TILBOÐ Á KÍLÓPAKKMNGIJM: kr. 612,00 Aðijrkr. 765,00 U .ISALA í 3 claga heíst brihjndaginn 7. ágúst Louis Féraiid mnnsfield. ESCADA, FlVmfí. ll.Ákín C.'jdi \ TIZKAN Laugavegi 71 II hæð Simi 10770 Fyrst og fremst einstök gæöi í mnHiii 111 n- * * f f í S Ví s f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.