Morgunblaðið - 04.08.1990, Síða 44
FLUGLEIDIR
LAUGARDAGUR 4. AGUST 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Fiskmarkaðir:
Þrísvar sirmum hærra
verð fyrir karfa í
V-Þýskalandi en hér
ÞRISVAR sinnum hærra meðalverð fékkst fyrir karfa í Vestur-Þýska-
landi en á innlendum fiskmörkuðum fyrstu sjö mánuðina i ár. Þá er
meðalverð á ufsa tvisvar sinnum hærra í Vestur-Þýskalandi en á inn-
lendu mörkuðunum (Faxamarkaði i Reykjavík, Fiskmarkaði Hafnar-
fjarðar og Fiskmarkaði Suðurnesja). A bresku fiskmörkuðunum er
verð á þorski 58% hærra en á innlendum mörkuðum og ýsu 61% hærra.
Stjórn Aflamiðlunar hefur ákveðið
að í næstu viku megi flytja út 800
tonn af ísfiski til Bretlands, 500 tonn
til Vestur-Þýskalands og 60 tonn til
annarra landa. Undanfamar vikur
hefur hins vegar verið leyft að flytja
út um 850-890 tonn til Bretlands,
um 500 tonn til Vestur-Þýskalands
og um 100 tonn til annarra landa,
að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar,
framkvæmdastjóra Aflamiðlunar.
Vilhjálmur sagði að skip 6-7 að-
ila, sem fengið hafa leyfi til útflutn-
ings á ísfiski síðastliðnar 3-4 vikur,
en hins vegar ekkert flutt út á þeim
tíma, hefðu ekki fengið útflutnings-
leyfi núna.
Seld voru um 13 þúsund tonn af
karfa í Vestur-Þýskalandi fyrstu sjö
mánuðina í ár fyrir 102,99 króna
meðalverð, sem er 4% meira magn
og 37% hærra verð en á sama tíma
í fyrra. Þá voru seld þar um 2.900
tonn af ufsa fyrir 81,96 króna með-
alverð, eða 45% meira magn en 37%
hærra verð en í fyrra, samkvæmt
upplýsingum frá Aflamiðlun.
I Bretlandi voru seld um 18.800
tonn af þorski fyrstu sjö mánuðina
í ár fyrir 126,86 króna meðalverð,
eða 16% meira magn fyrir 58%
hærra verð en á sama tíma í fyrra.
Þar voru einnig seld um 10.500 tonn
af ýsu fyrir 137,83 króna meðal-
Árekstra- og
slysahrina
BARN og roskin kona voru flutt
á slysadeild eftir árekstur
tveggja bíla á mótum Sævar-
höfða og Bíldshöfða í gær.
Þá var maður fluttur á slysadeild
eftir árekstur þriggja bíla í Ártúns-
brekku laust eftir klukkan 18 í
gær. Auk slysanna voru 7 árekstrar
tilkynntir lögreglu í höfuðborginni
milli klukkan 16 og 21 í gær.
verð, sem er 5% meira magn og 49%
hærra verð en í fyrra.
Á innlendum fiskmörkuðum voru
seld um 5.300 tonn af karfa fyrstu
sjö mánuðina á þessu ári fyrir 33,90
króna meðalverð, sem er 7% minna
magn en á sama tíma á síðastliðnu
ári en 31% hærra verð. Þá voru seld
þar 6.800 tonn af ufsa fyrir 39,70
króna meðalverð, eða 99% meira
magn og 52% hærra vérð en í fyrra,
um 21.300 tonn af þorski fyrir 73,90
króna meðalverð, eða 79% meira
magn fyrir 53% hærra verð en í
fyrra og um 6.800 tonn af ýsu fyrir
84,60 króna meðalverð, sem er tvisv-
ar sinnum meira magn en 42% hærra
verð en í fyrra.
Snemma beygist krókurinn
Morgunblaðið/RAX
Krakkarnir í Hlíðahverfinu hafa í sumar byggt sér
kofa á löð Hlíðaskólans. Þegar ljósmyndari Morgun-
blaðsins átti leið þar um höfðu ungir athafnamenn
sett upp verslun í einum kofanum. Ávaxtasafinn var
upp urinn, sem og samlokurnar, en enn var til heitt
kakó. Piltamir voru hinir ánægðustu með viðskiptin
og hver veit nema þarna séu verslunarmenn fram-
tíðarinnar á ferð.
4,5% launahækkun félaga í BHMR afnumin með bráðabirgðalögum:
BHMR telur lögin þrefalt
brot á stj órnarskránni
„Fjöldauppsagnir hugsanlegar,“ segir Páll Halldórsson
RÍKISSTJORN Islands gekk í
gærmorgun formlega frá bráða-
birgðalögum, sem taka til baka
4,5% launahækkun, sem Félags-
dómur dæmdi félögum í Banda-
lagi háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna. Forsvarsmenn
BHMR telja að bráðabirgðalögin
stangist á við þrjár greinar
stjórnarskrárinnar, um þrígrein-
ingu ríkisvalds, heimild til útgáfu
bráðabirgðalaga og vernd eign-
arréttar, og hyggjast bera gildi
þeirra undir dómstóla. Aðildarfé-
lög BHMR hafa einnig í undir-
búningi aðgerðir til að mótmæla
setningu bráðabirgðalaganna og
segir Páll Halldórsson formaður
BHMR að fjöldauppsagnir komi
til greina. „Við munum grípa til
þeirra aðgerða sem koma rikis-
valdinu verst,“ sagði hann.
Ríkisstj órnin býður for-
seta Litháens til Islands
ÍSLENSKA ríkisstjórnin hefur boðið Vytautas Landsbergis, forseta
Litháens, til íslands. Er vonast til þess að af heimsókninni geti orðið
í tengslum við Noregsferð Landsbergis nú í lok mánaðarins. Kom
þetta fram á fréttamannafundi sem dr. Ramunas Bogdanas, náinn
ráðgjafi Landsbergis, og Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráð-
herra héldu í gær.
Eftir því sem næst verður komist
er Bogdanas fyrsti litháenski stjórn-
málamaðurinn sem kemur hingað
til lands en skemmst er að minnast
heimsóknar eistneska ráðherrans
Endel Lippmaa í vor. Bogdanas,
sem er málvísindamaður að mennt
en starfar nú sem aðstoðarmaður
Landsbergis forseta, átti í gær við-
ræður við íslenska ráðamenn.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
að fyrir Litháum vekti einkum að
æskja stuðnings við aðild Litháens
að Ráðstefnunni um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (RÖSE). Sagði Jón
Baldvin að íslendingar.væru rejðu-
búnir að flytja það mál og styðja.
Hvað samstarf að öðrudeyti varð-
aði mætti nefna að Norðurlandaráð
hefði ákveðið að reist yrðu norræn
hús í Eystrasaltsríkjunum. Heim-
sókn forsætisnefndar Norðurlanda-
ráðs til Eystrasaltsríkjanna væri á
dagskrá en hún var hindruð í vor
vegna þess að ekki fékkst vega-
bréfsáritun til Litháens.
Jón Baldvin sagði að Landsberg-
is yrði staddur í Noregi í lok mánað-
arins til að sitja ráðstefnu. „Til tals
hefur komið að hann sæki heim
ísland, ef til vill í tengslum við það
.eji. kannski. síðar.. Við . höfum af
hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar
ákveðið að bjóða honum formlega
til Islands á þeim tíma sem honum
hentar,“ sagði Jón Baldvin.
Fyrir hönd Landsbergis þakkaði
Bogdanas íslendingum og íslensku
ríkisstjórninni fyrir stuðning við
málstað Litháa. „Alþingi var fyrsta
löggjafarsamkunda heims sem lýsti
afstöðu sinni tii endurreisnar sjálf-
stæðis í Litháen. Þetta var fyrsta
skref vestrænna stjórnvaida í þá
átt að styðja okkur í baráttunni
fyrir markmiði okkar. Afstöðu ís-
lands, sem var skýr, fylgdu við-
brögð annarra ríkja sem kannski
voru ekki eins ljós. Á heildina litið
hjálpaði þetta okkur til þess að
komast hjá þeirri valdbeitingu sem
vofði yfir okkur í lok mars og byrj-
un apríl,“ sagði Bogdanas.
Páll segir að þegar hafi nokkrir
BHMR-félagar sagt störfum sínum
lausum í kjölfar lagasetningarinnar.
„Við verðum hvert og eitt að gera
upp við okkur hvort við viljum vinna
fyrir vinnuveitanda, sem kemur
fram með þessum hætti,“ sagði
hann. Félag íslenskra náttúrufræð-
inga hefur boðað til félagsfundar
klukkan 10 að morgni þriðjudags
og mun fundurinn standa allan dag-
inn. Því má búast við röskun á vinnu
náttúrufræðinga í ríkisþjónustu
vegna fundarsóknar strax á þriðju-
dag.
í ávarpi Birgis Björns Siguijóns-
sonar hagfræðings BHMR á félags-
fundinum í gær kom fram að Al-
þjóðavinnumálastofnunin hefði sent
BHMR fyrirspurn með beiðni um
útskýringar á samskiptum félagsins
við ríkisvaldið undanfarið. Svar við
fyrirspurninni er í undirbúningi og
til greina kemur af hálfu BHMR
að bera málið undir Alþjóðavinnu-
málastofnunina. Þá gagnrýndu
BHMR-menn í gær harðlega aðila
vinnumarkaðarins fyrir þátt þeirra
í setningu laganna, sem Páll Hall-
dórsson sagði að væru endapunkt-
urinn á leikriti skrifuðu af aðilum
vinnumarkaðarins.
í fréttatilkynningu ríkisstjórnar-
innar vegna setningar bráðabirgða-
laganna er beint eindregnum til-
mælum til þeirra aðila sem nú hafa
iausa samninga, að þeir gangi sem
fyrst frá kjarasamningum á grund-
velli kjarasamnings almenna vinnu-
markaðarins. í því skyni að stuðla
að samráði og friðsamlegri lausn í
launa- og kjaramálum hafi ríkis-
stjórnin, jafnframt ákveðið að.kalia
saman samráðsfundi með aðilum
vinnumarkaðarins.
Morgunblaðinu bárust í gær
ályktanir ýmissa samtaka sem for-
dæma setningu bráðabirgðalag-
anna. Þeirra á meðal eru Kennara-
samband íslands, Samtök kvenna á
vinnumarkaði, stjórn og trúnaðar-
ráð Félags íslenskra náttúrufræð-
inga og Kvennalistinn.
Sjá bls. 12, 18 og 19.
Herjólfur hf.
kaupir ekki
gríska skipið
Á STJÓRNARFUNDI Herjólfs
hf. sem haldinn var í vikunni var
tekin afstaða til tilboðs sem barst
frá Grikklandi, þar sem fyrirtæk-
inu var boðið tilbúið skip fyrir
töluvert lægri upphæð en tilboð-
in sem bárust í fyrirhugaða
nýsmíði fyrirtækisins hljóðuðu
upp á. Niðurstaðan varð sú, að
tilboðinu var hafnað.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins þótti stjórn Herjólfs að
of miklar breytingar þyrfti að gera
á skipinu til að það myndi henta
félaginu. Þá eru eldri vélar í skip-
inu. Stjórnin heldur því áfram þar
sem frá var horfið að meta tilboð
í nýsmíðina.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út miðvikudaginn 8.
ágúst.