Morgunblaðið - 04.08.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Rækta meira
af lífrænu grænmeti
Grænmetisneytandi hringdi:
„Mig langar til að hvetja fólk
til að rækta meira af lífrænu
grænmeti. Sólheimar hafa selt líf-
rænt ræktað grænmeti í versl-
unum, en það er það lítið sem
kemur frá þeim að það er setið
um það, þrátt fyrir að það sé
dýrara. Það væri tilvalið fyrir
bændur að nota sér þessa miklu
eftirspurn og hefja ræktun líkt
og þeir gera í Sólheimum. Þá vil
ég geta þess að það hafa farið
hópar fólks héðan á heilsuhæli í
Danmörku þar sem fæðan er líf-
rænt ræktað grænmeti. Það ætti
að vera umhugsunarefni.“
Vill fá Stjörnuna eða
Eff Emm á Akureyri
Ungur útvarpshlustandi á
Akureyri hringdi:
„Mig langar að spyrjast fyrir
um það hvort útvarpsstöðvamar
Stjaman eða Eff Emm geti ekki
hafið útsendingar hér á Akureyri.
Ég er orðinn þreyttur á Bylgjunni
sem er með alltof róleg lög eða
kántrí og Rás 2 finnst mér ekki
nógu skemmtileg. En ég hef
heyrt að Stjaman og Eff Emm
séu með hressileg lög fyrir ungt
fólk.“
Tapaði úri
Þórunn hringdi:
„Sonur minn 9 ára týndi Casio-
tölvuúri fyrir utan Fálkann á Suð-
urlandsbraut rétt fyrir kl. 6 þriðju-
daginn 31. júlí. Ef einhver hefur
fundið úrið bið ég hann að
hringja í síma 666663.“
Drengjalyól hvarf
Svart og skærbleikt 24 tommu
10 gíra drengjahjól hvarf frá
Heiðargerði 118. Þeir sem vita
um hjólið hringi í síma 685958.
Hlýtt viðmót í Bláa lóninu
Sveina hringdi:
„Við fórum hjónin með íslensk-
an gest frá Kanada í Bláa lónið
fyrir stuttu. Þar mætti okkur svo
mikil umhyggja og hlýja frá
manninum sem rekur staðinn við
Bláa lónið að mér finnst ég megi
til með að nefna það. Hann fylgd-
ist vel með okkur og uppfræddi
okkur um staðinn. Síðan fórum
við á veitingastaðinn sem er þama
og þar mætti okkur sama hlýjan
og elskulegheitin. Kvöldið varð
mjög ánægjulegt vegna þessarar
góðu móttöku sem við fengum
þarna. Ég vil þakka fyrir þetta."
Ekki stuðningur við
Ríkisútvarpið að borga
afnotagjöldin
Sigríður hringdi:
„Eg er sammála þeim Víkveija
sem skrifar að það sé furðulegt
af útvarpsstjóra að taka það sem
sérstakan stuðning við Rfkisút-
varpið þegar afnotagjöldin eru
greidd á réttum tíma. Þegar slíkir
reikningar sem ekki er nokkur
vegur að komast hjá að greiða
berast, sem sumir nefna nauðung-
arskatt, borgar maður auðvitað á
réttum tíma án þess að vera um
leið að gefa sérstakt samþykki
sitt fyrir þessum gjöldum. Nú og
svo eru margir sem greiða afnota-
gjöldin með greiðslukorti þannig
að þær greiðslur berast ætíð á
réttum tíma.“
Tapaði þráðlausum síma
Þráðlaus sími tapaðist í Garða-
bænum fimmtudaginn 12. júlí.
Síminn var lagður á bíl en síðan
var keyrt í burtu og síminn varð
eftir á götunni. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 656350.
Tapaði nýjum
heimasaumuðum jakka
Nýr heimasaumaður drengja-
jakki var skilinn eftir á Borg-
arspítalanum á 5. hæð. Jakkinn
er úr skræpóttu efni með bláu
stroffi og hvítu vattfóðri.
Finnandi er vinsamlega beðinn að
hringja í síma 54164.
Týndur köttur
Hvítur og svartur köttur týnd-
ist úr Kópavogi. Hann er eyrna-
merktur 5003 og með græna ól.
Þeir sem vita um köttinn eru beðn-
ir að hringja í síma 41443.
Týndur köttur
Svartur ómerktur köttur týnd-
ist frá Breiðvangi í Hafnarfirði.
Þeir sem hafa séð köttinn hringi
í síma 51163.
Týndur köttur
Svartur og hvít'ur köttur týndist
frá Stigahlíð í Reykjavík. Köttur-
inn er ómerktur. Þeir sem vita um
köttinn hringi í síma 686875.
Útvarpshlustendur fái
að heyra ævisögu Galínu
Til Velvakanda.
Hér á dögunum var rifjuð upp
sagan af því þegar íslenskir stúd-
entar í Stokkhólmi réðust á íslenska
sendiráðið þar til að krefjast bættra
kjara. í viðtalinu kom fram að förin
var ekki síður gjörð til að mótmæla
stjórnvöldum hér. Þeir vildu sem
sé öreigastjóm. Þetta skeði ekki
mörgum árum eftir að skýrt hafði
verið frá stjórn Stalíns og sannleik-
urinn kom í ljós og þar með vitnað-
ist að aldrei fýrr í sögunni hafði
nokkur þjóð þurft að líða meiri
hörmungar. Valdhafarnir í lýðræð-
isríkjunum fögnuðu Khrútsjov og
héldu í einlægni sinni að nú myndi
allt lagast í Rússlandi og sjálfsagt
væri að veita efnahagsaðstoð.
Hvernig það fór sér maður nú í
dag. Hungrið og kúgunin var sú
sama því efnahagskerfi marxims-
mans sá um það. Og til að styrkja
völd sín enn betur vom sett á stofn
geðveikrahæli fyrir andófsmenn.
Menntamenn í öllum löndum studdu
marxismann og sést það best í Afr-
íku, þegar nýlendumar komust í
hendur innfæddra tók marxisminn
við með sama árangri og í Rússl-
andi og hungur og kúgun jókst.
Þess vegna getur maður með sanni
kallað þá menningarvita í háði.
Ég er búin að lesa bók sem heit-
ir Blóðugur blekkingarleikur eftir
Iomihaí Pacepa sem lengi var yfír-
maður leyniþjónustunnar hjá Ce-
aucescu. Þar gefur nú á að líta, en
lærdómsríkast er að sjá hvernig
þessi mannhundur hefur getað
dregið vestræna valdhafa á asna-
eyrunum og hveiju blaðamennirnir
hafa getað trakterað mannskapinn
á. Þeir menn sem enn vaða í
vinstri villu hafa gott af því að lesa
þessa bók.
Nú er þannig komið að nú er
komin út hér önnur bók sem mér
fínnst að útvarpshlustendur eigi
heimtingu á að lesin sé í útvarpinu.
Það er ævisaga mikillar rússneskrar
söngkonu, Galínu Vishnevskayju.
Þar segir frá lífi almennings í Rúss-
landi og ekki síður ástandinu í
menningarmálum. Mér finnst að
kvennabaráttukonur hér eigi að
taka undir með mér svo alþjóð geti
kynnst sannri kvenhétju.
Húsmóðir
Góður þáttur um akst-
ur á hálendi Islands
Þakka vinarhug, heimsóknir, gjafir, kveðjur
og heillaóskir á áttatíu ára afmœli mínu.
GuÖ blessi ykkur öll.
Jórt Björnsson.
Hjartanlegar þakkir sendi ég œttingjum og vin-
um sem glöddu mig meÖ samveru sinni, gjöf-
um, símskeytum og blómum á áttatíu ogfimm
ára afmœlisdegi mínum 27. júlí.
GuÖ blessi ykkur öll.
Helgi H. Zoega.
Heí opnað læknastofu
í Læknastöðinn, Álfheimum 74.
Tímapantanir í síma 686311.
Þórður Óskarsson,
sérfræðingur í kvensjúkdómum
og fæðingarhjálp.
LIEBHERR jarðvinnsluvélar
FAXI HF.f
Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 76633.
TiP'Velvakanda.
Löngum hefur verið sagt að lofa
beri það sem vel er gert og núna
finnst mér ástæða til að þakka fyr-
ir. Þeir sem eiga þakkirnar skilið
eru sparisjóðirnir, fyrir sjónvarps-
þátt sem þeir létu framleiða, og
sýndur var á Stöð 2 miðvikudags-
kvöldið 1. ágúst.
í þættinum var sýnt á greinar-
góðan hátt hvernig ferðalangar eiga
að bera sig að við akstur á hálendi
íslands, sérstaklega með tilliti til
straumvatna. Auk þess var mikið
af fallegum myndum af stórbrotinni
náttúru Þórsmerkur.
Á hverju sumri undanfarin ár
hafa orðið slys, stundum mann-
skæð, við svipaðar aðstæður og
fram komu í þættinum. Fréttir af
slíkum atburðum hafa fengið mikla
umQöllun í ijölmiðlum og mikla
athygli áhorfenda og lesenda. Þrátt
fyrir þetta hefur verið alltof lítið
um fyrirbyggjandi aðgerðir í þessu
efni fyrr en nú. Þáttur sparisjóð-
anna eru sannarlega aðvörunarorð
í tíma töluð.
Ég vil enn og aftur þakka spari-
sjóðunum fyrir skemmtilegan og
fræðandi sjónvarpsþátt og um leið
skora ég á Stöð 2 að endursýna
hann sem fyrst.
UTSALAN
hefst þriðjudaginn 7. ágúst.
Theódóra,
Laugavegi 45.
Ferðalangur