Morgunblaðið - 11.08.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 11.08.1990, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 Stríðsástandið við Persaflóa: Utanríkisráðherrar NATO: Fullur stuðning’ur við að- gerðir Bandaríkjamanna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐILDARRÍKI Atlantshafsbandalagsins (NATO) lýstu yfir fullum stuðningi við frumkvæði Bandaríkjanna til að tryggja öryggi Saudi- Arabíu á aukafundi utanríkisráðherra bandalagsins i Brussel í gær. Á fundinum var fjallað um ástandið við Persaflóa og samstaða varð um náið pólitískt samráð aðildarríkjanna um aðgerðir þar. Háttsett- ur embættismaður NATO hitti sovéska sendiherrann í Brussel síðdeg- is í gær til að gera honum grein fyrir niðurstöðum fundarins. Jón Baldvin Hannibalsson utan- nkisráðherra, sem sat fundinn fyrir íslands hönd, sagði að full samstaða hefði verið um viðbrögð vegna hættuástandsins sem skapast hefði við Persaflóa. NATO-rikin hefðu lýst stuðningi við samþykktir Sam- einuðu þjóðanna vegna árásar Iraka á Kúvæt ogjafnframt ítrekað kröf- una um að Irakar hyrfu þaðan taf- arlaust á brott með herlið sitt. Á fundinum hefði verið lögð áhersla á að framfylgja til fulls viðskipta- banni á írak og þess krafist að út- lendingar fengju tafarlaust ferða- frelsi úr Iandinu. Ráðherrarnir hefðu lýst yfir stuðningi við við- leitni arabaríkjanna til að finna pólitíska lausn á hættuástandinu. Jón Baldvin sagði jafnframt að ákveðið hefði verið að efna til sam- ráðsfunda með aðildarríkjum Var- sjárbandalagsins, sem er í samræmi við lokayfirlýsingu leiðtogafundar NATO í London í sumar. Samstaðan væri um að sérhvert aðildarríkja NATO legði sitt af mörkum eftir efnum og aðstæðum. Þrátt fyrir fjarlægð Islands frá þessari víga- slóð sagði Jón Baldvin að framlag íslendinga gæti m.a. falist í því að greiða fyrir birgðaflutningum yfir hafið. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri NATO, sagði aðspurður að formleg aðild Atlantshafsbanda- lagsins að aðgerðum við Persaflóa stangaðist á við stofnsáttmála NATO en bandalagið mundi gegna lykilhlutverki sem vettvangur pólitísks samráðs og samvinnu vegna hættuástandsins. Það væri einungis á færi þeirra sem tækju þátt í aðgerðunum að ákveða með hvaða hætti þeim skyldi stjórnað. Samkvæmt Atlantshafssáttmál- anum verður yfirherstjórn NATO ekki kölluð til nema ráðist sé á eitt- hvert aðildarríkja bandalagsins. Líklegt er talið að Evrópuríkin inn- an NATO muni samræma aðgerðir sínar innan vébanda Vestur-Evr- ópusambandsins á_ sama hátt og í styrjöld íraka og írana. James Baker sagði við blaða- menn eftir fundinn að hann væri mjög ánægður með niðurstöður hans. Lýst hefði verið yfír fullum stuðningi við aðgerðir Banda- ríkjanna vegna hættuástandsins og aðildarríkin hefðu lýst sig reiðubúin til að leggja sitt af mörkum, hvert á sinn hátt. Mikilvægt væri að ráð- herrarnir ítrekuðu sameiginlega ábyrgð á öryggi og landamærum Tyrklands auk þess sem þeir hefðu lýst yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir til að framfylgja sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna um framferði íraka. Niðurstöður fund- arins staðfestu hlutverk NATO sem vettvang samráðs og samvinnu til að bregðast við hættuástandi. James Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, og Manfred Wörn- er, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Kúvæt: Innrásarliðið fer um rænandi og ruplandi Fjöldi óbreyttra borgara handtekinn Amman. Reuter. FLÓTTAMENN sem komist hafa frá Kúvæt, sem nú er á valdi ír- aka, yfir landamærin til Saudi-Arabíu og Jórdaníu segja að innrásar- liðið hafi farið um rænandi og ruplandi. Fjöldi óbreyttra borgara hafi verið handtekinn, margir myrtir, kvenfólki nauðgað og eigur manna eyðilagðar. Flóttamennirnir sem fréttamenn Reuíers-fréttastofunnar ræddu við írakar flytja inn megnið af matvælum sínum: Hversu lengi g* *etur Huss- ein Iraksforseti þraukað? í gær voru margir illa á sig komnir eftir lana göngu í kæfandi eyði- merkurhitanum. Þeir voru sammála um að herafli íraka hefði öll völd í landinu og kváðu 12 tíma út- göngubann í gildi í Kúvæt-borg. Götur borgarinnar væru tómar og atvinnustarfsemi engin. Fólkið sagði írösku hermennina hafa myrt óbreytta borgara og rænt verslanir. Bifreiðum manna og öðrum eigum hefðu hermennirn- ir stolið og öryggisgæsla væri eng- in. Einn flóttamaðurinn sagði ástandið verra en í Beirút í Líbanon. „Við skildum allt eftir, íbúðir okkar, bílana, husgögnin og jafnvel peningana okkar því bankar voru allir lokaðir. Ástandið er viður- styggilegt," sagði annar. Kaup- sýslumaður einn sagði íraska her- menn hafa nauðgað þremur vinnu- konum frá 'Filippseyjum í húsi einu þar sem hann hefði verið staddur og bætti við að fjölmargir þekktir og auðugir Kúvæt-búar hefðu verið handteknir og fluttir til Bagdað, höfuðborgar Iraks. New York, Washington, London. Daily Telegraph, Reuter. SADDAM Hussein Iraksforseti þarf nú að metta alls 19 milljónir manna eftir að hann innlimaði Kúvæt þar sem tvær milljónir manna búa. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegar refsiaðgerð- ir gerir ráð fyrir því að leyft verði að flytja til landsins eitthvað af bráðnauðsynlegum mat í mannúðarskyni, m.a. barnamat, en þessi smuga dugar Iítt. 30 ára stjórn Baath-sósíalistaflokks Husseins hefur lagt landbúnað íraks í rúst með ríkisrekstri og ofstjórn svo að flytja þarf inn 70-80% af öllum matvælum sem neytt er. Sumir stjórnmálaskýrendur álíta að matvælaskortur geti reynst for- setanum hættulegri en bannið við olíuútflutningi; enginn getur sagt fyrir um viðbrögð almennings þegar sverfa tekur að. Lögregluríki Hus- seins er svo harðneskjulegt að lítið er vitað um það hve mikill raunveru- legur stuðningur er við hann meðal almennings. Hundruð þúsunda manna hafa flúið landið á undanf- örnum áratugum. Flugumenn harð- stjórans hafa í sumum tilvikum elt flóttamennina uppi og myrt þá. Litlar birgðir Embættismenn í Bandaríkjunum telja að matvælabirgðir í írak séu óvenju litlar þótt hveiti- og bauna- uppskera sé nú nær öll komin í hús. I næsta mánuði hefst maísupp- skera. „Því betur sem ég kynni mér ástandið því verra sýnist mér það vera,“ sagði sérfræðingur í land- búnaði Mið-Austurlanda. Talið er að Irakar eigi birgðir af hveiti til tveggja mánaða, baunir og bygg til eins mánaðar, innan við mánaðar birgðir af maís og hrísgtjón til þriggja mánaða. Hussein nýtir sér vafalaust þær birgðir sem Kúvætar eiga en þær duga skammt og nær öll matvæli, sem Kuvætar þurfa, eru flutt inn. Ástandið var slæmt, áður en inn- rásin var gerð í Kúvæt. Miklir þurrkar voru á síðasta ári og efna- hagsörðugleikar Husseins vegna skuldabaggans úr Persaflóastríðinu ollu æ meiri vanda. írak var þar til fyrir fáum árum tíundi stærsti innflytjandinn á bandarískum land- búnaðarafurðum en undanfarna mánuði hafa þeir nánast ekkert getað keypt vegna gjaldeyrisskorts. Fyrir réttu ári ákvað Bandaríkja- stjórn að ábyrgjast aðeins matvæla- kaup af hálfu Iraka fyrir sem nem- ur 500 milljónum Bandaríkjadoll- ara, helmingi lægri fjárhæð en áður. Sumir sérfræðingar telja þó að reynslan sýni að viðskiptabann af því tagi sem nú er framfylgt gagn- vart Irökum geti aldrei orðið til langframa. Hussein treysti því að hann geti þraukað þar til Vestur- veldin gefist upp á þófinu, að nokkru vegna þrýstings frá almenn- ingi á Vesturlöndum. Bent er á að írakar hafi þurft að þola mikið harðræði í Persaflóastríðinu við ír- ani, er stóð í átta ár, en ekki hafi komið til uppreisna. Forsetinn reyni að efla baráttuhug landa sinna með því að höfða óspart til fornrar frægðar; þeir byggi landið milli fljó- tanna Efrat og Tígris, Mesópót- amíu, þar sem vagga menningar- innar hafi staðið. Hann líki sjálfum sér við Nebúkadnesar, sem réð yfir miklu veldi í Mið-Austurlöndum um 600 f. Kr. og á þrengingatímum hlýði margir Irakar á slagorð hans um einingu allar arabaþjóða — und- ir réttmætri forystu íraka. Möguleikar Husseins Saddam Hussein gæti gripið til ýmissa ráða til að reyna að komast hjá því að láta alþjóðlegar refsiað- gerðir komi honum á kné en sum þeirra gætu þó orðið vopn er sner- ust í höndunum á forsetanum. • Hann gæti reynt að nota mörg þúsund Vesturlandabúa, sem hann hefur á valdi sínu, sem gísla til að fá sínu framgengt. Heiftin á Vest- urlöndum gæti þó orðið svo mikil að hann græfi sína eigin gröf. • Reynt að hræða arabaríki til hlýðni og afla stuðnings við baráttu gegn bandaríska herliðinu í Saudi- Arabíu. Talið er líklegt að hann njóti víðtæks stuðnings meðal ai- mennings í mörgum arabaríkjum. • Reynt að draga Israel inn í deil- una, e.t.v. með því að senda her inn í Jórdaníu. Þannig gæti honum heppnast að safna araöbum að baki sér og grafið undan stöðu Banda- ríkjamanna. Hugsanlegt er þó að andstæðíngar hans í röðum araba- leiðtoga myndu taka höndum sam- an gegn Irökum. • Hafið alþjóðlega skæruliðaher- ferð gegn ýmsum skotmörkum á Vesturlöndum, einnig í arabaríkjum þar sem leiðtogarnir styðja Vestur- lönd. Heimildarmenn segja að hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal sé aftur kominn til Bagdad en undan- farin átta ár hefur verið kalt milli hans og Husseins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.