Morgunblaðið - 11.08.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.08.1990, Qupperneq 1
40 SIÐUR B 179. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forsetakosningar í Póllandi: Líklegt að Mazowiecki fari fram gegri Walesa Ber vott um alvarlegan ágreining innan Samstöðu Varsjá. Reuter. MJOG líklegt má telja að Tadeusz Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, bjóði sig fram gegn Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, í væntanlegum forsetakosningum. Aðstoðarmenn forsætisráðherr- ans og aðrir traustir heimildarmenn skýrðu blaðamönnum frá þessu í Varsjá í gær. Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar sögðu Mazowiecki sæta sívaxandi þrýstingi af hálfu stuðn- ingsmanna sinna og kváðu nær fullvíst að hann færi fram gegn Walesa. Alvarlegur ágreiningur er kom- inn upp í röðum Samstöðumanna vegna umbótaáætlanar ríkis- stjórnar Mazowiecki. Walesa vill að þegar í stað verði gripið til enn róttækari aðgerða til að tryggja innreið lýðræðis í Póllandi. Þá vill Walesa knýja fram afsögn Jaruz- elskis, fyrrum hershöfðingja, sem tók við embætti forseta Póllands eftir hrun kommúnismans þar eystra. Talið er fullvíst að Jaruz- elski fallist á að segja af sér. Ekki er vitað hvenær það gæti orðið en í ráði er að hann haldi í heimsókn vesturtil Bandaríkjanna í október. Walesa, sem var kunnasti and- ófsmaður Póllands er kommúnist- ar voru þar einráðir, tilnefndi vin sinn Mazowiecki í embætti forsæt-- isráðherra er Samstaða komst til valda í fyrrasumar. Walesa hefur Mazowiecki Wales.T háð óopinbera kosningabaráttu frá því í aprílmánuði og þráfaldlega ítrekað nauðsyn þess að Jaruzelski og öðrum kommúnistum verði komið frá völdum. Vill hann að öldungis lýðræðislegar þingkosn- ingar fari fram hið fyrsta samhliða forsetakjörinu. Fylgismenn for- sætisráðherrans væna Walesa um ofríkistilhneigingar og hviklyndi og telja hann af þeim sökum óhæf- an. Walesa nýtur mikillar hylli meðal alþýðu manna í Póllandi en skoðanakannir, sem gerðar voru í aprílmánuði, leiddu í ljós að Mazowiecki nýtur enn meiri vin- sælda og virðingar. Reuter Hótanir Saddams Husseins íraksforseta um að beita efnavopnum gegn ísrael hafa vakið óhug þar í landi. Ungur maður, Ran Cohen að nafni, sést hér máta gasgrímu með aðstoð starfsstúlku í verslun i Tel Aviv. Cohen sagðist aðspurður ætla að grípa til eigin varúðar- ráðstafana fyrst yfirvöld hefðu ekki útbýtt grímum af þessu tagi. Ljósi varpað á Odessa- hring nasista Rio de Janeiro. The Daily Telegraph. ERFÐAMÁL vegna milljóna punda er einn ríkasti þýski inn- flytjandinn til Brasilíu, Albert Louis Willi Blume, skildi eftir sig hefur leitt til ásakana um að hann hafi verið gjaldkeri Odessa- hringsins. Hringurinn er dularfull samtök, sem talið er að hafi að- stoðað nasista við að komast und- an í lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Ben Abraham rithöfundur, sem er pólskur gyðingur búsettur í Bras- ilíu, lét þessa skoðun um Odessa- tengslin í Ijós eftir áralangar rann- sóknir, en Blume lést 1983. Abrah- am, sem sat sex ár í Auschwitz- fangabúðunum, segir að Blume hafi verið sonur Alberts Blume, hershöfð- ingja, sem var lífvörður Hitlers. Samkvæmt skjölum, sem lögð hafa verið fram í hæstarétti Sao Paulo, lét Blume eftir sig 39 milljón- irpunda (3.900 milljónir ISK) í Banco do Brasil, m.a. 200 kíló af gulli, gim- steinum, verðmætri mynt og reiðufé. Þar er einnig að finna skjöl, sem sögð eru sýna tengsl hans við aðgerð- ir í þágu nasista. Meirihluti arabaríkja tek- ur afstöðu gegn Irökum Samþykkja að senda herlið til varnar Saudi-Arabíu Nikósíu. Kaíró. Reuter. NEYÐARFUNDUR Arababandalagsins samþykkti í gær að senda sam- eiginlegt herlið til Saudi-Arabíu til að verja landið fyrir hugsanlegri árás íraká. Saddam Hussein, forseti íraks, skoraði í gær á alla araba að efna til heilags stríðs gegn Bandaríkjunum og leppum þeirra. Mátti skilja af orðum hans að hann hvetti til þess að leiðtogum ríkja eins og Saudi-Arabíu yrði steypt af stóli. Einnig mæltist hann til þess að arabar lokuðu Súez-skurðinum og Hormuz-sundi fyrir umferð erlendra herskipa. Einungis fulltrúar íraka, Líbýu og Frelsissamtaka Palestínu gi-eiddu atkvæði gegn ályktun leiðtogafundar Arababandalagsins. Alsír og Yemen sátu hjá en 12 ríki voru hlynnt álykt- uninni en hún er einungis bindandi fyrir þau ríki sem hana samþykkja. Fundurinn, sem haldinn var í Kaíró, var sögulegur og kom til snarpra orðaskipta milli utanríkisráðherra íraks og Saudi-Arabíu. Furstinn af Kúvæt strunsaði út af fundinum og utanríkisráðherra landsins missti meðvitund um stund þegar hann tókst á við fulltrúa íraks. íraska sjón- varpið sagði að fulltrúar landsins hefðu hent matardiskum í Kúvæta. Geimrannsóknir: Magellan á braut umhverfis Venus Pasadena, Kaliforníu. Reuter. BANDARÍSKI gervihnötturinn Magellan á að fara á braut umhverf- is reikistjörnuna Venus síðdegis í dag, ef allt gengur að óskum. Hnettinum var skotið á loft fyrir 14 inánuðum og með öfiugum , ratsjám um borð í honum telja vísindamenn að kynnast megi Ven- ,usi mun nánar en nokkru sinni fyrr. Venus er oft kölluð dularfulla ■ plánetan vegna þess að - hún er umlukin skýjahúpi og ekki er unnt að taka af hénni myndir eins og 4öðrum reikistjörnum. Með ratsján- )urh um borð í Magellan ætla ’vísindamenn hins vegar að kanna 'yfirborð hennar. Sovéskt gervi- tungl náði upplýsingum um 30% af Venusi 1982. Frá Magellan eiga hins vegar að koma tíu sinnum skarpari myndir og 100 sinnum betri en náðust úr baridarískum gervihnetti 1978. Af upplýsingum frá Magellán fæst ef til vili úr því skorið, hvort nokkru sinni hefur verið vatn á Venusi. Sovéski hnötturinn sendi upplýsingar um víðáttumiklar slétt- ur, risavaxin fjöll og eldfjöll. Mag- ellan á að geta numið hraunstraum, ef um hann er að ræða. Klukkan 16.45 í dag verður eld- flaug hnattarins ræst en á 83 sek- úndum á hún að hægja á ferð hnattarins úr 39.600 km á klukk- Reuter Svona sér ónefndur listamaður fyrir sér gervihnöttinn Magellan á braut umhverfis Venus. stund í 30.000 km en á þeim hraða fer hann á sporbaug um Venus. 1. september verður hafist handa við að safna upplýsingum með rat- sjánum. Þegar Magellan kemst næst Venusi verður fjarlægðin 275 km en mest verður hún 8.100 km. Bob MacMillan, hjá Jet Propulsion Labaratory í Pasadena í Kalforníu, segir, að það taki aðeins einn Ven- usdag að ná ratsjármyndum af 90% af yfirborði plánetunnar en sá tími svari til 243 Jarðdaga. Mörg vestræn ríki neituðu í_ gær að hlýðnast þeirri fyrirskipun Iraka að erlendum sendiráðum í Kúvæt yrði lokað fyrir 24. ágúst. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur neitað að viðurkenna innlimun landsins. Bandaríska utanríkisráðuneytið seg- ir að írakar hafi gefið til kynna að svo til engir vestrænir útlendingar fái að yfirgefa landið að undanskild- um stjórnarerindrekum. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna örlaga útlendihga sem nú eru innlyksa í írak og Kúvæt. Það vakti athygli að Bush ákvað að fara i sumarfrí þrátt fyrir ástandið við Persaflóa. í flugvél- inni á leiðinni til strandar Maine- ríkis sagði forsetinn að ræða Huss- eins væri „geðveikislegt kænsku- bragð“. Þúsundir heittrúaðra múslíma efndu til mótmælafunda Hussein til stuðnings í höfuðborgum Jórdaníu og Yemens. Bandarísk stjórnvöld hafa varað sendiráð sín erlendis við því að hætta kunni að vera á hryðjuverkum gegn bandarískum borgurum. Er talið að þessa viðvörun megi rekja til þess að hinn alræmdi hryðjuverkaforingi Abu Nidal er sagður vera i írak. Um sextíu útlendingar flýðu írak í gær yfir til Tyrklands. Þar var m.a. um að ræða fimmtíu Pakistani og fjóra Japani. Enn berast fréttir um að Kúvætar reyni að flýja land yfir til Saudi-Arabíu. Til átaka kom á fimmtudag í Kúvætborg milli heimamanna og íraskra hermanna. Hermenn skutu á mótmælendur og felldu þtjá. Einnig herma fréttir að hermenn fari ránshendi um heimili Kúvæta og nauðgi útlendum konum. Útvarpið í Bagdad skipaði Kúvætum að mæta til vinnu ella yrðu þeir rekn- **'• Sjá fréttir á bls. 16.-17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.