Morgunblaðið - 04.08.1990, Side 43
43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1990
Bogdan lagði
of mikla áherslu
á sóknarieikinn
„Ég tel að Bogdan hafi unnið frábært starf á íslandi og fáum við honum
fullseint þakkað hvernig hann breytti hugsunarhættinum hjá þeim sem
tengjast handboltanum í landinu," sagði Kristján um Bogan Kowalczyk,
fyrrum landsliðsþjálfara íslands.
Kristján sagði: „Ef ég ætti að taka fram helsta galla Bogdans þá var hann sá
að hann lagði ekki nógu mikla áherslu á varnarleikinn. Við æfðum sóknar-
leik 80% af tímanum en svo til aldrei var farið virkilega nógu djúpt í varnarleikinn.
Kristján sagði að auðvitað hefði verið um þrekæfingar að ræða „þar sem æft
var maður á móti manni, en skipulagslega var vörnin ekki æfð nægjanlega. Bogd-
an er miklu betri sóknarþjálfari en varnarþjálfari.“
Kristján vill meina að í handboltanum sé vörnin númer eitt. „Við hjá Teka
unnum Evrópukeppnina aðallega á varnarleik og hraðaupphlaupum. Og þegar lið
eins og Svíar eru að skora allt upp í tíu mörk úr hraðaupphlaupum þá er það
einungis hægt ef vörn og markvarsla eru góð. Þetta er það sem gefur.“
Þú ætlaðir að hætta með lands-
liðinu...
„Ég var fyrst og fremst ákveð-
inn í að hætta með landsliðinu ef
ég kæmi heim og færi að vinna.
Það var alltaf möguleiki á að halda
áfram ef ég yrði erlendis - og eft-
ir mikla umhugsun í sumar ákveð
ég að verða með. Þorbergur talaði
við mig; það vantar örvhenta skyttu
og reynslu í liðið. En ég lofaði
honum bara að verða eitt ár; vildi
ekki vera að lofa upp í ermina á
mér. Tek eitt ár fyrir í einu, en
það eru auðvitað meiri líkur á að
ég verði með í B-keppninni 1992
fyrst ég verð með í vetur... Ég
lofa þó engu.“
Kristján var á heimleið en Teka
gerði honum gott tilboð og hann
sló til um að vera eitt ár enn ytra.
Hann hefur alltaf samið til eins árs
við félagsliðin sem hann hefur leik-
ið með undanfarin ár. Ekki vildi
hann fastsetja heimkomuna að ári,
„ég er alltaf að segjast vera að
koma heim og er búinn að gera
marga svo svekkta að það borgar
sig ekki að segja neitt. Það verður
bara að koma í ljós næsta sumar."
Kristján segist aðeins eiga eftir
eitt markmið með erlendu félagsliði
— að verða spænskur meistari. „Það
er draumurinn; það eina sem eftir
er.“ Kristján byijaði hjá Hameln
í Vestur-Þýskalandi og liðið sigr-
aði í 2. deildinni. Síðan fór hann
til Gummersbach; fyrra árið varð
liðið í 3. sæti deildarinnar og síðan
meistari árið eftir. Fýrra ár Kristj-
áns hjá Teka á Spáni varð liðið
bikarmeistari þar í landi og síðan
Evrópumeistari bikarhafa í vor.
„Liðum mínum hefur því gengið
mjög vel, og hefur það auðveldað
lífíð í atvinnumennskunni."
Rætist draumur-
inn?
Lið Teka verður skipað sömu
leikmönnum næsta vetur nema
hvað ein hægri handar skytta bæt-
ist við, gamall landsliðsmaður. Ut-
litið er því bjart, að mati Kristj:
ans, að draumur hans rætist. „Leik-
menn liðsins búa yfir mikilli
reynslu; ég held að sameiginlegur
landsleikjafjöldi okkar sé um 1.200.
Liðið getur náð langt aftur í Evr-
ópukeppni bikarhafa. Deildin er
alltaf að verða betri á Spáni en ég
tel okkur eiga góða möguleika þar
líka — við stefnum á titilinn. Það
kemur ekkert annað til greina, enda
var ekki samið um bónus fyrir
neitt annað en titla!"
Kristján segir v-þýsku deildina
hafa verið betri en þá spænsku
undanfarin ár en handboltinn í
Þýskalandi hafi dalað. „Það er
meiri breidd í Þýskalandi. Átta
bestu liðin á Spáni eru þó að mínu
mati betri en þau bestu í Þýska-
landi, en önnur slakari".
Bannað að vinna
Er algjör atvinnumennska
ríkjandi í spænska handboltan-
um?
„Já, hjá langflestum liðunum.
Ég spurðist fyrir um það hvort ég
mætti fá einhveija létta vinnu með
þessu; ég var vanur því frá
Þýskalandi, en var þá sagt að leik-
menn handboltaliðsins ættu ekki
að hugsa um armað en spila. Marg-
ir leikmenn eru reyndar að þjálfa
yngri flokka í borginni en ég hef
ekki verið í því vegna þess að ég
hef verið svo mikið fjarverandi með
landsliðinu.“
Kristán og félagar æfa tvisvar
á dag og tekur það í allt um fímm
til sex tíma, með ferðum. „Þetta
er fímm tíma vinnudagur að meðal-
tali. Maður verður því að fínna sér
eitthvað til dundurs.“ Kristján
sagði það undir hveijum og einum
komið hvort mönnum leiddist eða
ekki. „Santander er mjög falleg og
skemmtileg borg, ég er heppinn
hvað það varðar. Það eru fallegar
strendur þama! En svolítið kalt á
vetuma reyndar, þetta er á norður-
ströndinni."
Ef þú lítur á árangur landsliðs-
ins undanfarin ár, ertu ánægður?
Hefði liðið jafnvel átt að geta náð
enn lengra?
„Ég tel okkur varla hafa getað
náð betri árangri nema helst í
Tékkóslóvakíu — ef við hefðum
spilað betur þar hefðum við getað
náð 5.-6. sæti. En einnig verða
menn að athuga að þó við höfum
spilað illa eram við enn 10. besta
þjóð í heimi í handbolta. Við dutt-
um ekki alveg á rassinn; náðum
að spila góða leiki eins og gegn
Austur-Þjóðveijum og Kúbumönn-
um. Sjðan áttum við ekki mögu-
leika gegn Sovétmönnum en
„klikkuðum" í leikjunum við
Frakka og Pólveija. Við eram með
betra lið en Pólveijar og því var
mjög svekkjandi að tapa fyrir
þeim.“
Hvað brást í þessum leikjum,
eftir á að hyggja? Hefurðu velt
því fyrir þér?
„Ég reyndi bara að gleyma
þessu sem fyrst þegar ég fór til
Spánar. En það virtist vanta yfir-
vegun. Leikmenn ætluðu að bjarga
hlutunum sjálfír, með einstaklings-
framtaki. Misstu þolinmæðina. Af
hveiju það gerist er stór spurning
og erfítt fyrir mig að svara henni.
Undanfarin ár hefur verið mikill
stöðugleiki í liðinu og þess vegna
höfum við náð að vera í hópi bestu
þjóða. En í Tékkóslóvakíu vant-
aði þennan stöðugleika. En að vera
tala um eitthvað meira en 5.-6.
sæti í A-keppni og Ólympíuleikum
era bara draumórar."
Getum við lært af Svíum í sam-
bandi við liugsunarháttinn?
Já, en málið er að þeir vinna
ekki leiki á sóknarleik, þeir spila
ekki betri sókn en við. En þeir
spila frábæran varnarleik, eiga
frábæra markmenn og spila hrað-
aupphlaup sem okkur vantar mjög
mikið. Að gefíð sé beint fram —
notaðar tvær sendingar. Þeir út-
færa hraðaupphlaupin miklu betur
en við og það er einmitt það sem
bæði Svíar og Rússar era oft að
vinna leiki á.“
Þegar Kristján lét hugann reika
sagði hann að besta handboltann,
síðan hann kom inn í landsliðið,
hefði liðið leikið á HM í Sviss 1986.
„Miðað við að það var A-keppni.
Nánast allir leikir okkar voru mjög
góðir, bæði þeir sem við sigruðum
í og töpuðum," sagði hann og
bætti við: „nema Svíaleikurinn,"
en honum töpuðu Islendingar
stórt. „Síðan var B-keppnin í
Frakklandi náttúrlega B-keppni,
en þar spiluðum við mjög góða
leiki.“
Hvernig lýst þér á framtíð
landsliðsins?
„Leikmenn eins og Alfreð Gísla-
son, Þorgils Óttar og Sigurður
Gunnarsson skilja náttúrlega stór
skörð eftir sig. En við eram með
hægri handar skyttur, Héðinn og
Júlíus, sem eru mjög góðar,
hornamennirnir era mjög góðir og
línumennirnir Birgir og Geir. Þann-
ig að stærsta málið í dag er, að
mínu mati, að finna nýjan leik-
stjómanda. Það er gífurlega mikil
ábyrgð sem hvílir á honum; að
segja réttu kerfín og stjórna spil-
inu. Það verður gaman að fylgjast
með hvernig Guðjóni [Árnasyni],
Óskari [Ármannssyni] og Gunnari
[Gunnarssyni] gengur að taka við
því hlutverki. Svo er mjög mikil-
vægt að geta spilað aðrar varnir
en 3-2 1 og 5-1. Að geta spilað 6-0
[flata] vöm. Það er verið að prófa
það nú en tekur langan tíma að
verða gott. En við eram með há-
vaxna leikmenn, menn sem eru
vanir að spila 6-0 vörn.“
Kristján segist eiga von á því
að leika með félagsliði eftir að
hann flytur heim til Islands á ný,
það fari að vísu eftir atvinnunni.
Hann kláraði viðskiptafræði í Há-
skóla íslands áður en hann hélt
til Þýskalands. Þar sótti Kristján
tíma í háskólanum í Köln meðan
hann lék með Gummersbaeh og var
síðan í 70% vinnu í tvö ár. „Ég
reyndi að halda því við sem ég
hafði lært. Það get ég ekki á
Spáni, en hef lært tungumálið í
staðinn. Var á spænskunám-
skeiði." Einhveiju sagðist hann ef
til vill vera búinn að gleyma úr
viðskiptafræðinni, „en ég held að
það komi fljótt aftur þegar maður
byijar að vinna við þetta."
Evtútsjenkó þjálfari Sovétríkjanna og
Cuesta þjálfari Spánar:
Báðir hlynntir
Evrópukeppni
landsliða
„ÉG er mjög hlynntur þvi að
Evrópukeppni landsliða
verði komið á,“ sagði lands-
liðsþjálfari Spánverja, Javier
Cuesta, við Morgunblaðið í
Seattle.
Cuesta sagði einnig að end-
urskoða þyrfti allt keppnis-
fyrirkomulagið. „Deildar-
keppni í löndum Evrópu eins
og á Spáni er allt að verða
sterkari, og menn verða að
gera sér grein fyrir því að
það gengur ekki lengur að
halda heimsmeistarakeppni
í miðri deildarkeppni. Það
þarf að hugsa þetta allt upp
á nýtt.“
Anatolij Evtútsjenkó,
þjálfari Sovétmanna, sagð-
ist einnig hlynntur þv< að
komið yrði á Evrópukeppni
landsliða. „Við yrðum án-
ægðir að fá tækifæri til að
taka þátt i slíkri keppni,"
sagði Evtútsjenkó við Morg-
unblaðið.
MofgunbteðiiySlcapIi
Anatolij Evtútsjenkó. þjálfari Sovétmanna (til vinstri) og Garcia
Cuesta, þjálfari Spánveija, í Seattle.
Kristján Arason:
Breyta verður
fyrirkomulaginu
KRISTJÁN er, eins og fleiri,
ósáttur við það keppnisfyr-
irkomulag sem notast er við
í alþjóðlegum handbolta.
Hann vill koma á Evrópu-
keppni landsliða, þar sem
leikið yrði heima og að
heiman — vill fækka þeim
landsleikjum sem aðeins
eru æfingaleikir; eins og all-
ir landsleikir sem fram fara
á íslandi eru til dæmis.
Kristján segir. „Mér finnst
fáránleg stefna að menn séu
að spila 25-30 æfíngaleiki á ári.
Það þarf að breyta þessu þannig
að leikirnir skipti meira máli.
Koma á Evrópukeppni, eins og
1 fótboltanum, þar sem leikið
verður heima og heiman. Jafnvel
mætti spila tvo leiki í hverri ferð,
þannig að leiknar yrðu fjórar
umferðir, og Evrópukeppnin gæti
verið undankeppni heimsmeistara-
keppninnar. Ég held að allir ieik-
menn yrðu ánægðir með svona
breytingar — það hefur enginn
gaman af því að spíla eins marga
æfingaleiki og nú tfðkast. Við
þurfum að fá aðra leiki en þá sem
eru bara upphitunarleikir fyrir
stórmót. Ég vona svo sannarlega
að þessar breytingar verði að veru-
leika því það yrði stórt skref fram
á við. Þá yrði alltaf leikið á sömu
dögum, þannig að allir yrðu lausir
frá félagsliðum sínum.
Kristján er einnig á þeirri skoð-
un, eins og fleiri, að fáránlegt sé
að heimsmeistarakeppnin fari
'fram um miðjan vetur, i miðri
deildarkeppni: „Það þarf að breyta
þessu, keppnin mætti byija í ma-
ilok. Og eins finnst mér út í hött
að þegar komið er í úrslitakeppni
heimsmeistaramótsins sé verið að
keppa um saeti í næstu keppni!
Við urðum í tíunda sætí í Tékkó-
slóvakíu og allir urðu óánægðir.
Allir hefðu hins vegar orðið án-
ægðir ef við hefðuin náð níunda
sæti, og þar með haldið sæti okkar
í A-keppni. Menn mega vera miklu
óhræddari að breyta ýmsu í sam-
bandi við handboltann. Mér fmnst
mikil stöðnun í ýmsu sem snertir
þessa íþrótt og get nefnt keppnis-
fyrirkomulagið sem dæmi. Það
hefur tekist að markaðssetja
körfuboltann mjög vel í Evrópu;
úrslitakeppni Evrópukeppninnar
í körfubolta er þannig að fjögur
efstu liðin koma saman og leika
í túrneringu yfir eina helgi, og
miklu meira er gert úr keppninni.
Það er dæmigert að hugmyndir
um Evrópukeppni sem fram hafa
komið eru frá handboitasambönd-
um nokkurra landa, ekki frá al-
þjóða handknattieikssambandinu,
ÍHF. Forystunienn þess koma ekki
með neitt nýtt, þeir eru bara
þama. Mér fmnst Jón Hjaltalín
[Magnússon, formaður HSÍ, sem
hefur barist fyrir að Evrópukeppni
landsliða verðí komið á] vera að
gera góða hluti; hann er að hrista
upp í mönnum hjá IHF, sem eru
virkílega rykfallnir."