Morgunblaðið - 11.08.1990, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hriitur
(21. mars - 19. apríl) **
Góðuv tími til að fást við tóm-
stundastörf en gleymdu ekki að
efna loforð við einhvern í fjöl-
skyldunni. Þér gæti fundist að
þrengt sé að þér í vinnunni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það gæti farið svo að mikilvæg-
asta verkefni dagsins yrði að
ljúka við mál sem safnast hafa
fyrir. Þú gætir lent í vanda vegna
óvarlegra ummæla; reyndu að
hugsa áður en þú talar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Þér gengur afbragðs vel í öllu
félagslífi núna og nýtur vinsælda
en þarft að gæta þess að eyða
ekki um efni fram. Veldu og hafn-
aðu og forðastu vanhugsaðar
fjárfestingar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HIS
Þú gætir fengið tækifæri til að
auka tekjurnar núna en gættu
þess að færast ekki of mikið í
fang. Reyndu að lofa ekki meira
en þú getur efnt.
Ljón
^ (23. júlí - 22. ágúst) «
Einhver gæti gefið þér góð ráð
í dag en eitthvað gæti valdið þér
áhyggjum í sambandi við vinn-
una. Ferðalög geta heppnast vel
ef þú heldur fast um pyngjuna.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) á?
Þú ert venjulega skynsamur en
nú gæti farið svo að þú eyddir
deginum í tóma vitleysu með yfir-
borðskenndu fólki. Þú ert ekki
heldur nógu gætinn í fjármálum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Góður tími til að skemmta sér
með fjölskyldu og vinum én það
er þó eitthvað varðandi fjölskyld-
una sem veldur þér áhyggjum.
Þú heyrir furðufréttir í vinnunni
sem reynast ekki merkilegar þeg-
ar upp er staðið.
0 --------------1
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Oftast nær ertu þijóskur en nú
gæti svo farið að eitthvað gerðist
í sambandi við starfið sem fengi
þig til að láta undan síga einmitt
þegar þörf er á að þú sýnir seiglu.
Bogmaóur
(22. nóv. — 21. desember)
Þú hefur einfaldléga ekki efni á
að gera alit sem þig langar til í
dag. Forðastu að lenda í vand-
ræðum. Skemmtu þér án þess að
stofna fjárhagnum í voða.
Steingeit
(22. des. - 19. janúár)
Þú ert ýmist afar einþykkur núna
eða fús að gera allt fyrir alla.
Reyndu að finna hinn gullna
meðalveg. Heppilegast að vera
heima við og leita afþreyingar
þar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Samskipti við félaga eru með
besta móti í dag; gagnkvæmur
^ skilningur. Græðgi gæti torveld-
að þér að ná markmiðum þínum
' dag._________________________
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ’Sí
Þér gæti gengið vel að sinna
ákveðnu verkefni fyrir hádegi.
Síðdegis gæti farið svo að þú
eyddir of miklu fé ! einhveija
afþreyingu. Búðaráp hefur bruðl
í för með sér í dag.
AFMÆLISBARNIÐ getur öðlast
frama I viðskiptum en líklegra
er að það helgi sig listum eða
sérfræðingsstörfum. Það hefur
f næmt innsæi sem það ætti að
treysta mikið á. Það sýnir oft
hugkvæmni og störfin eru venju-
lega á sviði sköpunar af ein-
hveiju tagi. Fjarhagslegt öryggi
skiptir það miklu máli en afmæl-
isbarnið ætti að huga að eigin
löngunum er það velur sér starf.
Starfið gæti orðið á vettvangi
mannúðarmála, stjórnmála eða
opinberrar sýslu.
Stjörnuspána á aö lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindategra staöreynda. 1 -
LJÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Einhver sagði að þú ætlaðir að hætta í skóla, Kalli Bjarna?
Ég ætla að hætta öllu og helga allt mitt Iíf því að gera hundinn minn ánægðan!
Tvær mínútur í viðbót og þá sný ég mér við og þú getur klórað mér á bak við hitt eyrað ,
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Árið 1963 og Samuel Stay-
man átti út gegn 6 laufum.
Ekki svo að skilja að slíkt gerist
aðeins einu sinni á öld; og ef
Stayman hefði sýnt B.J. Becker
og Dorothy Hayden það van-
traust að leggja niður hjartaás-
inn hefði atburðurinn aldrei ver-
ið skráður á sögunnar spjöld:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ D8
¥1063
♦ ÁDG96
♦ ÁD4
Vestur Austur
♦ 543 iii,,. ♦ G1072
♦ Á85 ¥ KD74
♦ K532 ♦ 1087
♦ 1052 ♦ 76
Suður
♦ ÁK96
¥ G92
♦ 4
♦ KG983
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 lauf
Pass -1 tígull Pass 1 spaði
Pass • 3^1auf Pass 4 lauf
Pass 4 spaðar Pass 6 lauf
Pass Pass Pass
Útspil: tígultvistur.
Þrátt fyrir útspilið er engan
veginn augljóst hvernig hægt
er að sækja 12 slagi. Becker
gerði það þannig: Hann svínaði
tíguldrottningu, henti hjarta í
tígulás og trompaði tígul. Fór
inn á lauf og trompaði enn tígul.
Tók tvisvar tromp og tígulgosa
í þessari stöðu:
Vestur ♦ 543 Norður ♦ D8 ¥1063 ♦ G ♦ - Austur ♦ G1072
¥ Á85 ¥ KD
♦ - ♦ - Suður ♦ ÁK96 ¥ G9 ♦ - ♦ - ♦ - ♦ -
Austur henti hjartadrottningu
og Becker hjartaníu. Þá tók
Becer spaðadrottningu og spilaði
meiri spaða, tía og ás. Hjarta-
gosinn tætti svo vömina sundur
og saman.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna hollenska meistaramót-
inu í Dieren í júlí kom þessi staða
upp í skák Sovétmannsins Ziatd-
inovs (2.440), sem hafði hvítt og
átti leik, og v-þýska aiþjóðameist-
arans Sehners (2.420).
22. Hh7+! og svartur gafst upp,
því eftir 22. - Kxh7, 23. Df6 á
hann ekkert svar við hótuninni
24. Hhl+ og mát í næsta ieik.
Ziatdinov, sem er titilslaus og
óþekktur í vestur-Evrópu, sigraði
óvænt á-mótinu ásamt búlgarska
stórmeistaranum Ermenkov. Þeir
hlutu 6‘A v. af 9 mögulegum. í
3-11 sæti urðu Uhlmann, A-
Þýzkalandi, Mokry, Tékkóslóv-
akíu, Bagirov, Sovétríkjunum,
Farago, Ungveijalandi, Kirov,
Búlgaríu og Simic, Júgósiavíu,
sem allir eru stórmeistarar, auk
Van Riemsdijks, Brasilíu og Hol-
lendinganna Cuijpers og Van
Laatums. Mótið er greinilega vin-
sælt hjá a-evrópskum stórmeistur-
um, en höfðar ekki til hinna vest-
rænu.