Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 15

Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 15 Skálholtskirkja: Fimmtán ára afmælis hátíð Sumartónleika Hundasýning í Laugardalshöll: 190 hundar af 12 tegundum Flugmódel- félagið Þyt- ur 20 ára Á ÞESSU ári eru 20 ár liðin frá stofnun flug'módelfé- lagsins Þyts. í tilefni afmæl- isins mun félagið efna til veglegrar flugsýningar á athafnasvæði sínu, Hamra- nesflugvelli, en hann er í hrauninu sunnan Hafnar- íjarðar. Ekið er upp Krísuvíkurveg u.þ.b. 2 km og beygt þar til vinstri. Síðastliðin 3 ár hafa félagar í Þyt unnið hörðum höndum að því að koma sér upp flug- velli fyrir módelflug og má segja að sú aðstaða sem nú er fyrir hendi sé með því besta sem þekkist. Vel verður vandað til sýn- ingaratriða og auk fjölmargra módelflugatriða fá Þytsfélagar heimsóknir stærri véla s.s. Piper Cub-véla, Þyrlu, og far- þegavéla af ýmsum gerðum, að ógleymdu listflugi Björns Thoroddsens og Magnúsar Norðdahl. Ráðgert er að flugsýningin hefy'ist kl. 14 laugardaginn U. ágúst en sunnudagurinn 12. hafður til vara. Flugmódelflug. Fjórða tónleikahelgi Sumartón- leika hefst kl. 15 á laugardaginn í Skálholtskirkju með því að flutt verður dagskrá með verkum Hafliða Hallgrímssonar tónskálds. M.a. verða þijú verk frumflutt, „Strönd“, einleiksverk fyrir sembal, tileinkað Helgu Ingólfsdóttur, „Flug Ikarus- ar“, þriggja þátta einleiksverk fyrir flautu, tileinkað Kolbeini Bjarna- syni og „Triptych“, þriggja þátta verk fyrir blandaðan kór, byggt á ljóði ítalska ljóðskáldsins Salvatore Quasimodo. Einnig verða flutt fjög- ur íslensk þjóðlög í útsetningu Haf- liða; Nú vil ég enn í nafni þínu, Hættu að gráta hringaná, Sof þú blíðust barnkind mín og Veröld fláa sýnir sig. Síðast en ekki síst verður verkið „Verse 1“ flutt, en það verk vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu tónskáldakeppninni sem kennd er við Viotti i Vercelli á ítaliu 1975. Flytjendur verða: Sönghópurinn Hljómeyki og einleikararnir; Helga Ingólfsdóttir á sembal, Kolbeinn Bjarnason á flautu og Hafliði Hallgrímsson á selló. Kl. 17.00 sama dag leikur Einar Kristján Einarsson einleik á gítar. Einar stundaði framhaldsnám í Manchester í Englandi en aðalkenn- arar hans voru; George Hadjinikos, Gordon Crosskey og David Russell. Einnig lauk hann einleikara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music 1987. Efnisskráin er samsett af íslensk- um og eriendum verkum. Einar mun m.a. flytja verkið „Nocturnal after John Dowland" eftir Benjamin Britten og frumflytja „Hvaðan kemur lognið?“ eftir Karólínu Eiríksdóttur. Kl. 15 á sunnudaginn verður flutt tónverk eftir Hafliða Hallgrímsson, þau sömu og frá laugardeginum. Kl. 17 á sunnudaginn er messa. í messunni verða flutt atriði úr efn- isskrá helgárinnar. Aðgangur er ókeypis. HUNDASÝNING verður hald- in í Laugardalshöll á vegum Hundaræktarfélags íslands sunnudaginn 12. ágúst. Sam- kvæmt upplýsingum félagsins verða þar sýndir 190 hundar af 12 tegundum og munu þar væntanlega koma fram allir beztu hundar landsins. Sýningin hefst með ræktunar- dómum, en þar verða hundarnir sýndir og þeim gefnar einkunnir með tilliti til rækt.unarmarkmiða. Að dómum loknum verða valdir beztu hundar hverrar tegundar. Til sýningarinnar hafa verið fengnir tveir erlendir gestadóm- arar, þau Carl-Johan Adler Cre- utz frá Svíþjóð og Jean Lanning frá Englandi. Bæði hafa þau al- þjóðaréttindi til þess að dæma öll hundakyn. Sýningin hefst klukkan 09 og er stefnt að því ræktunardómum og vali beztu hunda verði lokið klukkan 17, en þá taka við ýms- ar „hundakúnstir". Meðal sýn- ingaratriða eru hlýðniæfingar og hundafimi, þar sem hundarnir eru í aðalhlutverkum. Að lokum sýningar sýna trúðurinn Raggi og Júlíus Fífill (írskur Seti) listir sýnar. í fyrsta dómhring verður dóm- ari Carl-Johan Adler Creutz. Hann hefst klukkan 09 og verður fyrst dæmdur Enskur Cocker Spaniel, þá Enskur Springer Spaniel, þá Labrador Retriever, Golden Retriever og loks Schafer. í dómhring tvö verður dómari Jean Lanning. Sá hringur hefst einnig klukkan 09 og verða þá dæmdir hundar í þessari röð: Sankti Bernhard, írskur Setter, Poodle, Dachshundur, Maltese, Papillon og íslenzkur fjárhundur. Tónleikaferð um alla landsQórðunga SÍÐARI hluta ágústmánaðar munu Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteins- " son píanóleikari ferðast um Is- land og halda tónleika í öllum landsfjórðungum. Tónleikaferð þeirra félaga hefst 14. ágúst á Akranesi. Þann 15. verða þeir í Borgarnesi, 18. í Bol- ungarvík, 19. á ísafirði, 23. á Akur- eyri, 25. í Skjólbrekku í Mývatns- sveit, 26. á Húsavík, 28. í Neskaup- stað, 29. á Egilsstöðum og að lokum 31. ágúst í Garðabæ. Daníel lærir nú við Sweelinck- tónlistarháskólann í Amsterdam, undir leiðsögn Willems Brons, en Sigurður lauk námi fyrir nokkru frá Guildhall School of Music and Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson. Drama í London og-sækir enn tíma hjá aðalkennara sínum þar, Raph- ael Sommer. Sölusýn- ing FIM SÖLUSÝNING fé- lagsmanna í Félagi íslenskra myndlist- armanna hefst á mánudag, 13. ágúst klukkan 14 og stendur til ágúst- loka. Sýningin verður í sal FÍM að Garða- stræti 6. Hún verður opin virka daga frá klukkan 14 til 18, en lokað verður um helg- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.