Morgunblaðið - 11.08.1990, Side 20

Morgunblaðið - 11.08.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 Sjúkraþj álfarar: Skorað á ríkisstjóm- ina að segja af sér ALMENNUR fundur sjúkra- þjálfara í þjónustu ríkisins hald- inn 8. ágúst sl. samþykkti eftir- farandi ályktun: „Við hörmum þá atlögu sem ríkisstjóm Islands hefur gert að mannréttindum og lýðræði með setningu bráðabirgðalaga um samningsrétt, sem í þetta sinn beinist að félögum í BHMR. Öll framganga ríkisstjórnarinn- ar í málinu ber vott um fádæma valdahroka, sem varla á sér hlið- stæðu í sögu lýðveldisins. Ríkisstjórn, sem þannig gengur á skítugum skónum yfir starfs- menn sína á að segja af sér strax. Ríkisstjórn, sem setur iög til að breyta dómum, á ekkert skylt við lýðræði og á að segja af sér strax. Afstaða forystu ASÍ til setning- ar bráðabirgðalaganna er til skammar og hættuleg íslenskri verkalýðshreyfingu. Með setningu bráðabirgðalaga á samningsrétt háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna er þróun og nýt- ingu þekkingar í landinu stefnt í hættu og þar með undirstöðum nútíma samfélags.“ Bjórkrá opnuð á jarðhæð Þórscafés Morgnnblaðið/Ámi Helgason Hópur eldri borgara, leiðsögumenn og fleiri ferðafélagar fyrir framan kirkjuna í Flatey. Ferðin var farin undir leiðsögn stjórnar Aftanskins, Róberts Jörgensen, Elínar Sigurðardóttur og Guðrúnar M. Arsælsdóttur. Stykkishólmur: ÞÓRSCAFÉ er einn af elstu skemmtistöðum borgarinnar en þó í stöðugri endurnýjun. Það nýjasta er bjórkráin á jarðhæð- inni. Hún verður opnuð um þessa helgi og kemur í stað diskóteks- ins sem þar var áður. Þar munu Þorvaldur og Kolbrún ganga á milli borða með söng og hljóðfæraslætti til að fá fram kráar- stemmningu eins og hún gerist best með söng og gleði, gríni og dansi. Það kemur einnig fram trúbadorinn Ingvar Jónsson sem hefur vakið athygli á A. Hansen í Hafnarfirði og víðar. Á efri hæðinni verður einnig boð- ið upp á skemmtun. Þar leikur hljómsveit André Bachmann, tónlist við allra hæfi; rokk, popp, suður- ameríska tónlist, rómantísk vanga- lög og hvaðeina. Hörður Friðþjófs- son, þenur gítarinn, Ásdís Fjóla tekur nokkur vel valin lög og auk þess sýna þau Jói og María rokk- atriði eins og þeim er lagið. (úr fréttatilkynningu) I FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA I 10. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í I Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 91,00 89,00 89,57 0,717 64.221 Smáþorskur 70,00 70,00 70,00 0,184 12.880 Þorskur(st.) 71,00 71,00 71,00 0,112 7.952 Ýsa 50,00 50,00 50,00 0,016 800 Karfi 41,00 35,00 38,56 0,081 3.123 Ufsi 58,00 40,00 56,60 15,918 900.880 Steinbítur 79,00 77,00 77,17 0,573 44.217 Langa 56,00 56,00 56,00 0,018 1.008 Lúða 385,00 385,00 385,00 0,186 71.610 Lúða 385,00 385,00 385,00 0,004 1.540 Koli 67,00 60,00 63,50 2,024 128.524 Skötuselur 170,00 170,00 170,00 0,014 2.380 Samtals 62,43 19,847 1.239.135 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 98,00 73,00 93,11 6,657 619.849 Ýsa (sl.) 140,00 140,00 140,00 0,077 10.780 Karfi 48,00 35,00 46,16 0,848 39.144 Ufsi 36,00 36,00 36,00 0,030 1.080 Steinbítur 90,00 73,00 91,88 1,088 99.960 Langa 59,00 58,00 58,52 0,238 13.928 Lúða 305,00 260,00 295,10 0,461 136.040 Skarkoli 65,00 64,00 64,17 0,911 58.459 Skata 93,00 93,00 93,00 0,016 1.488 Skötuselur 445,00 295,00 379,78 0,023 8.735 Blandað 101,00 101,00 101,00 0.010 1.010 Samtals 95,61 10,359 990.473 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 90,00 80,00 86,16 11,478 988.960 Ýsa 140,00 78,00 101,93 3,735 380.702 Karfi 47,00 44,00 44,80 24,836 1.112.604 Ufsi 50,00 45,00 48,06 3,161 151.930 Steinbítur 75,00 66,00 71,16 0,937 66.675 Hlýri/Steinbítur 75,00 75,00 . 75,00 0,037 2.775 Langa 180,00 50,00 149,01 1,313 195.650 Lúða 400,00 300.00 382,56 0,180 68.860 * Sólkoli 64,00 64,00 64,00 0,217 13.888 Humar 1.560,00 665,00 1 .102,00 0,396 436.293 Blálanga 36,00 36,00 36,00 0,143 5.148 Skata 50,00 50,00 50,00 0,055' 2.750 Skötuselur 400,00 180,00 357,57 0,140 50.060 Blá & Langa 36,00 36,00 36,00 1,464 52.704 Öfugkjafta 23,00 23,.00 23,00 1,215 27.945 Langlúra 26,00 26,00 26,00 0,757 19.682 Koli 60,00 60,00 60,00 0,266 . 15.960 Undirmál 70,00 60,00 67,64 0,089 6.020 Samtals 71,37 50,419 3.598.606 Selt var úr humarbátum í Grindavík og Þór Péturssyni , 25 kör af karfa, 3 kör | af þorski o.fl. A mánudag verður selt úr dagróðrabátum. Eldri borgarar skruppu í orlofsferð til Flateyjar Stykkishólmi. ELDRI borgarar úr Stykkis- hólmi, félagar í Aftanskini, tóku sig til og fóru í orlofsferð einn laugardagsmorgun til Flateyjar. Farið var með hinum nýja Baldri í hinu besta veðri og hita að öðru leyti en því að mistur var mikið og að sögn Veðurstofu komið langt að frá verksmiðjumengun ijarlægra landa. Það var gaman að koma þarna til Flateyjar og renna augun- um til liðinna daga þegar atvinnulíf- ið stóð í blóma með Guðmund Berg- steinsson í broddi fylkingar. Þá var nú gaman að lifa hafa gamlir eyja- menn sagt. Björk Guðjónsdóttir var tilbúin á bryggjunni og leiðbeindi um bæinn. Gömlu húsin hafa nú verið dubbuð upp flest, en þau sem eftir eru fá vonandi sömu snyrtingu og væri gaman að fá Klausturhólana í sitt gamla ástand, en þar þarf að gera á bót. Kirkjan var fyrst skoðuð, en nú verður hún lagfærð og er verið að athuga með það. Söfnunarbauk- GENGISSKRÁIMING Nr. 149 9. ágúst 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollári 57.50000 57.66000 58,05000 Sterlp. 107,43900 107,73800 06,90200 Kan. dollan 50.12000 50,25900 50,41900 Dönsk kr. 9.44560 9.47190 9.43900 Norsk kr. 9.32460 9.35050 9.33880 Sænsk kr. 9,83490 9.86230 9,87500 Fi. mark 15.30680 15,34940 15.34700 Fr. franki 10.72960 10.75950 10,73230 Belg. íranki 1.74900 1,75390 1,74770 Sv. franki 42,73500 42,85400 42.53680 Holl. gyllmi 31,93470 32.02350 31.90610 Pýskt mark 35.97800 36.07810 35.97210 ít. lira 0,04913 0,04926 0.04912 Austurr. sch. 5,11320 5,12740 5,11160 Port. escudo 0.40880 0.41000 0.40920 Sp. peseti 0,58670 0,58830 0,58440 Jap.yen 0.38294 0.38400 0,39061 írskt pund 96,58600 96.85400 96,48200 SDR (Sérst.) 78.27940 78.49720 78,73550 ECU.evr.m. 74.79310 75,00120 74,60300 Tollgengi fyrir ágúst er sölugengi 30. júlí Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Olíuverð á Rotterdam-markaöi 1.-9. ágúst, dollarar hvert tonn 380- 360- BENSIN 1.ág. 2. Eldri Hólmarar um borð í nýju Breiðafjarðarferjunni. ur var í anddyri og eins gestabók sem margir hafa skrifað í og í fljótu bragði taldist fréttaritara nöfnin skipta þúsundum. Þá var farið í veitingahúsið Vog, sem áður var prestsbústaður, og þegnar veitingar í boði Aftanskins. Það er geysimargt af fólki í Flat- ey á sumrin, en líklega ekki fleiri en 8 manns yfir blá veturinn eftir því sem leiðsögumaður tjáði. Hún Flatey má sinn fífil fegri muna. Árið 1942 voru um 150 íbú- ar þar, læknir, prestur, veitingahús og fjórar verslanir, póstur og sími. Árni Sr. Jóna Kristín sett í Grindavíkurprestakall Grindavík. SÉRA Jóna Kristín Þorvalds- dóttir verður sett í embætti í Grindavíkurprestakalli í dag, sunnudaginn 12. ágúst. Sr. Bragi Friðriksson prófastur Kjalanesprófastdæmis setur Jónu Kristínu inn við embættið í athöfn sem hefst kl. 14.00 í Grindavíkur- kirkju. Svavar Árnason organisti sér um undirleik og kirkjukórinn syngur. Þá mun Sr. Örn Bárður Jónsson fyrrverandi sóknarprestur vera viðstaddur athöfnina. 200- 180- SVARTOLIA 1.ág. 2. 5. 6. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Jóna Kristín tók við embætti í byijun ágúst. Hún sagði í stuttu samtali við Morgunblaðið að hún vonaðist til að sem fléstir sæju sér fært að vera viðstaddir athöfnina. Hún vildi einnig geta þess að sókn- arnefndin býður upp á kaffi að lokinni athöfn i safnaðarheimili Grindavíkurkirkju. FÓ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.