Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 9

Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 9 Innilegar þakkir til allra, sem gerðu mér 75 ára afmcelisdaginn, 4. ágústsl., ógleymanlegan. Lifið heil. Dóra Guðbjartsdóttir. Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsókn- um, blómum og gjöfum á 85 ára afmœlinu 4. ágúst sl., fœri ég alúðarþakkir og bið þeim blessunar um alla framtíÖ. SigríðurB. Sigurðardóttir, Lundargötu 11, Akureyri. Munið sumarráðstefnuna í dag kl. 14.00 í Stúdentakjallaranum. Stjórn SÍNE. Dóm- kirkjan Sumarferð eldri borgara í Dómkirkjusókn Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dóm- kirkjusókn miðvikudaginn 15-ógústnk. kl. 13.00. Ekið verður um Kjós að Reynivöllum og til Þing- valla. Kaffi drukkið ó Hótel Valhöll. Þótttökugjald kr. 600,- Þótttaka tilkynnist í síma 12113 mónud. 13. ógúst ogþriðjud. 14. ógústkl. 15-17. Sóknarnefnd EIMSKIP Hókus-pókus skattmeistar- ans Þegar staðgreiðsla skatta var upp tekin voru nefskattar (s.s. sjúkra- try&gingagjalíi, gjald í Framkvæmdasjóð aldr- aðra, sóknargjald og kirkjugarðsgjald) felldir niður. Þeir þóttu ekki passa inn í staðgreiðslu- kerfið. Innheimtuhlutfall staðgreiðslunnar var snarlega hækkað sem þessum niðurfelldu gjöldum nam. En ekki var látið þar við sitja. Geir H. Haarde, þing- maður, segir í grein hér í blaðinu: „Núverandi ríkisstjórn og þingmeirihluti hennar hafa hins vegar tekið þennan skatt [í Fram- kvæmdasjóð aldraðra] upp að nýju, án þess að lækka staðgreiðsluhlut- fallið á móti. Peningar í Framkvæmdasjóð aldr- aðra eru því innheimtir tvívegis, annars vegar í gegn um staðgreiðslu- kerfið og hins vegar með nýjum skatti, 230 miljjón- ir á hvorum stað, sam- kvæmt fjárlögum, alls 460 m.kr. Hins vegar ákvað ríkisstjórnarmeiri- hlutinn á Alþingi í fjár- lögum og fjáraukalögum fyrir þetta ár að afþess- um peningum skyldi að- eins 197 milljónir króna renna í Frantkvæmda- sjóðinn. Afgangurinn hirðir ríkissjóður tii ann- arra nota." Skattgreiðendur greiða sama skattinn tvisvar. En „sjóðvél" Qár- málaráðherrans skilar aðeins broti „tvígreiðsl- unnar“ til Framkvæmda- sjóðs aldraðra! Var ein- hver að tala um pólitískt siðferði? Mátreysta landslögnm? Þegar fólk ákveður kaup á íbúðarhúsnæði gerir það Qárhagsáætl- I Áfturvirk skattíþyng ling ríkisstj órnar innar I ® --——— Hér gctur verið um leftirGeirH.Haarde iiííSisr-3BS I ^.7. (p/n.a.iiiþrrp'pn' 12S.?ííSi wukw ■> V IwSíffiKíktS „Hér gctur verið u hagsntuni upp & nunar- uð þúsunda króna ao tcfla, Ij&rmuni scm vio- | komandi einstaklingar Kerðurádfyrirísinum áætlunum og áttu IÖR- varinn rétt á þpffar þfir I í góðri trú gerðu sínar 1 (iárhagslegu ráðstafan- I ir.Þessir Qármuntr eru < skyndiiegaafþessu fólkitcknir." u„r sem r*W«ni_r Ul •*> I Geir og fleiri þing- menn fluttu breytingar- tillögu við skattalögin í þeim tilgangi að koma í veg fyrir afturvirkni þessarar þrengingar á rétti manna til húsnæðis- bóta og frádráttar vegna uppsafnaðra verðbóta. AJlt sem þeir sögðu um afleiðingar þessarar aft- urvirkni hefur nú komið fram. Fjármálaráðherra og stjómarflokkamir knúðu hana fram. En þeir munu í fyllingu timans mæta fyrir kvið- dómi kjósenda, skatt- borgaranna. Pólitískt siðferði Staksteinar staldra í dag við töpuð opinber gjöld í gjaldþrotum fyrirtækja og einstakl- inga sem og pólitískt siðferði ríkisstjórnar-. innar í skatttöku úr launaumslögum almenn- ings. anir með hliðsjón af gild- andi lögum, ekki sizt skattalögum. Afturvirkni nýlegra ákvæða skattalaga kippti stoðum undan áætlunum margra og kom ófáum í ófyrirséðan vanda. Fjöldi fólks tapar stórfé, jafhvel hundruðum þúsunda króna, vegna afturvirkni nýrra skattaákvæða, sem rfldssfjómin knúði í gegn um þingið. Við upptöku vaxtabóta og nýrrar skilgreiningar á vöxtum glataði fjöldi skattgreiðenda rétti til vaxtaafsláttar, sem það treysti á og hafði allan rétt tíl, samkvæmt gild- andi lögum þegar það stofnaði til fjárfestingar í eigin húsnæði. Geir H. Haarde segir í grein hér í blaðinu: „Rfldsstjómir vinstri flokkanna hafa á umliðn- um árum margbrotið það grundvallaratriði í skattarétti siðmenntaðra þjóða að skattþegnum skuli ekki íþyngt með afturvirkum hætti... Nýj- ustu dæmin em frá þvi í maí og desember 1989. Þar vom gerðar aftur- virkar breytingar á atrið- um f skattalögum sem snertu rétt manna til húsnæðisbóta og vaxtaaf- sláttar. Með þessum breytingum var komið aftan að fjölda fólks sem gert hafði fjárliagslegar skuldbindingar og ráð- stafanir á árunum 1988 og 1989 á grundvelli skattalaga eins og þau vom þá og þvi íþyngt stórlega ... Hér getur verið um hagsmuni upp á hundmð þúsimda króna að tefla, fjármuni sem viðkom- andi einstaklingar gerðu ráð fyrir í sínum áætlun- um og áttu Iögvarinn rétt á þegar þeir í góðri trú gerðu sinar fjárhags- legu ráðstafanir. Þessir fjármunir em skyndilega af þessu fólki teknir. í minum huga leikur mik- ill vafi á því hvort laga- breytingar af þessu tagi fá staðist ....“ Skattatap, gjaldþrot og atvinnuleysi Rekstaröryggi fyrir- tækja og atvinnuöryggi fólks em tvær hliðar á sama fyrirbærinu. En fleira hangir á spýtunni. Hversu mikið hefúr tap- ast af opinberum gjöld- um í gjaldþrotahrinu síðustu tveggja ára? Fjármálaráðherra upp- lýsti skömmu fyrir þing- lausnir að tapið næmi hundmðum milljóna króna. Afskriftir söluskatts og dráttarvaxta vegna gjaldþrotamála árið 1988 námu 210,5 m.kr. Arið 1989 námu þessi töp sam- tals 288,5 m.kr. Þá falla Qallhá útgjöld á rfldssjóð vegna ógreiddra vinnu- launa gjaldþrota ein- staklinga og fyrirtækja. En versti þáttur at- vinnuleysisins (2.900 manns að meðaltali í mánuði) verður ekki í tölum mældur. Ekkert brýtur fullfrískan ein- stakling hraðar né ræki- legar niður en það að finna sig utanveltu i öim hvunndagsins, hafa ekki verk að vinna, geta ekki séð sér og sinum far- borða eftir leikreglum samfélagsins. Vaxandi atvinnuleysi er dekksti bletturinn á ferli „óvin- sælustu rikissfjómar lýð- veldisins“. HLUTHAFAFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu þriðjudaginn 28. ágúst 1990 og hefst kl. 15:00. ------------ DAGSKRÁ -------------- Tillaga um aukningu hlutafjár Hf. Eimskipafélags íslands með sölu nýrra hluta allt að 86 milljónum króna. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins frá 23. ágúst til hádegis 28. ágúst. Reykjavík, 3. ágúst 1990 STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS Vantar nýjan físk „Við erum að fá þetta 20 laxa á dag, en sannast sagna hefur þetta farið nokkuð þverrandi allra síðustu daga og bráðvantar nú nýjan fisk í ána,“ sagði Ami Baldursson einn leigutaka Laxár í Kjós í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði komna á tólfta hundrað laxa úr ánni sem væri viðunandi þótt auðvitað allir hefðu viljað að veiðin væri meiri. Um sögusagnir um mikið magn eldislax neðst í ánni sagði Árni, að fyrir rúmri viku hefði komið stór ganga af slíkum fiski og þá hefði veiðst talsvert á stuttum tíma. Síðan hefði þessi lax hörfað aftur úr ánni og mætti heita nú, að einn af hveijum fimm löxum sem veiddust fyrir neðan Laxfoss væri eldislax og teldi hann það minna magn en í sumum ám sunnar við Faxaflóann eftir því sem hann heyrði. 17 punda Maríulax á silungasvæði Nokkrir tugir laxa hafa veiðst í sumar á silungasvæði Vatnsdals- ár í Húnaþingi og í byijun viku gerðist það, að ungur veiðimaður, Guðni Kárason veiddi sinn Maríu- lax á svæðinu. Var það 17 punda leginn hængur sem tók maðk. Guðna hafði verið sagt að læðast sérstaklega varlega að hylnum þar sem sá stóri lá og breytti hann eftir því bókstaflega og skreið á maganum í kastfæri við tröllið. „Þeir sem fara varlega, þeir veiða,“ segja sérfræðingarnir og það gekk eftir. Þokkaleg sil- ungsveiði hefur auk þessa verið á umræddu silungasvæði. Fjallið þokkalegt Milli 60 og 70 laxar hafa veiðst á Fjallinu í Langá á Mýr- um og alls nærri 800 laxar í ánni í heild. Þetta er hærra með- altal Fjallveiðinnar heldur en verið hefur í langan tíma og sér- staklega miðað við að hinn hefð- bundni „besti tími“ er enn eftir á Fjallinu. Veiðimenn sem komu af Fjallinu nýverið fengu 5 laxa og misstu tvo eða þijá. Þeir sáu lax mjög víða á svæðinu, ekki mikið magn, en vel veiðanlegt og Fjallið væri sérstaklega freist- andi vegna þess hversu fáar stangir þar væru á firna löngu svæði. Þannig væru alltaf hvíldir staðir til að heimsækja. Óvenju- lega góð meðalþyngd hefur verið á Fjallinu, í einni veiðibókinni var meðalvigt 10 bókaðra laxa um 10 pund, í annarri um 8 pund og þannig mætti áfram telja. Moldrok G.Bender og DV gerðu sér í gær mat úr mistökum sem urðu í Morgunblaðinu í fyrradag er fyrir slysni birtist óbirtur veiði- þáttur sem var nærri vikugamall og því gersamlega úreldur. G.Bender notar tækifærið og þyrlar upp ryki til að draga at- hyglina frá því að sjálfur var hann með kolrangar tölur úr Laxá í Þingeyjarsýslu nokkru áður, vanætlaði hann Laxá milli 100 og 120, laxa og í lýsingu frá Laxá í umræddum veiðiþætti Morgunblaðsins hafði viðmæl- andi blaðsins Orri Vigfússon að orði að meira væri komið á land úr ánni heldur en staðið hefði í DV daginn áður. Fór þetta fyrir bijóstið á G. Bender og DV sem von var. SS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.