Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 36

Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 Aukefni, matur og misskilmngur eftirJón Gíslason Aukefni eru mikið milli tanna á fólki, bæði vegna þess að þau eru algeng í fæðunni og svo vegna þess að þau eru vinsælt umræðu- efni. Efni þessi eru notuð í ýmsum tilgangi við matvælaframleiðslu og hafa sem dæmi áhrif á geymslu- þol, lit, lykt og bragð matvæla. Á umbúðum kemur fram hvaða áuk- efni matvæli innihalda, þar sem efnin á að tilgreina í innihaldslýs- ingu þegar þau eru notuð við mat- vælaframleiðslu. Á síðari árum er orðið æ algengara að sjá aukefni merkt með E-númerum, en ekki er víst að sú breyting hafi verið öllum að skapi. Meðal annars eru matvælaframleiðendur margir hveijir lítt hrifnir af þessum núm- erum, þar sem þeir telja að neyt- endur hafi ekki réttan skilning á notkun þeirra. Margt bendir til þess að merking aukefna með E-númerum hafi valdið nokkrum misskilningi. Virð- ast sumir neytendur hafa tilhneig- ingu tií að óttast að um sé að ræða hættuleg efni, sem merkt eru með bókstafnum E (fyrir eitur!), neytendum til vamaðar. Viðhorf gagnvart þessari merkingu geta því verið neikvæð. Falskir listar Rangar hugmyndir fólks um E-númer og áhrif aukefna á heil- brigði má meðal annars rekja til þess, að margar villandi upplýsing- ar um þessi efni hafa komið fram. Hér á landi og víðar hefur verið dreift listum með röngum og vill- andi upplýsingum, þar sem aukefn- um er raðað eftir E-númerum og síðan tilgreint að efnin séu hættu- leg, gransamleg, hafi verið bönn- uð, valdi heilsutjóni, s.s. krabba- meini, eyði vítamínum, geti valdið meltingartraflunum eða haft áhrif á kólesteról og blóðþrýsting. Listar þessir era falsaðir og má í flestum tilvikum þekkja það á því að sítrónusýra (E 330) er sögð krabbameinsvaldandi, en sölt sítrónusýrannar (E 331 til E 333) era hins vegar sögð skaðlaus, þó um sömu efni sé í raun að ræða. Sítrónusýra ér ekki skaðleg heils- unni og vita eflaust flestir að hún fínnst náttúraleg í miklu magni í sítrónum og öðrum sítrasávöxtum. Við efnaskipti líkamans myndast einnig sítrónusýra, þannig að rang- færslur sem gætu virkað trúverð- ugar í augum þeirr^ sem ekki þekkja til, verða nánast skoplegar í augum hinna sem vita betur. Þetta dæmi er því miður aðeins ein af fleiri tilraunum til að villa um fyrir neytendum varðandi heilsufarslega þætti tengdum hin- um svokölluðu „E-efnum“. Falsaðir listar um aukefni hafa orðið tilefni til umfjöllunar í fjöl- miðlum hér á landi og það sama gildir um aðrar rangfærslur, sem fram hafa komið um aukefni í matvælum. Listum af þessu tagi hefur verið dreift í skólum, á sjúkrahús, til félagasamtaka og eflaust annarra aðila og einstakl- inga. Þeir era til í mismunandi útgáfum, en hér á landi hafa þeir aðallega verið ritaðir á dönsku. Áður en upptalning E-númera og hræðsluáróðurinn hefst, er í listun- um vitnað til rannsókna, sem sagt er að gerðar hafi verið við frönsk sjúkrahús. Engar rannsóknir á aukefnum hafa hins vegar verið gerðar á þessum sjúkrahúsum. Framangreindum listum er væntanlega einungis dreift af fólki, sem ekki gerir sér grein fyrir hvers eðlis þeir era, en Hollustuvernd er ekki kunnugt um hverjir að þessu standa eða hver tilgangurinn er með gerð listanna. Heilbrigðisyfír- völd víða um heim hafa séð ástæðu til að vara við þessum og öðrum rangfærslum um áhrif aukefna á heilsufar og það sama hefur Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert. Ef einhvetjir hafa siíka lista undir höndum og eiga bágt með að trúa því að þeir séu falsaðir, geta þeir fengið nánari upplýsingar um málið hjá Hollustu- vernd ríkisins. E fyrir Evrópu Bókstafurinn E með númeram aukefna (t.d. E 100) stendur fyrir Evrópubandalagið (EB). Efnunum era gefin þessi númer þegar EB- ríkin setja samræmdar reglur um aukefni í matvælum, eftir að fjallað hefur verið um notkun þeirra af hálfu vísindanefndar EB um mat- væli (Scientific Committee for Food); Aukefni fá þannig E-númer þegar fyrir liggur að sérfræðingar á eiturefna- og matvælasviði gera ekki athugasemd við notkun þeirra, og því má segja að merking E-númera á umbúðum sýni að efn- in hafa verið viðurkennd til notkun- ar í matvælaiðnaði. E-númer aukefna komu fyrst fram árið 1962 þegar EB setti reglur um notkun litarefna og voru þeim þá gefin númer á bilinu E 100-199. Ari síðar voru settar regl- ur um rotvarnarefni og þeim gefín númer á bilinu E 200-299. Á með- al þessara efnasambanda eru sýr- ur, sem ekki teljast rotvamarefni, en geta haft áhrif á virkni rotvarn- arefna og vöxt örvera með því að lækka sýrastig í matvælum. Sem dæmi má nefna ediksýra og sölt sýrunnar (E 260 til E 263) og mjólkursýra (E 270). Síðar vora settar samræmdar reglur um notk- un þráavarnarefna (E 300-399) og bindiefna (E 400-499). Hér á landi og víðast hvar á Norðurlöndum hafa verið settar reglur um aukefni, sem eru að vissu leyti strangari en reglur í aðildarríkjum EB, og mun strang- ari en samræmd löggjöf EB á þessu sviði. Aukefnalisti, sem er í gildi hér á landi, segir til um í hvaða matvæli og í hvaða magni nota má aukefni. Núgildandi auk- efnalöggjöf EB segir til um hvaða efni í tilteknum aukefnaflokkum nota má í matvælaiðnaði, en setur hins vegar aðeins í undantekning- artilvikum takmörk varðandi magn sem heimilt er að nota og vörar þar sem notkun er leyfð. Aðild- arríkin hafa því eigin reglur um þessa þætti, en unnið er að gerð samræmds aukefnalista EB, þann- ig að sömu reglur gildi í öllum ríkjum bandalagsins. Aukefni eða E-efni Ekki er óalgengt að heyra fólk tala um „E-efni“ þegar umræðan snýst um aukefni eða þær sögu- sagnir sem um þau ganga. Eins og staða mála er í dag, er allt tal um „E-efni“ rangt, þar sem aðeins hluta aukefna hafa verið gefin þessi númer. Eins og áður er getið hefur Evrópubandalagið sett sam- ræmdar reglur um litarefni, rot- vamarefni, þráavamarefni og bindiefni. Þessi efni hafa því feng- ið E-númer. Önnur efni s.s. gervi- sýtuefni, bragðaukandi efni, yfír- borðsefni og mörg sölt hafa ekki fengið E-númer, en era engu að síður skilgreind sem aukefni og notuð sem slík, og hafa hlotið við- urkenningu af hálfu alþjóðlegra sérfræðinefnda og heilbrigðisyfír- valda. Mörg þessara efna hafa fengið númer án bókstafsins E, en þó ekki öll. Ef tekið er mið af númeram aukefna má því skipta efnunum í þijá flokka, þ.e. þau sem hafa E-númer, efni með númer án bókstafsins E og þau sem ekkert númer hafa fengið. Gera má ráð fyrir að öll auk- efni, sem leyfð eru í matvælum, fái E-númer þegar EB hefur lokið við gerð samræmds aukefnalista. Því verki verður vonandi lokið áður en sameiginlegum markaði í Evr- ópu verður komið á í ársbyijun 1993, en ljóst er að mikið verk er að samræma ólíkar reglur aðild- arríkjanna á þessu sviði. Umbúðamerkingar og sögusagnir Númer aukefna era notuð við umbúðamerkingu matvæla til að einfalda innihaldslýsingar og til hjálpar þeim, sem verða að varast tiltekin efni vegna óþols. Settar hafa verið nákvæmar reglur um merkingu umbúða og er leyfílegt að merkja aukefni með viður- kenndu heiti efnanna eða númer- um þeirra. Auk þess skal flokks- heiti (t.d. litarefni eða rotvarnar- efni) í flestum tilvikum koma fram. Dæmi um slíkar merkingar er litar- efni (E 101) eða litarefni (ríbóflavín). Ástæðan fyrir því að leyft er að nota annaðhvort viður- kennt heiti eða númer efnanna, er m.a. sú að Bandaríkin og önnur ríki utan Evrópu hafa ekki viður- kennt merkingu aukefna með E- númeram. Má geta sér til að ein af ástæðunum fyrir þessu sé sú að bókstafurinn E merkir Evrópa í þessu merkingakerfí. Matvæla- framleiðendur t.d. í Bandaríkjun- um merkja því aukefni á umbúðum með viðurkenndum heitum efn- anna, en á þessu era þó undantekn- ingar varðandi merkingu litarefna og þegar umbúðir eru hannaðar fyrir Evrópumarkað. Sumir íslenskir matvælaframleiðendur hafa valið að merkja sínar vörur á Heimatilbúin hagfræði eftir Einar Júlíusson Á miðopnu Morgunblaðsins (29.ágúst) getur að líta samanburð á tekjum háskólaprófessors og flugumferðarstjóra. Ætli það komi mörgum á óvart að prófessorar fara halloka út úr slíkum saman- burði. En það era e.t.v. einhveijir undrandi á því að laun þeirra fyrir 40 ára ævistarf skuli ekki vera nema 9,6 milljónir. Getur það ver- ið að ævilaun prófessors séu rétt rúmlega árslaun ráðamannanna í þjóðfélaginu? Að launin rétt nægi prófessomum fyrir góðri íbúð mið- að við að hann eyði ekki krónu um ævina í óþarfa eins og mat og skatta? Já, það getur vel verið, það fer eftir því hvemig þau era reikn- uð. Eins og hagfræðikennarinn sagði: „Til að gera mismunandi tekjuferla sambærilega era allar tekjur afvaxtaðar með 6% vaxta- stuðli til 20 ár aldurs." Þannig má fá núvirtar ævitekjur sem 9,6 milljónir miðað við að prófessorinn hafi 1,07 milljónir í meðalárslaun og allt að 1,76 milljón með yfír- vinnunni, en flugumferðarstjórinn hafí 1,65 milljónir. Það mætti reikna þetta öðruv- ísi. Ef ætlunin er að finna núvirði ævilaunanna því þá ekki að reikna þau frá fæðingu? Þá eru núvirt ævilaun prófessorins tæpar 3 millj- ónir. Gæti það ekki verið lausnin á efnahagsvandanum og kaupkröf- unum að borga bara öllum við fæðingu 3 milljónir? Þá geta allir búið við prófessorslaun um ævina og þurfa ekkert að vinna fyrir þeim. Þau eru meira að segja skatt- fijáls. Þeir geta siglt skútum sínum um heimsins höf, heimsótt páfann og spænt lúxusjeppa sína um fjöll og fírnindi eins og fólkið í lit- myndaauglýsingum Fjárfestingar- félagsins. Sex prósent þykja víst ekki hávextir í dag en í slíku þjóð- félagi getur sá sem fær í vöggu- gjöf sem svarar einum lúxusjeppa lifað alla ævi á prófessorslaunum án þess að gera handtak. Hinn getur stritað ævina út og aldrei eignast neitt. Þeir ríku verða ríkari og heimta hærri og hærri vexti af hinum sem verða vanskila. Hávaxtastefnan er ekki aðeins móðgun við þá sem vinna hörðum höndum að því að draga þann físk og skapa þau verðmæti sem hag- fræðingamir leyfa sér síðan að vaxta eða afyaxta eins og þeim sýnist. Hávaxtastefnan er reyndar rán sem er að setja atvinnulíf landsmanna á hausinn. Hún er þrælahald í nútíma formi. Þessir núvirðisreikningar sýna hversu fráleitt það raunveralega er að búa við einhliða hagsmuna- gæslu fjármagnseiganda eins og t.d. Gunnar Tómasson hagfræð- ingur hefur margbent á. Auðvitað er jafnfráleitt að búa við þá verð- bólgu og neikvæðu vexti sem við höfum vanist. Miðað við að nafn- vextimir séu 6% undir verðbólg- unni, og verra hefur það nú verið, þá eru ævitekjur prófessorsins á annan milljarð fyrir utan eftirvinn- una. Sá prófessor getur keypt sé æði margar íbúðir um ævina og samt átt eitthvað eftir fyrir mat og sköttum. Kannski það sé lausn- in á efnahagsvandanum? Það þarf ekkert endilega verðbólgu, aðeins lækka vextina um 12% svo allir geti haft milljarð í núvirtar ævi- tekjur. Miðað við fyrri lausnina sparar hún ríkinu talsvert tannfé en gallinn á henni er að nú verða allir að vinna fyrir launum sínum. Það fer allt eftir forsendum reikninganna þ.e. vöxtunum hvort núirtar ævitekjur prófessors sam- svari einni jeppabifreið eða eitt hundrað einbýlishúsum. Gera verður greinarmun á nafn- vöxtum og raunverulegum vöxtum en að öðru leyti koma verðtrygging og verðbólga vöxtunum ekkert við. Fijálsir vextir lækka ekkert við afnám verðtrygginar og háir vext- ir era enginn hemill á verðbólguna nema síður sé. Hávaxtastefnan var seld þjóðinni sem lausn á verðbólg- unni og nú hafa íslendingar búið við heimsins hæstu vexti í áratug en hvar hefur verðbólgan verið? Óneitanlega er talsvert til í þess- um núvirðisreikningum. Þeir sýna t.d. hversu óheyrilega auðug sú þjóð verður á einni mannsævi sem fær að búa við stöðugt og skyn- samlegt stjórnarfar og þó ekki sé nema örlítinn hagvöxt. Einnig hversu hratt hin, t.d. sú sem lifir á lánum og eyðileggur auðlindir sínar, hrynur niður í þá örbirgð sem meirihluti mannkyns verður að sætta sig við. Þessir núvirðis- reikningar geta sjálfsagt verið gagnlegir t.d. í samningum við §ármálaráðherra eða til að reikna út hve núvirtar framtíðartekjur af álveri séu miklu minni en kostnað- urinn við að byggja það og reka. Jón Gislason „Því má segja að merk- ing E-númera á umbúð- um sýni að efnin hafa verið viðurkennd til notkunar í matvælaiðn- aði.“ sama hátt, þ.e. með viðurkenndum heitum aukefna, og losna þannig við E- númer á umbúðum. Ástæð- una má meðal annars rekja til sögusagna um að hættulegt sé að borða matvæli, sem innihalda meira en þijú „E-efni“, eða ann- arra sambærilegra sögusagna, hvort heldur efnin eru þijú eða fleiri sem miðað er við. Margar ótrúlegar sögur era einnig sagðar um rotvarnarefni og oft ekki gott að átta sig á því hvort þær era aðeins sagðar í gamni eða hvort einhver alvara líggur að baki. Það sama á við um gervisætuefni, sem sögð eru geta valdið margvíslegu heilsutjóni, en gervisætuefni era dæmi um aukefni sem ekki eru merkt með númeram á umbúðum matvæla. Rotvarnarefni, krækiber og garðávextir Til að gefa lesendum dæmi um notkun rotvarnarefna, er ekki úr vegi að ræða um bensósýra, sorb- ínsýra og nítrít. Bensósýra (E 210), sem reyndar fínnst náttúra- leg í krækibeijum, er eitt algeng- asta rotvarnarefni í fæðu okkar og er sýran oftast notuð í formi salta, sem auðkennd era með E 211 til E 213. í líkama okkar teng- ist bensósýran amínósýrunni glýsín, en eins og kunnugt er era prótein (eggjahvítuefni) byggð úr amínósýram. Þetta gerist í lifrinni og þá myndast efni (sýra), sem fer Einar Júlíusson „Það fer allt eftir for- sendum reikninganna þ.e. vöxtunum hvort núvirtar ævitekjur prófessors samsvari einni jeppabifreið eða eitt hundrað einbýlis- húsum.“ Fyrir þann sem vill bjarga sér í hávaxtaþjóðfélaginu era slíkir afvöxtunarreikningar nauðsynleg- ir. Honum hlýtur að gagnast vel hagfræðikennslan í Háskólanum. .m'gnibsrilsáffiérís’uibuulöH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.