Morgunblaðið - 11.08.1990, Side 5

Morgunblaðið - 11.08.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 5 Garðar Cortes óperustjóri íslensku óperunnar: Stefnir í að starfsemi óperunnar leggist niður GARÐAR Cortes, óperustjóri íslensku óperunnar, segir að ef fram haldi scm horfir muni starfsemi íslensku óperunnar leggjast niður á næstunni. Sá styrkur sem óperan fái frá ríkisinu nægi einungis fyrir húsnæðiskostnaði og launum fastráðinna starfsmanna. Lang stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri íslensku óperunnar væri hins vegar uppsetn- ing sýninga og fengist enginn styrkur til þess frá ríkinu yrði ekki hægt, að lialda starfseminni áfram lengur. Rúmlega 140 manna hópur frá íslensku óperunni fer í næsta mánuði til Svíþjóðar þar sem óper- unni hefur verið boðið að fiytja síðustu sýningu sína, verkin Pagliacci og Carmina Burana, á stórri hátíð þar sem Silvía Svíadrottning og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, verða meðal gesta. Segir Garð- ar að þetta gæti því miður orðið síðasta verkefni íslensku óperunnar þó auðvitað vonuðu menn að málið myndi taka aðra stefnu. íslenska óperan hefur alls sett upp nítján sýningar frá því hún hóf starf- semi sína og flutt á þeim samanlagt 21 verk. Hafa um 150.000 gestir sótt sýningar óperunnar frá upphafi og á síðasta vetri voru óperugestir um 15.000. „Vinsælustu" sýningar íslensku óperunnar voru uppsetning- arnar á verkunum „Sígaunabarón- inn“, sem flutt var 49 sinnum, og „Töfraflautunni", sem flutt var í 41 skipti. Fallegustu sýningu íslensku óperunnar segir Garðar Cortes aftur á móti hafa verið „La Traviata" árið 1983. Hann telur hins vegar nú vera hættu á því að ekki verði settar upp fleiri sýningar hjá íslensku óper- unni. Skuldir óperunnar nemi um 35 milljónum króna og séu þær þannig til komnar að tekjur íslensku ópe- runnar og styrkir til hennar nægi ekki til að standa undir kostnaði við sýningarnar. Reikna megi með að uppsetning á sýningu kosti um 10 milljónir og síðan hvert sýningar- kvöld um 950 þúsund krónur. Ekki sé hægt að láta aðgangseyri standa undir kostnaði þar sem þá hefði fólk einfaldlega ekki efni á að kaupa miðana. Á síðasta leikári kostuðu miðar á sýningar óperunnar um 2.400 krónur en hefðu þurft að kosta hátt í átta þúsund krónur, að sögn Garðars, til að standa undir kostnaði að fullu. „Ríkið hefur á margan hátt stutt við íslensku óperuna," sagði Garðar Cortes. „Við fáum til dæmis um 13 milljón króna styrk á ári fyrir launum starfsfólks og húsnæðiskostnaði og einnig hefur ríkið oft fellt niður skuldir okkar við það. Það sem ís- lensku óperuna vantar er hins vegar beinharður peningastyrkur sem hægt er að nota til að greiða þá aðkeyptu þjónustu sem við þurfum og eins til að geta leyft söngvurum okkar að lifa á sinni list líkt og aðrir lista- menn, svo sem hljóðfæraleikarar,- dansarar og leikarar gera. Allt okkar fólk hefur lifibrauð sitt af öðru starfi en óperunni og mest allt starf hefur verið unnið endurgjaldslaust. Söngv- arar okkar og kór hafa, svo dæmi sé tekið, í gegnum árin gefið ómælt af vinnu sinni án endurgreiðslu, eflaust sem nemur tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Þá má einnig nefna að starf mitt sem óperu- stjóri er með öllu ólaunað og hefur verið frá upphafi." Hann sagði söngvarana vera á það lágum launum að varla væri hægt að kalla þau þjórfé. Þjórfé væri þó að minnsta kosti oftast um 15-20% af kostnaði. Dæmi íslensku óperunn- ar liti þannig út að innan við 10% af kostnaðinum vegna sýninga rynni til söngvara, 28% til hljómsveitarinn- ar og 6% til kórsins. Erlendis væri þetta oftast þannig að um 30% færi til söngvaranna, 12-14% til kórsins og 15-21% til hljómsveitarinnar. Morgunblaðið/Einar Falur Garðar Cortes. Garðar sagði marga söngvara hafa flúið út vegna þess að þeir gætu ekki lifað af söng sínum hér og einn- ig væri algengt að fólk kæmi einfald- lega ekki heim er söngnámi þess erlendis lyki. „Óbreytt ástand í fjármálum frá því sem nú er þýðir að við getum ekkert gert enda eru engin áform uppi um óperustarf á næsta leikári. Við getum einfaldlega ekki staðið í þessu lengur. Það sem þetta fyrir- tæki þarf er að losna út úr skuldafen- inu og vissu um að hægt verði að setja upp tvær til þrjár sýningar á ári næstu þrjú til fimm árin. Einung- is þannig getum við samið við lista- mennina um áframhald. Það þyrfti því að koma til fjárveiting fyrir skuld- unum og síðan fast fimmtíu milljón króna framlag til að setja upp sýn- ingar," sagði Garðar. Hann sagði ljóst að margir stjórn- málamenn bæru hlýjan hug til starf- semi óperunnar og kæmu á sýningar til að njóta þess sem hún hefði fram að færa. Aftur á móti væri takmark- að hvað þeir vildu og gætu gert. Núverandi menntamálaráðherra og fjármálaráðherra sagði hann bápa hafa tjáð sér að þeir vildu veita ís- lensku óperunni aðstoð en þeir segð- ust hins vegar einnig standa frammi fyrir þeim vanda að ekki væru til neinir peningar í þjóðarbúinu. „í mínum huga er ekkert til sem ekki er hægt. Þetta er bara spurning um að hafa vilja til að gera hlutina og að finna leiðina sem farin er að markinu. Ráðherrarnir segjast hafa viljann og ég vona að þeir finni líka leiðina. Annars erum við í miklum vanda og allt uppbygingarstarf hér væri unnið fyrir gýg. Það yrði mjög sorglegur endir.“ Hann sagði starfsfólk íslensku óperunnar hafa verið svo lengi að gera hið ómögulega að kraftarnir væru á þrotum. Eina vonin sem menn eygðu væri að menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra hefðu sett á laggirnar tveggja manna nefnd, skipaða einum manni frá hvoru ráðu- neyti, sem væri að athuga málefni íslensku óperunnar. Nefndin hefði sent bréf þar sem óskað hefði verið eftir ýmsum upplýsingum og hefði því bréfi verið svarað af hálfu ís- lensku óperunnar í gær, föstudag. „Það hefur sest í mann mjög mikil þreyta og þegar svo er komið þarf maður annað hvort hvíld eða vítamín- sprautu. Vítamínsprautan væri í þessu tilviki styrkur frá ríkinu að maður tali nú ekki um frá Reykjavík- urborg,“ sagði Garðar Cortes að lok- um. FUJGSÝMNG f DAG KL. 14.00 í tilefni 20 ára afmælis flugmódelfélagsins Þyts verður haldin stór flugsýning á flugvelli félagsins við Hamranes sunnan við Hafnarfjörð Margt verður til skemmtunar, meðal annars: MÓDELFLUG + EALLHLÍFARSTÖKK 4 LISTFLUG + ÞYRLUFLUG + ÚISÝNISFLUG í ÞYRLU HÓPFLUG + AUK MARGRA ANNARRA SKEMMTILEGRA FLUGATRIÐA Akið sem leið liggur f átt til Krísuvíkur og fylgið skiltunum. AÐGANGSEYRIR: FULLORÐNIR 300 kr. BÖRN 150 kr. 41 HAMRANES - FLUGSÝNING TIL KEFLAVÍKUR -----------► TTL KEFLAVÍKUR 7 / mona [h1 TðmSTUflDfiHÚÍIÐ HF 1—1 Laugauegi KFReqlqaut »21901 HEKLA -f-f<-f<-f<-f<-f<-f<-f<-f<-f,-f<-f<-f<-f<-f<-f<-f<-f<-f,-f<-f<-f<-f<-f<-f<'f<-f<-f<-f<-f<-f<-f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.