Morgunblaðið - 04.08.1990, Side 33

Morgunblaðið - 04.08.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 33 unga og fallega stúlku, Ragnheiði Valdemarsdóttur. Foreldrar hennar voru hjónin Valdemar Pálsson, bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum í Eyjafirði, og Guðrún Jónasdóttir. Ragnar og Ragna, eins og við kölluðum hana, voru alla tíð ein- staklega samhent og hamingjusöm hjón. Ragnar hefur ekki gengið heill til skógar um árabil og Ragna hefur verið vakin og sofin í um- hyggju fyrir bónda sínum. Þau byggðu sér fallegt heimili á Byggðavegi 89 á Akureyri. Þangað lögðum við hjónin oft leið okkar og vorum umvafin hlýju og vináttu. Það er leitun að jafn gestrisnum hjónum enda hefur oft verið gest- kvæmt hjá þeim. Rögnu og Ragnari varð fimm barna auðið. Þau eru: Valdemar, efnafræðingur, búsettur í Kokkola í Finnlandi, kvséntur Sirkka Mont- er. Ásgerður, kennari í Reykjavík, gift Gunnari Eydal, lögfræðingi og skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar. Oli Þór, apótekari á Dalvík, kvænt- ur Ingibjörgu Marinósdóttur. Árni, verkfræðingur, kvæntur Eddu Ásr- únu Guðmundsdóttur. Guðrún, meinatæknir, gift Valdimar Einis- syni, rafeindavirkja. Fjölskyldan var mjög samhent og íjölskylduböndin sterk. Sam- skipti okkar Ragnars urðu mikil eftir að hann tók við verksmiðju- stjórn Iðunnar. Meðal annars ferð- uðumst við mikið saman, oft með eiginkonum okkar. Fljótlega mynd- aðist mikill vinskapur okkar á milli sem aldrei kom hnökri á. Af ferða- lögum er sérstaklega minnisstætt mánaðarferðalag um Kanada og Bandaríkin, þar sem við ókum um Islendingabyggðir N-Dakota og Manitoba og yfir Klettafjöllin til vesturstrandarinnar. Það var ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri og þægilegri ferðafélaga. Það eru mörg fleiri ferðalög ánægjuleg og ævintýraleg sem geymd eru á spjöldum minninga um Rögnu og Ragnar. En nú er hann allur. Sambandsstjórn þakkar Ragnari mikil störf, en hann vann fyrir sam- vinnuhreyfinguna af einstökum heilindum og samviskusemi, alla sína starfsævi og kom miklu í verk. Ragnar sóttist ekki eftir vegtyllum. Honum voru boðnar „hærri stöður“ hjá Samvinnuhreyfíngunni en hafn- aði þeim. Lífsförunautur hans, Ragna, studdi við bak hans eins og klettur og var honum ómetanlegur styrkur. Við hjónin sendum Rögnu og fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur og kveðjum með söknuði góðan og tryggan vin. Hjörtur Eiríksson Ragnar Ólason fæddist 1. júní 1912 á Bakka í Kelduhverfi, N- Þing. Foreldrar hans voru Óli Árna- son, bóndi þar og Gunnþóra Þórar- insdóttir, kona hans og voru þau ættuð úr Kelduhverfi og Öxarfirði. Ragnar var bræðrungur við Sigurð Gunnarsson, skólastjóra og rithöf- und og Rannveigu Gunnarsdóttir, móður verkfræðinganna Guðmund- ar og Gunnars Björnssona frá Kópaskeri. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1933. Árið 1939 lauk hann prófi í efna- verkfræði frá Tækniháskólanum í Dresden. Árin 1939-1969 var hann forstjóri Efnaverksmiðjunnar Sjafnar á Akureyri í eigu KEA og árin 1979-1980 var hann forstjóri Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri í eigu SÍS. Eftir það gegndi hann skrifstofustörfum þar í fáein ár. Árið 1942 giftist Ragnar Ragn- heiði Valdemarsdóttur Pálssonar, bónda og hreppstjóra á Möðruvöll- um í Eyjafirði og Guðrúnar konu hans Jónasdóttur. Börn þeirra eru Valdimar, búsettur í Finnlandi, gift- ur Sirkka Monter, Ásgerður kenn- ari, gift Gunnari Eydal lögfræð- ingi, Óli Þór lyfsali á Dalvík, giftur Ingibjörgu Marinósdóttur, dr. Árni verkfræðingur, giftur Eddu Ásrúnu Guðmundsdóttur og Guðrún, gift Valdimar Einissyni rafeindavirkja í Reykjavík. Ragnar óx upp úr jarðvegi sam- vinnuhreyfingarinnar hér á landi. Hann var ekki ýkja pólitískur í eðli sínu og flíkaði ekki skoðunum sínum í stjórnmálum en var þó ekki ósnortinn af hugsjónum samvinnu- hreyfingarinnar og mun raunar alla tíð hafa aðhyllst þær. Þeirri hreyf- ingu helgaði hann krafta sína frá upphafi til loka starfsferils síns. Ragnar var mjög svo starfhæfur og happadijúgur í öllu, sem hann fékkst við um ævina. Fyrirtæki þau, sem hann veitti forystu döfn- uðu vel og farsællega. í höndum hans. Efnaverksmiðjan Sjöfn færði smám saman út kvíarnar undir stjórn hans og Skinnaverksmiðjan Iðunn tók stórt skref fram á við, þegar honum var falin forsjá henn- ar. í starfi sínu bjó Ragnar yfir þeirri gætni og þeim hyggindum, sem í hag komu fyrir fyrirtæki hans. Hann gaf alltaf vandlega gaum.að framleiðslu- og sölumálum verksmiðjanna, hafði lifandi áhuga á viðskipta- og efnahagsmálum í víðu samhengi, fylgdist grannt með ástandi og þróun í þeim hér heima og í markaðslöndum okkar og leit- aðist við að sjá fyrir framvinduna í þeim efnum eftir því sem kostur var á hverju sinni. Hagræðingu í starfrækslu verksmiðjanna reyndi hann að koma við eftir föngum. Rekstrarkostnaði hélt hann í skefj- um, mannahaldi í hófi og yfirbygg- ingu í lágmarki. Hann lét sér mjög annt um starfsfólk verksmiðjanna og var að makleikum vel metinn af því. Ástundun Ragnars í verki bar árangur og kom fram í rekstri og hag verksmiðjanna, sem ekki urðu fyrir skakkaföllum í hans tíð og kom ekki til, að starfsfólki þar yrði sagt upp þá eða síðar. Raunar voru tímar og aðstæður öðru vísi þá en nú, en ekki er of mælt, að gifta og heillastjarna fylgdu jafnan Ragnari í starfi. Ragnar var valmenni. Hann var „vammlaus halur og vítalaus", heið- virður inn að innstu rótum hjarta síns. Séntilmaður var hann í enskri merkingu þess orðs, meiddi ekki aðra vitandi vits eða ótilneyddur í orði eða verki. Hann hafði til að bera kurteisi hjartans, „siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist", sýndi jafnan öðrum virðingu á látlausan og hófsaman hátt. Nærveru góða hafði hann og lagði frá honum nota- legan yl og skilningsríkt hugarþel. Frá honum var ekki skeyta að vænta. Fjölskyldufaðir var Ragnar afar góður, lét sér með afbrigðum um- hugað um konu sína og börn, bar þau á höndum sér og átti fáa sína líka í þeim efnum. Hann var ekki mjög mannblendinn, umgekkst yfir- leitt ekki marga en var mikill vinur vina sinna. Um hann mátti segja, að hann hafi verið gæddur vinai'- gáfu og hafði til að bera þá mildi og þau heilindi, sem eru ríkur þátt- ur í vináttu ásamt ræktarsemi og trygglyndi, sem ekki brást. Ragnar naut góðrar heilsu fram til 1975 en veiktist þá af kransæða- sjúkdómi, sem fór sér fremur hægt framan af en ágerðist á síðari árum. Árið 1984 fékk hann aðkenningu að heilaslagi, náði þá nokkrum kröftum á ný en á síðasta og þessu ári hrakaði heilsu hans mjög. Hinn 17. júlí fékk hann heilaslag, sem hann lést úr 27. júlf. Nú þegar Ragnar Ólason er á braut genginn og kvaddur hinstu kveðju, er honum þökkuð dýrmæt vinátta á liðnum áratugum. Eftirlif- andi eiginkonu hans, börnum og öðrum vandamönnum er vottuð djúp samúð og hluttekning í harmi þeirra. Ólafur Sigurðsson, læknir. Útför Ragnars fer fram nk. þriðjudag frá Akureyrarkirkju. t Dóttir mín og móðir okkar, SIGURLAUG KNUDSEN, lést á Borgarspítalanum 25. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Elinborg Pálsdóttir, Eínar Bjarnason, Magnús Hjaltested, Markús ívar Hjaltested og Sigríður Hjaltested. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNORRI VIGFÚSSON, Bergþórugötu 35, andaðist ó Landakotspítala 30. júlí. Bálför hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Gísli Snorrason, Sólveig Snorradóttir, Bergur Ingimundarson, Snorri Guðjón Bergsson, Ingimundur Jón Bergsson, Kristin Bergsdóttir. t Útför móður- og tengdamóður okkar, JENNÝAR GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Skárastöðum, fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Sveinn Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Kristinn Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Unnsteinn Jónsson. Hallveig Eiríksdóttir, Þorbjörg Georgsdóttir, Jóhann Helgason, Birna Benediktsdóttir, Steindór Úlfarsson, Gísli Einarsson, Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar og afa, KRISTINS JÓELS MAGNÚSSONAR verktaka, Álfaskeiði 14, Hafnarfirði. Margrét Egilsdóttir, Magnús S. Kristinsson, Viðar Kristinsson, Ásta María Kristinsdóttir, Þórður M. Kristinsson, Sólrún Ósk Kristinsdóttir, Marta Einarsdóttir, og barnabörn. Sigríður Baldursdóttir, Guðbergur Garðarsson, Magnhildur Pétursdóttir, J MagnúsSig. Kristinsson Sveinbjörn S. Svein- björnsson frá Ljóts- stöðum -Minning Fæddur 27. maí 1893 Dáinn 27. júlí 1990 í dag kveðjum við elskulegan og sérstakan mann, hann Sveinbjörn Sigurð Sveinbjörnsson tengdaföður minn. Sveinbjörn fæddist ' að Horn- brekku á Höfðaströnd í Skagafirði 27. maí 1893. Foreldrar hans voru hjónin Anna Sölvadóttir og Svein- björn Sveinsson og eignuðust þau sex börn. Sveinbjörn kvæntist konu sinni, Jóhönnu Símonardóttur, árið 1921 en hún andaðist árið 1988, þau eignuðust sjö börn. Eg kynntist tengdaforeldrum mínum fyrir 24 árum þegar ég kom á heimili þeirra á Ljótsstöðum í Skagafirði, það voru ánægjuleg kynni og fann ég fljótt hvað ég var velkomin. Það var bæði gaman og fróðlegt að tala við þau og sérstak- lega um gamla tíma, þau kunnu vel að segja frá. Alltaf voru börnin okkar velkom- in í sveit til afa og ömmu og voru þau óspör á að miðla þeim af gæsku sinni. Gaman finnst mér að minn- ast stundanna þegar ég var á Ljóts- stöðum og systur Sveinbjörns voru að koma í heimsókn, hvað það var mikill systkinakærleikur á milli þeirra. Sátu þau saman fram á nótt og skemmtu sér við að riíja upp sögur og atburði frá æskuárun- um. Sveinbjörn var alltaf fullur af orku og vinnusamur með eindæm- um. Hann var mjög ern og stund- aði sinn búskap fram á efri ár eða þar til hann fór að missa sjónina. Hann var alveg blindur síðustu æviárin en fylgdist rnjög vel með og var alveg einstaklega minnugur svo að til þess var tekið, aldrei kvartaði hann yfir sjónleysinu. Árið 1978 brugðu þau búi og fluttu með dóttur sinni á Austur- götu 20 á Hofsósi. Með þessum línum kveð ég Sveinbjörn og er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Nú legg ég augun aftur. Ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Guðrún Sigurðardóttir + Systir okkar, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Miðfelli 2B, Hrunamannahreppi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 31. júlí sl., verður jarðsungin frá Hrunakirkju, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Systkinin. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI RAFN KRISTBJÖRNSSON, járnsmiður, Hamrahlíð 25, lést hinn 27. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Guðrún Sveinsdóttir, Sveinn M. Árnason, Maria Gréta Guðjónsdóttir og barnabörn. + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR P. GUÐMUNDSSON frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvik, til heimilis á Tjarnagötu 10, Innri-Njarðvik, verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Ester Finnbogadóttir, Gylfi A. Pálsson, Guðmundur Kr. Sigurðsson, Gróa Hreinsdóttir og barnabörn. + Alúðarþakkir til allra, er sýndu okkur velvild og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ANDREU PÁLÍNU JÓNSDÓTTUR, Leirhöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks við sjúkarhúsið á Húsavík. Jóhann Helgason, Jón Helgason, Hildur Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Birna Helgadóttir, Anna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Dýrleif Andrésdóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir, Sigurður Þórarinsson, Pétur Einarsson,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.