Morgunblaðið - 11.08.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.08.1990, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 Rík er réttlætiskemid fí ármálaráðherra! eftir GeirH. Haarde Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra var í ríkissjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld spurður út í þau ákvæði skattalaga, sem skerða rétt manna til húsnæðisbóta og vaxtaafsláttar með afturvirkum hætti. Þessum ákvæðum beitti hann sér fyrir á síðasta ári svo sem kom- ið hefur fram hér í blaðinu, m.a. í grein minni sl. fimmtudag. Fjármálaráðherra neyddist í við- talinu til að viðurkenna að eitthvert óréttlæti hefði e.t.v. komið í ljós. Annað er líka erfitt því lögin sem hann fékk samþykkt tala skýru máli. Og við þessu var varað og sérstakt frumvarp flutt fyrr á þessu ári einmitt til að koma í veg fyrir þetta óréttlæti. Við skattaálagning- una nú í sulnar kom í ljós að þessi ákvæði hafa bitnað á fjölda manns sem gerði fjárhagslegar ráðstafanir í góðri trú á grundvelli gildandi laga og gat ekki vitað að lögunum yrði breytt afturvirkt. Má óréttlætið bitna á fáum? Ýmislegt athyglisvert kom fram í hinu stutta viðtali við ráðherrann. Hann gaf m.a. í skyn að hugsan- legt væri að leiðrétta það óréttlæti sem leitt hefur verið í ljós og hann ber ábyrgð á. En þó aðeins ef „stór hópur“ hefði orðið fyrir barðinu á óréttlætinu og ef um væri að ræða „venjulegt launafólk" sem ætti litlar eignir eða ætti með „eðlilegum hætti rétt á því að þeirra mál séu skoðuð _sérstaklega.“ Með öðrum orðum: Ólafur Ragnar Grímsson er til í að bæta fyrir mistök sín og leiðrétta augljóst ranglæti ef það hefur bitnað á nógu mörgum og ef menn geta ekki staðið undir því ijárhagslega. Menn bara gefi sig fram svo hann geti metið í hveiju tilfelli hvort það óréttlæti sem hann hefur gengist fyrir skuli leiðrétt. Hugsunarhátturinn er sá að það sé allt í lagi að beita skattalögum aft- umrkt gegn einhveijum fáum sem hafa efni á að láta fara þannig með sig. Já, rík er réttlætiskennd for- manns Alþýðubandalagsins. í þessu efni skal geðþótti ráða og ekki hirt um þá grundvallarreglu í réttarfari að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Vanþekking eða blekking? 120fm íbúðirtil sölu sem henta vel fyrir eldra fólk Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar íbúðir til sölu. Góðar suðursvalir, stórar stofur og þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar seljast tilbúnar og sameign fullfrágengin. íbúðirnar verða til sýnis fullbúnar á næstu dögum. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. Geir H. Haarde hefur reiknað með því“. Þau sýna glögglega að ráðherrann telur ekk- ert athugavert við að svipta fólk með afturvirkum hætti rétti sem það á lögum samkvæmt þegar það gerir sínar ráðstafanir og „reiknar með“. Ég tel að slík afturvirkni sé siðlaus og fái ekki staðist en fjár- ,jMeð öðrum orðum. Ólafur Ragnar Grímsson er til í að bæta fyrir mistök sín og leiðrétta augljóst ranglæti ef það hefur bitnað á nógu mörgum og ef menn geta ekki staðið undir því íjár- hagslega.“ málaráðherra er annarrar skoðunar og hefur breytt samkvæmt því. Það er einmitt heila málið. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 'í Reykjavík. LEIÐRÉTTING Við vinnslu Morgunblaðins á grein Geirs H. Haarde um þetta efni sl. fimmtudag urðu þau mistök að niður féll ein lína. Leiðrétt er málsgreinin svohljóðandi: Hann lýsti sig hins vegar samþykkan því að embættismenn skoðuðu frum- varið, væntanlega til að sannreyna hvort fullyrðingar flutningsmanna um afturvirka íþyngingu ættu við rök að styðjast. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Fjórar tónlistarkonur Til sölu í Hafnarfirði hús á mjög góðum stað Fallegt og vandað steinhús, byggt 1955, við Lækjar- kinn, hæð, kjallari og ris, alls 188 fm og 28 fm bílskúr, allt í fyrsta flokks ástandi. Á hæð og í risi eru 5 herb., eldhús og bað. í kjallara eru 3 herb. og eldhús. Opið f dag Árni Gunnlaugsson hrl., frá kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 50764. 01070 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri £ I lvv1>klÓ/v KRISTINIMSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteígnasali Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Góð íbúð á góðu verði Rúmg. suðuríb. í þriggjá hæða blokk við Blikahóla. Sameign var end- urn. á síðastl. ári. Húsnæðisl. kr. 1,8 millj. Mikið útsýni. Séríbúð í þríbýlishúsi Stór og góð 2ja herb. íb. við Digranesveg Kóp. á jarðh. Allt sér. Mik- ið endurn. Við Stelkshóla með góðum bílskúr 2ja herb. suðuríb. á 2. hæð um 60 fm. Rúmg. sólsvalir. Góð sameign. Laus strax. Endaíbúð í nýja miðbænum 4ra herb. úrvalsíb. við Ofanleiti 104 fm auk sameignar. Sérþvottah. Tvennar svalir. JP-innrétting. Góður bílsk. Hagkvæm skipti í Hafnarfirði óskast 3ja-4ra herb. íb. eða lítið einb. Má þarfnast endur- bóta. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. í lyftuh. með frábæru útsýni. í Mosfellsbæ óskast Raðhús með 2ja-4ra herb. íb. Einbýlishús 110-130 fm. Fjársterkir kaupendur. Sem næst miðborginni Traust sameignarfélag óskar eftir góðu húsn. 150-300 fm. Góð útb. 4ra-5 herb. íb. með um 120-150 fm góðu vinnuplássi. • • • Opiðídag kl. 10.00-16.00. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlf 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FASTEIGN ASAl AN á þriðjudagstónleikum FJÓRAR ungar tónlistarkonur ílytja fjölbreyfta dagskrá á þriðjudags- tónleikum í Listasafni Sigurjóns Olafssonar næstkomandi þriðjudag, 14. ágúst. Listakonurnar eru Signý Sæmundsdóttir, söngkona, Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleikari, Nora Kornblueh, sellóleikari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanóleikari. Þá vakti athygli að ráðherrann talaði um eitthvert fólk sem reiknað hefði með því fyrir 5-6 árum að fá húsnæðisbætur og að óeðlilegt væri að slíkt fólk fengi þær áfram „bara af því_ að það hefur reiknað með því.“ í þessu sambandi er rétt að upplýsa að húsnæðisbætur voru lögfestar árið 1987 og komu til útborgunar í fyrsta sinn við álagn- ingu 1988. Enginn fékk slíkar bæt- ur fyrir 5-6 árum eða gat reiknað með þeim þá. Vissi Ólafur það ekki eða var hann að blekkja? Kjarni málsins kemur hins vegar fram í orðunum „bara af því að það Á efnisskránni eru aríur eftir Bach og HÁndel fyrir sópran, fiðlu og bassa continuo, Konsertaría eftir Mozart, Söngvar fyrir fiðlu og sópr- an eftir Vaughan Williams og nokk- ur þekkt sönglög eftir Brahms. Þar að auki mun Nora Kornblueh leika Sarabanda úr einleikssvítu nr. 5 eft- ir Bach og Hlíf Sigurjónsdóttir flytur einleiksverk eftir pólska tónskáldið Grazyna Bacewicz. Að venju standa tónleikarnir í um eina klukkustund og verður kaffi- stofa safnsins opin að þeim loknum. __________________________ÆílariM ddd^D Umsjónarmaður Gísli Jónsson 550. þáttur Umsjónarmanni barst fyrir skömmu ágætt bréf frá Jakob Björnssyni í Reykjavík og er það á þessa leið: „Ýmsa hef ég heyrt amast við því að orð eins og keppni, frelsi og fleiri slík séu notuð í fleirtölu. í svipinn man ég ekki hvort þú hefur fjallað um þessa spurningu eða ekki. í því samhengi minnist ég þess ekki að þess hafi verið get- ið að þessi orð og fleiri tilheyra hópi orða sem hafa tvennskonar merkingu: (1) Almenna, þ.e. þau eru heiti á almennum hugtökum, efnum, fyrirbærum og tilfinn- ingum, og (2) sértæka, þ.e. þau eru notuð sem heiti á einstökum athöfnum, hlutum, atburðum, tilefnum og atvikum sem fela í sér innihald orðsins í hinni al- mennu merkingu. Mörg slík orð hafa um aldir verið aðeins til í eintölu í almennu merkingunni en oftast aðeins í fleirtölu í hinni sértæku þótt dæmi séu um ein- tölumynd þeirra í þessari merk- ingu líka. Dæmi: Ást — ástir. Gleði — gleðir'. Harmur — harmar. Járn — járn. Skemmtun' — skemmtanir'. Sorg — sorgir. Veður' — veður'. 'Þessi orð eru til í eintölu í sértæku merk'- ingunni líka. Eg fæ ekki betur séð en að t.d. orðið keppni sé alveg hlið- stætt þessum orðum. Orðið hef- ur annarsvegar almenna merk- ingu, það að keppa; hinsvegar sértæka, þar sem það merkir einstakar athafnir, eða atvik, sem fela í sér keppni. Fleirtölu- myndin, „keppnir", hefur þá ein- vörðungu sértæku merkinguna í sér fólgna. Svipað má segja um frelsi. Það merkir almennt það að vera fijáls en sértækt að vera fijáls til sérstakra, af- markaðra athafna, að tala, að prenta, að ferðast o.s.frv. Hvaða ástæða er þá eiginlega til að amast við fleirtölumynd- inni? Er ekki hér um það að ræða að beita aldagamalli venju/reglu í' málinu á ný við- fangsefni, eða nýjar þarfir, í breyttu samfélagi? Eru ekki of- angreindar fleirtölumyndir til komnar af samskonar þörfum á öldum áður eins og þeirri nú að þurfa að geta talað um keppni og frelsi í fleirtölu? Verður ekki málið að laga sig að þörfum hvers tíma á meðan byggingu þess er ekki raskað? Ofangreind dæmi virðast staðfesta að svo er ekki gert þótt talað sé um keppnir. Gaman væri að heyra álit þitt á þessu.“ I þessu sambandi má geta þess að hugtaksheitið háski kemur fyrir í fleirtölu í gömlu helgikvæði. Þar er orðmyndin háskum notuð til að ríma á móti páskum. Umsjónarmaður þakkar Jakob gott bréf og önnur fyrri. Efni bréfsins er vandasamt og verður tekið til betri umfjöll- unar síðan. ★ Þá skrifaði Jón Á. Gissurarson í Reykjavík umsjónarmanni gott bréf um notkun forsetninga með staðarnöfnum. Þar segir hann meðal annars: „Fátt reynist mönnum jafntorvelt og rétt notkun í eða á í sambandi við ýmis staðarheiti. í 545. þætti þínum ræðir þú meðal annars um í eða á Nesi, Brekku eða Hóli og getur tilgátu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum þar um. Sýnist mér kenning Stein- dórs býsna sannfærandi, jafnvel þar sem regla hans virðist þver- brotin, því að vel mætti vera að viðkomandi bær hefði flust úr í-stað á á-stað, en nafn hans hefði unnið sér hefð. Vík og Fjörður eru á eða í heiti. Samkvæmt kenningu Steindórs verður næsta eðlilegt að segja í Reykjavík (Kvosinni) og á Húsavík (þorpið, en prests- setrið er í Húsavík). í Mýrdal heitir bær einn Skaganes og er á-Nes. Fyrir svo sem hálfri öld var reist nýbýli úr Sólheimum í sömu sveit og heitir Framnes. Ásgeir Pálsson bjó í Framnesi. Hvort tveggja styður kenningu Steindórs svo að engu skakkar." ★ Unglingur utan kvað: A kvöldin var Svalhúsa-Sella svo sæt eins og ný karamella og eftir ball heila nótt hana brast ekki þrótt, hún var girnó sem nýsöltuð gella.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.