Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 26 punda lax af Iðunni - 25 punda úrSoginu MIKIÐ hefur veiðst af stórlöxum fyrir austan Pjall að undanförnu. Á fimmtudaginn veidd- ist t.d. 26 punda hængur á maðk á Iðunni og í síðustu viku leið ekki sá dagur að það veidd- ust ekki 2-3 fiskar um og yfir 20 pund, flest- ir um 20 en einnig nokkrir 22 punda, einn 25 punda og svo sá stærsti sem Birgir Sumar- liðason veiddi. Eru þá tveir 26 punda laxar stærstir yfír landið í sumar, en áður hafði Bandaríkjamaður veitt 26 punda lax á Prest- hyl í Laxá í Aðaldal. Birgir sagði í samtali við Morgunblaðið að mikill lax væri nú við Iðuna og ótrúlega margt af stórfíski. Komnir væru hátt í 400 fiskar á land og ef veiðin yrði jöfn út veiðitímann næðust líklega um 600 laxar af svæðinu sem er mjög gott. Þá veiddist í síðustu viku tæplega 25 punda hængur í Soginu fyrir landi Alviðrr. og var það annar fískurinn af þeirri stærð sem þar veiðist síðustu daga. Veiðimaður óskaði nafn- leyndar og skal það virt, en hann sagði veið- ina batnandi eftir doða framan af. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru nú komnir á þriðja hundrað laxar á land. Auk þess veidd- ist 24 punda hængur í Ölfusá fyrir landi Laugarbakka fyrir skömmu. Af þessu má ráða, að meira er af yfírþungávigtarlöxum í sumar en í langan tíma. Birgir Sumarliðason með 26 punda laxinn sem hann veiddi á Iðunni. VEÐURHORFUR í DAG, 4. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Um 300 km suðaustur af Horrtafirði er 988 mb lægð sem rétt þokast austur og hæðarhryggur yfir Grænlandshafi nétgast landið. Við suðvesturströnd Grænlands er 990 mb lægð sem þokast austur. SPÁ: Á morgun verður fremur hæg breytileg átt um mest allt land og léttir vfða til noröanlands, en þykknar upp með suðaustangolu vestantil á landinu. Víða dálitiðsúld eða rigning vestanlands er líður á daginn. Heldur hlýnandi veður, fyrst suövestanlands. •JO Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að M tíma hhl vcftur Akureyri Reykjavik ð 8 alský|aö skýjað Bergen 17 atekýjað Helslnki 14 sknað Kaupmannahöfn 15 rtgnhtg Narssarssuaq 7 rignlng Nuuk 2 rigning Óstó 13 rigning Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 12 skúr Algarve 28 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Ðerifn 20 tóttskýjað Chioago 17 tóttskýjað Feneyfar 24 hálfskýjað Frankfurt 18 alskýjað Qlasgow 15 hálfskýjað Hamborg 19 skýjað LasPalmas 27 hálfskýjað London mmsi! skýjað LosAngeles 17 helðskirt Lúxemborg 19 skýjað Madríd 28 léttakýjBð Malaga 27 léttskýjað MaHorca 28 léttskýjað Montreal 12 léttskýjað NewYork vantar Orlando vantar Parrs vantar Róm 26 hálfskýjað Vin 17 skúr Washíngton vantar Winnipeg 22 leiftur Stefan G. Bjömsson fyrrv. framkvæmdasljóri látinn STEFÁN G. Björnsson fyrrver- -—----- andi framkvæmdastjóri Sjóvár lést á Hvítabandinu að morgni sunnudagsins 2. september, 84 ára að aldri. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu æviár sín. Stefán G. Bjömsson fæddist 17. júní 1906 á Djúpavogi, sonur hjón- anna Þórarins Bjöms Stefánssonar verslunarstjóra og Margrétar Katrín- ar Jónsdóttur. Stefán varð gagn- fræðingur frá Menntaskólanum í Reykjavík 1922 og réðst sem skrif- stofumaður og gjaldkeri í Vátrygg- ingastofu A.V. Tuliníusar sama ár.. Hann var ráðinn skrifstofumaður hjá Sjóvártryggingafélagi íslands 1925. Hann var skrifstofustjóri og aðal- gjaldkeri Sjóvár 1938-1957 og fram- kvæmdastjóri 1957-1971. Hann var jafnframt annar framkvæmdastjóri Könnunar hf. 1968-1971. Stefán var skipaður endurskoðandi Happdrættis DAS frá 1973 og Vöruhappdrættis SÍBS frá 1974 og gegndi þeim störf- - um meðan heilsa leyfði. Stefán sat í fjölda stjóma og nefnda um ævina. Hann var fyrsti stjórnarformaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, var um tíma stjórnarformaður Sambands brunatryggenda og sat í stjóm ís- lenskrar endurtryggingar, Verzlun- arráðs Islands og Björgunarfélagsins hf. svo eitthvað sé nefnt. Hann sat í stjórn Verslunarmannafélags Stefán G. Björnsson. Reykjavíkur 1937-1944. Stefán var einn stofnenda og síðar forseti Rótaryklúbbsins Reykjavík- Austurbær. Hann starfaði einnig mikið að íþrótta og æskulýðsmálum, var um tíma formaður Skíðafélags Reykjavíkur og í stjóm Glímufélags- ins Ármanns. Stefán var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1956 og heiðursorðu ISÍ 1966. Hann var einnig sæmdur gullstjömu ÍBR og var heiðursfélagi fjölda félaga og samtaka. Eftirlifandi eiginkona Stefán G. Bjömssonar er Sigríður Jónsdóttir og eignuðust þau þijá syni. Stefan Krisijánsson íþróttafulltrúi látinn STEFAN Kristjánsson, íþrótta- kennari og fyrrum íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar, er látinn 66 ára að aldri. Stefán fæddist á Húsavík þann 30. júní 1924, sonur hjónanna Kristj- áns Péturssonar og Jóhönnu Numa- dóttur. Hann lauk prófi frá Héraðs- skólanum að Laugum 1941 og íþrót- takennaraprófi 1942. Einnig lauk hann prófí frá Kungl. Gymnastiska Centralinstitutet í Stokkhólmi. Hann kenndi íþróttir við Laugamesskóla, gagnfræðaskóla borgarinnar og við Kennaraskólann en varð íþróttafull- trúi Reykjavíkur 1965. Hann lét af því starfí 1985 og sinnti. eftir það ýmsum verkefnum fyrir borgina, svo sem undirbúningi afmælishátíða borgarinnar. Stefán Kristjánsson starfaði við þjálfun ýmissa íþróttagreina hjá Glímufélaginu Ármanni og var þjálf- ari landsliðs íslendinga í fijálsum íþróttum 1955-1957. Hann sat í stjóm FRÍ 1957-1959 og í stjóm Stefán Krisljánsson. Skíðasambands íslands 1964-1970. Hann var formaður Skíðasambands- ins 1964-1970. Eftirlifandi eiginkona Stefáns Kristjánssonar er Kristjana Jónsdóttir. Magnús Olafsson fyrrv. yfírlæknir látinn MAGNÚS Ólafsson læknir lést í Landspítalanum sunnudaginn 2. september sl., 63 ára að aldri. Magnús fæddist í Vestmannaeyj- um 1. nóvember 1926 og voru for- eldrar hans Ólafur Magnússon stud.med. og ritstjóri þar og kona hans, Ágústa Hansína Petersen. Magnús varð stúdent frá MR 1946 og lauk embættisprófí í læknisfræði frá Háskóla íslands 1953. Hann var aðstoðarborgarlæknir f Reykjavík 1953-1954. Hann stundaði fram- haldsnám í lyflækningum í Banda- ríkjunum 1954-1958 og síðar einnig í hjartasjúkdómum í Bretlandi. Hann var læknir við Borgarspítalann 1958-1961 og yfirlæknir á Hrafnistu 1961-1974. Þá var hann skólalæknir í Reykjavík og trúnaðarlæknir m.a. Ríkisútvarpsins. Hann starfaði ein- göngu að hjartasjúkdómum síðari árin. Magnús sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1960-1968 og Hjarta- sjúkdómafélags íslenskra lækna 1971-1973. Hann var formaður samninganefndar sérfræðinga 1961-1965. í ritstjórn Læknablaðs- ins sat hann 1962-1968. Þá var hann formaður stjórnar húsfélags Domus Medica, en þar var lækningastofa hans. Auk stafa sinna í þágu lækna sinnti Magnús mörgum félagsmála- störfum. Hann var fulltrúi Vöku í stjóm stúdentaráðs Háskóla íslands á námsárunum. Hann var formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og síðar ritstjóri tímarits þess, Veiði- mannsins, frá 1980. Eftirlifandi eiginkona Magijúsar er Anna G. Stefánsdóttir og eiga þau tvo uppkomna syni. Magnús lætur auk jioss eftir sig eina dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.