Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 24

Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 24
Sorglega mikið af ungu fólki lendir í slysum Teiknar fyrir Slysavarnafélagið: - segir Haraldur Sigurðarson Haraldur við teikniborðið. Morgunbiaðið/ÓÞS SLYSAVARNAFÉLAG ís- lands hefur undanfarnar vikur gengizt fyrir áróðursherferð gegn slysum undir slagorðinu „komum heil heim“. Margir hafa veitt athygli myndum í léttum dúr, sem birzt hafa í blöðum á vegum átaksins. Teiknarinn er 22 ára gamall Dalvíkingur, Har- aldur Sigurðarson, sem er í hópi þess unga fólks, sem ekki kom heilt heim úr umferðinni. Hann slasaðist á mótorhjóli er bíll ók í veg fyrir hann og er 35% ör- yrki. „Það er heilmikil saga á bak við það að ég var fenginn til að teikna þessar myndir," sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið. „Ég fór í endurhæfingu á Reykjalund eftir slysið og kynntist þar Inga Hansi Jónssyni frá Grundarfirði, sem varð herbergisfélagi minn. Hann er sjálfur listmálari og sýndi mér myndir eftir sig. Ég var að fíkta við að teikna grínmyndir, og hann sá hvað ég var að gera. Ingi varð hrifinn af myndunum og sagði að ég ætti að leggja þetta fyrir mig. Það er hins vegar hægara sagt en gert að verða skopmyndateiknari, maður labbar ekki bara inn á markaðinn og segir hér kem ég. Við réðumst í það í tómum fífla- gangi að búa til bók saman á meðan við vorum á Reykjalundi. Ingi skrifaði textann og ég teikn- aði, og úr varð bók um köttinn Tjúlla. Við löbbuðum svo með þessa bók okkar í Örn og Örlyg, þar sem mönnum leizt vel á hana og hún verður gefin út núna í haust.“ Örlygur Hálfdanarson er for- stjóri Amar og Örlygs og jafnframt forseti Slysavamafélagsins. Hann benti því á Harald, þegar vantaði teiknara fyrir herferð SVFÍ. „Þeir vildu meðal annars láta mig gera þetta vegna þess að ég hafði lent í þessu slysi,“ sagði Haraldur. Haraldur var að læra rafvirkjun þegar hann lenti í slysinu, en varð að hætta því námi, þar sem hann sá ekki fram á að geta unnið við fagið. Síðan hefur hann gripið í ýmiss störf, en undanfarið hefur hann haft viðurværi sitt af teikn- ingunni og segist hafa hug á að leggja hana fyrir sig. A Reykjalundi segist Haraldur hafa kynnzt mörgu ungu fólki, sem lent hafi í umferðarslysum. „Það er sorglega mikið af ungu fólki þar,“ sagði hann. Aðspurður um Dalvík: ráðleggingar til handa ungmenn- um, sem væru að leggja út á þjóð- vegina nú um helgina, svaraði Haraldur: „Fólk á að aka eftir aðstæðum, haga sér eins og menn og koma heilt heim.“ Yfir 40 trillusjómenn mót- mæla dragnótaveiðum FISKVIHHSLUDEILDIH DfiVÍK NÁM í FISKIÐN Getum enn bætt við nemendum ífiskvinnslunám. Heimavist á staðnum. Upplýsingar í símum 96-61162 og 96-61085. Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - V.M.A. Getum enn bætt við nemendum í 1. og 2. stig stýrimannanáms. Heimavist á staðnum. Upplýsingar í símum 96-61162 og 96-61085. Sjávarútvegsdeildin á Dalvik - V.M.A. Glæsileg húseign á þremur hæðum við Bjarmastíg, sem er í hjarta bæjarins. Mjög gott útsýni. Á jarðhæð er góð bílgeymsla, 2 herbergi, þvottahús og rúmgóðar geymslur. Húsið getur verið tvær íbúðir. Falleg lóð. Gróðurhús. Stór- ar suðursvalir. Eignin getur verið laus strax. Frekari upplýsingar veita fasteignasala, Hafnarstræti 108, Akureyri, sími 96-26441 og Bandalag ísl. farfugla, Reykjavík, sími 91-689590. RÚMLEGA fjörutíu trillusjó- menn á Dalvík hafa skrifað undir mótmælaskjal til bæjar- stjómar Dalvikur vegna veiða snurvoðarbáta uppi í landstein- um í utanverðum Eyjafirði. Einnig er óánægja í Hrísey vegna þessara veiða. Triliusjó- menn telja að snurvoðarbátarn- ir hreinsi upp fyrir þeim allan fisk og ætla að krefjast þess að bæjaryfirvöld loki hafnarsvæð- inu fyrir snurvoðarbátum. Trillukarlar vísa meðal annars til þess, að verið sé að eyði- leggja viðurværið fyrir eldri mönnum, sem rói á trillum sínum. Rúnar Þorleifsson, trillusjómað- ur á Dalvík, segir dæmi þess að snurvoðarbátarnir hafi kastað ut- an um trillur, sem voru á hand- GENGISSKRÁNING Nr. 146 3. ágúst 1990 Kf. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollan 57,48000 57,64000 58,05000 Sterlp. 106,75800 107,05500 106,90200 Kan. dollari 49,92800 50,06700 50,41900 Dönsk kr. 9,45780 9.48420 9,43900 Norsk kr. 9,32210 9,34800 9,33880 Sænsk kr. 9,85010 9.87750 9.87600 Fi. mark 15,31780 15.36040 15,34700 Fr. franki 10,75800 10,78790 10,73230 Belg. franki . 1,75480 1,75970 1,74770 Sv. franki 42.41130 42,52930 42,53680 Holl. gyllmi 32,00890 32,09800 31,90610 Þýskt mark 36,05340 36,15380 35,97210 ít. lira 0,04928 0,04942 0,04912 Austurr. sch. 5,12510 5,13930 5,11160 Port. escudo 0,40930 0.41040 0,40920 Sp. peseti 0,58610 0.58780 0,58440 Jap. yen 0.38475 0.38582 0.39061 irskt pund 96,69600 96,96500 96,48200 SDR (Sérst.) 78.33830 78,55640 78,73550 ECU.evr.m. 74,74120 74,94930 74,60300 Tollgengi lyrir ágúst er solugengi 30. júlí. Sjáltvirkur simsvari gengisskránmgar er 62 32 70. ■ ÁRBÆJARSAFN er opið um verslunarmannahelgina. í Prófess- orsbústaðnum frá Kleppi er sýning um mannlíf á stríðsárunum. í Mið- húsi er starfrækt aldamótarprent- smiðja og þar eru um helgina prent- ari og bókbindari að störfum. Gest- ir fá einnig að prófa að prenta. Krambúð aldamótakaupmannsins er einnig að finna á Arbæjarsafni. A Arbænum er unnið við tóvinnu og bakaðar grautarlummur. Á sunnudag verður messað í safn- kirkjunni og í Dillonshúsi eru veit- ingar á boðstólum. Á sunnudag leikur Karl Jónatansson á harmon- iku í Dillonshúsi. færaveiðum skammt innan við Dalvík. Þetta séu aðkomubátar, meðal annars frá Hofsósi, Húsavík og Grenivík. „Svo voru þeir komn- ir hér inn á hafnarsvæðið. Mér skilst að hafnarsvæðið sé frá Háls- homi og inn í Sauðanes, en þeir voru kastandi hér rétt utan við hafnargarðinn," sagði Rúnar. Hann segir að snurvoðarbátarn- ir hreinsi upp allan fisk fyrir trill- usjómönnum. „Við fáum ekkert eftir þetta. Ég var sjálfur að róa á snurvoðarbát eitt sumar fyrir nokkrum árum til að sjá þetta að gamni mínu, og maður var víða með sveðjuna á vírunum til að skera þarann af, þannig að það þarf enginn að segja manni hvern- ig þetta fer með botngróðurinn, hvorki fiskifræðingar né aðrir,“ sagði hann. Rúnar segir að velflestir trill- usjómenn á Dalvík hafí skrifað undir mótmælaskjal, sem fara mun til bæjarstjórnarinnar, og ef til vill verði það sent til Fiskifélags- ins líka. „Fyrst og fremst þarf að loka hafnarsvæðinu nú þegar fyrir þessum veiðum. Mönnum fínnst að bærinn hafí alltént vald til þess. Svo þarf að reyna að beita sér fyrir því að plássin hér í kring ýti snurvoðarbátunum út úr fírðin- um,“ sagði Rúnar. Þórður Eyþórsson í sjávarút- vegsráðuneytinu segir að veiðar dragnótabátanna séu samkvæmt leyfum frá sjávarútvegsráðuneyt- inu, en ævinlega hafí verið krytur milli trillusjómanna og þeirra, sem eru á dragnótabátunum. Eyja- fjörður er lokaður fyrir dragnóta- veiðum innan við ímyndaða línu, sem liggur frá Brimnesi við Ár- skógssand og yfir fjörðinn í Svínárnes norðan við Grenivík. Á haustin hafa stundum verið leyfð- ar dragnótaveiðar á kola innan línunnar, á Laufásgrunni. Þórður segir að kolinn fáist ekki í önnur veiðarfæri en dragnótina og því sé sjálfsagt að hleypa snurvoðar- bátum í hann, en trillusjómenn telja hins vegar að bátamir veiði ýmislegt fleira en kola innan línunnar, bæði ýsu og þorsk. Þórður segir að bæjaryfirvöld geti ekki bannað fiskveiðar af ein- hveiju tagi á hafnarsvæðum sínum. Hafnarsvæðin séu víða nokkuð stór hafsvæði, jafnvel heil- ir firðir og flóar. „Hafnarstjórnir hafa ákveðið vald til afskipta af umferð inni á höfnum, en það vald er ekki hugsað þannig að þær geti stjómað fiskveiðum við landið,“ sagði hann. Hann segir að ef trillusjómenn vilji fá fram breytingar á reglum um snurvoð- arveiðar, verði þeir að snúa sér til sjávarútvegsráðuneytisins. „Við viljum ekki hringla með þetta á yfírstandandi vertíð, heldur skoða málið í heild áður en við gefum út leyfi fyrir næsta veiðitímabil,“ sagði Þórður. Síðustu sumartón- leikamir um helgina SlÐUSTU sumartónleikarnir verða haldnir nú um helgina í Reykjahi- íðarkirkju og Akureyrarkirkju. Sönghópurinn Illjóineyki syngur i kirkjunum undir stjóm Hjálmars H. Ragnarssonar, en hópurinn söng í Húsavíkurkirkju á fostudagskvöld Hljómeyki syngur í Reykjahlíð kl. 20.30 á laugardag og í Ákur- eyrarkirkju kl. 17 á sunnudaginn. Flutt verða þijú verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson; Gamalt vers, Messa og Ave Maria. Sönghópurinn Hljómeyki var stofnaður 1974 og starfaði til 1978, en 1986 var þráðurinn tekinn upp að nýju. Sönghópurinn hefur árlega flutt íslenzka tónlist í Skálholti. Auk flutnings íslenzkra nútímaverka hefur Hljómeyki flutt eldri tónlist og meðal annars komið fram með Kammersveit Seltjarnamess í des- ember á síðasta ári og íslenzku hljómsveitinni við flutning á Dido og Æneas eftir Purcell í marz síðastliðnum. Hljómeyki skipa 16 manns. Hjálmar H. Ragnarsson hefur meðal annars stjórnað Háskóla- kórnum og samið kórverk, auk tón- listar fyrir einleikshljóðfæri og kammerhópa. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús og sjónvarp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.