Morgunblaðið - 11.08.1990, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
Minninff:
Vilborg Sæmunds-
dóttir á Lágafelli
Fædd 30. janúar 1902
Dáin 1. ágúst 1990
Þeir hverfa einn af öðrum, sam-
ferðamennirnir, sem settu hvað
mestan svip á þessa sveit, Austur-
Landeyjar, þegar ég var að alast
upp. Með söknuði horfum við á eft-
ir vinum og félögum yfir móðuna
miklu.
Nú síðast kvaddi þennan heim,
Vilborg Sæmundsdóttir á Lágafelli.
Vilborg var fædd á Lágafelli 30.
janúar 1902, dóttir hjónanna Guð-
rúnar Sveindóttur og Sæmundar
Ólafssonar, sem þar bjuggu.
Á Lágafelli sleit hún barnsskón-
um og þar bjó hún með reisn, ásamt
manni sínum, Finnboga Magnús-
syni, í tæp þijátíu ár, en hann lést
fyrir aldur fram 22. júní 1959, síðan
í félagsbúi í nokkur ár, með syni
sínum og tengdadóttur. Eftir að hún
hætti búskap, dvaldi hún áfram á
Lágafelli og hefði áreiðanlega kosið
að eyða þar ævikvöldinu til enda,
en hún var svo heilbrigð í hugsun
og ákveðin í því að verða ekki sínum
nánustu til byrði þegar kraftana
þryti, að hún sótti um vistun á
Dvalarheimili aldraðra, Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli.
Þangað flutti hún fyrir rúmu ári
síðan, í litla og fallega íbúð og undi
þar hag sínum vel. Þar endurnýjuð-
ust kynni við gamla kunningja, og
stofnað var til nýrra. Þar veitti hún
gestum sínum af rausn, eins og hún
hafði alltaf gert heima á Lágafelli.
Því m iður auðnaðist henni ekki
að dvelja nema nokkra mánuði á
Kirkjuhvoli, því að sl. haust fór
heilsu hennar að hraka, og síðustu
sex mánuðina dvaldi hún samfleitt
á sjúkrahúsi.
Vilborg og Finnbogi eignuðust
tvö börn. Hólmfríði, sem gift er
Reyni Jóhannssyni, þau búa í Hafn-
arfirði og Magnús, hann er kvæntur
Auði Hermannsdóttur, þau búa á
Lágafelli. Barnabörnin eru fjögur
og barnabarnabörnin orðin fimm.
Einnig ólst upp hjá þeim að miklu
leyti, systurdóttir Vilborgar, Guð-
rún Árnadóttir, hennar maður er
Jónas Helgason, þau búa á Hellu.
Vilborg eða Villa á Lágafelli, eins
og mér var tamast að kalla hana,
var mikil félagsvera, hún naut þess
að blanda geði við fólk, enda vinsæl
og vinmörg.
Hún var ein af stofnendum Kven-
félagsins Freyju, og varð gjaldkeri
í fyrstu stjórn þess og var það sam-
fleytt í tuttugu og sex ár. Hún var
með í að móta starf félagsins í
upphafi og studdi það ætíð með
ráðum og dáð og var virk í félags-
starfinu fram á síðasta ár, sótti
fundi og samkomur og fór í ferðir
með kvenfélagskonum. í annarri
grein félagslaga Kvf. Freyju stend-
ur: „Tilgangur félagsins er að efla
samúð og samvinnu meðal kvenna,
gleðja og styrkja fátæka, eftir því
sem efni leyfa, og styðja hverskon-
ar þjóðþrifamál, fyrst og fremst
innan þessarar sveitar.“ Eg tel að
ofanskráð tilvitnun sé mjög í anda
Villu á Lágafelli, því þau voru ófá
sporin, sem hún átti til nágranna
og vina, til að gleðja og styrkja,
með gjöfum og sínu hlýja viðmóti,
bæði fyrir hönd Kvenfélagsins og
einnig á eigin vegum. Hún var gerð
að heiðursfélaga Kvf. Freyju á átt-
ræðisafmæli sínu 30. janúar 1982.
Minningarsjóður Guðrúnar á Lága-
felli var stofnaður 29. september
1945. Úr þessum sjóði er árlega
veittur styrkur á jólaföstu. Kom það
yfirleitt í hlut Villu, sem formanns
sjóðsstjórnar, frá upphafi til loka
síðasta árs, að færa styrkþegum
þennan glaðning, og veit ég að hún
naut þessara ferða mjög. Villa var
stjórnsöm og dugleg til allra verka
og vildi að hlutirnir gengju hratt
og vel fyrir sig. Á yngri árum lærði
hún að vefa og óf talsvert, rúmá-
breiður o.fl. samfara venjulegum
bústörfum. Einnig eignaðist hún
snemma pijónavél, og vann mikið
á hana. Eftir að umsvif við búskap
og félagsstörf minnkuðu, stundaði
hún hannyrðir af kappi, heklaði,
pijónaði og saumaði út og voru
afköstin hreint ótrúleg. Flesta þessa
muni gaf hún frá sér, til ættingja
og vina og fóru ég og mínir afkom-
endur ekki varhluta af því.
Villa var ekki fyrir að draga það
til morguns, sem hægt er að gera
í dag, og til marks um það kallaði
hún mig á sinn fund, fyrir síðustu
jól, og færði mér heklað rúmteppi,
sem hún hafði sjálf unnið og sagði
það vera afmælisgjöf. Þá var hálft
ár í þetta afmæli, en eins og hún
sagði: „Það er ekki víst að ég geti
komið til þín þá,“ og það reyndust
orð að sönnu.
Seinustu mánuðirnir urðu henni
erfiðir, en hún gerði sér fulla grein
fyrir því að hveiju dró og var búin
að ráðstafa öllu sínu. Hún skilaði
löngu og góðu dagsverki með sóma
og hafði þörf fyrir hvíld. Andlegri
heilsu hélt hún til hinstu stundar,
þó líkamlegt þrek væri þrotið.
Við Eyvindur, synir okkar, .
tengdadætur og barnabörn, þökk-
um Villu á Lágafelli allt það sem
hún var okkur.
Einnig þakka Ella á Skíðbakka
og Guðbjörg frá Snotru, allar góðar
samverustundir. Blessuð sé minn-
ing Vilborgar Sæmundsdóttur. Að-
standendum hennar sendum við
samúðarkveðjur.
Guðrún Aradóttir
í dag verður Vilborg Sæmunds-
dóttir, húsfreyja á Lágafelli í
Austur-Landeyjum, jarðsett frá
Krosskirkju í Landeyjum.
Um þessar mundir eru liðin 43
ár frá'því að ég kynntist Vilborgu
eða Villu, eins og hún var ávallt
nefnd, er ég sem bæjarbarn fór í
mína fyrstu sveit austur að Lága-
felli. Sæmundur Ólafsson fyrrum
oddviti og sýslunefndarmaður,
hafði legið á sömu stofu á sjúkra-
húsi og Gunnlaugur föðurbróðir
minn. Þar kynntist faðir minn Sæ-
mundi, sem leiddi svo aftur til þess,
að ég gerðist sveitadrengur hjá
hjónunum Finnboga Magnússyni og
Vilborgu Sæmundsdóttur, dóttur
Sæmundar.
Mér er enn í barnsminni, þegar
ég á vordögum 1947, þá 8 ára gam-
all, hélt í sveitina. í hlaðinu á Lága-
felli hitti ég hjónin. Villa tók mig
að sér, en faðir minn tók Finnboga
undir handlegginn og leiddi hann
út á tún. 2 árum síðar sagði Villa
mér, hvað þeir karlmönnunum hefði
farið þar á milli. Faðir minn átti
að hafa sagt við Finnboga: „Finn-
bogi, þú manst það, góði, að láta
drenginn vinna nógu mikið.“ Villa
sagði mér um leið og hún sagði
mér þetta, að hún hefði ákveðið að
sjá til þess að vinna mín yrði hæfi-
leg, hún vildi ekki ofgera börnum
eða unglingum, enda þótt hún vissi,
að föður mínum gekk aðeins gott
eitt til.
Þeir þrír ættliðir, sem Lágafell
hafa setið, og sem ég man eftir,
eru meðal duglegustu og framsæ-
knustu bænda landsins, fyrst Sæ-
mundur Ólafsson, þá Finnbogi
Magnús og nú Magnús Finnboga-
son. Þeir hafa verið manna fyrstir
til þess að tileinka sér nýjungar í
landbúnaði. Þeir biðu ekki eftir
umljöllun og samþykki þunglama-
legs og ríkisrekins búnaðarþings.
Þeir riðu venjulega á vaðið sjálfir
og vildu verða manna fyrstir til
þess að láta tæknina hjálpa til við
að auka afrakstur búsins. Lönd
Austur-Landeyinga voru að mestu
mýrar. Stór hluti heyja þeirra kom
úr mýrunum. Þar var slegið með
orfi, heyið var bundið í bagga og
flutt heim á reiðingi. Á fimmta ára-
tug þessarar aldar hófu þeir Lága-
fellsfeðgar að bijóta mikið land til
ræktunar. Skurðir voru grafnir.
Sandur úr uppgreftrinum var jafn-
aður í vegi, þannig að fært varð
með hestvagna um hluta jarðarinn-
ar. Með því var farið að flytja hey-
baggana heim á vögnum. Vagnarn-
ir voru lengdir og breikkaðir. Ein-
hveiju sinni stóð ég utanhúss við
hlið Sæmundar Ólafssonar og voru
þeir feðgar, Finnbogi og Magnús,
að koma af engjum, hvor með sinn
heyvagninn, hlaðinn heyböggum
upp í 3 hæðir. Þá þótti gamla mann-
ingum nóg um. Kallaði í Villu, dótt-
ur sína, og sagði það sína skoðun,
að nú væri of langt gengið, hestarn-
ir þyldu þetta ekki. Villa svaraði
að bragði, að hann vissi eins vel
og hún, að þeir feðgar myndu aldr-
ei misbjóða'hestunum. Ekki reyndi
meira á þá við þessar aðstæður
heldur en áður, er hver hestur bar
2 bagga yfir mýrar og keldur, og
hún leiddi gamla manninn inn. Hún
var föst fyrir, húsmóðirin. Á heimil-
inu var það hún sem réði. Það efað-
ist enginn um, þótt aldrei sæi ég
hana skeyta skapi. Eftir lát Finn-
boga bjó Vilborg félagsbúi ásamt
syni sínum Magnúsi, en síðar tók
Magnús einn við búi. Sami kraftur-
inn hefur einkennt reksturinn sem
áður, nýjar þúgreinar reyndar sem
hliðarbúgreinar, svo sem kornrækt,
fiskeldi og skógrækt.
Á þessum árum voru ærin störf
fyrir húsmóðurina innan heimilis-
ins. Þrátt fyrir það gekk Villa
ávallt til mjalta og greip gjarnan
til hrífunnar, þegar hirt var. Vel-
gengni Lágafellsbúsins var ekki
síður húsmóðurinni að þakka, held-
ur en karlmönnunum sem sinntu
stöfum utan veggja heimilisins.
Þetta skildu þeir og virtu. Eftir að
brugðið var búi og nýir húsbændur
jafnt utan sem innan dyra höfðu
tekið við, gætti Villa þess mjög að
sýna tillitssemi en var þó áfram ein
af heimilisfólkinu.
Á árinu 1989 frétti ég, að Vil-
borg væri flutt frá Lágafelli og í
Kirkjuhvol, _ heimili aldraðra á
Hvolsvelli. Á haustnóttum það ár
heimsótti ég hana. Hún sýndi mér
hreykin hinar nýju vistai-verur og
sgði síðan að bragði, að nú yrðum
við að fá okkur saman kaffi og flat-
kökur, bakaðar úr korni af Lága-
fellsökrum. Ég hafði verið að velta
því fyrir mér, áður en ég kom, hvers
vegna hún hefði flutt. Við kaffi-
borðið sagði hún mér söguna,
óspurð. Hún hefur áður haft á orði,
að hana langaði til þess að flytja á
Kirkjuhvolsheimilið á meðan hún
væri það hress, að hún yrði ekki
til byrði, fólkinu á Lágafelli. Þegar
nýbygging við Kirkjuhvol var risin,
hefði Magnús, sonur hennar sagt
henni að nú ætti hún kost á hús-
rými á nýja staðnum, en eins og
hún vissi gæti hún búið áfram á
Lágafelli. I samræmi við þá skoð-
un, sem hún hafði látið í ljósi, hefði
hún ákveðið að flytja sig um set.
Síðustu mánuðina, sem Villa lifði,
dvaldi hún á St. Jósefsspítalanum
í Hafnarfirði og lést þar.
Síðastliðið vor, þegar ég heim-
sótti hana, færði ég henni á stund-
um rauða rós. Ég sagðist færa
henni kratarós. Hún sagðist vera
ánægð að fá rós frá mér, en taldi
óþarfa að blanda kratisma inn í
það. Ég sagði þá við hana, að ef
hún væri á kjörskrá í Hafnarfirði,
hlyti hún að kjósa krata, þar sem
dóttir hennar, Hólmfríður, væri
fyrsta konan sem hefði setið í stjórn
Álþýðuflokksfélags Flafnarfjarðar.
Hún sagði það fráleitt vera. Sagði
ég þá við hana, að ef ég væri nú
í framboði fyrir kratana, hlyti hún
nú að kjósa flokkinn. Hún horfði
niður, en leit síðan aftur upp og
sagði: „Ekki einu sinni, þótt þú
værir í framboði, Hrafnkell minn.
Ég er orðin svo gömul og hefi allt-
af kosið Framsóknarflokkinn, hvers
vegna ætti ég svo sem að fara að
breyta núna.“ Svo mörg voru þau
orð, sem ef til vill lýsa henni betur
en margt annað. Það traust og sú
festa, sem einkenndi hana. Hún var
föst fyrir, trygg og einlæg.
Síðasta skiptið, sem ég heimsótti
hana, var hún orðin mjög aðfram-
komin. Hún sagðist vera orðin södd
sinna lífdaga og vildi fara að kveðja
og það yrði eflaust ekki langt, þar
til ég myndi fylgja henni til grafar.
Ég spurði hana þá, hvort hún tryði
á framhaldslíf. Hún kvað já við, og
þess vegna kviði hún ekki fyrir að
halda á vit feðra sinna. Við vorum
sammála um það, að rétt væri, að
ég skrifaði fáein kveðjuorð, að
henni látinni.
Vilborg Sæmundsdóttir fæddist
30. janúar 1902. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún Sveinsdóttir og
Sæmundur Olafsson. Systkini
hennar voru Margrét símstöðvar-
stjóri á Hvolsvelli og Sveinn Sæ-
mundsson yfirlögregluþjónn í
Reykjavík. Vilborg giftist Finnboga
Magnússyni bónda, ættuðum frá
Reynisstað í Mýrdal. Finnbogi lést
á árinu 1959, langt fyrir aldur fram.
Börn þeirra voru 2, Hólmfríður
Finnbogadóttir framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar,
gift Reyni Jóhannssyni húsasmiði
og Magnús Finnbogason bóndi á
Lágafelli, kvæntur Auði Hermanns-
dóttur. Systurdóttur Vilborgar,
Guðrúnu Árnadóttur stöðvarstjóra
Pósts- og síma á Hellu, ólu þau
hjón einnig upp. Guðrún er gift
Jónasi Helgasyni fyrrverandi mjólk-
urbílstjóra.
Ég og fjölskylda mín sendum
aðstandendum samúðarkveðjur
okkar um leið og við kveðjum Vil-
borgu Sæmundsdóttur, hinstu
kveðju og þökkum henni samfylgd-
ina.
Hrafnkell Ásgeirsson
Margs er að rainnast,
raargt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
1. ágúst sl. andaðist á st. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði, Vilborg Sæ-
mundsdóttir frá Lágafelli í A-Land-
eyjum. Mig langar til að kveðja
þessa góðu konu með nokkrum fá-
tæklegum orðum.
Fyrstu kynni mín af Villu eips
og hún var jafnan kölluð, voru
haustið 1976, er ég og maður minn
ákváðum að flytja austur að Lága-
felli, en þangað hafði hann ráðið
sig í vinnumennsku einn ve’tur til
Magnúsar, sonar Villu, og Auðar
konu hans, og bjó Villa þar hjá
þeim.
Þennan vetur kynntist ég Villu
vel og var hún mér alla tíð eftir
það góð og fylgdist með okkur og
sá fjölskylduna stækka og var henni
umhugað um að mér og mínum
farnaðist vel. Oft sat ég hjá henni
þennan vetur og var hún óspör á
að fræða þessa 19 ára kaupstaðar-
stelpu um sveitina sína sem hún
unni svo heitt, en á Lágafelli hafði
hún átt heima alla tíð. Margt lærði
ég af henni er hún fræddi mig um
sveitastörfin almennt, og eru þessar
stundir mér ógleymanlegar. Oft
kom hún niður til mín og þáði hjá
mér kaffisopa og þá var oft glatt
á hjalla. Hef ég oft haft á orði að
þessi kona reyndist mér sem besta
amma.
Þegar við svo fluttum aftur heim
á Akranes kom hún stundum og
heimsótti okkur ef hún var hjá
Hólmfríði dóttur sinni. Lét hún sig
ekki muna um að skreppa upp á
Skaga að hitta okkur. Þetta lýsir
kannski best tryggðinni við okkur
sem varði alla tíð síðan.
Fyrir réttu ári heimsóttum við
fjölskyldan hana á Dvalarheimilið
Kirkjuhvol á Hvolsvelli, en þangað
hafði hún flutt og búið sér fallegt
heimili á þessum vistlega stað. Mik-
ið gladdi það hana að fá að sjá
okkur öll þó sérstaklega börnin mín
fjögur, en hún hafði aldrei séð þau
tvö yngstu. Höfðinglegar móttökur
fengum við eins og hennar var von
og vísa og leysti hún okkur út með
gjöfum eins og svo oft áður. Því
oft hafði hún rétt mér eitthvað sem
hún hafði sjálf pijónað eða heklað.
í júlí sl. fréttum við að hún lægi
fársjúk á sjúkrahúsi og drifum við
okkur og heimsóttum við hana.
Mikið var hún þakklát fyrir að fá
að sjá okkur. Þó fannst henni verst
að geta ekki boðið okkur upp á
kaffi, blessunin.
Að lokum vil ég þakka þessari
góðu konu fyrir alla tryggðina og
elskuna í minn garð og fjölskyldu
minnar og bið algóðan Guð að
blessa alla aðstandendur hennar.
Ég veit að hún er komin þangað
sem henni líður vel.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Ég bið svo góðan Guð að blessa
þessa vinkonu mína.
F.h. fjölskyldu minnar,
Sigþóra Gunnarsdóttir
í dag kveðjum við elskulega
ömmuSystur mína, Vilborgu Sæ-
mundsdóttur Lágafelli, Austur-
Landeyjum.
Ég get ekki á mér setið að minn-
ast hennar með nokkrum línum því
Vilborg var alveg einstök kona.
Efst í huga mér er hversu trygg
hún var, ég hef aldrei hitt eins
trygga manneskju. Hún kom aldrei
hingað suður án þess að hringja til
mín eða koma í heimsókn. Þetta
átti ekki bara við mig heldur einnig
aðra sem hún hélt tryggð við. Þetta
er dálítið sem ekki er hægt að
gleyma því þetta gera ekki allir nú
til dags, því fólk gefur sér ekki tíma
til slíkra hluta. Þar sem hún var
fósturmóðir móður minnar var hún
mér sem amma, og reyndist mér
ætíð sem slík. Eiginmaður Vilborg-
ar var Finnbogi Magnússon, ein-
stakt góðmenni, en hann lést langt
um aldur fram árið 1959.
Svo vel líkaði mér á Lágafelli að
ég minnist þess að þegar ég átti
að byija í skóla 7 ára gömul og
foreldrar mínir sóttu mig að Lága-
felli að ég neitaði að fara. Ég mun
hafa látið öllum iilum látum í mót-
mælaskyni, þetta sýnir hve gott
mér þótti að vera hjá Vilborgu
ömmusystur minni og Finnboga.
Hún bjó alla sína ævi á Lága-
felli þar til í júní í fyrrasumar að
hún fór á dvalarheimilið Kirkjuhvol
á Hvolsvelli. Var mjög gaman að
heimsækja hana þangað. Það var
augljóst að þar líkaði henpi vel að
búa og veit ég að hennar er sárt
saknað þar, því hún var alltaf kát
og hress og hafði góð áhrif á fólk.
Sl. haust fór hún að kenna sér
þess meins sem leiddi hana til dauða
1. ágúst sl. og verð ég að segja að
aldrei hef ég séð nokkra manneskju
heyja slíka baráttu með eins mikilli
reisn og hún gerði.
Við dætur mínar kom hún fram
sem langamma og gleymi ég aldrei
er hún var að segja stofufélaga
sínum að hún ætti 7 langömmubörn
og þá taldi hún mínar dætur með,
þetta þótti mér óskaplega vænt um
að heyra.
Hún lá á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði í 6 mánuði og var afar þakk-
lát öllu starfsfólki þar. Ég held að
betri staður hefði ekki hentað henni
því dóttir hennar Hólmfríður býr í
Hafnarfirði og sýndi henni aðdáun-
arverða umhyggjusemi. Ótrú’egur
fjöldi heimsótti hana þennan tíma
og veit ég að það gladdi hana mjög.
Við Kjartan og dætur okkar
Guðrún og Sigurrós Oddný, þökk-
um Villu fyrir alla tryggð og góð-
vild sem hún sýndi okkur. Blessuð
sé minning hennar.
Særún Jónasdóttir