Morgunblaðið - 04.08.1990, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.08.1990, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990 Kristján var í hópi fararstjóra með landsliðinu á Friðarleik- unum í Seattle og bar þann virðu- lega titil tæknilegur ráðgjafi. Hann ákvað á dögunum að gefa kost á sér í landsliðið áfram, en Kristján hugðist segja skilið við liðið eins og fleiri eftir HM í vetur. Ákvörðun Kristjáns er ánægjuleg enda lykilmaður undanfarinna ára á ferð — frábær bæði í sókn og vörn. Hann er 29 ára; átti einmitt- afmæli með liðið var úti, mánudag- inn 23. júlí, daginn sem ísland tapaði naumlega fyrir Spáni. Meiðslin Kristján meiddist illa í vetur; sinar í öxl slitnuðu og hann lék meira og minna deyfður síðasta hluta keppnistímabilsins. Kristján -teiur meiðslin eiga rætur að rekja allt til heimsmeistarakeppninnar í Sviss 1986. í leiknum gegn Dönum var rifið aftan í hendina á honum, og þá hafa sinar líklega byijað að trosna eða slitna. „Eg spilaði næsta leik á eftir, gegn Svíum, en hvíldi í síðasta leiknum gegn Spánveij- um. Eg fékk svo hvíld eftir keppn- ina, þannig að þetta virtist hafa gróið. Ég fann ekkert fyrir þessu það sem eftir var keppnistímabils- ins 1986, en það má ekki mikið útaf bera til að þetta taki sig upp aftur. Þetta eru mjög þrálát '"rneiðsli og í vetur fór að ég finna meira og meira fyrir þessu og að lokum gaf þetta sig alveg í vor — sinarnar slitnuðu. Eg var slæmur tvisvar fyrir HM í Tékkósló- vakíu, en fann ekkert fyrir þessu þar,“ sagði Kristján við Morgun- blaðið í Seattle. Kristján harkaði ■» af sér og lék úrslitaleikina tvo í Skapti Hallgrímsson skrífar bikarleik, sem við töpuðum. Það var auðvitað ekki gott að tapa,_en samt var ég hvíldinni feginn. Ég hefði varla getað spilað meira. Læknir liðsins hélt að ekkert væri slitið í öxlinni heldur að þetta væri mjög slæm tognun, en svo kom í ljós að þetta var heldur betur slitið.“ Og nú er bara að bíða... „Já, við Stefán (Carlsson, læknir sem skar Kristján upp og var með landsliðinu í Seattle) höfum talað við bandarískan sjúkraþjálfara og ég komst í meðferð hjá honum. Það á að reyna flýta batanum, en auðvitað getur maður aldrei vitað hvernig útkoman verður eftir svona skurðaðgerð.“ Fjögurra mán- aða bið? Kristján sagðist hafa stefnt að því að ná fyrsta leik í spænsku deildinni, um miðjan september en bandaríski sjúkraþjálfarinn var aldeilis ekki sammála því. Spáði að Kristján gæti ekki farið að spila af krafti fyrr en eftir um fjóra manuði — seinni hluta nóvember. „Ég tek enga áhættu, því mótið á Spáni er tvípkipt — fimm efstu liðin komast áfram í úrslit, og það ætti að vera öruggt að við verðum þar á meðal. Ég get því gefið mér ttma til að jafna mig fullkomn- lega; vil það frekar heldur en að þetta taki sig upp aftur og aftur, eins og hefur gerst ansi oft.“ Evrópukeppni bikarhafa með fé- lagi sínu, Teka frá Santander á norðurströnd Spánar. „Ég spilaði sókn í seinni leiknum, en ekki í þeim fyrri. Þá var ég alveg far- lama! Fyrir seinni leikinn heppnað- ist deyfingin betur og ég gat sko- tið á markið með ákveðnu lagi — boltinn fleytti kellingar í markið! Notaði bara undirskot því ég gat ekki lyft handleggnum - skaut því alltal' undir markmanninn og það heppnaðist mjög vel. Ég stökk einu sinni upp til að skjóta, en gerði það ekki aftur. Ég var fimm mínútur að jafna mig. Það má segja að ég hafi bara farið áfram á viljanum og deyfingunni. Ég vildi fyrir alla muni ekki missa af þessum leik — var settur í geisla- og sprautumeð- ferð, og svo deyfður fyrir leikinn. Geislameðferðin gerði náttúrulega ekkeit gagn því sinarnar voru slitn- ar, en ég ákvað að fórna mér. Maður vinnur ekki Evrópumeist- aratitil á hveiju ári.“ Kristján hefur ekkert æft síðan hann meiddist í vor, í lok apríl. „Eftir það spilaði ég bara. Éftir Evrópuleikinn var ég með í einum Morgunblaöið/Skapti Hallgrímsson Með Wilt Chamberlain Wilt Chamberlain, einn frægasti körfuknattleiksmaður allra tíma, heilsar upp á Kristján og Jón Hjaltalín, eftir leik íslendinga og Tékka á Friðarleikunum. Chambarlain, sem lék með Los Angeles Lakers á sínum tíma og er eini leiþmaðurinn sem skorað hefur 100 stig í leik í NBA-deildinni, lýsti því yfir eftir leikinn að handknattleikur væri skemmtilegri en körfuknattleikur. „Hefði ég séð handbolta fyrir 20 árum hefði þetta orðið mín íþrótt," sagði kappinn — og forráðamenn bandaríska handboltasambandsins urðu himinlifandi; vonast til að ummæli Chamberlains verði íþróttinni til framdráttar þar vestra. KRISTJAN ARASON Komst áframá viljanum -ogdeyf- ingunni Vinstri hönd Kristjáns Arasonar er ein sú frægasta í handboltaheiminum. Enginn hefur sennilega tölu á því oft henni hefur verið sveiflað með þeim árangri að knötturinn fari rétta boðleið; í mark, en þó má minna á að Kristján varð fyrsti íslendingurinn til að skora 1.000 mörk með landsliðinu. Höndin sú arna er þó ekki mjög ógnandi um þessar mundir. Kristján var skorinn upp á dögunum vegna meiðsla í öxl, sem hafa valdið honum erfiðleikum í langan tíma. Hann er að jafna sig, og segist verða kominn á fulla ferð aftur strax í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.