Morgunblaðið - 11.08.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
17
Vígvæðingarstefna Saddams Hussein Iraksforseta:
Vopnin einkum keypt
frá Sovétríkjunum,
Frakklandi og Kína
VOPNABUNAÐ sinn hafa írakar einkum keypt af Sovétmönnum,
Kínverjum og Frökkum en fleiri ríki hafa verið reiðubúin að selja
Saddam Hussein, hinum herskáa forseta íraks, háþróuð drápstól. í
forystugrein málgagns ungliðahreyfingar kínverskra kommúnista
var í gær fullyrt að 80% vopnabúnaðar hins öfluga hers íraka hefðu
verið framleiddur í Sovétríkjunum. I nýjasta hefti vikuritsins Der
Spiegel segir að vestur-þýsk fyrirtæki hafi jafnan verið reiðubúin
að njóta góðs af vígvæðingarstefnu Saddams og tengst með einum
eða öðrum hætti framleiðslu vopna og eiturefna.
Upplýsingar um samsetningu
herafla íraka eru af augljósum
ástæðum af skornum skammti. Vit-
að er að herinn telur eina milljón
manna og vikuritið Newsweek seg-
ir 850.000 manns í varaliðssveitum
hersins. Þetta er ótrúlega há tala
ekki síst í ljósi þess að 17 milljónir
manna búa í írak. Ekkert ná-
grannaríkjanna ræður yfir svo flöl-
mennum liðsafla ogtil samanburðar
má geta þess að rúmlega 140.000
manns eru í ísraelsher þótt varaliðs-
sveitir landsins telji rúma hálfa
milljón manna og um 750.000
manns í her Bandaríkjanna.
Sovéskar eldflaugar
írakar eiga að því er talið er
5.500 skriðdreka og á það hefur
verið bent að færri skriðdrekum
hafi verið beitt í bardögum í
Norður-Afríku á árum síðari heims-
styijaldarinnar. Drekarnir munu
vera kínverskir og sovéskir og vitað
er að svokallaðar Lífvarðasveitir
forsetans hafa til reiðu fullkomn-
asta skriðdreka Sovétmanna, T-72.
Landherinn ræður einnig yfir
sovéskum loftvarnarflugskeytum
sem vestrænir sérfræðingar nefna
SAM-13 og SAM-14. Þá eiga írak-
ar sovéskar Scud-B eldflaugar, sem
draga um 300 kílómetra og voru
upphaflega hannaðar til að bera
kjarnorkuhleðshr. Þessum eld-
flaugum hafa írakar breytt til að
auka drægni þeirra og var þeim
óspart beitt undir lok Persaflóa-
stríðins. Ekki liggur fyrir hversu
margar slíkar eldflaugar er að finna
í vopnabúrum íraka en þær geta
borið eiturefnahleðslur. í vikuritinu
Newsweek segir að Saddam Hus-
sein ráði einnig yfir a.m.k. 66 með-
aldrægum eldflaugum og miðast sú
skilgreining að líkindum við meira
en 500 kílómetra drægni. Þessum
eldflaugum hefur verið komið fyrir
nærri höfuðborginni, Bagdað, og
þar eru sovésk loftvarnarkerfi til
reiðu.
Franskar og sovéskar
orustuþotur
írakar eru sagðir eiga 513 or-
ustuþotur en ekki liggur nákvæm-
lega fyrir hvernig samsetningu
flughersins er háttað. Fullkomnustu
þoturnar koma frá Sovétríkjunum
og Frakklandi. Frá síðarnefnda
landinu hafa þeir keypt 64 þotur
af gerðinni Mirage F-1 og fengu
flugmennirnir þjálfun í Frakklandi.
írakar eiga einnig 18 sovéskar þot-
ur af gerðinni Mig-29 sem er talin
fullkomnasta orustuþota Sovét-
manna og um 70 eldri þotur af
gerðinni Mig-23. Flugmennirnir
voru allir þjálfaðir í Sovétríkjunum.
Flugskeytin sem þessar þotur bera
eru einnig smíðuð í Sovétríkjunum.
Sérfræðingar telja hins vegar að
þotur Bandaríkjamanna og Breta
séu tæknilega fullkomnari sem og
vopnabúnaður þeirra og talið er að
stjórnun og skipulagningu loftvarna
í Irak sé nokkuð ábótavant. írakar
munu einnig eiga skammdræg
kínversk flugskeyti.
Herinn ræður einnig yfir miklum
fjölda léttra bryndreka og liðsflutn-
ingavagna auk öflugs stórskotaliðs.
Vestrænir vígtólasérfræðingar
segja írakar eiga a.m.k. 100 fall-
byssur af gerðinni G-5 sem smíðað-
ar eru í Suður-Afríku. Hlaupvíddin
er 155 millimetrar og drægnin rúm-
ir 40 kílómetrar. Talið er líklegt að
fallbyssum þessum hafi verið komið
fyrir í Kúvæt en þær og nýjasta
gerð þeirra, G-6, eru taldar hinar
fullkomnustu í Jieimi hér. Þá er
hugsanlegt að írakar hafi einnig
fengið háþróaðar sprengjuvörpur
frá Suður-Afríku. Talið er fullvíst
að Suður-Afríka virði vopnasölu-
bann Sameinuðu þjóðanna, líkt og
m.a. Sovétmenn og Kínverjar hafa
skuldbundið sig til að gera.
I forystugrein málgagns kín-
verskra ungkommúnista sagði í gær
að 80% þeirra vopna sem írakar
réðu yfir hefðu verið smíðuð í Sov-
étríkjunum. Næst í röðinni kæmu
vopn frá Frökkum og síðan kín-
verskar vígvélar. I greininni var
heimilda ekki getið en hún vakti
athygli ekki síst í ljósi þess að frétt-
ir af vopnasölu kínverskra komm-
únista hafa verið bannaðar í ú'öl-
miðlum þar eystra.
í nýjasta hefti tímaritsins Der
Spiegel er fullyrt að þýsk fyrirtæki
hafi með ýmsum hætti komið nærri
hamslausri vígvæðingu íraka. Hafi
Þjóðveijar m.a. aðstoðað íraka við
að reisa skotfærá- og vopnaverk-
smiðjur þar sem smíðaðar séu eld-
flaugar og byssur. Þýskir sérfræð-
ingar hafi lagt hönd á plóginn á
sviði eiturefnaframleiðslu (sams
konar upplýsingar hafa komið fram
varðandi Líbýu) og einnig komið
nærri kjarnorkuáætlunum Iraka en
bandarískir sérfræðingar telja að
Saddam Hussein ráði enn ekki yfir
gjöreyðingai’vopnum.
Heimildir: Reuter, The Daily
Telegraph, Newsweek, Time,
Der Spiegel.
4 IMt "m, -v SÍS,
Keuter
Utifundir til stuðnings Saddam Hussein
Útifundur sjö þúsund stuðningsmanna Saddams Husseins íraksforseta í Jórdaníu lýsti í gær yfir heilögu
stríði gegn Bandaríkjamönnum og hvatti Jórdaníustjórn til að senda sjálfboðaliða til aðstoðar írökum.
Talsmenn nefndar til stuðnings Hussein sögðu að 40.000 Jórdanir hefðu boðist til að beijast með írökum
ef Bandaríkjamenn réðust á Irak. Á myndinni brenna múslimskir bókstafstrúarmenn fána Bandaríkjanna
og ísraels að lokinn bænastund í Amman í gær.
Olíuframleiðsla OPEC-ríkia* í iúlí
Olíuútflutningur íraka hefur stöðvast vegna efnahagslegra refsiað-
gerða Sameinuðu þjóðanna en ekkert benti til þess í gær að önnur
olíuframleiðsluríki við Persaflóa myndu mæta minnkandi olíufram-
boði með því að auka framleiðslu sína. írak og Kúvæt framleiddu
samanlagt um 4,2 milljónir fata á dag og svo virtist sem stjórnvöldum
í Saudi-Arabíu, mesta olíuútflutningsríki heims, íran og Sameinuðu
arabísku furstadæmunum lægi ekki á að auka framleiðslu sína.
Talið er að þau vilji að olíuforði Vesturlanda minnki verulega fram
til október en þá eykst eftirspurnin til muna er vetur gengur í garð.
Olíubirgðirnar hafa ekki verið jafn miklar í átta ár og ættu að duga
í um hundrað daga.
Friðargæslusveitir á leið til Líberíu:
Ætla að koma á friði
fyrir lok næstu viku
Monróvíu. Reuter.
STRÍÐANDI fylkingar uppreisnarmanna í Líberíu héldu áfram árásum
sínum á stjórnarherinn, sem hefur búið sig til varnar við forsetahöllina
í höfuðborginni, Monróvíu. Friðargæslusveitir Vestur-Afríkuríkja koma
til landsins í næstu viku þótt leiðtogi stærri fylkingarinnar, Charles
Taylor, sé andvígur þeim áformum. Sveitirnar verða skipaðar 2.400
mönnum, fara yfir landamærin frá nágrannaríkinu Sierra Leone og
stefna að því að tryggja vopnahlé fyrir lok næstu viku.
Stjórnarerindrekar V estur-Afríku-
ríkja lögðu áherslu á að hersveitirnar
hygðust binda enda á stríðið hvort
sem Charles Taylor samþykkti íhlut-
unina eða ekki. Hreyfing Taylors,
NPFL, hefur ítrekað lagst gegn
áformum um íhlutun erlendra ríkja
til að binda enda á stríðið, sem hefur
staðið í átta mánuði og valdið ringul-
reið í höfuðborginni.
Samuel Doe, forseti landsins, og
Prince Johnson, foringi uppreisnar-
manna sem klufu sig úr NPFL, hafa
þegar fallist á að friðargæslusveitirn-
ar gæti laga og reglu í landinu til
að bráðabrigðastjórn geti skipulagt
fijálsar kosningar. Efnahagsbanda-
lag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS)
stofnaði sveitirnar, sem verða skipað-
ar 2.400 hermönnum frá Nígeríu,
Ghana, Gíneu, Sierra Leone og
líklega Gambíu.
Uppreisnarmenn undir stjórn
Charles Taylors hófu í fyrradag stór-
sókn í Monróvíu úr austri og voru
aðeins tveimur kílómetrum frá for-
setahölí Does er þeirri mættu fyrst
verulegri mótstöðu. Þeir skutu einnig
viðvörunarskotum að sendiráði
Nígeríu í borginni til að hrekja burtu
1.800 flóttamenn, sem höfðu leitað
þar hælis.
Stríðið hefur kostað þúsundir
manna lífið og einn fimmti hluti
landsmanna, sem eru 2,5 milljónir,
hefur flúið heimkynni sín. Lík liggja
á víð og dreif í miðborg Monróvíu
og rotna þar í hitabeltisloftinu því
enginn áræðir að snerta þau.
Óeirðir vegna efna-
hagsaðgerða Fujimoris
Lima. Reuter.
ÓEIRÐIR brutust út í Perú á
fimmtudagskvöld vegna sparn-
aðaraðgerða hins nýkjörna for-
seta landsins, Albertos Fujimor-
is, sem hækkaði verð á ýmsum
matvælum og bensíni. Hermenn
urðu þremur mótmælendum að
bana í bæ skammt frá Lima.
Bensín hækkaði um 3.100 af
hundraði, verð á brauði þrefaldaðist
og gasi í eldavélar tuttugu og fimm-
faldaðist.
Bálreiðir íbúar fátækrahverfa
Lima létu greipar sópa um fjóra
stórmarkaði og um 500 manns réð-
ust inn í nokkra banka.
Hermenn hófu skothríð á mót-
mælendur, sem höfðu kveikt í hjól-
börðum og reist vegatálma, með
þeim afleiðingum að þrír biðu bana.
Flestir beindu reiði sinni að Fuji-
mori, seni_ tók við embætti fyrir
Alberto Fujimori
þrettán dögum og hafði lofað því
að grípa ekki til harðra aðgerða til
að draga úr óðaverðbólgunni í
landinu, sem varð 63% í júlí.