Morgunblaðið - 11.08.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
VEÐUR
Mogunblaðið/Ámi Sæberg
Ævintýranámskeið fyrir fatlaða
„Ævintýranámskeið fyrir fatlaða", nefnist nám-
skeið, sem nú stendur yfir og haldið er á vegum
skáta. Þeir leiðbeina fötluðum unglingum á nám-
skeiðinu. Á föstudag heimsóttu ungmennin Land-
helgisgæzluna, var sýndur tækjabúnaður hennar og
þágðu veitingar. Myndin er tekin er þyrlan TF-SIF
var skoðuð.
Heimiki: Veðurstofa lítanda
(Syg0 a vaðurspi w. 16.15 i gæri
ÍDAGkl. 12.00
■ .■....- •:...
I/EÐURHORFUR í DAG, 11. ÁGÚST
YFIRLIT í GÆR: Um 400 km suðaustur af Vestmannaeyjum er 994
mb lægö sem þokast austur og síðar norðaustur.
SPÁ: Austan- og norðaustanátt, víöast gola eða kaldi. Rigning eða
súld á Austur- og Suðausturlandi og dálitlar skúrir á Suðvesturlandi
í fyrstu. Þokusúld norðanlands, einkum á annesjum. Léttir til um
landið sunnan- og vestanvert og síðar einnig suðvestanlands. Hiti
10-18 stig, hlýjast sunnanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HQRFUR Á SUNNUDAG: Hæg norðlæg átt. Sums staðar súld við
norðurströndina, annars yfirleitt bjart veður á landinu. Fremur svalt
í veðri, einkum norðanlands.
HORFUR Á MÁNUDAG: Austan- og norðaustanátt. Súld eða rign-
ing á Norðurlandi, hætt við skúrum á Suður- og Austurlandi, en
líklega þurrt á Vesturiandi. Áfram svalt norðanlands, en sæmilega
hlýtt syðra.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Háffskýjað
Skýjað
Alskýjað
y' Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * #
1Q° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
\J Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
■■ j- Skafrenningur
[Áj Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
kt«t IMtAlar
hW ve»ur
Akureyri m skýjað
Reykjavik 13 skýjað
Bergen 17 léttskýjað
Helsinki 17 skýjað
Kaupmannahöfn 16 alskýjað
Narssarssuaq 13 rlgning
Nuuk 8 rigning
Óstó 22 alskýjað
Stokkhóimur 19 hálfskýjað
Þórshöfn 13 skúr
Algarve 30 léttskýjað
Amsterdam 22 skýjaö
Barcelona 27 léttskýjað
Bertln 19 rlgning
Chicago 18 skýjað
Feneyjar 26 þokumóða
Frankfurt 25 rlgning
Qlasgow 17 rigning og súld
Hamborg 20 skúr
las Palmas 30 heiðskirt
London 25 skýjað
LosAngeles 18 þokumóða
Lúxemborg 26 skýjað
Madríd 30 mistur
Malaga 28 heiðskfrt
Mallorca 29 léttskýjað
Montreai vantar
NewYork 22 alskýjað
Orlando 23 skýjað
Parts 28 skýjað
Róm 28 léttskýjað
Vin 26 léttskýjað
Washington 20 rigning
Winnipeg vantar
Nokkuð um að ungt
fólk í fj árhagser fið-
leikum leiti til presta
MIKIÐ af ungu fólki með fjölskyldu- og hjúskaparvandamál hefur sótt
til presta á Akureyri það sem af er árinu að sögn séra Péturs Þórarins-
sonar, sóknarprests í Glerárprestakalli. Þegar ofan í þessi mál hafi
verið kafað hafi svo komið í ljós að í fiestum tilvikum hafi fjárhagsvand-
ræði verið orsök erfiðleikanna. Séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki
segir einnig nokkuð um að til sín leiti fólk sem er að kikna undan fjár-
hagserfiðleikum en sóknarprestarnir Sigurður Sigurðsson á Selfossi
og Guðmundur Karl Ágústsson í Hólabrekkusókn í Reykjavík segjast
ekki merkja að til þeirra leiti í auknum mæli fólk sem á við erfiðleika
af þessu tagi að stríða.
„Þetta eru líklega um tuttugu pör
sem hafa komið til mín með vanda-
mál af þessu tagi frá og með áramót-
um. Mest var um þetta í vetur en í
sumar hefur verið rólegra,“ sagði sr.
Pétur Þórarinsson. „Aðalorsökin var
að fólk réð ekki við húsnæðiskaup
sem það hafði ráðist í. Maður getur
því miður lítið leiðbeint þessu fólki
annað en að benda því á að gera
áætlanir. Við reynum auðvitað að
laga hið tilfinningalega en hvað hið
veraldlega varðar getum við lítið
gert. Maður getur heldur ekki vísað
þessu fólki á neinn. Það hefur ekki
peninga til að fara í dýra viðtalstíma
til viðskiptafræðinga." Hann sagði
það vera ábyrgðarhluta bankanna
að fæst þessara para hefði haft
nokkra fjárhagsáætlun í höndunum
er það lagði í framkvæmdir.
I sumum tilvikum hefði atvinna
minnkað en oftast væri offjárfesting-
um og áætlanaleysi um að kenna.
„Það vantar miklu meiri ráðgjöf fyr-
ir ungt fólk sem er að fjárfesta. Það
slakar heldur ekki á og svo virðist
sem það verði að eignast allt inní
húsin og íbúðirnar undir eins.“
Séra Hjálmar Jónsson, sóknar-
prestur á Sauðárkróki, sagði fjár-
hagsvanda oft vera hluta af sambúð-
arvanda hjóna. Fólk byijaði í sam-
búð, stofnaði til heimilis og stofnaði
síðan til skulda til að koma sér upp
eigin húsnæði. „Lánin hækka og
launin sitja eftir. Skuldabyrðirnar
eru þungar og þær koma niður á
samlífi hjónanna," sagði séra Hjálm-
ar. „Þegar hjónin koma til prestsins
eru þau stundum ákveðin í að skilja
en stundum vilja þau tala um aðstæð-
ur sínar og erfiðleika, einnig fjár-
hagserfiðleika, þótt leiðin liggi miklu
fremur í bankann í þeim tilgangi."
Hvað fjármálin varðaði sagði hann
að flestir reyndu að standa í skilum
og tækist það með því að fá lánum
skuldbreytt og greiða á lengri tíma.
Fólk sæi þá hins vegar ekki bjartari
tíma í nánustu framtíð heldur lang-
vinnt og slítandi skuldabasl. Það ylli
vissu vonleysi. „Hátíðlegu orðin um
þjóðarhag, þjóðarsátt og hagvöxt
hljóma dálítið undarlega fyrir fólki,
sem sér ekki fram úr greiðsluerfið-
leikunum. Þama geta stjórnvöld lagt
lið til fjölskylduverndar. Að sjálf-
sögðu má ekki varpa ábyrgð ein-
staklingsins á þjóðfélagið en allir
eiga að geta eignast húsnæði. Allir
eiga að geta búið við lífvænleg skil-
yrði í okkar góða landi. Fyrr en það
verður má ekki tala um þjóðarsátt
nema tilgreina hvaða þætti efna-
hagsmála er þá átt við.“
Séra Hjálmar sagði að fjölskyldan
væri mikilvægasta stofnun þjóðfé-
lagsins og hjónabandið besti mögu-
leiki fólks á hamingju og lífsgæfu.
Ungar fjölskyldur þyrfti að styðja
betur en gert væri. „Hjón með lítil
börn geta í allt of litlum mæli notið
samvista og öryggis vegna mikillar
vinnu og ljárhagsáhyggja. Það á
auðvitað ekki síður við um einstæða
foreldra og börn þeira.“
Séra Sigurður Sigurðarson, sókn-
arprestur á Selfossi, sagðist ekki
hafa orðið var við að fólk leitaði til
hans í ríkara mæli en áður vegna
fjárhagserfiðleika. Efnahagslífið
væri tiltölulega stöðugt á Selfossi.
Samt væri alltaf eitthvað um slíkt
og þá iðulega í tengslum við skilnaði.
Séra Guðmundur Karl Ágústsson,
sóknarprestur í Hólabrekkupresta-
kalli, sagði það koma fyrir að ungt
fólk í fjárhagserfiðleikum leitaði til
prestanna. Það væri hins vegar
hvorki meira né minna nú en áður.
Hins vegar hefði verið talsvert um
að fólk hefði leitað til hans fyrir
síðustu jól sem ekki átti peninga
fyrir mat og gjöfum; oft fólk sem
þáði bætur eða hafði veikst eða lent
í slysi og fékk einungis peninga til
að geta borgað húsaleiguna. Þá sagði
hann að af og til hefðu heyrst hug-
myndir hjá hjónum um að skilja þar
sem þau teldi sig þar með fá meiri
bætur en ella. Slíkar hugmyndir
væru hins vegar ekki áberandi.
Svanirnir komnir til Færeyja:
Einn dó úr streitu
Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni.
SVANIRNIR þrír komust Íoks til
Færeyja á þriðjudag. Þangað voru
þeir fluttir til að verða upphafið
að færeyskum svanastofni ásamt
þremur svanadömum sem þar
voru fyrir. Erfiðlega hafði gengið
að koma svönunum til Færeyja.
Fyrst hamlaði veður þar flugi og
síðan var ekki pláss fyrir þá í
vélunum.
Svönunum var flogið samdægurs
til Mikladals en þar eiga þeir að vera
í sóttkví. Ekki vildi hins vegar betur
til en svo að einn svananna dó á
sunnudaginn og er talið að það hafi
verið vegna streitu.
Þegar svanirnir tveir sem eftir eru
hafa verið í Mikladal í mánuð mun
dýralæknir skoða þá. Ef allt reynist
vera í lagi verður öðrum svananna
leyft að fara til Þórshafnar. í Miklad-
al eru svanirnir í girðingu sem hefur
verið sett upp fyrir þá og mun fara
vel um þá þar.
Hafnarstræti lokað á annatíma umferðar:
Mistök sem séð verður
um að gerist ekki aftur
„ÞETTA voru mistök sem við
munum reyna að sjá um að hendi
ekki aftur,“ sagði Hreinn
Frímannsson, yfirverkfræðingur
hjá Hitaveitu Reykjavíkur, þegar
hann var inntur skýringa á því
að Hafnarstræti var lokað umferð
fram yfir hádegi I gær, föstudag.
Lokunin hafði í för með sér að
umferð var beint um Grófina út í
Tryggvagötu með tilheyrandi töfum
og meðan á stóð var ekki óalgengt
að það tæki ökumenn 15 mínútur
að komast spölinn norður Garða-
stræti, milli Túngötu og Vesturgötu.
Lokunin var ákveðin af hitaveitu
í samráði við lögreglu og að sögn
Hreins hafði verið gripið til hennar
þar sem verið var að taka upp gang-
stéttarhellur í austurhluta Hafnar-
strætis. Þar er hitaveitan að end-
umýja stofnæðar. Að sögn Hreins
Frímannssonar leggur hitaveitan
kapp á að lokanir sem þessar séu
ekki framkvæmdar á annatímum í
umferðinni og verk af þessu tagi séu
helst unnin að kvöldlagi eða um hélg-
ar. Mistök hafi valdið því að svo var
ekki gert að þessu sinni og sagði
Hreinn að áhersla yrði lögð á að slíkt
endurtæki sig ekki.