Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1990, Blaðsíða 32
í 32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 Ragnar Olason Akureyrí — Minning Fæddur 1. júní 1912 Dáinn 27. júlí 1990 Föstudaginn 27. júlí l^st í sjúkra- húsi Akureyrar Ragnar Ólason, fyrrverandi verksmiðjustóri Sjafnar og síðar Skinnaverksmiðjunnar Ið- unnar, og þar með hefur kvatt okk- ur hin mætasti og ágætasti sam- ferðamaður. Ragnar Ólason fæddist á Bakka í Kelduhverfi l.júní 1912. Foreldr- *•- ar hans voru Óli G. Árnason og Gunnþóra Þórarinsdóttir. Ragnar lauk stúdentsprófi frá MA en fór síðan til framhaldsnáms í Þýska- landi og lauk þar námi í efnaverk- fræði 1939. Sama ár kom hann heim og gerðist verksmiðjustjóri sápuverksmiðjunnar Sjafnar. Ragn- ar stjórnaði Sjöfn með miklum ágætum í 30 ár eða til ársins 1969. Hann kunni vel að umgangast sitt starfsfólk og var því góður og um- hyggjusamur. Hann gat verið mjög ákveðinn og á stundum þijóskur, en um leið raungóður og ég held að öllum sem með Ragnari unnu hafi þótt vænt um hann. Ragnar var tölvís, nákvæmur og hreinn í viðskiptum. Hann var einlægur samvinnumaður og bar hag Sarn- vinnuhreyfingarinnar mjög fyrir brjósti, enda starfaði hann á hennar vegum og í anda hennar allan sinn starfsaldur. Ragnari var mjög hlýtt til Menntaskólans á Akureyri og var um árabil prófdómari í raungreinum við skólann. Fundum okkar Ragnars bar fyrst saman 1957, en þá hafði verið ákveðið að hefja framleiðslu á máln- ingavörum á vegum Sjafnar. Mér er enn í minni hversu vel hann tók mér og konu minni er við komum til Akureyrar með tvö ung börn, og lét ekkert ógert til þess að okk- ur liði sem best. Með okkur tókst brátt hið besta samstarf og vinátta, sem náði til fjöiskyldna okkar beggja. Við unnum vel saman á þessum fyrstu árum og var þá vinnudagurinn oft langur. Við átt- um leið saman heim á brekkuna og þá kom oft fyrir að Ragnar bauð heim til sín upp á kaffibolla, stund- um bragðbættan, og var þá gjarnan haldið áfram umræðum um málefni Sjafnar. Oft var þó slegið á léttari strengi, því Ragnar bjó yfir fínni kímni enda þótt hann bæri ekki slíkt á torg. Ragnar var harðduglegur elju- maður, sem lagði sig allan fram við þau störf sem hann tók sér. Þetta kom glöggt fram er hann tók að sér uppbyggingu og rekstur Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar eft- ir brunann 1969. Ragnar sem þá var kominn hátt á sextugsaldur tók nýja starfið föstum tökum. Hann fór til Friitala í Finnlandi og vann þar hin ýmsu störf í sútunarverk- smiðju til þess að læra sjálfur allt handverk. í samvinnu við Friitala- menn tókst Ragnari að koma á fullvinnslu skinna og gera úr þeim eftirsótta vöru eða svokölluð mokkaskinn. Þetta var mikið átak og veksmiðjan gekk vel undir hans stjórn. Árið 1942 kvæntist Ragnar eftir- lifandi konu sinni, Rögnu Valde- marsdóttur, og varð þeirra sambúð öll hin besta. Þau eignuðust fimm vel gerð börn og hið mesta sóma- fólk. Þau eru Valdimar efnaverk- fræðingur, sem búsettur er í Finn- landi, Ásgerður, kennslukona og húsmóðir í Reykjavík, Óli, lyfsali á Dalvík, Árni, doktor í orkufræðum við Orkustofnun í Reykjavík og Guðrún, röntgentæknir og húsmóð- ir í Reykjavík. Það var alltaf gaman að koma á rausnarlegt heimili þeirra hjóna, og minnist ég þar margra góðra stunda bæði á jólum og um áramót. Gest- risni þeirra og höfðingskapur var slíkur að orð fór af, og ævinlega var heilsað og kvatt með hlýlegu handabandi. Heilsu Ragnars tók að hraka upp úr 1980 og vinum hans var það ljóst enda þótt hann gerði alltaf lítið úr ef á það var minnst, og leiddi þá gjarnan talið að einhveiju öðru. Ragnar tók sínum veikindum af æðruleysi uns yfir lauk. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa feng- ið að starfa með þessum sóma- manni sem Ragnar Ólason var og að fá að njóta hans vináttu. Nú þegar Ragnar og fjölskylda kveðja ástríkan eiginmann, föður og afa sendum við Pat þeim okkar innilegustu kveðjur og minnum á þá huggun sem felst í orðum Fjalla- skáldsins: ' Æ hverf þú ei af auga mér þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber þótt blæði hjartans sár. Ég kveð kæran vin, Ragnar Óla- son. Blessuð sé minning hans. Aðalsteinn Jónsson Ragnar Ólason, elskulegur vinur og starfsfélagi í fjörutíu ár, er lát- in,n. Hann lést á Akureyri 27. júlí, eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Mér er það mjög minnisstætt þegar við Ragnar sáumst í fyrsta sinn. Það var í ársbyijun 1950. Hann kom í heimsókn til Sambands- + Ástkær eiginkona mín, KRISTÍN OTTÓSDÓTTIR, Vogalandi 7, andaðist á heimili okkar 3. ágúst. Haukur Þorsteinsson og fjölskylda. t Útför föður okkar og tengdaföður, JÓNS BEKK ÁGÚSTSSONAR, Skipasundi 80, sem andaðist 30. júlí, fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Rósa Jónsdóttir, Sigursveinn Á. Sigurðsson, Jónína Ó. Jónsdóttir,. Guðjón Rögnvaldsson, Hólmfríður G. Jónsdóttir, Einar Karl Einarsson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KARLS B. ÁRNASONAR glerskurðarmeistara, Stigahlíð 39, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. ágúst kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hins látna, látið Krabbameinsfélagið njóta þess. Margrét N. Eyjólfsdóttir, Eyjólfur B. Karlsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Brynjólfur Karlsson, Þórdís M. Jónsdóttir, Reynir Karlsson, Ásdis Svavarsdóttir, Haraldur Karlsson, Guðrún J. Júliusdóttir, Stella S. Karlsdóttir, Svavar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐ SVEIN SIGURJÓNSSON frá Hellissandi, fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Bílferð verður frá Bifreiðastöö Islands kl. 8.00 sama dag. Ósk Dagóbertsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Lára D. Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Guðni Þorvarður Sigurðsson, Fanney Sigurðardóttir, Magnea G. Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Anna Þorleifsdóttir, Theódór Jónasson, Haraldur Brynjólfsson, Áslaug Herdis Úlfsdóttir, Georg Elíasson, Pétur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Dóttir mín, móðir og systir okkar, HELGA AÐALSTEINSDÓTTIR, Hrafnhólum 6, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 1. ágúst. Björk Friðriksdóttir, Klara Norðdahl, Hörður Aðalsteinsson, Höskuldur Aðalsteinsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNLAUGUR JÓN KARLSSON, Bergholti 6, Mosfellsbæ, lést 2. ágúst. Ásdís Sæmundsdóttir, Karl Gunnlaugsson, Magnús Gunnlaugsson, Guðrún Gunnlaugsdóttir. + Útför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, EMILS GUNNARS PÉTURSSONAR vélstjóra, Dalbraut 20, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13.30. ína Jóhannsdóttir, Erla Emilsdóttir, Huida Ríkharðsdóttir, Halldór P. Þorsteinsson, Gunnar Ríkharðsson, Helga Thoroddsen, Hörður Rikharðsson, Sigríður Aadnegard og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og frænku, ÓLAFAR JÖRGENSEN DEVANEY Suðurvöllum 2, Keflavík, fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. John Devaney, Kaj Devaney, Elizabeth Devaney, David Devaney, Carol Devaney, Deirdre Devaney, Guðrún Jörgensen, Carsten Kristinsson, Bryndís Bragadóttir, Snorri Snorrason, Sigrún Snorradóttir, Stefanía Snorradóttir. ins þar sem ég var nýbyijaður að vinna. Hann var þá verksmiðju- stjóri Sjafnar og erindið var að knýja á um leyfisveitingu fyrir ein- hveijum tækjum _ sem vantaði til sápuframleiðslu. í þá daga þurfti leyfisveitingu fyrir öllum hlutum og það var ærinn starfi að fá slík leyfi. Ég fór með Ragnari til stofn- unarinnar sem veitti leyfin. Ég minnist þess hve ég varð hrifinn af málflutningi Ragnars. Hann var einkar skýr, kurteis en ákveðinn. Það fór ekki á milli mála að þarna var maður framkvæmda á ferð, maður sem kunni til verka. Ávallt síðan, gegnum mikið samstarf, ósigra og sigra, hefur ímynd Ragn- ars verið sú sama í huga mínum. Gáfaður, dugmikill og heiðarlegur forgöngumaður í vinnslu og við- skiptum á sjnu sviði. Ragnar Ólason var fæddur að Bakka í Kelduhverfi 1. júní 1912. Foreldrar hans voru Óli Guðmundur Árnason, bóndi á Bakka, og kona hans, Rannveig Þórarinsdóttir. Þau áttu fjögur börn og einn fósturson. Sigurveig var elst, þá Jón, síðan Ragnar og Gunnar yngstur en Björn Jónsson fóstursonur þeirra var að- eins eldri en Gunnar. Ragnar ólst upp í föðurhúsum, var í skóla hjá séra Páli Þorleifs- syni á Skinnastað og las 1. og 2. bekk MA utanskóla en settist í 3ja bekk MA árið 1929, yngstur sinna skólasystkina. Að stúdentsprófi loknu var Ragnar eitt ár í Háskóla Islands og lauk þaðan cand. phil,- prófi 1934. Þaðan lá leiðin til Kaup- mannahafnar. Þar var hann einn vetur við nám í efnafræði. Honum líkaði ekki dvölin þar og fór til Dresden í Þýskalandi þar sem hann stundaði nám við tækniháskólann og lauk prófi í efnaverkfræði árið 1939. Hann kom beint heim að loknu prófi, enda hafði hann árið áður, í sumarleyfi heima, verið ráð- inn forstjóri Efnaverksmiðjunnar Sjafnar á Akureyri. Þar var hann forstjóri í 30 ár. Guðmundur Blöndal, sem var starfsmaður Sjafnar í 10 ár, segir í Aldnir hafa orðið: „Verksmiðju- stjóri var Ragnar Ólason, einstak- lega traustur maður og gaman að vinna hjá honum. Hann rak fyrir- tækið eins og hann ætti það sjálf- ur, svo annt lét hann sér um það, bæði smátt og stórt og ekkert mátti fara í súginn og allt varð að vera í röð og reglu og á hreinu með við- skipti og vinnu, alveg ágætur mað- ur“ (tilv. lýkur). Þarna er Ragnari rétt lýst. Hann var sérlega hagsýnn og inikill stjórnandi. í janúar 1969 varð stórbruni í sambandsverksmiðjunum á Akur- eyri. Þá brann stór hluti sútunarinn- ar, öll skógerðin, samkomusalurinn og töluverðar skemmdir urðu hjá Gefjuni. Stjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga ákvað að byggja upp verksmiðjurnar þegar í stað og jafn- framt að byggja upp nýja fullkomna sútunarverksmiðju með það mark- mið í huga að fullvinna þau gæru- skinn sem til féllu hjá sambands- sláturhúsunum. Um þær mundir var Þorsteinn Davíðsson, þáverandi verksmiðjustjóri, að hætta því starfi sökum aldurs. Þá var Ragnar beð- inn að taka að sér verksmiðjustjóra- starfið og sjá um uppbyggingu skinnaverksmiðjunnar en það var svo sannarlega ekkert smámál. Sútun er ekki einfalt verk. Það er hárnákvæm, tæknilega flókin vinna og ekkert má út af bera. Þá mis- tekst verkið. Að byggja upp frá grunni stóra verksmiðju og afla þeirrar tækniþekkingar sem til þarf er geysilegt verk. Ragnar lagði sig allan fram og honum tókst á ótrú- lega stuttum tíma að koma verk- smiðjunni upp. Það var gerður samningur við finnska sútunarverk- smiðju um tækniaðstoð og Ragnar var mikið í Finnlandi á þeim tíma. Ótrúlegur dugnaður Ragnars ásamt ósérhlífni og góðum gáfum komu að góðum notum í glímunni við erfiðleikana að koma upp verk- smiðjunni. 26. maí 1970 fór fyrsta vinnslan fram, aðeins ári eftir að byggingaframkvæmdir hófust. Verksmiðjan var formlega vígð ári síðar af þáverandi forsætisráð- herra, Jóhanni Hafstein, bekkjar- bróður Ragnars úr MA. Árið 1942 gekk Ragnar að eiga < i i i í 4 i í 4 4 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.