Morgunblaðið - 11.08.1990, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990
SPJOTKAST
Sigurður
þriðji á
mótií
Svíþjóð
Sigurður Matthíasson, spjót-
kastari, varð þriðji á móti í
Vaxjö í Svíþjóð í fyrrakvöld. Sterk-
ir kastarar kepptu á mótinu, kö-
stuðu reyndar ekki mjög langt mið-
að við það sem þeir eiga að geta
enþess má geta veður var ekki gott
og vindur mjög óhagstæður fyrir
spjótkastara.
Það var Svíinn Patrik Boden sem
sigraði á mótinu, kastaði 79,20,
landi hans Peter Borglund — sem
keppti hér á_ boðsmóti Visa á Lands-
móti UMFÍ á dögunum — varð
annar með 78,92 og Sigurður varð
þriðji, kastaði 78,82. Þess má geta
að hann hefði forystu eftir fjórar
umferðir keppninnar af sex. Sigurð-
AFLRAUNIR
Sigurður Matthiasson.
ur skaut nokkrum kunnum köstur-
um ref fyrir rass á mótinu, þ,- á
m. Sovétmanninum Kaleta.
Jón Páll sigursæll
Jón Páll Sigmarsson hefur sigrað
á þremur aflraunamótum í Evr-
ópu undanfarið, en þeir Hjalti Árna-
son hafa verið á langri og strangri
keppnisferð og Hjalti einnig staðið
sig vel.
Hæst ber frammistaða þeirra
félaga í keppninni European Muscle
power Championship, keppni um
titilinn sterkasti maður Evrópu.
Mótið fór fram í Englandi; Jón
Páll sigraði en Hjalti varð í öðru
sæti. Meðal keppnisgreina á mótinu
voru steinakast, tijábolakast,
trukkadráttur, hjólböruakstur þar
sem farmurinn var 15 föngulegar
konur, lóðakast, staurakast og
tunnuhleðsla á bílpalls. Keppendur
voru hvaðanæva úr. Evrópu, meðal
annarra sterkasti maður Hollands
og sterkasti maður Skotlands.
Jón Páll sigraði einnig á hinu
sterka móti Scottish power Chal-
lange og Hjalti varð í öðru sæti.
Meðal keppenda á þessu móti var
núverandi handhafi titilsins Sterk-
asti maður heims, Englendingurinn
Jim Reeves. Þá sigraði Jón Páll
einnig nýlega á sterku boðsmóti í
Finnlandi og hefur hann þar með
sigrað á öllum þeim mótum sem
hann hefur tekið þátt í á þessu ári
Innan skamms fer fram keppnin
Sterkasti maður heims í Finnlandi.
Takist Jóni Páli að sigra í henni
að þessu sinni yrði það í fjórði
meistaratitill hans í kepþninni, en
enginn hefur náð að vinna það af-
rek hingað til.
Þess má og geta að íslendingar
og Skotar háðu nýlega landskeppni
í aflraunum og var sú keppni nefnd
Víkingaleikarnir. íslendingar sigr-
uðu Skota í keppninni.
KORFUKNATTLEIKUR
KR-búningur-
inn bannaður!
Viðamiklar breytingar eru í aðsigi á leikreglum í körfuknattleik. Þær
verða teknar fyrir á heimsþinginu sem fer fram í Argentínu þessa
dagana, samhliða heimsmeistarakeppninni. Eitt af því sem vitað er að
breytist er að röndóttir búningar verða bannaðir! Það er því ljóst að
KR-ingar verða að breyta búningi sínum — hinum þekktu langröndóttu
svart/hvítu treyjum.
REYKJAVIKURMARAÞON
Lokaundirbúningur
mr
Iseinustu vikunni fyrir „stóra“ og ekkert gleymist á keppnisdegi.
hlaupið er rétt að draga úr Þeir sem hlaupa hálfmaraþon og
æfingum og safna kröftum. I maraþon ættu að gera áætlun um
áætluninni er dregið úr fjölda millitíma á hveijum 5 km til að
æfinga og vegalengd. Við það að hafa hliðsjón af. Munið að þið eig-
hvíla ættu þeir sem skokkað hafa ið að hlaupa ykkar hlaup en ekki
reglulega undanfarnar vikur að annarra. Híns vegar er mikil hjálp
koma upp á keppnisdegi eins og í því að vera í hóp með öðrum.
sagt er. Þó verður fólk að standa klárt á
b. vika þvl- j,vernig hraðinn þróast, því
Skemmtiskokk. Hálfmaraþon annars kann svo að fara að hópur-
l.cl. 6-8kmrolega....10-12kmrolega . .» . r .
2.d. Rvíld „ Hvíld inn naicn Peim nieri’ sem &eta
3. d. 5 kmjafnt.....6-8kmjafnt betur. Eins er rétt að gera sér
4. d. Hvíld.....8 km rólega/Hvíld grein fyrir því á hvaða drykkju-
5. d. 4 km rólega....6kmrólega stöðvum fólk ætlar að drekka.
*•* S.........Hvíld/Skmrólega Þetta fer eftir veðri og er reyndar
8Ák Keppni.....................*...*.*.".*.*Ki‘ppni mun minna atriði fyrir Þa Sem
Lokaundirbúningur hlacu/f en maraþon.
Þeir sem hafa metnað til þess S'ðafn er bara að vera jakvæður
að taka á í hlauninu ættu að 0g hafa gaman að þeSSU‘ Eg
, . ,, , , , ,, , , kannast við þá tilfinningu þegar
leggja aherslu a að hvilast ve . mark er fomið að þ|ttaP |tli
semustu tvo dagana. ^gg,a skal maður a](Jrei að fftur sm
aherslu a lettan og kolvetmsnkan hverfur * m ^ er
mat s.s. kartoflur, spaghetti, h inJ faring að beinast að
hrísgqon, brauð og avextn Morg- hIau L
unverður a keppmsdegi skal vera r
léttur. Rétt er að fara vel yfir Gangi ykkur vel,
útbúnað þannig að allt verði í lagi Sigurður P. Sigmundsson.
Körfuboltaskóli Hauka
Körfuknattleiksdeild Hauka verður með körfuknattleiksskóla fyrir
drengi og stúlkur 7 til 15 ára, bæði fyrir byijendur og þá sem lengra
eru komnir. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu 13.-18. ágúst
,og fer innritun frám í íþróttahúsinu í fyrstu tímum hvers aldursflokks.
Þátttökugjald er tólf hundruð krónur og kennari verður Ingvar S. Jóns-
son íþróttakennari og þjálfari.
Krakkar á aldrinum'sjö til níu ára verða í skólanum frá kl. 10.00 til
12. 00, krakkar tíu til tólf ára verða frá kl. 13.00 til 15.00 og unglingar
13 til 15 ára verða frá kl. 15.00 til 17.00.
KNATTSPYRNA
Sviptingar í bandaríska
knattSDvmuheiminum
FYRIR hálfum mánuði var Al-
an Rothenberg, ríkislögmað-
ur í Kaliforníu, gersamlega
óþekktur maður á sviði knatt-
spyrnunnar í Bandaríkjunum.
Á sunnudaginn var hann kjör-
jnn formaður Knattspyrnu-
sambands Bandaríkjanna.
Hann hlaut 343,9 atkvæði á
þingi sambandsins sem hald-
ið var í Orlando. Werner Frieker,
fyrrverandi
Atii
Steinarsson
skrifartrá
Bandaríkjunum
formaður, hlaut
169,6(5 atkvæði og
Paul Stiehl, sem
verið hefur gjald-
keri sambandsins
og formaður þeirr-
ar nefndar sem vann að því að
úrslitakeppni HM í knattspyrnu
1994 yrði haldin í Bandaríkjunum,
hlaut 69,2 atkvæði.
Á herðum hins nýja formanns
hvílir tvöföld ábyrgð; í fyrsta lagi
að skipuleggja undirbúninginn að
úrslitakeppni HM 1994 og í öðru
lagi að byggja upp frambærilegt
bandarískt landslið í knattspyrnu.
Bandaríkjamenn taka alvarlega
það hlutverk sitt að eiga að sjá
um úrslitakeppni HM í knatt-
spyrnu 1994. Þeir vita vel hvað
er í húfi. Knattspyrnan er vinsæl-
asta íþróttagrein heims og enginn
viðburður nýtur meiri vinsælda.
Það hefur því verið mikið bak-
tjaldamakk um skipulagningu
verkefnisins og framtíð knatt-
spyrnu í Bandaríkjunum. Þar hafa
valdamenn í alþjóða knattspyrnu-
sambandinu FIFA verið í mikil-
vægum hlutverkum því þeim er
vel Ijóst hver ávinningur það yrði
fyrir knattspyrnuíþróttina ef hún
næði álíka vinsældum í Banda-
ríkjunum og hún nýtur víðast
annars staðar í heiminum. í
Bandaríkjunum eru margir mik-
ilsvlrtir menn komnír til leiks í
þessu máli, m.a. Kissinger, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna og enn mjög áhrifamikill.
Kjör Rothenbergs í formanns-
sætið er árangurinn af þessu bak-
tjaldamakki. Að ná fram kjöri
óþekkts manns á sviði knattspyrn-
unnar er fyrstá merkið um það
hveiju má áorka í Bandaríkjunum.
Flestir bjuggust við því fram und-
ir það síðasta, að Paul Stiehl hlyti
kosningu. Hann hefur unnið
kraftaverk fyrir bandaríska knatt-
spymusambandið.
En í lokin vildu „valdamiklir
menn“ fela verkefnið öðrum. í því
er hlutur alþjóðásambandsins
FIFA talinn stór. Paul Stiehl
skýrði ársþinginu frá því áður en
stjórnarkjör fór fram, að alþjóða-
sambandið hygðist ná tökum á
bandaríska knattspyrnusamband-
inu.
Að sögn stórblaðsins USA
Today kvaðst Rothenberg hafa
fengið áhuga á kjöri eftir að FIFA
lagði málin fyrir hann. Aðrir segja
hann gæddan þeim hæfileika að
fá fólk til að hlusta og taka mark
á sér og yfirleitt gera það sem
hann óskar.
Nýi formaðurinn og þeir sem
að baki honum standa munu
áreiðanlega taka hlutverk sitt
mjög alvarlega og það munu stór-
ir hlutir gerast á sviði knaitspyrn-
unnar í Bandaríkjunum á næst-
unni. Góðar aðstæður eru fyrir
hendi. Þegar eftirlitsmenn al-
þjóðasambandsins skoðuðu að-
stæður í þeim löndum sem sóttu
um að halda úrslitakeppni HM
1994 kom í ljós að Band’aríkin
voru eina „landið“ þar seni ekkert
þurfti í rauninni að byggja nýtt
til að halda keppnina. Urslitaleik-
irnir munu fara fram í Miami og
á ólympíuleikvanginum í Los
Angeles. Ákjósanlega aðstöðu er
að finna í mörgum öðrum borgum.
En auðvitað mun hin nýja for-
ystufylking knattspymunnar í
Bandáríkjunum gera margt óvænt
því henni er ljóst hvaða Ijoregg
hún hefur í höndum. Þetta er því
úrslitaorustan um að ryðja knatt-
spyrnunni braut til vinsælda í
Bandaríkjunum, Erfíðasti hjallinn
verður e.t.v. að bijóta niður andúð
og róg forystumanna bandarísku
knattspyrnunnar (ruðnings) og
hafnaboltans (baseball), en marg-
ir þeirra hafa farið háðsorðum um
knattspyrnuíþróttina. En Banda-
ríkjamenn eru þannig gerðir, að
ætli þeir sér eitthvað böðlast þeir
að takmarkinu hvað sem það kost-
ar. Og þegar hið alskyggna auga
alþjóða knattspyrnusambandsins
vakir yfir vötnunum þarf varla
að kvíða framvindunni.
Um helgina
GOLF
Islandsmót í sveitakeppni í
golfi fer fram í Grafarholti. Keppt
verður í 1. deild karla og kvenna.
Keppni hefst kl. 8 f.h. í dag. Leikn-
ar verða 36 holur í dag og aftur 36
á morgun. í 1. deild karla eru Golf-
klúbbur Reykjavíkur, A og B sveit,
Keilir, Golfklubbur Suðurnesja,
Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúb-
bur Vestmannaeyja. Fjórir leikmenn
eru í hverri sveit. Þrír telja í hverri
umferð.
I 1. deild kvenna eru fjögur lið,
GR, GK, GS og GA. Sama fyrir-
komulag er hjá konunum, nema
hvað þijár konur eru í hverri sveit
og árangur tveggja telur í hveijum
hring.
Landsmót öldunga í golfi fer
fram á Strandarvelli um helgina,
og er i umsjá Golfklúbbs Hellu.
Keppni hófst í gærkvöldi, verður
fram haldið í dag og lýkur á morg-
un, sunnudag.
KNATTSPYRNA
1. deild karla
LAUGARDAGUR
Kaplakriki kl. 14.....FH-ÍBV
SUNNUDAGUR
KR-völlur kl. 16......KR-Þór
Akureyri kl. 19.......KA-Fram
Akraneskl. 19.....ÍA-Víkingur
Hlíðarendi kl. 19.Valur-Stjarnan
1. deild kvenna
MÁNUDAGUR
Akureyri kl. 19........KA-Þór
2. deild karla
MÁNUDAGUR
Selfoss kl. 19..Selfoss-Víðir
Ólafsfj.v. kl. 19.Leiftur-UBK
ÍR-völlurkl. 19....ÍR-Grindavík
Keflavíkkl. 19...ÍBK-TindastólI
Siglufj.v. kl. 19...KS-Fylkir
3. deild
LAUGARDAGUR
(AUir leikirnir hefjast kl. 14)
Dalvík........Dalvík-Þróttur N
Akureyri...............TBA-BÍ
Vopnafj........Einheiji-Reynir Á
4. deild
LAUGARDAGUR
Stykkish.........Snæfell-Ármann
Kópav......Augnabl.-Afturelding
Gervigras.....Árvakur-Skallagr.
Sauðárkr.v......Þrymur-Geislinn
Blönduósv.......Hvöt-Kormákur
Grenivík........Magni-Austri R.
Hornafj.v.......Sindri-Stjarnan
Staðarborgarv........KSH-Huginn
Fásrúðsfj.v....Leiknir-Höttur
Djúpavogsv......Neisti-Austri E.
(Allir leikirnir hefjast kl. 14, nema
viðureign Árvakurs og Skallaríms á
gervigrasinu kl. 19)
Hnokkamót
Hnokkamót Stjörnunnar fer fram í
6. sinn um helgina. Mótið er ætlað
yngstu knattspyrnuiðkendunum,
drengjum í 7. flokki sem fæddir eru
1982 eða síðar. Stuðningsaðili
mótsins er Laugarásbíó. Fimmtán
lið hafa tilkynnt þátttöku í mótinu
og er fjöldi þátttakenda áætlaður
um 400, með fararstjórum og þjálf-
urum. Keppt verður f flokki Á- og
B-liða.
HANDKNATTLEIKUR
Aukakeppni um tvö sæti í 1. deild
karla hófst í gærkvöldi. Um helgina
. eru eftirtaldir leikir:
LAUGARDAGUR
Seltj.nes kl. 14.Grótta-Þór Ak.
Hafnarfj. kl. 14...Haukar-HK
SUNNUDAGUR
Seltj.nes kl. 20....Grótta-HK
SIGLINGAR
íslandsmótið í siglingum hófst í
gærkvöldi. Keppt er á Optimist,
Europe og Laser kænum. Þijár
umferðir verða sigldar í dag, sú
fyrsta kl. 10 f.h. Fimmta og síðasta
umferð fer fram kl. 10 í fyrramálið.
Mótið fer fram á Fossvogi.
TENNIS
íslandsmótinu í tennis lýkur um
helgina. Keppni hefst kl. 10 f.h. í
dag með undanúrslitum í karla og
kvennaflokki. Konurnar verða á
Vikingsvöllunum í Fossvogi og karl-
arnir^ Þróttarvöllum við Holtaveg.
Úrslifaleikirnir verða svó á morgun.
Öðlingar, 35 ára og eldri, ríða á
vaðið kl. 10 f.h. á Þróttarvöllum,
einliðaleikir hefjast á Víkingsvöllum
kl. 13 og tvíliðaleikir á Þróttarvelli
kl. 16.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót 12-14 ára verður hald-
ið um helgina á Selfossvelli. Mótið
hefst 11 f.h. í dag og kl. 10 í fyrra-
málið. Á Valbjarnarvelli í Laugardal
fer um helgina fram meistaramót
Islands 15-18 ára. Keppni hefst kl.
14 i dag og kl. 11 í fyrramálið.
SEGLBRETTI
Seglbrettasamband íslands gengst
fyrir seglbrettadegi á Rauðavatni í
dag kl. 13-16. Fólki verður gefinn
kostur á að spreyta sig á seglbretti
og sýning verður á vatninu, ef veð-
ur leyfir.